Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 201538 Hver er eftirlætis maturinn þinn? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Alvar Brandur Gunnarsson: Grjónagrautur. Anton Máni Jónsson: Mér finnst best að borða kara- mellujógúrt. Yrsa Brynjarsdóttir: Rækjupasta. Hjörtur Pétursson: Pylsupasta, það er best. Arndís Halla Guðlaugsdóttir: Mér finnst fiskur besti matur- inn. Uppskeruhátíð barna- og ung- lingastarfs UDN og aðildarfélaga var haldin á Reykhólum miðviku- daginn 2. september síðastliðinn. Iðkendur frá fimm ára aldri og upp úr voru verðlaunaðir fyrir afrek lið- ins sumars, persónulegar bætingar og síðast en ekki síst þátttöku, en að sögn Pálma Jóhannssonar var þátt- takan heilt yfir góð í sumar. „Starf- ið í sumar er búið að vera gott, skemmtilegur stígandi og ánægju- leg fjölgun iðkenda. Þetta hefur verið keyrt á kvöldmótum í frjálsum íþróttum og það var ótrúleg aukn- ing í þátttöku frá fyrsta móti og til þess síðasta,“ segir Pálmi. „Það var ótrúlega gaman að horfa yfir völl- inn á síðasta mótinu í Búðardal því það var alveg fullt af fólki,“ bætir hann við. Öll mótin í sumar voru haldin í Búðardal og að sögn Pálma er það vegna þess að það er eina aðstaðan sem UDN hefur til að halda svona mót. Aðstaðan sé þó langt frá því að vera nægilega góð. Þátttakend- um sé að fjölga, það hafi sýnt sig í sumar, sambandið sendi keppend- ur á Unglingalandsmót og fleiri mót og aðstaðan þurfi að vera betri. „Það var mjög góð mæting frá okk- ur á Unglingalandsmót, krakkarnir stóðu sig vel og sumir þeirra unnu til verðlauna,“ segir Pálmi. Í vor hófu forsvarsmenn sam- bandsins að safna fyrir nýjum íþróttagöllum handa iðkendum. Fyrirtæki á svæðinu létu fé af hendi rakna og UDN, ásamt aðildar- félögum innan sambandsins, styrkti söfnunina. Fór svo að lokum að það mikið fé safnaðist til að hægt væri að niðurgreiða gallana um 40% af heildsöluverði. UDN gaf svo öllum grunnskólabörnum og efsta skóla- hóp leikskóla jakkana. Var almenn ánægja með framtakið og að sögn Pálma hafði þetta mjög jákvæð áhrif á starfið. Uppsveifluna mátti einnig greina á góðri mætingu á uppskeruhá- tíðina sjálfa, en yfir hundrað manns mættu, iðkendur og foreldrar. UDN, ásamt fyrirtækjum á svæð- inu, bauð öllum gestum til grill- veislu og Solla stirða og Íþróttaálf- urinn skemmtu krökkunum áður en viðurkenningarnar voru veittar. kgk Uppsveifla í starfi UDN og fjölgun iðkenda Þessi hópur fékk viðurkenningar fyrir framúrskarandi þátttöku í starfi sambandsins. Vignir Smári Valbergsson og Hafdís Inga Ásgeirsdóttir fengu verðlaun fyrir bestu afrek sumarsins í frjálsum íþróttum. Þátttaka var sérstaklega góð hjá yngri iðkendum í sumar. Fyrirtækjamót Badmintonfélags Akraness var haldið í fyrsta sinn sunnudaginn 6. september síðast- liðinn og gekk að sögn aðstandenda vonum framar. Alls skráðu 50 kepp- endur sig til leiks og áttu ánægju- legan dag í íþróttahúsinu við Vest- urgötu. Eins og áður hefur kom- ið fram var bifreiðaumboðið Askja helsti styrktaraðili mótsins en einn- ig studdi fjöldi annarra fyrirtækja og einstaklinga við félagið með því að leggja til þátttökuvinninga sem dregið var um úr nöfnum þátttak- enda. Í keppninni sjálfri voru leikn- ir tvíliðaleikir og í lok hverrar við- ureignar var leikin svokölluð spað- aruna sem gaf eitt aukastig. Í lok móts var svo keppt í „venjulegri“ runu og þar stóð Edit Ómarsdóttir uppi sem sigurvegari. Sigurvegarar mótsins var lið Öskju, Spaðarnir hrepptu ann- að sætið og Bílástrukkarnir fengu verðlaun fyrir flottustu búning- unum, en þeir skörtuðu gömlum HV fótboltabúningum sem elstu menn þekkja. Var það mál manna að stuttu stuttbuxurnar hefðu gert útslagið í búningakeppninni. Sig- urvegararnir hlutu, auk verðlauna- gripa, gjafabréf í fótboltagólf á Þór- isstöðum og partíplatta frá Subway. Mótið var liður í fjáröflunar- og eflingarstarfi Badmintonfélags Akraness og vilji er fyrir því hjá fé- laginu að gera mótið að árlegum viðburði. Í því sambandi vill félagið minna á að frítt er á trimmæfing- ar félagsins vil áramóta en þær eru haldnar þrisvar sinnum í viku. -fréttatilkynning Bílástrukkarnir voru verðlaunaðir fyrir bestu búningana, en þeir klæddust gömlu HV fótboltabúningunum. Var það mál manna að stuttu stutt- buxurnar hefðu gert útslagið í búningakeppninni. Vel heppnað fyrirtækjamót Badmintonfélags Akraness Lið Öskju stóð uppi sem sigurvegari á fyrirtækjamóti Badmintonfélags Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.