Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 15
„Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Guðmundur Reyn- ir Gunnarsson, fyrirliði Víkings Ólafsvíkur, eftir ótrúlegan leik liðsins á móti Grindavík þriðjudaginn 1. september síðastliðinn. Leiknum lauk með 2-7 sigri Víkings sem tryggðu sér þar með efsta sæti 1. deildar og sæti í úrvalsdeild að ári, þrátt fyrir að þá væru enn þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Það er ótrúlega skrýtið að vinna þetta í svona leik og með svona mikið eftir af mótinu. Ég hélt þetta myndi bara verða bar- áttuleikur á útivelli í Grindavík, sem er með sterkt lið. Svo bara einhvern veginn opnuðust allar flóðgáttir og við vorum allt í einu komnir í 4-1 í hálfleik,“ sagði hann og bætti því við að hann teldi liðið vel að fyrsta sætinu komið. „Ég myndi segja að við eigum þetta skilið. Ef það eru þrír leikir eftir og við erum búnir að vinna núna þá held ég að það sé lítið hægt að segja annað en það,“ sagði Guðmundur að lokum. Í Skessuhorni í dag er þessum góða árangri Snæfellinga gerð skil og þeim verkefnum sem nú taka við hjá liði í deild þeirra bestu. kgk Víkingur Ólafsvík hefur tryggt sér sæti í úrvalsdeild Emir Dokara hægri bakvörður Víkings er hér í þann mund að gefa fast skot fram völlinn í stemningsleik gegn Þór norður á Akureyri fyrr í sumar. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.