Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 33 Pennagrein Eldvarnir eru í brennidepli hjá Akraneskaupstað og starfsfólki hans um þessar mundir. Í samræmi við samkomulag Akraneskaupstað- ar og Eldvarnabandalagsins um efl- ingu eldvarna fær allt starfsfólk bæj- arins nú fræðslu um eldvarnir bæði á vinnustað og heima. Afar ánægju- legt er að upplifa góðar undirtektir starfsmanna við þessu. Fyrir dyrum stendur jafnframt innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá öllum stofnun- um bæjarins. Þar gegna eldvarna- fulltrúar lykilhlutverki. Vaskur hópur karla og kvenna hefur þegar tekið að sér hlutverk eldvarnafull- trúa og munu Eldvarnabandalag- ið og Slökkvilið Akraness og Hval- fjarðarsveitar veita þeim nauðsyn- lega fræðslu og þjálfun. Akraneskaupstaður hefur fullan hug á að standa mun betur að eld- vörnum og öryggismálum en gert hefur verið til þessa. Í innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits felst einmitt skýr yfirlýsing um að efla eldvarn- ir með reglulegu eftirliti og við- haldi. Markmiðið er að auka ör- yggi starfsfólks, nemenda og við- skiptavina og draga úr líkum á tjóni á rekstri og eignum. Innleiðing eigin eldvarnaeftirlits hjá fyrirtækjum og stofnunum er eitt af áhersluverkefnum Eldvarna- bandalagsins en það er samstarfs- vettvangur tíu fyrirtækja, félaga- samtaka og stofnana um að auka eldvarnir á heimilum og í fyrirtækj- um og stofnunum. Eldvarnabanda- lagið hefur útbúið fræðsluefni um eldvarnir heimilisins og eigið eld- varnaeftirlit og er stuðst við það í samstarfinu við Akraneskaupstað. Eldvarnir í leiguhúsnæði Rannsóknir Eldvarnabandalagsins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sýna að eld- varnir í leiguhúsnæði eru almennt mun lakari en hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Liður í samstarfi Akraneskaupstaðar og Eldvarna- bandalagsins er að efla sérstaklega eldvarnir hjá þeim sem búa í leigu- húsnæði. Það verður gert með hvatningu og fræðslu í tengslum við umsóknir um húsaleigubæt- ur hjá Akraneskaupstað í byrjun næsta árs. Þeir sem sækja um húsa- leigubætur munu fá afhenta hand- bók Eldvarnabandalagsins um eld- varnir heimilisins með hvatningu um að fara yfir eldvarnir á heim- ilinu og bæta úr ef þörf krefur. Megináhersla er í því sambandi lögð á að hafa nægilega marga virka reykskynjara svo íbúar geti sem fyrst orðið varir við eld og gert viðeigandi ráðstafanir til að vernda líf, heilsu og eignir. Samstillt átak Eldvarnir hjá Akraneskaupstað verða ekki óaðfinnanlegar á einni nóttu. Við bindum hins vegar miklar vonir við að með réttu hug- arfari og samstilltu átaki stjórn- enda og starfsmanna Akranes- kaupstaðar, Eldvarnabandalagsins og Slökkviliðs Akraness og Hval- fjarðarsveitar megi efla eldvarn- ir til muna á næstu mánuðum og misserum. Jafnframt væntum við þess að reynslan af samstarfinu á Skaganum geti nýst öðrum sveit- arfélögum og fyrirtækjum við inn- leiðingu eigin eldvarnaeftirlits og í því skyni að auka vitund starfs- manna og annarra um mikilvægi eldvarna á heimilum og vinnu- stöðum. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi Garðar H. Guðjónsson, verkefna- stjóri Eldvarnabandalagsins Eldvarnir í brennidepli á Skaganum Dag ur í lífi... Nafn: Birta Stefánsdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý hjá mömmu og pabba á Akra- nesi. Starfsheit/fyrirtæki: Starfs- maður á Skattstofunni. Áhugamál: Fótbolti, ferðalög og tónlist. Föstudagurinn 4. september 2015 Klukkan hvað vaknaðir þú og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði kl. 7 og fékk mér morgunmat. Hvað borðaðir þú í morgun- mat? Ristað brauð. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór í vinnuna kl. 8 á bíl. Fyrsta verk í vinnunni: Ég byrjaði á því að gera allt klárt í afgreiðslunni. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var ég að koma úr kaffi. Hvað gerðir þú í hádeginu? Ég fór heim og fékk mér hádeg- ismat Hvað varstu að gera klukkan 14? Þá var ég að vinna í virðis- aukaskattinum. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Það síðasta var að klára póstinn og svo hætti ég kl. 16. Hvað gerðir þú eftir vinnu? Þá fór ég á fótboltaæfingu. Hvað var í kvöldmatinn og hver eldaði? Fiskur á pönnu og grænmeti sem pabbi eldaði. Hvernig var kvöldið? Kvöld- ið var mjög rólegt. Ég horfði á nokkra þætti og fór snemma að sofa því það var fótboltaæfing morguninn eftir. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa kl. 22:30. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að sofa? Að kíkja smá í tölvuna. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Skemmtileg fótbolta- æfing. Eitthvað að lokum? Áfram ÍA! Starfsmanns á Skattstofunni Undanfarna 18 mánuði hefur fjar- skiptafyrirtækið Vodafone unnið að því að þétta háhraðaþjónustu- svæði félagsins vítt og breitt um landið, þar á meðal í og við Borgar- byggð. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. „Á dög- unum var nýr 4G sendir gangsett- ur á Rauðamelskúlu, ekki síst fyrir tilstuðlan og hvatningu íbúa og yf- irvalda á svæðinu enda hafði sam- band verið takmarkað þar. Við breytinguna stórefldist háhraða- samband á hluta sunnanverðs Snæ- fellsness, þ.e. á Mýrum, í Hnappa- dal og víðar,“ segir meðal annars í tilkynningunni. Fyrirtækið hef- ur einnig gangsett nýja 4G senda á Strúti og við Bifröst sem gagnast bæði ferðamönnum á leið við Langjökul og Arnarvatnsheiði og háskólanemum í uppsveitum Borg- arfjarðar. Nýju sendarnir eru góð viðbót við þá senda sem félagið var fyrir með á svæðinu en Borgarnes, Húsafell og uppsveitir Borgarfjarð- ar í kringum Varmaland hafa notið háhraðasambands fyrirtækisins frá því í fyrra. Þá hefur félagið fjölg- að öðrum sendum á sömu slóðum undanfarið. Þannig hefur 3G sam- band verið styrkt bæði í Borgarnesi og með nýjum sendi við Vegamót. Farsímaþjónusta efst í Borgarfjarð- ardölum hefur einnig verið styrkt verulega með tilkomu nýs 2G far- símasendis í Lundarreykjadal, segir í tilkynningunni. Grunnstoðir fjarskipta á svæðinu styrktar Uppbygging og styrking fjarskipta- kerfis Vodafone í Borgarbyggð undanfarið hefur ekki einungis tak- markast við farsímaþjónustu, að því er kemur fram í fréttatilkynn- ingunni. Grunnstoðir fjarskipta í ofanverðum Borgarfirði hafa ver- ið styrktar verulega, meðal annars með ljósleiðaratengingu á helstu fjarskiptastaði sem þjóna stærri byggðakjörnum, svo sem Skáneyj- arbungu, Bifröst og Hvanneyri. Uppitími á varaafli á lykilfjarskipta- stöðum hefur einnig verið efldur, ekki síst í kjölfar mikilla truflana á orkuafhendingu í ofsaveðri í mars 2015. „Stafræn sjónvarpsdreifing í lofti hefur líka verið efld til muna á svæðinu undanfarna 18 mánuði, ekki síst með innkomu nýrra send- istaða, meðal annars í tengslum við uppbyggingu félagsins á nýju dreifikerfi RÚV. Frá og með júlí 2015 hefur RÚV í háskerpu m.a. verið dreift frá öllum sendistöðum Vodafone í Borgarfirði.“ grþ Kort sem sýnir móttökustyrk 4G sambands á þjónustusvæði Vodafone. Vodafone styrkir 4G samband í Borgarbyggð Félagar í Björgunarfélagi Akraness vinna enn að standsetningu nýja björgunarbátsins sem keyptur var í fyrra. Báturinn kom til Akraness í nóvember á síðasta ári og var ljóst frá upphafi að ýmislegt þyrfti að gera í bátnum áður en hann yrði til- búinn til notkunar. Í hann vantaði meðal annars allan björgunarbún- að og siglingatæki. Að sögn Guðna Haraldssonar, formanns sjóflokks BA er nánast allur búnaður kominn um borð en ýmis frágangsvinna eft- ir. „Við gerðum alltaf ráð fyrir að þetta tæki langan tíma. Verkefni er unnið í sjálfboðaliðastarfi og vinn- an því unnin á þeim tíma sem menn geta gefið sér í það. Það hefur líka verið svolítið að gera í hinum og þessum útköllum hjá okkur und- anfarið. Þessa dagana erum við að byrja aftur eftir sumarfrí og erum að sanka að okkur sjálfboðaliðum og iðnaðarmönnum til að klára verkefnið,“ segir Guðni. „Það væri gaman að geta sagt til um hvenær verkinu lýkur en það fer alveg eft- ir því hvernig menn mæta og hvað við eigum mikið af peningum. Það er ekki ókeypis að koma öllu þessu fyrir,“ bætir hann við. Nýi báturinn er mun fullkomn- ara og stærra björgunarskip en nú- verandi Margrét Guðbrandsdóttir sem hann mun leysa af hólmi. Bát- urinn var smíðaður árið 1955 og áður notaður sem sjómælingabátur hjá breska hernum. Hann var meðal annars fjármagnaður með peninga- gjöf sem BA fékk þegar Minningar- sjóður hjónanna Guðlaugar Gunn- laugsdóttur og Jóns Gunnlaugs- sonar frá Bræðraparti var formlega lagður niður í fyrra. Bróðurparti sjóðsins var úthlutað til björgun- armála á Akranesi. Báturinn hefur ekki enn verið nefndur en að sögn Guðna mun nafn hans verða opin- berað þegar hann er tilbúinn og verður sjósettur. grþ Enn er unnið í nýja björgunarbátnum Báturinn á hafnarbakkanum á Grundartanga, þaðan sem hann var fluttur á Akranes í nóvember sl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.