Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 39
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Sunnudaginn 13. september verð-
ur stórleikur á Norðurálsvelli á
Akranesi þegar ÍA og KR mætast
í Pepsídeildinni. Aðalstyrktaraðili
leiksins er Olís en fyrirtækið hefur
verið einn stærsti bakhjarl Knatt-
spyrnufélags ÍA um árabil. Af því
tilefni verður „Olís dagur“ í Olís
Nesti á Akranesi en þá munu 5 kr.
af hverjum seldum lítra af elds-
neyti renna til Knattspyrnufélags
ÍA. „Við hvetjum stuðningsmenn
og velunnara að fylla tankinn í Olís
Nesti, Esjubraut, á sunnudag áður
en þeir mæta á völlinn og styðja
Skagamenn til sigurs í mikilvægum
leik,“ segir í tilkynningu frá stjórn
Knattspyrnufélags ÍA. mm
ÍA tók á móti Grindavík í fyrri leik
liðanna í fjögurra liða úrslitum úr-
slitakeppninnar 1. deildar kvenna á
sunnudaginn. Sigurvegari í viður-
eigninni tryggir sér sæti í úrvals-
deild að ári og auk þess sæti í úr-
slitaleik 1. deildar Íslandsmótsins.
Skagakonur byrjuðu vel á sunnu-
daginn og komust yfir eftir korters
leik þegar Unnur Ýr Haraldsdóttir
skoraði laglegt mark beint úr auka-
spyrnu. ÍA réði ferðinni það sem
eftir lifði fyrri hálfleiks en tókst þó
ekki að bæta við marki.
Nokkuð jafnt var á með liðum
framan af síðari hálfleik, eða þar til
Eyrún Eiðsdóttir var toguðu niður í
vítateig Grindvíkinga og víti dæmt.
Unnur Ýr steig á punktinn, skoraði
af öryggi og kom heimamönnum í
2-0. Aðeins sex mínútum síðar bætti
Heiður Heimisdóttir þriðja mark-
inu við þegar hún komst framhjá
markmanni Grindvíkinga og lagði
boltann í autt markið.
Lokatölur á Akranesvelli 3-0, ÍA
í vil, og liðið er í góðri stöðu fyr-
ir síðari leikinn í Grindavík. Hann
verður leikinn í dag, miðvikudag-
inn 9. september og hefst kl. 17:15.
Þar getur ÍA tryggt sér sæti í úr-
valsdeild á næsta keppnistímabili
og eru Skagamenn því hvattir til
að fjölmenna á leikinn og styðja við
bakið á liðinu.
kgk
Víkingur Ólafsvík tók á móti KA í
20. umferð 1. deildar karla í knatt-
spyrnu laugardaginn 5. septem-
ber. Víkingur hafði þegar tryggt sér
efsta sætið en Akureyrarliðið var fyr-
ir leikinn í öðru sæti deildarinnar og
harðri baráttu við Þrótt R. um laust
sæti í úrvalsdeild að ári.
Gestirnir byrjuðu betur og hefðu
getað komist yfir á 12. mínútu þeg-
ar þeir áttu skalla að marki eft-
ir hornspyrnu en Emir Dokara var
vel vakandi og bjargaði á línu. Besta
færi Víkings í fyrri hálfleik kom eft-
ir skyndisókn. Alfreð Már Hjaltalín
geystist þá með boltann upp hægri
kantinn, renndi honum á Kristófer
Eggertsson sem skaut rétt framhjá
markinu.
Víkingar voru heldur sterk-
ari framan af síðari hálfleik en síð-
an róaðist leikurinn örlítið. Christi-
an Liberato þurfti þó að taka á hon-
um stóra sínum í marki Víkings þeg-
ar hann varði þrumuskot sem stefndi
í hornið út við stöngina. Kristófer
Eggertsson hefði getað skorað þeg-
ar boltinn féll fyrir hann við víta-
teigsbogann en skot hans framhjá.
Gestirnir voru hársbreidd frá því
að stela sigrinum tveimur mínútum
fyrir leikslok. Eftir laglegan samleik
gegnum vörn Víkings átti Hilm-
ar Trausti Arnarsson skot sem fór af
varnarmanni og small í þverslánni.
Inn vildi boltinn ekki og niðurstað-
an því markalaust jafntefli á Víkings-
velli.
Víkingar eru sem fyrr á toppi
deildarinnar og hafa 48 stig eftir 20
leiki og taplausir í síðustu níu. Næst
mæta þeir Fram í Úlfarsárdalnum
laugardaginn 12. september. kgk
Nú styttist í að keppni hefjist í 1.
deild karla í körfuknattleik og lið
farin að undirbúa sig fyrir átök
komandi tímabils. Æfingaleikir
eru fastur liður í þeim undirbún-
ingi liðanna. Nágrannaliðin Skalla-
grímur tók á móti ÍA í æfingaleik í
Borgarnesi miðvikudaginn 2. sept-
ember. Leiknum lauk með stórsigri
Skallagríms 80-50. Úrslitunum ber
þó að taka með nokkrum fyrirvara
þar sem þetta var fyrsti æfingaleikur
beggja liða þetta árið. Skagamenn
mættu þannig aðeins með sex leik-
menn í Borgarnes á miðvikudag,
hvorugur spilandi þjálfara þeirra
gat tekið þátt. Auk þess voru bæði
lið án erlendra leikmanna sinna.
Keppni í 1. deild karla í körfu-
knattleik hefst eftir sléttar sex vik-
ur, föstudaginn 16. október. Í fyrstu
umferðinni fara Skallagrímsmenn
suður á Hlíðarenda og mæta Val, en
ÍA heimsækir Reyni í Sandgerði.
kgk
Sunnudaginn 13. ágúst næstkomandi verð-
ur Stóra Opna Skemmumótið haldið á Garða-
velli á Akranesi í boði Verkalýðsfélags Akra-
ness. Mótið er 18 holu punktakeppni og
hámarksforgjöf er 24 í karlaflokki og 28 í
kvennaflokki. Leikið verður í tveimur forgjaf-
arflokkum: 0-9 annars vegar og 9,1-24/28
hins vegar og verða leikmenn að hafa virka
forgjöf til að geta tekið þátt.
Peningaverðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú
sætin í hvorum flokki auk þess sem nándar-
verðlaun verða í boði á öllum par 3 holum
vallarins. Mótið hefst stundvíslega klukk-
an 11:00 og ræst verður út á öllum teigum
samtímis. Þátttökugjald er 4.000 krónur og
skráning fer fram á golf.is.
kgk
Uppskeruhátíð Snæfellsnessam-
starfsins í fótbolta var haldinn síð-
astliðinn föstudag í tengslum við
áheitamaraþon sem fram fór á
sama tíma. Á uppskeruhátíðinni
voru veittar viðurkenningar og
fengu allir iðkendur í 6. 7. og 8.
flokki karla og kvenna viðurkenn-
ingu í formi verðlaunapenings. Í
ár var tekin upp sú nýbreyttni að
veita viðurkenningar bæði fyrir
eldra og yngra ár hjá eldri börn-
unum og einnig í A og B liði ef við
átti.
Í 5. flokk karla fengu þeir Atli
Ágúst á eldra ári og Óli á yngra
ári viðurkenningur fyrir mest-
ar framfarir. Hjá 5. flokki kvenna
A lið fékk Sara Dögg viðurkenn-
ingu fyrir mestu framfarir á eldra
ári og Laufey Lind á yngra ári. Fyr-
ir mestu framfarir í B liði fengu þær
Heiðrún viðurkenningu á eldra ári
og Aldís á yngra ári. Þegar komið
er upp í 4. flokk eru einnig veitt-
ar viðurkenningar fyrir markahæsta
leikmanninn og leikmann ársins í
kvennaflokki var Elín Dögg marka-
hæst og Fehima Líf leikmaður árs-
ins. Það voru svo þær María Ósk
á yngra ári og Erika Rún á eldra
ári sem fengu viðurkenningu fyrir
mestu framfarir. Hjá strákunum var
Benedikt Björn Ríkarðsson marka-
hæstur og Bjarni Arason leikmað-
ur ársins. Á yngra ári fékk Kristinn
Jökull viðurkenningu fyrir mestu
framfarir og Birgir Vilhjálmsson
á eldra ári. Freydís Bjarnadótt-
ir framkvæmdastjóri samstarfsins
ásamt leikmönnum meistarflokks
kvenna og karla hjá Víking sáu um
að afhenda viðurkenningarnar. Að
þeim loknum var hópmyndataka af
öllum börnum sem stunda fótbolta
og mætt voru á hátíðina og boðið
upp á grillaðar pylsur í tilefni dags-
ins. þa
Stóra Opna
Skemmumótið
í golfi
Uppskeruhátíð Snæfellssamstarfsins
Fimm krónur af lítranum beint til ÍA
Unnur Ýr Haraldsdóttir var valinn
maður leiksins af stuðningsmönnum ÍA.
ÍA getur tryggt sér sæti í
úrvalsdeild í kvöld
Leikmenn Víkings fagna hér marki í leiknum í Grindavík sem tryggði þeim efsta
sæti deildarinnar. Þeim tókst ekki að skora á móti KA um liðna helgi en eru engu
að síður taplausir í síðustu níu leikjum. Ljósm. af.
Markalaust jafntefli í Ólafsvík
Vorið 2012 mættust Skallagrímur og ÍA
þrívegis í æsispennandi úrslitaeinvígi
1. deildar þar sem Skallagrímur
tryggði sér sæti í úrvaldeild fyrir
keppnistímabilið 2012-13. Á komandi
vetri leika bæði lið í 1. deild og því
aldrei að vita nema liðin mætist aftur í
úrslitakeppninni. Ljósm. Sigr. Leifsd.
Skallagrímur vann ÍA í fyrsta
æfingaleiknum í körfunni