Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 201532 Matreiðslumaðurinn Óli Páll Ein- arsson tók nýverið við rekstri mötuneytisins í Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri. Óli Páll segir í samtali við Skessuhorn að hann hafi verið viðloðandi mat- reiðslubransann frá unga aldri. „Ég byrjaði 17 ára í þessum bransa og fór að læra rétt fyrir tvítugt.“ Áhuginn kom þó fyrr og upphaf- lega ætlaði Óli Páll að verða bak- ari. „Afi minn og nafni var bakari og kaupmaður á Húsavík. Hann var fyrirmynd mín og kenndi mér ýmislegt um bakstur þegar ég var strákur. Ég var farinn að baka nán- ast allt sex til sjö ára gamall. Ég ætlaði að feta í fótspor hans en svo komst ég að því hvenær ég þurfti að vakna á morgnanna, þá hætti ég við að verða bakari,“ segir Óli Páll og hlær. Ætlaði að hætta Þegar Óli Páll varð aðeins eldri sneri hann sér að matreiðslunni. „Ég horfði á Skúla Hansen og fleiri matreiðslumenn elda í sjón- varpinu og reyndi að gera eins og þeir. Prófaði að gera laxafrauð fyr- ir mömmu og ýmislegt sem tókst misvel. Foreldrar mínir leyfðu mér að spreyta mig á ýmsu og seinna meir fór ég að prufa að elda fyr- ir vini mína. Það lá því beint við að ég myndi mennta mig í þessu.“ Óli Páll segir áhugann ekki hafa komið fyrir alvöru fyrr en eft- ir að hann var byrjaðu í náminu. „Ég vann til að byrja með á Hót- el Loftleiðum og ætlaði að hætta. Ég hafði aldrei unnið í svona stóru eldhúsi og fannst þetta allt svo yf- irþyrmandi. Það var ekki fyrr en ég hafði unnið í fimm til sex mán- uði sem ég aðlagaðist, þá gerðist eitthvað,“ segir hann. Eftir það hafði Óli Páll gaman af starfinu og tók allar vaktir sem honum stóðu til boða. Áhersla á ferskan mat Óli Páll býr í Melahverfi í Hval- fjarðarsveit ásamt eiginkonu sinni og fimm börnum á aldrinum tveggja og upp í tólf ára. Hann segir matreiðsluna ekki einskorð- ast við vinnuna og hann eldar einnig þegar heim er komið. Hann er ófeiminn við að prófa nýja hluti í eldhúsinu. „Ég hef alveg verið kaldur og eldað rétti sem ég hef aldrei prufað áður og sett í hundr- að manna veislur. Ég hef kunnátt- una á bak við mig og tek svo bara sénsa í lífinu,“ segir hann og brosir. Nemendur og starfsfólk á Hvann- eyri eiga von á góðu í mötuneytinu miðað við lýsingar Óla á matnum. Hann leggur áherslu á hreinar af- urðir og jafnvægi í matreiðslunni. „Ég verð með ferskan mat, eldað- an frá grunni. Ég verð ekki með unnar kjötvörur og reyni að vera með hreint álegg. Ég baka sjálfur 90% af því sem ég ber fram og vil hafa jafnvægi í matreiðslunni, eng- ar öfgar. Ég nota til dæmis hvítan sykur en líka hrásykur og stundum engan sykur. Þetta snýst allt um þetta jafnvægi.“ Aðspurður seg- ist hann reyna að kaupa flest hrá- efni úr héraði. „Ég kaupi það sem hægt er. Ég vil til dæmis endilega kaupa grænmeti af þeim sem eru hérna. Það væri æðislegt að geta boðið upp á ferskt grænmeti sem ræktað er á staðnum,“ segir Óli að endingu og snýr sér aftur að elda- mennsku dagsins; sjávarréttasúpu sem löguð er frá grunni. grþ Hætti snemma við að verða bakari Óli Páll hefur nú tekið við rekstri mötuneytis LbhÍ á Hvanneyri Óli Páll Einarsson tók nýverið við rekstri mötuneytis LbhÍ á Hvanneyri. Ljósm. mm. Fjöldi skiptinema stundar nú nám við Háskólann á Bifröst. Á haus- tönn eru þeir 23 frá fjórtán lönd- um. Flestir koma frá Þýskalandi, Singapúr, Tékklandi, Japan, Hol- landi og Ungverjalandi. Skiptinem- arnir setja svip sinn á samfélagið með nærveru sinni og hópurinn í ár er bæði fljótur að aðlagast aðstæð- um og að kynnast íslenskum sam- nemendum sínum. Móttökukvöld- verður var haldinn laugardaginn 22. ágúst sl. þar sem skiptinemarnir fengu tækifæri til að kynnast sínum „skiptinema-buddies“, en það eru íslenskir nemendur sem eru áhuga- samir um að kynnast og veita skip- inemunum leiðsögn um lífið á Bif- röst og íslenska menningu. „Nem- endur Háskólans á Bifröst eiga hrós skilið fyrir hlýjar móttökur og þann áhuga sem þau sýna bæði nemend- unum sjálfum og framandi menn- ingu þeirra,“ segir í tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst. Síðastliðinn laugardag var síð- an farið með hópinn í dagsferð um Snæfellsnesið þar sem farið var í fuglaskoðun og sjóstangaveiði, ásamt þvi að skoða helstu náttúru- perlur svæðisins undir leiðsögn al- þjóðafulltrúa Háskólans á Bifröst. mm Á þriðja tug erlendra skiptinema á Bifröst Föngulegur hópur skiptinema er nú á Bifröst. Fyrir lestraröð Snorrastofu hefst með fyrra fall- inu nú á afmæl- ishausti þegar stofnunin fagn- ar 20 ára starfsaf- mæli sínu. Þriðju- daginn 15. sept- ember kl. 20:30 verður fjallað um ferðir hins þekkta danska listmál- ara Johannes Larsen til Íslands vegna myndskreytinga hans við hátíðarút- gáfu Íslendingasagna í Danmörku árið 1930. Fyrirlesturinn verður í Bókhlöðu Snorrastofu og hann flytja Vibeke Nørgaard Nielsen og Sigurlín Sveinbjarnardóttir. Gunnar Gunn- arsson rithöfundur og vinur hans, danski rithöfundurinn Johannes V. Jensen, áttu frumkvæði að útgáfunni. Til að gera veg sagnanna sem mestan fengu þeir Larsen til að túlka sögu- sviðið í myndum. Larsen fór í tvær langar og erfiðar ferðir um Ísland á árunum 1927 og 1930, kynntist landi og þjóð og vann verk sitt á aðdáunar- verðan hátt. Ólafur Túbals, bóndi og listmálari í Múlakoti í Fljótshlíð, var aðalfylgdarmaður hans. Myndir Jo- hannesar Larsens eru eftirminnileg, hófstillt og blæbrigðarík listaverk, alls á fjórða hundrað talsins, og dagbæk- ur hans og Ólafs Túbals mikilsverðar heimildir um samfélag á breytinga- skeiði. Vibeke Nørgaard Nielsen rithöf- undur hefur kynnt sér ítarlega dag- bækur Johannesar Larsens og Ólafs Túbals og ferðast í fótspor þeirra um Ísland. Árið 2004 gaf Safn Jo- hannesar Lar- sens í Kertem- inde í Dan- mörku út bók hennar, SAGA- FÆRDEN Isl- and oplevet af Johannes Larsen 1927 og 1930. Sigurlín Svein- b j a r n a r d ó t t i r þýddi bókina á íslensku. Hún var gef- in út af bókaútgáfunni Uglu og ber titilinn Listamaður á söguslóðum Jo- hannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930. Í þessum fyrirlestri um afreksverk Larsens í þágu íslenskrar menning- ar er honum fylgt eftir um söguslóð- irnar með frásögn og myndum af ís- lenskri náttúru í tengslum við lista- verk hans. Larsen fór í báðum ferð- um sínum um Borgarfjarðarhérað og raunar allt Vesturland, teiknaði fjölda mynda og kynntist samfélaginu. Í fyr- irlestrinum er lögð áhersla á þennan þátt í ferðum hans. Fyrirlesturinn verður bæði fluttur á íslensku og dönsku, en með hjálp bæði lifandi mynda og listaverka, verður efni hans auðskilið. Sókn- aráætlun landshluta styrkir þennan viðburð Snorrastofu svo og í Dan- mörku. Aðgangseyrir er kr. 500 og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna. Á næstu vikum gefur Snorrastofa svo út viðburðaskrá vetrarins og verður henni dreift á heimili héraðsins. -fréttatilkynning Listamaður á söguslóðum er viðfangsefni á fyrsta fyrirlestri nýs starfsárs Teiknuð mynd af Snorralaug eftir Jo- hannes Larsen frá árinu 1927.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.