Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 201512 Á næstu dögum kemur út bók- in „Undir fíkjutré - saga um trú, von og kærleika“ eftir Akurnesing- inn Önnu Láru Steindal. Í bók- inni er rakin saga Ibrahems Fa- raj. Hann er fæddur og uppal- inn í Líbýu en kom til Íslands sem hælisleitandi árið 2002. Anna Lára þekkir vel til málefna flótta- manna. Hún er með mastersgráðu í heimspeki og sérhæfingu í sam- skiptum heims Íslams og Vestur- landa og Íslams í fjölmenningar- samfélögum Evrópu. Hún hef- ur undanfarin ár átt náið samstarf og samskipti við flóttafólk, með- al annars frá Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum, og vann sem verkefnisstjóri hjá Rauða Krossin- um á Akranesi þegar hópur flótta- manna frá Írak settist að á Akra- nesi 2008. Málefni flóttafólks og hælisleitenda hafa verið í brenni- depli á Íslandi undanfarin misseri og með bókinni vildi Anna Lára setja líf hælisleitenda í samhengi, enda segir hún umræðuna um þá hafa þróast inn á viðsjárverða braut sem er óupplýst og afvega- leidd. „Það er ekki eins og þetta fólk hafi fæðst einhvers staðar úti í móa við Keflavíkurflugvöll. Það á allt fortíð og átti líf áður en það kom til Íslands. Bókinni er ætlað að vera málefnalegt og upplýsandi innlegg í umræðuna um fjölbreyti- leikasamfélagið, með sérstöku til- liti til hælisleitenda og múslima á Íslandi,“ segir Anna Lára í samtali við blaðamann Skessuhorns. Ekki öruggur í Svíþjóð Í fyrsta hluta bókarinnar rekur Anna Lára sögu Líbýu í gegnum fjöl- skyldusögu Ibrahems. „Faðir hans skráði sig í herinn og starfaði náið með Gaddafi. Með tímanum áttar hann sig á því að Gaddafi er geð- sjúkur maður og finnur sér leið út úr hernum og hringiðunni í Trípólí, höfuðborg Líbýu. Ibrahem kemur sér svo hægt og bítandi í þá aðstöðu að þurfa að flýja land sitt með því að vera of gagnrýninn á stjórnvöld. Hann er 28 ára gamall þegar hann yfirgefur fjölskyldu sína, heimaland- ið og allt sem honum var kært.“ Í bókinni er ferðasaga hans rakin en hann fór upphaflega til Gautaborg- ar þar sem hann hafði komið sér upp tengiliðum sem hann vonaði að gætu hjálpað honum að sækja um alþjóð- lega vernd sem pólitískur flóttamað- ur í Svíþjóð. „Þar varð hann undr- andi á hversu lítill munur var á lífinu í Líbýu og í fjölmenningarhverfinu þar. Lífsbaráttan var að mörgu leyti erfið og hörð og allt of margir fast- ir í vítahring gremju og fordóma, bæði innflytjendur og innfædd- ir. Hann fer því til Stokkhólms en þar er það sama uppi á teningnum. Ibrahem kemur til Svíþjóðar rétt eftir að flogið er á tvíburaturnana í New York og andúð á múslímum að breiðast hratt út,“ útskýrir Anna Lára. Við þetta bættist að Ibrahem upplifði sig ekki öruggan í Svíþjóð. „Hann þorði ekki að setjast þar að vegna þess hve margir Líbýumenn bjuggu þar. Gaddafi hafði látið elta uppi og drepa andófsmenn og and- stæðinga út um alla Evrópu frá því snemma á níunda áratugnum og hann óttaðist um líf sitt.“ Ibrahem heldur því áfram að leita að sama- stað og einn daginn poppar nafn Salman Tamimi upp í tölvunni hjá honum. „Hann fer þá að skoða Ís- land betur, sem var eina landið sem hann treysti fyrir lífi sínu,“ bætir Anna Lára við. Notaði annað nafn Anna Lára segir bókina segja flókna sögu sem erfitt sé að skýra frá í stuttu máli. Hún kynntist Ibrahem árið 2009, þegar hann flutti á Akranes. „Bókin er í raun samvinnuverkefni okkar, afrakst- ur samtals okkar um þessi mál. Við rekjum söguna um Arabíska vorið með sérstakri áherslu á múslima á Íslandi og í Evrópu og hvaða hlut- verki fólk eins og Ibrahem gegnir í endurmótun arabasamfélaga eft- ir Arabíska vorið. Við gefum einn- ig innsýn inn í hvernig má finna jafnvægi í því að tilheyra þess- um tveimur ólíku heimum,“ seg- ir Anna Lára. Hún segir að rit- un bókarinnar hafi tekið um það bil eitt ár. „Þetta varð mun meira spennandi en ég gerði mér grein fyrir. Þegar Arabíska vorinu lýkur þá breyttist margt. Þá fyrst opn- aðist leið að ýmsum upplýsingum, þannig að hægt er að staðfesta allt sem hann segir. Þá fyrst sagði hann mér rétt nafn sitt en hann hafði notað annað nafn í mörg ár af ótta um líf sitt.“ Stuðningur mikilvægur fyrir flóttamenn Anna Lára bjó um tíma í London og leigði þar húsnæði með flótta- fólki frá Sómalíu. Eftir þá sambúð fékk hún mikinn áhuga á viðfangs- efninu flóttamenn og íslam í Evr- ópu. „Þetta fólk sem ég bjó með átti til dæmis aldrei séns í bresku samfélagi, bara af því að það var frá Sómalíu. Þó fólkið legði sig allt fram og gerði allt sem það gat þá átti það aldrei séns.“ Hún segir mikilvægt að flóttamenn fái góðan stuðning í nýju landi. „Ef fólk fær ekki þann stuðning sem þarf, þá mun það seint geta unnið úr sárri reynslu og á ekki möguleika á jafn góðu lífi á nýjum stað eins og ef það fengi viðeigandi hjálp.“ Anna Lára talar af reynslu. Hún starfaði mikið með flóttafólkinu sem kom frá Írak til Akraness í september 2008. Um var að ræða átta mæð- ur og börn þeirra, alls 29 manns. Anna Lára var í félagsmála- ráði hjá Akraneskaupstað þegar beiðnin kom. „Ég var því hluti af þeirri pólitísku ákvörðun að taka við konunum frá Írak. Svo var ég verkefnisstjóri hjá Rauða Krossin- um þegar fólkið kom. Ég hef fylgt þessum konum frá því áður en þær komu til landsins. Verkefnið sjálft tók ekki nema eitt og hálft ár en ég hef fylgt þeim í sjö ár. Út frá bæj- arfélaginu, Rauða Krossinum, við- fangsefni mínu í meistararitgerð og auk þess er ég stuðningaðili þeirra og vinur í dag.“ „Kæra Eygló, má ég ráðleggja þér?“ Mikið hefur verið rætt um móttöku flóttamanna frá Sýrlandi hérlend- is undanfarið. Anna Lára er mjög glöð yfir því hversu margir Ís- lendingar hafa stigið fram og boð- ið fram aðstoð sína en hún hefur á sama tíma haft áhyggjur af um- ræðunni og fundist sumar hug- myndirnar óraunhæfar. „Ég er búin að velta þessu svolítið fyr- ir mér. Það er frábært hvað marg- ir eru tilbúnir til að hjálpa og ég held að sú hjálpsemi sem hefur farið um Ísland síðustu daga hafi vakið eftirtekt og breytt viðhorf- um víða um heim. Ég hef fengið tölvupósta víðsvegar að úr hinum austræna heimi, svo sem frá Pak- istan og Palestínu og víðar, þar sem fólk hefur tekið eftir þessari umræðu og öðlast trú á að okkur sé ekki öllum sama um örlög fólks í þessum heimshluta. En þó tel ég að það sé varhugavert að stóla um of á góðvild fólks – þetta er flók- ið verkefni sem þarf að halda fast utan um,“ segir Anna Lára. Hún ákvað því að skrifa bréf til Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra, þar sem hún býður fram krafta sína í ráðgjafahóp ráðherranefndar sem fjallar um verkefnið. „Það hef- ur verið mikil umræða í Facebo- ok hópnum „Kæra Eygló Harðar - Sýrland kallar“. Mitt innlegg var meira á þessa leið: „Kæra Eygló, má ég ráðleggja þér,“ útskýrir Anna Lára. „Ég býst ekki við svari frá henni eða ráðningu í neitt starf. Ég vildi bara nota tækifærið til að leggja mitt af mörkum og breyta umræðunni aðeins og benda á að hún má ekki byggjast eingöngu á góðmennsku Íslendinga.“ Þurfa frið til að átta sig Anna Lára segir það því áhyggju- efni að í umræðunni er verkefnið einfaldað um of. „Það þarf að stýra umræðunni inn á slóðir sem byggja á meiri reynslu, innsýn og þekkingu á málefnum flóttafólks. Það er því miður ekki nóg að hafa samúð með flóttafólki til að hjálpa því, þó það sé frábær grunnur til að byggja á.“ Hún segir þörfina fyr- ir hjálp samt sem áður vera mikla og að nauðsynlegt sé að bregðast hratt við. Vel sé hægt að gera hlut- ina bæði hratt og vel, því á Íslandi sé til módel sem byggir á samvinnu ríkis og sveitarfélaga sem taka á móti flóttafólki og Rauða kross- ins og sjálfboðaliða hreyfingarinn- ar „Það er því bæði hægt að vinna verkefnið fljótt og gera þetta vel, með því að nýta þá þekkingu sem er til staðar. En það skiptir miklu máli að fagfólk aðstoði. Það þarf að bjóða upp á mikla sálfræðiað- stoð og geðhjálp til að fólk geti unnið úr þeirri reynslu sem það hefur orðið fyrir. Þannig tryggjum við best að fólk njóti eins góðs lífs og mögulegt er á Íslandi.“ Þarf að vanda til verks Anna Lára segir þau bæjarfélög sem tekið hafa á móti flóttamönn- um í gegnum árin búa að dýr- mætri reynslu sem nauðsynlegt sé að nýta þegar Ísland tekur á móti flóttamönnum næst. „Það þarf að vanda til verksins. Það fer af stað flókið ferli þegar sveitarfélög hefja vinnu með flóttafólki sem skiptir miklu máli að hafa yfirsýn yfir og samræma þarf að einhverju leyti þá vinnu sem þá fer í gang“ útskýrir hún. Anna Lára segir að ekki sé slæmt að dreifa hópum. Þá sé frek- ar hægt að veita hverjum og ein- um betri stuðning. „Og þá mynd- ast ekki þrýstingur á flóttamenn- ina sjálfa að þeir verði hópur. Það er ekki sjálfgefið að flóttamenn myndi hóp eða nái saman þótt ör- lögin hafi sent þá saman á flótta.“ Ekki aumingjavæða fólkið Aðspurð hvort hún hafi einhver ráð fyrir þá sem ætla sér að vinna með flóttafólki svarar Anna Lára: „Fyrst og fremst að búast við öllu. Ekki gera þér of skýrar, fyrirfram ákveðnar hugmyndir um neitt.“ Hún segir að flestir sem unnið hafi með flóttafólkinu á Akranesi telji sig hafa grætt mikið á því og eign- ast góða vini í kjölfarið. „Flóttafólk er bara fólk eins og við, nema lífið hefur fært þeim stórkostlega erfið- leika að glíma við. Við verðum að forðast að skilgreina þau til eilífðar út frá þessum erfiðleikum – mark- miðið með því bjóða þeim til Ís- lands er að koma þeim úr hlutverki flóttamannsins, að þau endur- heimti mannvirðingu sína og vald yfir eigin lífi. Við verðum að gæta okkur á því að aumingjavæða ekki flóttafólk. Þetta eru ekki vesaling- ar og við megum ekki láta fólkið missa mannvirðinguna með því að vorkenna því um of,“ segir hún og bætir við að kannski mætti sú góð- mennska sem hefur farið um sam- félagið undanfarna daga dreifast betur. „Viðhorfið gagnvart hælis- leitendum á Íslandi er því miður ansi neikvætt. Það væri óskandi að eitthvað af þessari dýrmætu góð- mennsku nýttist þeim sem nú þeg- ar eru komnir hingað, en það er vel á annað hundrað manns,“ segir Anna Lára alvarleg. Vertu næs! Anna Lára vonast þó til þess að sú umræða sem fer um landið dragi úr fordómum í garð hælisleitenda. Hún bendir á að Rauði Kross Ís- lands sé um þessar mundir að fara af stað með herferð sem kallast „Vertu næs“ þar sem landsmenn eru hvattir til þess að bera virð- ingu fyrir náunganum, sama hvað- an hann er upprunninn. „Ég og vinur minn Juan Camilo Frá Kól- umbíu erum að vinna fyrir Rauða krossinn og bjóðum upp á fyrir- lestra fyrir vinnustaði þar sem við vekjum fólk til umhugsunar. Þetta er nokkurs konar fordómafræðsla, léttur og skemmtilegur fróðleikur um hvernig má vera næs við hvert annað,“ segir Anna Lára Steindal að endingu. Upplýsingar um það verkefni má nálgast á vertunaes.is. grþ Samúð dugar ekki til að hjálpa flóttafólki Rætt við Önnu Láru Steindal um málefni flóttamanna og bók hennar Undir fíkjutré sem kemur út á næstu dögum Ibrahem Faraj kom til Íslands 2002 en hann er hælisleitandi frá Líbýu. Anna Lára Steindal segir hættulegt að stóla á góðvilja fólks og að íslenska ríkið þurfi að vanda til verks þegar tekið er á móti flóttamönnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.