Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 5 Þetta nám er ætlað fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra, hefur stutta formlega skólagöngu að baki, vinnur við sölustörf eða hefur hug á að stofna til eigin reksturs. Sölu-, markaðs- & rekstrarnám Tilgangur námsins er að veita námsmönnum tækifæri til að auka hæfni sína og bæta við sig lykilfærni á sviði sölu,- markaðs-, og rekstrarmála. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum tengdum almennum sölu- og markaðsstörfum. Námið er 273 klukkustundir og fer fram á haustönn 2015 og vorönn 2016. Meta má námið til allt að 30 framhaldsskólaeininga. Námsgreinar eru m.a.: SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI www.simenntun.is • Námstækni • Hraðlestur • Markmiðasetning og tímastjórnun • Tölvu- og upplýsingatækni • Sölutækni, viðskiptatengsl og þjónusta • Verslunarreikningur • Almenn markaðsfræði • Samskipti og sjálfstraust • Framsögn og framkoma • Markaðsrannsóknir • Markaðssetning á samfélagsmiðlum • Lykiltölur, lausafé og áætlanagerð • Samningatækni • Verkefnastjórnun • Gerð kynningarefnis og viðskiptaáætlana Nýjum námsvísi fyrir haustönn 2015 hefur verið dreift á öll heimili á Vesturlandi. Hafðu samband! NámS VISIR HAUSTÖNN 2015 Skoðaðu úrvalið > www.simenntun.is SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI [ Háskólinn á Akureyri ] PANTONE í merkinu er aðeins notaður einn litur. Enginn bakgrunnur er hluti af merkinu. Ef merkið er á hvítum fleti er það svart eða rautt. Ef merkið er á lituðum fleti er það alltaf hvítt. PANTONE 506 SC CYAN 40% / MAGENTA 100% / YELLOW 100% / BLACK 0% R - 144 G - 26/ B - 29 CMYK - órlitur RGB - þrír litir Svarthvítt BLACK 100% Negatíft Verkalýðsfélag Akraness SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI Sími 437 2390 simenntun@simenntun.is www.simenntun.is Nánari upplýsingar veitir Helga Björk Bjarnadóttir verkefnastjóri á netfangið helga@simenntun.is eða í síma 437 2394. Staðsetning: Kennsla fer fram í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi. Námið hefst 16. september ef næg þátttaka næst. Verð: 80.000 kr. Það er gaman þegar orðaleikir leiða til skemmtilegs nafns á fyrir- tæki. Á bænum Stafholtsveggjum í Stafholtstungum byrjaði Berg- þór Jóhannesson ræktun á gulróf- um á um hektara spildu lands í vor. Rófurnar selur hann nú undir heit- inu Stafrófur. Uppskeran hjá Berg- þóri lofar góðu en hann byrjaði að taka upp um síðustu mánaðamót. Reynast stafrófurnar bæði falleg- ar og ljúffengar og því upplagðar í kjötsúpuna fyrir haustið. Rófurnar selur Bergþór í Ljómalind í Borg- arnesi en einnig ekur hann þeim heim eftir pöntunum á heimili, til mötuneyta og hótela. Rófurnar sel- ur hann í 5, 10 eða 25 kílóa pakkn- ingum og kostar kílóið 300 krónur. „Ég sáði í lok maí. Þetta var eitt- hvað sem mig hafði langað að prófa og var búinn að lesa mig til um slíka ræktun. Ég keypti svo fræ og sáði með sáningarhjóli sem ég fékk hjá Magnúsi í Ásgarði og gekk með það fram og til baka eftir flaginu. Ætli ég hafi ekki gengið eina 20 kíló- metra með hjólið þegar ég sáði í þennan hektara í vor,“ segir Berg- þór glaður í bragði. Hann segir vor- ið hafa verið kalt og byrjaði ekki al- mennileg spírun á fræinu og vöxtur fyrr en komið var fram í júní. „Ég breiddi acryldúk yfir um fjórðung af flaginu og færði hann svo í byrj- un ágúst. Rófurnar undan dúknum eru þær sem fyrst ná fullum vexti. Vorið var erfitt, það vantaði rign- ingu framan af en síðari hluti sum- ars er búinn að vera fínn.“ Bergþór segir að þessi ræktun hafi verið gagnleg og góð reynsla. Vafalaust búi hann að reynslunni næsta haust en þá stefnir hann að námi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Hann er nú búsettur á Stafholtsveggjum þar sem foreldr- ar hans búa með hross og sauðfé. „Já, ég er að hjálpa til í búskapn- um. Hef sjálfur mest gaman af því að ríða út,“ sagði ungi bóndinn að endingu. Finna má rófnafyrirtækið á Fa- cebook undir; Stafrófur. mm Í ávarpi til fjölkyldu, vina og fé- laga skrifar Guðbjartur Hannes- son alþingismaður kveðju á Fa- cebook síðu sína á mánudaginn þar sem hann tilkynnir að vegna veik- inda verði hann utan þings næstu vikurnar, en þingsetning var í gær. „Fljótt skipast veður í lofti og ljóst er að ég mæti ekki til Alþingis á þingsetningardaginn á morgun né fyrstu vikur þingsins. Ástæðan er að um miðjan júlí greindist ég með krabbamein og er að slást við það þessa dagana og vikurnar,“ skrifaði Guðbjartur á mánudaginn. Guðbjartur segist treysta á að Al- þingi standi sig í erfiðum störfum framundan, leggi áherslu á afkomu þeirra sem minnst hafa og gæti hags barna, öryrkja og eldri borg- ara. Þá leggi þingið áherslu á auk- ið samstarf stjórnar- og stjórnar- andstöðu, „en ég minni á að sam- starf þýðir að leita saman að bestu lausnum, en ekki að meirihlut- inn einn ráði.“ Þá segir Guðbjart- ur í lok ávarps síns: „Ég treysti á að Alþingi ræki skyldur sínar við íbúa þessa lands en jafnframt og ekki síður axli með þjóðinni þá sam- ábyrgð sem við höfum sem þjóð meðal þjóða í alþjóðlegu samstarfi, þróunarsamvinnu, móttöku flótta- manna, hælisleitenda o.fl. Ísland er rík þjóð sem getur skipt þjóðaauðn- um miklu jafnar og betur og tryggt öllum góða afkomu. Vilji er allt sem til þarf. Bestu kveðjur og óskir um gott samstarf og árangursrík þing- störf,“ skrifar Guðbjartur Hannes- son. Skessuhorn sendir Guðbjarti góðar óskir og baráttukveðjur í veikindum hans. mm Guðbjartur við heimili sitt á Akranesi. Guðbjartur verður utan þings næstu vikurnar Bergþór Jóhannesson er hér að snyrta rófur fyrir sölu. Framleiðir og selur Stafrófur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.