Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Side 22

Skessuhorn - 09.09.2015, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 201522 Það var mikil eftirvænting í loftinu þegar blaðamaður gekk inn á völlinn í Grindavík þriðjudaginn 1. sept- ember síðastliðinn. Innan skamms átti að hefjast leikur Grindavíkur og Víkings Ólafsvíkur, en með sigri gátu Víkingar tryggt sér efsta sæti deildarinnar og sæti í úrvalsdeild að ári, þrátt fyrir að þrjár umferð- ir væru eftir af mótinu. Blaðamað- ur spjallaði stuttlega við ljósmynd- ara áður en hann rann á ilmandi kaffilyktina sem lagði úr fjölmiðla- herberginu í stúkunni. Leikurinn hófst og strax á sjö- undu mínútu voru Grindvíking- ar komnir yfir. Leikmenn Víkings voru greinilega nokkuð stressað- ir í upphafi leiks enda spennustigið hátt. Stuðningsmennirnir hófu hins vegar söng og hvöttu sína menn til dáða. Á 14. mínútu voru þeir búnir að jafna. Kenan Turudija lyfti bolt- anum á kollinn á Hrvoje Tokic sem skallaði hann í markið. Markið virt- ist hrista mestu spennuna úr leik- mönnum og Ólsarar í stúkunni önd- uðu léttar. Á 32. mínútu barst bolt- inn út fyrir teig Grindvíkinga eftir hornspyrnu. Egill Jónsson gerði sér lítið fyrir og tók viðstöðulaust neðst í fjærhornið. Grindvíkingar gerðu sig líklega til að svara fyrir sig og jafna metin hið snarasta. „Liggur í loftinu, liggur í loftinu,“ sungu heimamenn á pöll- unum þegar Grindvíkingar fengu hornspyrnu. Og spádómar þeirra rættust, líkt og spádómar Nostrada- musar forðum daga, því þeir höfðu vart sleppt orðinu þegar gestirnir frá Ólafsvík fengu skyndisókn sem end- aði með því að Alfreð Már Hjaltalín skoraði eftir góða fyrirgjöf. Markið lá svo sannarlega í loftinu. Þá tóku stuðningsmenn Víkings við sér, nýttu tækifærið til að hnýta í Grindvíkinga og sungu: „Þið verð- ið áfram góðir í körfubolta Grinda- vík! Við höldum með ykkur í körf- unni Grindavík.“ Tveimur mínútum fyrir leiks- lok vann Kenan Turudija boltann á miðjunni og gaf hann á Tokic sem var að sleppa í gegn. Boltinn kom skoppandi til hans en Tokic gerði sér lítið fyrir og lyfti honum yfir mark- vörðinn af um 25 metra færi. Stór- glæsilegt mark og Víkingar fögn- uðu eins og þeir væru þegar búnir að vinna leikinn. Þeir höfðu kannski eitthvað til síns máls í þeim fagnað- arlátum því Víkingar fóru inn í hálf- leikinn með þriggja marka forystu í farteskinu. Gleðin eykst og úrvals- deildarsætið nálgast Nokkuð var um gestagang í fjöl- miðlastúkunni í hálfleik en heima- menn höfðu ráð undir rifi hverju og brúkuðu tvær kaffivélar sem þeir helltu á til skiptis. Það var heldur napurt á vellinum og því var sírennsli á lífsvökvanum ljúfa í hálfleik. Ólsararnir komu kátir úr hálf- leiknum, sneru syngjandi til sæta sinna. Ekki var laust við að Grind- víkingum hefði fækkað á pöllun- um, einhverjir farnir heim til sín, búnir að gefa upp alla von. Síðari hálfleikur fór ákaflega ró- lega af stað. Víkingar lágu til baka og biðu átekta enda höfðu þeir efni á að verja þriggja marka forystu sína. Með hverri mínútunni sem leið urðu syngjandi stuðnings- menn Víkings vissari í trú sinni að leikurinn væri unninn og deild- in þar með. Á þessum rólega kafla leiksins var haft orð á því í fjöl- miðlastúkunni að kaffið væri al- veg prýðilegt. Þegar klukkustund var liðin af leiknum var bakkelsið búið og hafði þá fátt annað mark- vert gerst í síðari hálfleik. Í þann mund sem blaðamaður tuggði síðustu vínarbrauðsræm- una áttu Grindvíkingar glóru- lausa þversendingu í vörninni hjá sér. Leikmenn Víkings þökkuðu pent, Alfreð Már komst inn í send- inguna og Tokic fylgdi skoti hans eftir og skoraði og kom gestunum í 1-5. Tíu mínútum síðar bætti To- kic við sjötta marki Víkings með skalla eftir aukaspyrnu William Dominguez da Silva. Var þetta fjórða mark Tokic í leiknum og hans tólfta í aðeins sjö leikjum fyr- ir liðið. Það var gaman á pöllunum næstu mínútur á eftir, mikið sungið og Liberato markvörður leit upp frá leiknum og klappaði fyrir stuðn- ingsmönnunum. William skoraði sjöunda mark Víkinga með þrumufleyg lengst utan vítateigs og enn jókst gleðin á pöllunum Víkingsmegin. „Átta! Átta!“ kyrjuðu þeir og kölluðu eft- ir áttunda markinu. Grindvíkingar klóruðu aðeins í bakkann fimm mínútum fyrir leikslok en það voru engu að síð- ur stuðningsmenn Víkings sem sungu. „Nú jöfnum við þetta,“ heyrðist vallarþulurinn kalla í létt- um dúr í hátalarakerfinu. Ólsarar hlógu og héldu áfram að syngja. Miklar tilfinningar og ákaft fagnað Þegar dómarinn loksins flautaði til leiksloka í þessum ótrúlega og hálf óraunverulega leik féllust leik- menn Víkings í faðma og fögnuðu innilega. Þeir höfðu tryggt sér efsta sæti 1. deildar og sæti í úrvalsdeild að ári liðnu. Stuðningsmennirnir sungu, Víkingsliðið tolleraði Ejub áður en það hópaðist saman og brast í söng með stuðningsmönn- um á pöllunum. Fögnuðurinn var innilegur og Ólafsvíkingar fóru ekki að tín- ast heim á leið fyrr en löngu eft- ir að leiknum var lokið. Leikmenn þökkuðu áhorfendum stuðning- inn, hálf klökkir en ánægðir. „Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson fyrirliði eftir leikinn, alsæll með árangurinn. Þegar blaðamaður gekk framhjá vallarhúsinu og hugðist halda heim á leið mátti heyra söng berast úr búningsklefa Víkingsliðsins. kgk/ Ljósm. af. Fylgst með ótrúlegum sigri Víkings í Grindavík Admir Kubat, Emir Dokara, Suad Begic aðstoðarþjálfari og Kenan Turudija voru ánægðir eftir leik. Guðmundur Reynir Gunnarsson fyrirliði og Björn Pálsson fallast í faðma í leikslok. Hrvoje Tokic var í banastuði í framlínu Víkings og skoraði hvorki meira né minna en fjögur mörk í leiknum. Hér fylgir hann eftir skoti Alfreðs Más Hjaltalín og skorar sitt þriðja mark. Stuðningsmenn Víkings fanga ákaft einu af sjö mörkum liðsins. Egill Jónsson sigurreifur með Alfreð Má í fanginu. Alfreð Már Hjaltalín fagnar marki.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.