Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 201534 Vísnahorn Það hefur komið fyr- ir margan brottfluttan sveitamann að hugsa eitt- hvað heim á leið á haust- in og þarf reyndar ekki alltaf haustin til. Það gæti hafa verið svona um þetta leyti eða litlu fyrr sem Ingimundur Jörundsson kvað: Geislar falla – syfjuð sól sest á fjallabrúnir. Sveitakallar brátt í ból bökum halla lúnir. Hjörmundur á Hjálmsstöðum hefur eitt- hvað verið farinn að hugsa til haustsins þegar honum varð þessi vísa á munni: Fjalla bliknar fífill enn, fýkur lauf af bölum. Tungnakarlar sópa senn sauðunum fram úr dölum. Annar snillingur, Bjarni Gíslason sem kenndur var við Harrastaði eða Fremri-Þor- steinsstaði í Dölum, leit yfir farinn veg og sá í hendi sér hvað yrði nauðsynlegast í framtíð- inni: Ófarin mun ævin lík, engu skal þó kvíða meðan ég á ferðaflík og frískan klár að ríða. Lárus Björnsson í Grímstungu var þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi og varð enda há- aldraður maður. Réttirnar voru honum alltaf mikilvægur viðburður en þó held ég að hann hafi enn vantað svolítið í tírætt þegar Ásgrím- ur í Ásbrekku kvað um hann: Lárus er í kolli klár kunnur að orðaglettum. Hefur í nærri hundrað ár hampað pela í réttum. Margir tengja áfengisnotkun við leitir og réttir en það eru þó hlutir sem alltaf verður að meðhöndla gætilega ef vel á að fara. Einhvern veginn finnst mér þó alltaf að Ágúst Sigfús- son frá Kálfárdal hafi verið á leið í leit þegar þessi vísa varð til: Fyrir allt mitt ferðalag fæ ég litla borgun. Nú má ekki drekka í dag ef duga skal á morgun. Víða tíðkaðist það í leitum að nýliðar þurftu að leysa af hendi ákveðnar þrautir til að teljast gjaldgengir. Var það nokkurskonar busun og gat verið fólgin í ýmsu. Ein þrautin gat verið að lyfta þrevetrum sauð í hnakkinn á reiðhesti sínum en ekki held ég þó að það hafi verið víða. Á sumum svæðum var þekkt sú þraut að ,,fara á jómfrúna“ sem fólst í því að ef skamm- bitar voru í skála skyldi nýliði taka höndum í einn skammbitann, fara síðan ,,í gegnum sig“ og krækja þar eftir með fótunum í þriðja bita frá og reka síðan með rassinum upp í miðbit- ann þrjá hnykki góða. Sumir töluðu um að ,,flá kött“ í leiðinni. En sem sagt við einhverja slíka athöfn gæti þessi hafa verið ort: Ofur bág er auðargná. Hún ætlar að fá þig léðan. Kanntu að flá og far´upp á foldargná á meðan. Auðvitað getur þessi vísa Gunnars Jónsson- ar átt sér einhver allt önnur tildrög en getum við ekki látið þessi duga þangað til við rek- umst á önnur betri. Hvað um það gangnakl- árarnir eru okkur ennþá nauðsynlegir hvað sem allri tækninni líður og alltaf verða það nú ,,gömlu klárarnir“ sem upp úr standa í minn- ingunni. Gísli Gíslason í Hjaltastaðahvammi orti um einn uppáhalds: Rauður hesta best mig ber. Ég býst við, hvar sem flakka að hann fái að fylgja mér fram á grafarbakka. Ýmsir kæmu á axjón þá ef minn fréttu dauða. Sumir vildu fötin fá en flestir klárinn rauða. Það er nú svo að þó mörgum þyki gaman á fjöllum þá hlakka menn gjarnan einnig til þess að komast aftur til byggða með öllu því sem þar tilheyrir. Eitthvað hefur sá verið farinn að hugsa gott til glóðarinnar sem orti þessa: Í dalinn lága nú skal ná, náttstað fá hjá konum. Lengur má ei una á Íslands háfjöllonum. Ef ég man rétt sem er nú reyndar alveg óvíst var það Friðrik í Pyttagerði sem lýsti reiðhesti sínum með þesum orðum: Elska ég þennan gráa grip. Get ég þess í ræðu. Við höfum báðir sama svip svekkingar og mæðu. Friðrik þessi var þekktur að því að eiga jafn- an góða og trausta reiðhesta og fara vel með þá þó efnin væru lítil en hins vegar var hann ekki hneigður til að lána þá öðrum. Eitt sinn að vorlagi eftir harðan vetur og í leiðinda færð kom sýslumaður ásamt fylgdarmanni og ósk- aði þess að fá lánaða hesta Friðriks í vorþinga- ferðir. Friðrik svaraði og heldur stuttararalega; ,,Andskotinn í Helvíti láni ykkur hesta.“ Með það mátti sýslumaður fara en kona Friðriks sem hafði heyrt svar hans en ekki spurninguna innti hann eftir því hvaða menn þetta hefðu verið og hvað þeir hefðu verið að erinda. Þegar bóndi hennar hafði tjáð henni sem var dæsti hún og sagði; ,,Ja, hérna Friðrik. Gastu ekki sagt þeim þetta svo skýrt að þeir skyldu það?“ Hvað um það; Jón Bergmann var einn af okkar alsnjöll- ustu hagyrðingum á sinni tíð og við andlát hans kvað Valdimar Kamillus Benónýsson: Feigðin heggur björk og blóm, blandar dregg í skálar. Yfir seggjum dauðadóm dult á vegginn málar. Út hún hringir ævi bið allt i kringum hljómar, dapurt klingja dyrnar við dauðans fingurgómar. Dögum hljóðum dregur að dofnar gróður Braga. Jóns við ljóð er brotið blað Bergmanns þjóðarhaga. Hinstu njólu fékk hann frið feginn bóli náða. Bernskuhólinn heima við hlaut hann skjólið þráða. Ylur vaknar muna manns, margt úr raknar leynum. Allir sakna söngvarans, svellin slakna á steinum. Þjóðin finnur að hún á yl frá kynningunni. Ljóðin vinna löndin hjá ljúfu minningunni. Margan bjó hann góðan grip gjarnan sló i brýnu, á það hjó hann sverðsins svip sem hann dró i línu. Beina kenndi lista leið lag til enda kunni. Orðin brenndu og það sveið undan hendingunni. Hans var tunga hröð og snjöll hneigð að Braga sumbli. Standa farmanns stuðlaföll stolt á dáins kumbli. Þess ber að geta með þessa dánarminning að hún er skrifuð upp eftir tveimur uppskrift- um sem bar stundum aðeins á milli með orða- lag. Báðar höfðu eitthvað sem hin hafði ekki en ég reyndi samkvæmt skástu samvisku að setja þetta upp eins og mér fannst best fara. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Orðin brenndu og það sveið undan hendingunni Fimmtudaginn 3. september mættu nokkrir skátar á Akra- nesi í Skátalundinn og gróð- ursettu tré. Skátalundurinn er nálægt skógræktinni í Klapp- arholti, hinum megin við veg- inn. Skógræktarfélag Akra- ness hefur undanfarin ár ver- ið að gróðursetja tré meðfram Akranesvegi. Þetta er mikil vinna og því eru félagsmenn skógræktarfélagsins ánægð- ir með að fá liðsinni skátanna við verkið. Í framtíðinni verð- ur þarna hjólreiða- og göngu- stígur og því er talið mik- ilvægt að vinna ötullega að gróðursetningu á svæðinu til að skapa fallegt og skjólgott umhverfi fyrir útivistarfólk framtíðarinnar. Skátarnir voru á ýmsum aldri og einnig mættu nokkr- ir foreldrar. Áhuginn skein úr andlitum barnanna og fyrr en varði var búið að setja nið- ur á þriðja hundrað tré und- ir stjórn Bergnýjar skátafor- ingja og Katrínar Leifsdóttur hjá skógræktarfélaginu. Þarna mátti glöggt sjá að margar hendur vinna létt verk. Eng- inn lét veðrið hafa áhrif á sig en fyrr um daginn var helli- rigning og afskaplega leiðin- legt veður og því blautt á. mm/jbb Skátar gróðursettu við Akranes Þjónusta Heyrnar- og talmeina- stöðvar Íslands (HTÍ) hefur ver- ið aukin með nýrri þjónustubif- reið stofnunarinnar sem innréttuð er með klefa til heyrnarmælinga og tengdum búnaði. Heyrnar- og tal- meinastöðin er með starfsstöðvar í Reykjavík, á Akureyri og Sauðár- króki. Með þjónustubílnum verð- ur hægt að aka hvert á land sem er og veita fólki þjónustu í heima- byggð. Starfsfólk HTÍ leggur land undir fót á næstunni og heimsækir fyrst þéttbýlisstaði á Suðurlandi en þegar meiri reynsla er komin á bíl- inn og þjónustuna verður farið víð- ar um landið. Þjónustubíllinn gef- ur aukna möguleika til skimunar á heyrn ungabarna og hefur því for- varnargildi. Eins er horft til þess að á dvalar- og hjúkrunarheimilum um allt land er fólk sem mun njóta góðs af þessari þjónustu, en það á einnig við um aðra sem telja ástæðu til að láta athuga hjá sér heyrnina. mm Heyrnar- og talmeinastöðin veitir þjónustu heim í hérað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.