Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 201516 „Ég kom 2003, þannig að ég er bú- inn að vera hérna svolítið lengi, sér- staklega á íslenskan mælikvarða,“ sagði Ejub Purisevic, þjálfari Vík- ings Ólafsvíkur, í samtali við Skessu- horn í síðustu viku. „Það sem er enn merkilegra er að Hilmar og Jónas eru búnir að vera hérna allan tím- ann líka. Það er ótrúlegt að fólk geti unnið svona lengi saman því í fótboltanum er alltaf eitthvað sem kemur upp á. En við höfum náð að vinna vel saman,“ bætir hann við. Víkingur tryggði sér sem kunn- ugt er sigur í 1. deild karla í knatt- spyrnu og þar með sæti í efstu deild að ári með sigri á Grindavík í ótrú- legum leik þriðjudaginn 1. septem- ber síðastliðinn, þrátt fyrir að þá væru þrjár umferðir eftir af Íslands- mótinu. „Leikurinn í Grindavík var svo ótrúlegur að ég vissi ekki hvort ég ætti að trúa þessu. Hugsaðu þér, 7-2 á móti Grindavík sem er með al- vöru lið. En við vorum svosem bún- ir að vinna átta leiki í röð og það er engin tilviljun að við séum komnir upp. Við eigum þetta alveg skilið.“ Renndu blint í sjóinn í upphafi móts Eins og áður kom fram hefur Ejub þjálfað lið Víkings Ólafsvíkur síðan 2003 og var því einnig við stjórn- ina þegar liðið vann sér fyrst sæti í úrvalsdeild karla árið 2012. Þeg- ar blaðamaður biður hann að bera saman þessi tvö skipti segir hann nokkurn mun vera þar á. „Árið 2012 þá sáum við fyrir mót að við gætum farið upp. Við vorum með mann- skap sem hafði verið saman í tvö til þrjú ár og við vissum að við ættum möguleika á að berjast um toppsæt- in. Núna höfðu orðið miklar breyt- ingar á liðinu eftir fall úr úrvals- deild og okkur vantaði hreinlega leikmenn. Við vorum í janúar Ís- landsmeistarar í futsal með átta leik- menn,“ segir Ejub og brosir. „En við vorum staðráðnir í að ná í fleiri leik- menn og það tókst. Liðið kom aft- ur á móti ekki saman fyrr en í þriðju umferð þannig að við renndum nokkurn veginn blint í sjóinn í upp- hafi móts,“ bætir hann við. Hann hefur orð á því að þrátt fyr- ir að Víkingur sé í raun lítið lið frá litlum stað og liðinu hafi gengið vel undanfarin ár vænti fólk þess að því gangi vel áfram. „Það var samt eng- in pressa eða skýrt markmið knatt- spyrnustjórnarinnar að fara upp. En ef færi gæfist þá myndum við auðvitað reyna.“ Grunnurinn lagður í upphafi móts En hvenær rann upp fyrir þjálfar- anum að liðið gæti farið upp í úr- valsdeild? „Um miðjan júlí sagði ég við liðið að nú litum við út eins og lið sem væri tilbúið að fara upp. Við skyldum samt sjá hvernig mótið spilaðist, en við gætum það og það varð raunin,“ segir Ejub. Úr varð að á síðari hluta mótsins var liðið nán- ast óstöðvandi, vann átta leiki í röð og tryggði sér sæti í úrvalsdeild þeg- ar þrjár umferðir voru eftir af Ís- landsmótinu. Ejub vill þó meina að vísir að því sem koma skyldi hafi verið sjáanlegur mun fyrr. „Í byrj- un mótsins, þar er grunnurinn lagð- ur að því að fara upp. Við spiluðum vel þar. Eftir 9. umferð vorum við komnir með 20 stig, búnir að skora aðeins 10 mörk. Við byggðum þetta á því að vera agaðir og skipulagðir, spila góða vörn. Leikmennirnir voru sáttir við það og skiluðu sínu hlut- verki mjög vel.“ Þrátt fyrir að liðið hafi komist á mikið flug á síðari hluta mótsins og skorað mikið af mörkum, með- al annars með komu framherjans Hrvoje Tokic, segir Ejub að leikur liðsins byggi engu að síður á sterk- um varnarleik. „Nú síðari hluta móts erum við komnir með rosalega gott lið sem skorar fullt af mörkum en það var langur vegur að búa það til, það byggist allt á að ná góðu jafnvægi sóknar og varnar. Tokic kemur og skorar mikið fyrir okkur af því hann passar liðinu og liðið passar honum. Vonast til að liðið geti haldið sér uppi Aðspurður segist Ejub ekki vera far- inn að velta næsta ári fyrir sér af neinni alvöru, hann sé enn að átta sig á þessu. „Það er fyrst og fremst gaman að vera kominn í úrvals- deild, hvernig sem fer, við höfum engu að tapa,“ segir hann. „Þetta er ævintýri. Fyrir svona bæjarfélag er rosalega erfitt að halda liði í 1. deild, hvað þá að vera með lið í úr- valsdeild. Við eigum bara að njóta þess að vera í úrvalsdeildinni og fá bestu knattspyrnulið landsins í heimsókn til Ólafsvíkur. En auð- vitað vona ég að við getum haldið okkur uppi,“ segir Ejub Purisevic að lokum. kgk Ejub Purisevic, þjálfari Víkings: „Við eigum að njóta þess að vera í úrvalsdeild“ Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur. TIL HAMINGU VÍKINGUR ÓLAFSVÍK MEÐ SÆTIÐ Í PEPSI-DEILDINNI!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.