Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 201528 „Þessi samkoma gekk alveg hreint vonum framar og við fengum frá- bærar viðtökur. Hingað komu um eða yfir 300 gestir og setið í öllum skúmaskotum. Þarna kom sam- stöðumátturinn fram í gleðinni,“ sagði Margrét Sigurþórsdóttir starfsstúlka í Brákarhlíð í Borgar- nesi eftir að fjáröflunarsamkomu í Hjálmakletti lauk á sunnudaginn. Tilefnið var, eins og fram kom í síðasta Skessuhorni, að safna fyr- ir hundrað stólum í nýjan hátíð- arsal í Brákarhlíð. Samkoman og söfnunin gekk það vel að nú hef- ur verið ákveðið að kaupa stólana og fylla salinn. Margrét átti hug- myndina að samkomunni en fékk til liðs við sig vinnufélaga núver- andi og fyrrverandi, íbúa í Brákar- hlíð, fjölskyldu sína og fjölmarga aðra. „Það voru allir boðnir og búnir að leggja verkefninu lið. Fyr- ir það er ég óendanlega þakklát,“ sagði Margrét. „Stólarnir verða keyptir,“ bætti hún við. Margrét segir að margir hafi komið að verkefninu eða sýnt því stuðning. „Gísli Einarsson var veislustjóri og fór á kostum. Brák- arhlíðarkórinn var þarna að koma fram í fyrsta sinn og söng lag við texta eftir Theodóru Þorsteins- dóttir sem nefnist „Við búum öll í Brákarhlíð.“ Íris Guðbjartsdótt- ir kom alla leið af Ströndum og söng fyrir okkur. Þá var kaffisala, lukkupakkar, leikfimin var á sín- um stað, andlitsmálun fyrir börn- in, ein mætti uppábúin sem trúður og Vignir bróðir stjórnaði fjölda- söng í restina. Imba frá Rauðsgili var líka alveg frábær. Hún prjón- aði litrík pils og peysur sem voru boðnar upp í lokin. Gamla fólk- ið okkar skemmti sér og sínum og ég er þakklát öllum ættingjunum sem komu og áttu með okkur góð- an dag. Reyndar voru atriðin svo mörg sem við höfðum planað að við urðum að skera dagskrána ör- lítið niður í lokin. Fólk var orðið þreytt og aðrir sem vildu koma sér heim í tæka tíða fyrir landsleikinn. „Ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem stóðu að þessari dag- skrá og studdu okkur með ýmsum hætti. Þá er ég bæði að tala um fyr- irtæki, stofnanir og einstaklinga,“ sagði Margrét Sigurþórsdóttir að endingu. Þegar safnast fyrir 50 stólum Að sögn Björns Bjarka Þorsteins- sonar forstöðumanns Brákarhlíð- ar hafði á mánudaginn safnast 1,7 milljón króna, bæði á samkom- unni á sunnudaginn og með styrkj- um sem borist hafi þar að auki, svo sem með vilyrðum fyrirtækja um stuðning. Segir hann að söfnunin hafi gengið það vel að nú sé orð- inn grundvöllur til að fara í inn- kaupaferð. Bjarki segir nokkuð um að fólk hafi samband og spyrji hvernig leggja megi söfnuninni lið. Safnað er inn á reikning í nafni Hollvinasamtaka Brákarhlíðar og minningarsjóðs. Þar er bankanúm- er 0326-13-301750 og kennital- an: 621209-1750. Bjarki vildi jafn- framt koma á framfæri þökkum til allra sem lagt hafa söfnuninni lið með einum og öðrum hætti. mm/ Ljósm. Þorleifur Geirsson. Samstöðumátturinn endur- speglaðist í gleðinni Vignir, Ómar og Björn Bjarki í peysum sem Ingibjörg Jónsdóttir, Imba frá Rauðsgili prjónaði. Peysurnar voru svo boðnar upp í lokin. Margrét Sigurþórsdóttir að vonum ánægð með þátttökuna. Barnabarn Guðmundar Reynis Guðmundssonar velur sér lukkupakka hjá Jóhönnu Möller. Gísli Einarsson veislustjóri og hluti kórs eldri borgara. Gjaldkerinn Jóna Ester Kristjánsdóttir ánægð með innkomuna. Samkomugestir voru látnir gera leikfimiæfingar. Hér er lítill hluti samkomugesta. Brákarhlíðarkórinn að syngja.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.