Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 20156 Stofnfundur Vest- urlandsdeildar Blindrafélagsins AKRANES: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, ætlar að stofna Vest- urlandsdeild félagsins í Bóka- safni Akraness við Dalbraut 1 fimmtudaginn 10. september klukkan 17. Á fundinum verð- ur kynning á starfsemi Blindra- félagsins og sömuleiðis kynning á þjónustunni sem Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstak- linga veitir um land allt. Berg- vin Oddsson formaður Blindra- félagsins segir að markmið Vest- urlandsdeildarinnar sé að skapa vettvang fyrir blinda og sjón- skerta einstaklinga á Vestur- landi til að geta sótt sér fræðslu og stuðning á vegum félagsins ásamt því að kynna fyrir þeim alla þá fjölbreyttu þjónustu sem Miðstöðin veitir. Sömuleið- is er markmið stofnfundarins að finna einstaklinga sem eru með aldurstengda augnbotna- hrörnun (AMD) en Bergvin seg- ir að sú deild hafi verið stofnuð síðastliðið vor og hafi sá stofn- fundur og fundir á vegum AMD deildarinnar verið mjög fjölsótt- ir. Enda eru einstaklingar með AMD mörg þúsund á Íslandi og mikilvægt sé að þeir sem eru að missa sjónina fái bæði stuðning og fræðslu svo hægt sé að grípa fyrr inn í áður en sjónskerðing- in verði enn alvarlegri. Berg- vin segir að um 70 einstakling- ar séu á skrá hjá Miðstöðinni á Vesturlandi og þá eru ófáir ein- staklingarnir sem eru með AMD og hafa ekki þegið neina aðstoð eða stuðning á vegum Miðstöðv- arinnar. Bergvin hvetur alla þá sem eru blindir, sjónskertir eða með byrjun á AMD að koma á stofnfundinn á fimmtudaginn og kynna sér um leið starfsemi Blindrafélagsins og Miðstöðvar- innar. Aðstandendur eru sérstak- lega hvattir til að mæta því þeir þurfa ekki síður á stuðningnum og fræðslunni að halda líkt og þeir sem eru að glíma við AMD eða alvarlega sjónskerðingu seg- ir Bergvin. -mm Útsvar án AkraBorgar RUV: Fyrsti þáttur Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaga á RUV hefst 11. september nk. klukkan 20 með viðureign Hafnarfjarðar og Árborgar. Umsjónarmenn verða Sigmar Guðmundsson og Þóra Arn- órsdóttir. Talverðar breytingar verða að þessu sinni sem snerta Vesturland. Borgarbyggð og Akraneskaupstaður munu sitja hjá í vetur auk fjögurra annarra liða. Snæfellsbær mun hins veg- ar taka þátt að nýju. Þá verður Reykhólahreppur meðal kepp- enda, eins og fram kom í frétt Skessuhorns nýverið. –mm Edduveröld lokað BORGARNES: Starfsemi Edduveraldar í Englendingavík í Borgarnesi hefur verið hætt eftir tæplega þriggja ára rekstur. Það voru Guðrún Kristjánsdótt- ir og Jóhanna Erla Jónsdóttir sem stofnuðu einkahlutafélag- ið Þyngslalöpp ehf. um rekst- ur veitingahússins Edduverald- ar og leigðu þær húseignirn- ar í Englendingavík af Byggða- stofnun. Húseignirnar hafa nú verið seldar og var Edduveröld lokað 28. ágúst sl. „Við erum hættar rekstri og höfum snúið okkur að öðrum störfum, báð- ar farnar að vinna annað. Við viljum nota tækifærið og þakka þeim kærlega sem komu til okk- ar í Edduveröld,“ segir Guðrún í samtali við Skessuhorn. -grþ Vilja taka við flóttafólki SNÆFELLSBÆR: Bæjar- stjórn Snæfellsbæjar hefur sam- þykkt að senda viljayfirlýsingu til velferðarráðuneytisins um að Snæfellsbær bjóði fram aðstoð sína til að taka á móti flótta- mönnum. Þetta kemur fram í bókun í fundargerð bæjar- stjórnar frá 3. september sl. „Í Snæfellsbæ er til húsnæði í eigu Íbúðalánasjóðs, sem hægt væri að standsetja fyrir flóttafólk. Hér er góð félagsþjónusta, góð- ur skóli og leikskóli sem hefur í gegnum tíðina unnið með fólki af mörgum þjóðernum. Hér ættu allir að geta fengið vinnu,“ segir í tillögunni. Þar kemur einnig fram að Snæfellsbær er tiltölulega lítið samfélag og þar búi fólk af mörgum þjóðernum sem ætti að auðvelda flóttafólki að kynnast og aðlagast. –grþ Tvær sölur á dag VESTURLAND: Á Vestur- landi var þinglýst 60 samning- um um fasteignir í ágústmán- uði. Þar af voru 26 samningar um eignir í fjölbýli, 24 samn- ingar um eignir í sérbýli og tíu samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.244 milljónir króna í þessum við- skiptum og meðalupphæð á samning 20,7 milljónir króna. Af þessum 60 var 31 samning- ur um eignir á Akranesi. Þar af voru 22 samningar um eignir í fjölbýli, sjö samningar um eign- ir í sérbýli og tveir samningar um annars konar eignir. Heild- arveltan var 632 milljónir króna og meðalupphæð á samning 20,4 milljónir króna. -mm Undanfarið hafa staðið yfir fram- kvæmdir við Saxhól á vegum Þjóð- garðsins Snæfellsjökuls. Verið er að bæta aðgengið upp á Saxhól með því að laga stíginn og setja tröpp- ur á miðri leið. Verður settur upp pallur og þar settur bekkur. Notuð var mínígrafa sem fór upp á topp til að slétta og laga fyrir tröppurn- ar. Verður aðgengi að Saxhól lok- að í nokkra daga á meðan á fram- kvæmdum stendur og ferðafólki bent á að skoða Rauðhól í staðinn. Það er verktakafyrirtækið Kvist- fell sem vinnur verkið en áætluð verklok eru um miðjan september. Vegna veðurs hefur verkið tafist lít- illega. þa Eftir nýlegar vaxtahækkanir Seðla- banka Íslands hafa stóru viðskipta- bankarnir ákveðið að hækka útláns- vexti sína um hálft pró- sentustig, eða að jafnaði um tæp 8%. „Hagsmuna- samtök heimilanna gagn- rýndu síðustu tvær hækk- anir Seðlabankans harð- lega og vöruðu við því að þær myndu einungis leiða til hærri kostnaðar fyrir heimilin og atvinnulífið, sem hefur nú ræst. Seðla- bankinn hefur þannig raunverulega hellt eldsneyti á glæður verðbólgu- bálsins, sem hafði þó fram að því verið í rénun,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Þá segir að samkvæmt nýbirt- um uppgjörum hafa bankarnir þrír hagnast um 42,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. „Frá stofn- un þeirra á grundvelli brunarústa föllnu bankanna, hafa þeir jafn- framt getað hagnast um samtals 422,5 milljarða, sem er fullkomlega óeðlilegt í ljósi þeirrar efnahags- kreppu sem staðið hefur yfir stærst- an hluta tímabilsins. Ætla mætti því að þeir hefðu nægjanlegt svigrúm til að lækka vexti og létta þar með greiðslubyrði og draga úr hvata til hækkunar á vörum og þjónustu.“ Einnig taka Hags- munasamtök heimilanna undir þau sjónarmið sem komu fram í grein Þráins Halldórssonar, sérfræð- ings á eftirlitssviði FME í nýjasta vefriti stofn- unarinnar, um verðskr- ár banka og áhrif þeirra á verðvitund neytenda. Þar segir að stóru bankarnir þrír gefi samtals út 12 verðskrár og vaxtatöflur, alls um 45 síður, í mörg hundruð liðum. „Slíkt flækjustig er ógegnsætt og hindrar neytendur í að bera saman verð, sem hamlar samkeppni á fjármálamarkaði.“ mm Gagnrýna harðlega vaxtahækkanir bankanna Aðgengið bætt að Saxhóli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.