Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 20158 Gistinóttum fjölgaði um 17% LANDIÐ: Gistinætur á hótelum landsins í júlí voru 351.700 sem er 17% aukning miðað við júlí 2014. Gisti- nætur erlendra gesta voru 92% af heildarfjölda gisti- nátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 19% frá sama tíma í fyrra á meðan gisti- nóttum Íslendinga fækkaði um 3%. Flestar gistinætur á hótelum í júlí voru á höfuð- borgarsvæðinu eða 193.200 sem er 18% aukning mið- að við júlí 2014. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 61.700. Gistinætur á samanlögðu svæði Vest- urlands og Vestfjarða voru 22.261 í júlí sem er 14% aukning frá sama mánuði í fyrra. Þegar tólf mánuðir eru taldir, frá ágúst í fyrra til júlí í ár, voru gistinætur samtals 114.836 sem er 24% aukn- ing milli ára. Ekki er hægt að sjá í tölum Hagstofunn- ar hvort ástæðan er sú að gistirými séu nánast fullnýtt í júlí, eða hvort ástæðan er að ferðaþjónustufyrirtækj- um í landshlutanum gengur betur að auka nýtingu gisti- rýmis yfir jaðartíma ferða- þjónustunnar en yfir háönn. Á landsvísu voru erlendir gestir með flestar gistinætur í júlí. Þjóðverjar voru flest- ir, með 77.300 gistinætur, Bandaríkjamenn með 62.000 og Bretar með 32.200 gisti- nætur. Á tólf mánaða tíma- bili ágúst 2014 til júlí 2015 voru gistinætur á hótelum 2.556.990 sem er fjölgun um 17% miðað við sama tímabil ári fyrr. -mm Lögregla fylgist með skotveiði- mönnum VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi verður með virkt eftirlit með skotveið- um á næstu vikum nú þegar gæsaveiðitímabilið er kom- ið í gang. Í því eftirliti verða m.a. réttindi veiðimanna könnuð ásamt því að kannað verður hvort byssur séu lög- legar til veiða. Bendir lög- regla á að ekki er t.d. heim- ilt að nota við veiðar byssur sem taka fleiri en þrjú skot (pumpur). Lögreglan mun einnig huga sérstaklega að utanvegaakstri. Í tilkynningu lögreglu segir jafnframt: „Ef réttindi og búnaður veiði- manna er ekki í lagi má búast við því að að lögregla leggi hald á byssu viðkomandi og að viðurlögum verði beitt. Nú þegar skotveiðin er kom- in í fullan gang þykir rétt að minna veiðimenn á að nauð- synlegt er að þeir hafi með- ferðis, við veiðar, bæði skot- vopnaskírteini og veiðikort. Í þeim tilfellum sem notuð er byssa sem lánuð er frá öðr- um þarf einnig að hafa með- ferðis skriflegt leyfi eiganda byssunnar þar sem hann heimilar veiðimanninum notkun á henni.“ –mm Skógarbændur koma saman STYKKISH: Átjándi aðalfund- ur Landssamtaka skógareigenda verður haldinn á Hótel Stykkis- hólmi dagana 2.-3. október næst- komandi. Fundurinn er hald- inn í samstarfi við Félag skóg- arbænda á Vesturlandi. Málþing verður haldið í tengslum við að- alfundinn sem hefst klukkan 16 á föstudeginum. Fjallað verður um skógarnytjar á Vesturlandi og um úttektir á árangri í skógrækt og leiðir til úrbóta. Ársfundur jólatrjáaræktenda verður um kvöldið þar sem m.a verður boð- ið upp á fræðsluerindi um rækt- un fjallaþins sem jólatrés. Félag skógarbænda á Vesturlandi býð- ur fundargestum í skógargöngu með leiðsögn á laugardeginum, og að endingu njóta allir góðr- ar samveru á árshátíð skógar- bænda. –mm Ráðin móttökufulltrúi STYKKISH: Umsóknarfrest- ur um stöðu móttökufulltrúa hjá Stykkishólmsbæ rann út 1. sept- ember. Tvær umsóknir bárust og var ákveðið að ráða Ragn- heiði Valdimarsdóttur í starf- ið. Hún hefur lokið BSc gráðu í náttúrufræðilegri forvörslu og starfað sem stöðvarstjóri hjá Ís- landspósti og síðar sem kennari hjá FSN. Ragnheiður er búsett í Stykkishólmi. Þetta kom fram á vef Stykkishólmsbæjar. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 29. ágúst - 4. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 10 bátar. Heildarlöndun: 67.746 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 38.317 kg í fjórum löndunum. Arnarstapi 3 bátar. Heildarlöndun: 6.400 kg. Mestur afli: Bárður SH: 4.672 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 229.667 kg. Mestur afli: Hringur SH: 62.453 kg í einni löndun. Ólafsvík 19 bátar. Heildarlöndun: 123.138 kg. Mestur afli: Guðmundur Jens- son SH: 25.164 kg í þremur löndunum. Rif 15 bátar. Heildarlöndun: 191.411 kg. Mestur afli: Örvar SH: 42.882 kg í einni löndun. Stykkishólmur 3 bátar. Heildarlöndun: 10.950 kg. Mestur afli: Blíða SH: 8.054 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH - GRU: 62.453 kg. 2. september. 2. Örvar SH - RIF: 42.882 kg. 31. ágúst. 3. Páll Jónsson GK - GRU: 41.140 kg. 31. ágúst. 4. Helgi SH - GRU: 40.463 kg. 31. ágúst. 5. Tjaldur SH - RIF: 39.542 kg. 29. ágúst. grþ Ársfundur Bjartrar framtíðar fór fram um helgina. Ný forysta var þar kjörin. Óttarr Proppé var sjálf- kjörinn formaður. Brynhildur S. Björnsdóttir varaþingkona og gjaldkeri flokksins varð efst í kjöri stjórnarformanns en hún hlaut 61% greiddra atkvæða af 122 sem þátt tóku í kosning- unni. Í framboði auk Brynhild- ar voru Guðlaug Kristjánsdótt- ir, Matthías Freyr Matthíasson og Preben Pétursson. Einnig var tilkynnt að Brynhildur Pét- ursdóttir tekur við sem þing- flokksformaður. Að auki var kos- ið um 40 einstaklinga í 80 manna stjórn Bjartrar framtíðar, en kosið er til tveggja ára í senn. Í tilkynningu frá flokknum seg- ir um önnur verkefni fundarins: „Stefna í heilbrigðis- og umhverf- ismálum var kynnt af málefnahóp- um og samþykkt á fundinum eftir líflegar umræður. Að auki var sam- þykkt lagabreytingatillaga sem lýt- ur að skipulagi flokksins, um for- mennsku í framkvæmdastjórn. Stjórnarformaður mun héðan í frá stjórna framkvæmdastjórnar- fundum. Tillaga um að stofn- uð verður laganefnd um end- urskoðun laga flokksins var samþykkt, sem og tillaga um að stofna ungliðahreyfingu Bjartr- ar framtíðar. Auk þess voru tvær ályktanir samþykktar, annars- vegar um breytingar á stjórnar- skrá og hinsvegar um að Ísland taki á móti fleira flóttafólki. Fundinn sóttu um 60 manns en honum var að auki varpað beint á netinu og rafrænar kosningar voru um helstu málefni.“ mm Sjálfboðaliðar á vegum Skógrækt- arfélags Íslands hafa lagt stíg upp brekkuna í Lundinum í Arnar- holti að stóra lerkitrénu sem val- ið var tré ársins 2014 hér á landi. Brekkan var erfið uppgöngu ekki síst ef blautt var á. Nýi stígurinn er ekki brattur og sveigist um brekk- una og er lagður trjákurli. Þegar komið er upp að trénu má sjá skilt- ið með áletruninni um Tré árs- ins 2014. Einnig er þar bekkur úr lerki úr Lundinum sem verkstjóri sjálfboðaliðanna, Gabriel Pic, bjó til. Sjálfboðaliðarnir eru frá EVS (European Volunteer Service) sem er hluti af Erasmus+ verkefni Evr- ópusambandsins. Skógræktarfé- lag Íslands er viðurkenndur gest- gjafi fyrir EVS og mun árlega taka við fimm sjálfboðaliðum til vinnu í fimm mánuði í skógum landsins. lbh Sunnudagaskóli Akranekirkju hefst næstkomandi sunnudag. Vetrar- starfið að þessu sinni hefst með leiksýningunni Hafdís og Klemmi - og leyndardómar háaloftsins, sem er sýning fyrir börn á öllum aldri. Persónur í sýningunni eru þau Hafdís og Klemmi sem eru jafnframt aðalpersónur þátta- seríunnar Daginn í dag en sýning- in er sjálfstætt framhald þáttanna. Sýningin fjallar um ævintýri vin- anna tveggja sem finna dularfullt tæki uppi á háalofti heima hjá ömmu Hafdísar. Umfjöllunarefni sýning- arinnar eru hæfileikar. Hverjir hafa hæfileika og hvernig getur maður nýtt hæfileika sína til góðs? Gert er mikið úr þátttöku barnanna í áhorf- endasalnum og gaman er að fylgjast með viðbrögðum þeirra. „Sýningin var framsýnd í Nor- egi og hefur verið sýnd á nokkrum stöðum á Íslandi. Þetta er einstak- lega skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna og allir eru velkomnir. Sýningin fer fram í Safnaðarheim- ilinu Vinaminni og hefst kl. 11. Sýningin markar upphaf af barna- starfi Akraneskirkju þennan vetur- inn en börn á grunnskólaaldri hafa fengið bréf til kynningar á starfinu. Við erum spennt á taka á móti leik- hópnum og vonumst til að sjá sem flesta á sunnudaginn,“ segir Þráinn Haraldsson prestur Akraneskirkju. -fréttatilkynning Kór Kalmans undir leiðsögn Sveins Arnars Sæmundssonar organista og söngstjóra hefur verið valinn ásamt fimm öðrum íslenskum kórum og sönghópum til að taka þátt í nám- skeiði hjá hinum virta breska söng- hópi, The King´s Singers. Nám- skeiðið fer fram í Hörpu 16. sept- ember en sama dag halda þeir tón- leika í Eldborgarsal Hörpu. Nám- skeiðið verður haldið í tveimur söl- um Hörpu frá klukkan 11.00 til 13.30. Hver hópur fær 40 mínút- ur með meðlimum King’s Singers og lögð verður áhersla á raddtækni, stíl, tónlistarflutning og framkomu. Í lok námskeiðisins mun hver hóp- ur koma fram og syngja fyrir áheyr- endur í Norðuljósasalnum. „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé frábært tækifæri fyrir kór- hópana að fá að vinna með þess- um frábæru listamönnum og mikill heiður,“ segir Sveinn Arnar. The King’s Singers er margverð- launaður sönghópur sem hefur verið starfandi frá 1968 en af þeim sex sem skipa hópinn nú hefur Da- vid Hurley, fyrsti tenór, sungið lengst með hópnum, eða frá árinu 1989. Á þessum tíma sem hópur- inn hefur verið starfræktur hef- ur hann sent frá sér yfir 150 diska og hlotið tvenn Grammy-verð- laun, árin 2009 og 2012, og sungið á yfir hundrað tónleikum um all- an heim árlega. Þeir eru gríðar- lega fjölhæfir og syngja allar gerð- ir tónlistar. Þarna er allt frá klass- ík, endurreisnartónlist, barokki og yfir í popp. Árið 2013 sendu þeir frá sér Great American Songbook og eru því með djassslagara á efn- isskránni. Námskeiðið í Hörpu er mið- vikudaginn 16. september frá kl. 11-13:30 og er hægt að kaupa áheyrnargjald á það. Miðasala er á tix.is -fréttatilkynning Hefja sunnudagaskólann með leiksýningu Kammerkór frá Akranesi á námskeiði hjá The King‘s Singers Björt framtíð kaus nýja forystu Sjálfboðaliðarnir neðan við hið aldna lerkitré sem hlaut sæmdarheitið Tré ársins 2014. Bætt aðgengi að Tré ársins 2014 í Lundinum í Arnarholti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.