Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 201536
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
TRÉSMIÐJAN AKUR EHF.
Trésmiðjan Akur ehf. • Smiðjuvöllum 9
300 Akranesi
Sími 430 6600 • akur@akur.is • www.akur.is
ÖLL ALMENN TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA
Endurbætur og nýsmíði
Þök – Klæðningar – Gluggar – Útihurðir – Sólpallar
LAUSNIN HÖFÐASELI
Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00
alla virka daga
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Tjónaskoðum fyrir öll tryggingafélög
Borgarness
Bíldahöfða 12 • Reykjavík • 587 6688 • www.fanntofell.is
fanntofell@fanntofell.is • facebook.com/fanntófell-ehf
BORÐPLÖTUR - SÓLBEKKIR
Framleiðum eftir óskum hvers og eins
Mikið úrval efna, áferða og lita
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4
Vélaviðgerðir • Gírupptektir • Þrif á kælum
Rennismíði • Viðgerðarvinna
Vélaverkstæði Hillarí
Nesvegi 9
340 Stykkishólmi
Símar:
Sigurður 894-6023
Rúnar 694-9323
Smíðum úr stáli, járni og áli
PARKETLIST
PARKETSLÍPUN
OG LÖKKUN
Sigurbjörn Grétarsson
GSM 699 7566
parketlist@simnet.isparketlist@parketlist.is
Bifreiðaþjónusta Harðar ehf.
Smur og dekkjaþjónusta
Sala á dekkjum og olíuvörum
Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi
437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4
Hvenær hefst samtalið sveitarstjórn?
Pennagrein
Miðvikudaginn 2. september síð-
astliðinn flutti ég ályktun í nafni
stjórnar Íbúasamtaka Hvanneyrar
og nágrennis á opnum íbúafundi
sem haldinn var í húsakynnum
LbhÍ á Hvanneyri að boði sveita-
stjórnar. Hátt í tvöhundruð manns
sóttu fundinn. Ályktunin er svona:
„Fundarmenn lýsa yfir algjöru
vantrausti á meirihluta sveitar-
stjórnar Borgarbyggðar. Það hefur
sýnt sig það sem af er kjörtímabili
að meirihlutinn ber ekki hag heild-
arinnar fyrir brjósti og er ekki starfi
sínu vaxinn. Röð illa ígrundaðra
ákvarðanna af hans hálfu hafa kost-
að sveitarfélagið mikla fjármuni og
mannauð, skapað úlfúð og alvar-
legan trúnaðarbrest. Sem dæmi má
nefna mannabreytingar í ráðhús-
inu, ákvörðunina um lokun grunn-
skóladeildar GBF á Hvanneyri og
ákvörðun um að draga til baka aug-
lýsingu um leikskólastjórastöðu
leikskólans Andabæjar. Fundar-
menn fara fram á að meirihluti víki
úr sveitarstjórn og hleypi fólki að
sem er tilbúið til að vinna af heil-
indum fyrir íbúa Borgarbyggðar.“
Þetta eru ströng orð. Ályktunin var
samþykkt án breytinga með þorra
atkvæða; 7 voru á móti.
Töluvert þarf að hafa gengið á
áður en slík ályktun er flutt. Sam-
þykkt hennar staðfestir þunga
málsins. Hart er að þurfa að ganga
svo langt til að nauðsynlegt samtal
verði, raunar hefur enn ekkert gerst
þrátt fyrir atburði síðustu daga.
Verður þó haldið í vonina um lýð-
ræðislegt samtal og framvindu.
Hagfræðin er einföld: Sveitar-
félagið kastar krónunni og sparar
aurinn. Hvanneyri er í sókn. Hing-
að flytur ungt fjölskyldufólk og
greiðir útsvar. Þetta fólk segir skól-
ann hér mikið aðdráttarafl og hafi
jafnvel ráðið fjárfestingu þess. Að
Hvanneyri fluttu 5 fjölskyldur síð-
asta vetur. Þar til 11. júní síðastlið-
inn, er ákvörðun sveitarstjórnar var
tekin án nokkurs samráðs við íbúa.
Var útlit var fyrir enn meiri fólks-
fjölgun auk uppbyggingar í nýsköp-
un og atvinnulífi sem hefði laðað að
enn fleiri íbúa og styrkt samfélagið
enn.
Sveitarstjórn skellir skollaeyrum
við þessu. Sjálfstæðismenn segjast
hlusta og hlusta og staðhæfa að þeir
heyri, heimamenn eru steinhætt-
ir að hafa áhyggjur af heyrnarleysi
þeirra en efast nú um skilningsgáf-
una. Framsóknarmenn heyra hvorki
né vilja skilja. Rök þeirra fyrir nið-
urskurði eru engin nema þau sem
hrakin voru um leið og umræð-
an hófst. Þeir segjast geta sparað
35 milljónir eða þar um bil. Ítrek-
að hefur verið óskað eftir töluleg-
um gögnum og útreikningum fyrir
þessum sparnaði en heimtist seint
og illa. Þeir reikna ekki kostnað við
breytingarnar inn í dæmið t.d. þann
augljósa við skólaakstur sem óum-
flýjanlega bætist við, er víst að það
fáist greitt af Jöfnunarsjóði? Þaðan
af síður reikna þeir í dæmið skerta
samkeppnishæfni Borgarbyggðar
til að laða að íbúa þegar skóla í öðru
stæsta þéttbýlinu er lokað. Þeir trúa
ekki að skóli á staðnum hafi nokkur
áhrif þegar fólk velur sér búsetu.
Kæru framsóknarmenn - enn og
aftur: Grunnskólar eru mikilvæg-
ir byggðaþróun. Einmitt þessvegna
byrja menn að byggja skóla í nýj-
um hverfum þó enn séu engin börn.
Einhver eftirsóknarverðustu hverfi
höfuðborgarsvæðisins eru einmitt
góð skólahverfi. Mikið er bagalegt
að félagar ykkar í meirihluta virð-
ast ekki átta sig á þessu, eiga þeir
ekki að vera sérlegir áhugamenn um
samkeppnishæfni? Undantekning-
arlaust skoða vinir mínir skólaað-
stæður áður en þeir fjárfesta í hús-
næði og framtíðarstað. Fólk sem
sækir í að setjast að í litlu þorpi úti
á landi metur það mikils að börnin
þeirra gangi eða hjóli í skólann, klári
skóladaginn og fari beint út í leiki
með félögum sínum. Þetta er hluti
af lífskúnst þess og viðhorfum.
Hæfni framsóknarmanna eða vilji
til að senda börnin sín í skólabíla
langar leiðir kemur málinu hrein-
lega ekki við. Við sem veljum okk-
ur búsetu á sveitabæ og látum ekki á
okkur fá að börnin sitji í bíl - hvort
sem það er skólarúta eða okkar eigin
bíll eins og í mínu tilfelli, verðum að
skilja sjónarmið hinna - annars tap-
ar sveitin okkar mikilvægum tekjum
í sveitarsjóð!
Þá er vert að minnast þess að
skólastjórnendur GBf komu með ít-
arlegar sparnaðartillögur fyrir rekst-
urinn sl. vor sem enn lækka þessa 35
milljón króna órökstuddu tölu sveit-
arstjórnar.
Mikið fagnaðarefni er að menn
skuli loksins gangast við grafalvar-
legri fjármálastöðu sveitarfélagsins.
Vitaskuld verður að bregðast við
og bæta úr og þó fyrr hefði verið.
Það verður þó ekki gert með van-
hugsuðum niðurskurði og slembi-
reikningi og ekki heldur með því að
hrekja í burtu íbúa með makalaust
ólýðræðislegum vinnubrögðum og
lakri stjórnsýslu.
Það er gert með:
• hnitmiðaðri umræðu og mark-
miðasetningu. Þegar stórmál sem
varða almannahag koma til kast-
anna þá þurfa menn að hafa hug-
rekki og kjark til að ræða þau á
opinberum vettvangi og komast að
niðurstöðu sem sátt er um.
• að auka samkeppnishæfni sveit-
arfélagsins með tilliti til hversu
vel það er í stakk búið að laða að
nýja íbúa, markhóparnir eru mis-
munandi eftir svæðum. Þetta kall-
ar á trausta byggðaþróunarstefnu
og grundvallarforsenda er að hægt
sé að treysta aðalskipulagi. Sam-
keppnishæfni Borgarbyggðar er
mikilvæg svo tryggja megi sjálfbæra
og varanlega aukningu á almennum
lífsgæðum.
• að kortleggja styrkleika og kosti
byggðarinnar allrar, fara vel með
hlunnindin og leita leiða til að virkja
mannauð og vannýtt tækifæri.
Að mínu viti liggja vannýttu
tækifærin ekki síst í landbúnaði, nú
þegar samtíðin sýnir jafn afdrátta-
lausan og ákafan áhuga á afurðum
og ávexti hans. Borgarbyggð ætti að
móta stefnu í landbúnaðarmálum.
Borgarbyggð ætti ekki að hreyfa
við nokkru því er gæti skaðað gæti
stöðu LbhÍ í héraðinu. Rektor, pró-
fessorar og aðrir háskólamenn hafa
margsinnis rætt mikilvægi grunn-
skólahalds á staðnum fyrir háskól-
ann. Grunnskólinn treystir sam-
keppnishæfni hans í að drífa að jafnt
starfsfólk sem nemendur. Við verð-
um að hafa trú á því að skólanum
farnist vel í héraði og treysta starfs-
umhverfi hans - ekki síst með að
efla aðdráttarafl Hvanneyrar, hækka
þar þjónustustig og lífsgæði. Íbú-
ar eru reiðubúnir í slík verkefni og
vilja vinna markvisst að uppbygg-
ingu. Er það virkilega svo að sveit-
arstjórn svari því frumkvæði með
að slá botnin úr öllu saman og loka
grunnskólanum?
Fundarmenn miðvikudagsins
samþykktu einnig einróma álykt-
un um að sveitarstjórn ætti að draga
til baka ákvörðun sína um lok-
un Hvanneyrardeildar GBF. Dag-
inn eftir er haft eftir Birni Bjarka að
ákvörðunin standi og ekki hafi ver-
ið rætt að hverfa frá henni. Hvenær
hefst samtalið sveitarstjórn? Eða
verður of lítið og of seint, ekki neitt
og aldrei?
Bryndís Geirsdóttir.