Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 27 Búið er að sjó- setja hið nýja upp- sjávarveiðiskip HB Granda, Víking AK, sem er í smíðum í Tyrklandi. Skipið var sjósett í Hats- an skipasmíðastöð- inni þar sem skrokk- urinn var smíðaður og er það nú í Ce- líktrans Denís Ísaa- at Ltd. skipasmíða- stöðinni í Istan- bul í Tyrklandi þar sem lokið verð- ur við smíðina. Frá þessu er greint á vef HB Granda, kaupanda skips- ins. Víkingur er systurskip Venusar NS sem tyrkneska skipasmíðastöð- in afhenti HB Granda í maí á þessu ári. „Það er stefnt að því að afhenda Víking um mánaðamótin nóvember og desember og að skipið haldi frá Tyrklandi áleiðis heim í fyrstu viku desembermánaðar,“ segir Þórarinn Sigurbjörnsson sem hefur haft eftir- lit með smíðinni í Tyrklandi. Þórarinn segir að allri stálvinnu við skipið sé lokið og málningar- vinnan sé langt komin. Þessa dag- ana er verið að ganga frá lögnum fyrir spilkerfið, leggja rafmagns- kapla, setja upp startskápa fyrir tæki og vinna við innréttingar í klef- um, borðsal og brú. ,,Það er búið að álagsprófa allar ljósavélar og það verið að ganga frá aðalvél, gír og ásrafali auk þess sem unnið er við undirbúning fyrir gangsetningar á tækjum og kerfum skipsins,“ segir Þórarinn en hann hefur einnig eftir- lit með smiði þriggja nýrra ísfisktog- ara sem HB Grandi er með í smíð- um hjá Celíktrans skipasmíðastöð- inni. „Stálblokkasmíði fyrir togar- ana miðar ágætlega og nú er verið að smíða blokkir fyrir tvö skipanna. Engey RE, sem er fyrst í röðinni, er að taka á sig mynd því verið er að raða blokkunum saman. Það búið að koma fyrir aðalvél skipsins, gír, ásrafali og ljósavél í vélarrúminu og stefnt er að því skuturinn verði sett- ur á fljótlega,“ segir Þórarinn Sigur- björnsson á vef HB Granda. mm Víkingur heim fyrir jól Víkingur AK sjósettur. Netabáturinn Hafnartindur sem gerir út á skötusel hef- ur í sumar fengið í net sín tvö stykki af sjaldgæfri krabba- tegund, svokölluðum norna- krabba (Paromola cuvi- eri). Var öðrum þeirra kom- ið til Sjávarrannsóknaseturs- ins Varar í Ólafsvík. Að sögn Kristmundar Sigurðsson- ar skipstjóra veiddist krabb- inn á um 30 faðma dýpi út af Hellissandi. Nornakrabbi er sjaldgæf tegund sem lifir á 100-800 metra dýpi í austan- verðu Atlantshafi, frá strönd- um Afríku, í Miðjarðarhafi og upp til Noregs og Íslands. Stærstu krabbar af þessari tegund geta orðið 22 cm að lengd og er nornakrabbi því með stórvöxnustu krabba- tegundum við Ísland. Hann finnst á mjúkum botni þar sem hann er talinn nota lang- ar gripklær til að grafa eft- ir æti. Vitað er að á matseðli hans eru m.a. skrápdýr, fisk- ar, krabbadýr og skeljar. Skjöldur nornakrabbans sem barst til Varar er 12,5 cm langur og 11 cm breiður. Eins og hjá kröbb- um þessarar tegundar er skjöldurinn ljós á lit, ferkantaður, hár og kúpt- ur með marga litla beitta brodda. Fram úr skildinum ganga þrír beitt- ir tindar. Augu eru á stilkum, útlim- ir dökkrauðir og gripklær svarblá- ar. Aftasta fótapar liggur ofarlega nálægt skildinum og er áberandi Með fyrstu nornakröbbum úr sjó við Snæfellsnes minnst og er líklega ekki notað til gangs en vitað er að sumar krabbateg- undir nota öftustu útlim- ina til að grípa svamp og aðrar lífverur og halda yfir skildinum, e.t.v. sem einskonar huliðshjálm. Samkvæmt grein í Náttúrufræðingjum frá árinu 2005 höfðu þá ein- ungis nokkur eintök af þessari krabbategund fundist hér við land, öll á 130—170m dýpi í vörp- ur humar- og fiskibáta undan suðurströndinni. Síðustu ár hefur orð- ið algengara að bátar fái þessa krabba í veiðar- færi sín og hafa meðal annars örfá eintök fund- ist í Breiðafirði. Fjölgun krabba af þessari tegund og aukna útbreiðslu má ef til vill rekja til hlýrri sjávar við landið undan- farin ár. Sjómenn við Breiðafjörð eru ein- dregið hvattir til að koma forvitni- legum og ef til vill nýjum tegundum sem þeir veiða til Sjávarrannsókna- setursins í Ólafsvík, en þannig má fylgjast með útbreiðslu sjávardýra í hafinu við landið. Að sögn Kristins Ólafs Kristinssonar líffræðings hjá Vör er fyrirhugað að stoppa norna- krabbann upp og vera með hann til sýnis í Vör. af Nornakrabbinn. Kristinn Ólafur Kristinsson með nornakrabbann. Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 • bokasafn.akranes.is • bokasafn@akranes.is Vetrarstarfið er að hefjast á Bókasafni Akraness Verið velkomin að taka þátt í vetrarstarfi bókasafnsins. Hvetjum hópa sem vantar aðstöðu til að hittast að hafa samband í síma 433-1200 eða senda póst á bokasafn@akranes.is. Annan þriðjudag í mánuði verða Dúllustundir, fundir handavinnufólks. Næsti fundur verður þriðjudaginn 13. október og síðan 10. nóvember og 8. desember. Það verður rjúkandi heitt á könnunni og kósíheit að vanda. Hlökkum til að sjá þig. Þriðja fimmtudag í mánuði verða fundir hjá . Fyrsti fundur verður fimmtudaginn 17. september kl. 16:15 – 17:15. Á fyrsta fundi verða ræddar bækur sem lesnar voru í sumar. leshring bókasafnsins SK ES SU H O R N 2 01 5 Háskólinn á Bifröst | 311 Borgarnes | Sími: 433 3000 | bifrost@bifrost.is | bifrost.is Húsnæði í boði á hagstæðu verði. Háskólinn á Bifröst óskar eftir ræstitækni raesting@bifrost.is Umsóknarfrestur er til 21. september 2015. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 15. sept. 2015 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Listamaður á söguslóðum Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930 Vibeke Nørgaard Nielsen og Sigurlín Sveinbjarnardóttir flytja Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Danski listmálarinn Johannes Larsen túlkaði sögusvið Íslend- inga sagna í veglegri útgáfu þeirra í Danmörku árið 1930. Hann fór í ferðum sínum um Borgarfjarðarhérað og raunar allt Vesturland, teiknaði fjölda mynda og kynntist samfélaginu. Fjallað verður um verk Larsens í þágu íslenskrar menningar og honum fylgt um söguslóðirnar með frásögn og myndum. Teikning Larsens af Snorralaug árið 1927

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.