Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 09.09.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 20152 Nú er að renna upp sá tími ársins þegar bændur sækja fé sitt af fjalli. Því gæti bor- ið meira á fé nálægt þjóðvegum lands- ins næstu vikurnar og stundum þarf að reka féð yfir vegi svo koma megi því heim á hús. Höfum augun hjá okkur og förum varlega þegar við ökum um þjóð- vegi landsins. Það verður suðaustan 13-20 m/s og hvassast suðvestanlands á fimmtudag. Þurrt á Norðurlandi en annars rigning og töluverð úrkoma suðaustan til. Dregur úr vætu og vindi með kvöldinu. Hiti 10-17 stig, hlýjast norðanlands. Sunnan 3-8 m/s og smáskúrir á fimmtudag og föstudag. Snýr í austlægari áttir á föstudagskvöld með rigningu á Austurlandi. Hiti 8-13 stig. Austlæg átt og víða rigning á sunnu- dag og mánudag, einkum austanlands. Milt veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns. „Hvað læturðu út í kaffið þitt?“ Flestir, eða 39,83% svarenda, kváðust nota mjólk í kaffið. Ögn færri, eða 38,59% láta ekk- ert út í kaffið sitt. „Áfengi“ sögðu 7,68%, „mjólk og sykur“ 4,36% og 3,73% sögð- ust nota margt af því sem í boði var. „Rjóma“ sögðu 2,9% og 2,7% svöruðu „annað.“ „Sýróp“ sögðust aðeins 0,21% nota og enginn svaraði því til að hann notaði þeyttan rjóma út í kaffið. Í næstu viku er spurt: Hvaða hópíþrótt finnst þér skemmtilegust? Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ólafsvíkur, tryggði liði sínu sæti í úrvalsdeild karla í annað sinn í sögu félagsins þegar þrjár umferðir voru eftir af mótinu. Að öðrum ólöstuðum á hann mikinn heiður skilinn fyrir afrekið og því er Ejub Vestlending- ur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Hillir undir verklok MÝRAR: Utanhússfram- kvæmdir við félagsheimlið Lyngbrekku hafa staðið yfir í sumar en það verður klætt utan með múrkerfi. Það eru SÓ húsbyggingar, EJI, Múr- smíði og ÓG flísalagnir sem vinna verkið. Á vef Borg- arbyggðar er sagt frá því að ef tíðarfar verður hag- stætt á næstunni fari brátt að hilla undir verklok í þessum áfanga. -mm „Best of the best in the West“ VESTURLAND: Skv. heimildum Skessuhorns stendur til að stofna nokkurs konar meistaradeild hesta- íþrótta á Vesturlandi. Verk- efnið er ekki á vegum hesta- mannafélaganna heldur er það hópur knapa af svæðinu sem stendur að því. Hefur verkefninu verið gefið vinnu- heitið „Best of the best in the West.“ Forsaga málsins er sú að hestamenn af Vesturlandi hefur lengi langað að taka sig saman um að skemmta sér og öðrum og sýna um leið fram á að þeir séu vel ríð- andi, en hugmyndin er sú að aðeins færari knöpum standi til boða að taka þátt í keppn- um. Sú hugmynd hafi hlot- ið mikinn hljómgrunn og því ákveðið að boða til stofn- fundar. Samkvæmt heimild- um Skessuhorns var stofn- fundurinn um verkefnið haldinn mánudaginn 7. sept- ember síðastliðinn þar sem framkvæmdanefnd var skip- uð. Henni hafi verið falið að gera kostnaðaráætlun, leita styrktaraðila og skipuleggja starfið. Á næstu misserum kemur í ljós hvort af verk- efninu verður en skv. heim- ildarmanni Skessuhorns eru meðlimir hópsins vongóðir að svo verði og starf geti haf- ist strax í vetur. -kgk Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Málefni flóttafólks voru til um- fjöllunar á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í morgun. Á fund- inn mætti Elín Kristinsdóttir for- maður Borgarnesdeildar Rauða Krossins til viðræðna um hugsan- lega aðkomu að móttöku flótta- manna í Borgarbyggð. Byggðar- ráð þakkar Elínu fyrir greinar- góðar upplýsingar. Í framhald- inu samþykkti byggðarráð eftir- farandi bókun: „Byggðaráð sam- þykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um aðkomu sveitar- félagsins að móttöku flóttafólks og lýsir sig reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól. Sveitarstjóra er falið að upplýsa velferðarráðu- neytið um vilja sveitarfélagsins. Samþykkt er að setja á stofn stýri- hóp með aðkomu Borgarfjarðar- deildar Rauða krossins og ann- arra aðila sem hafa látið sig mál- ið varða.“ mm Síðastliðinn föstudagsmorg- un varð það óhapp á veginum skammt frá Laxárholti í Hraun- Búið er að selja útgerðarfélag- ið Hjálmar ehf. í Grundarfirði. Í fundargerð bæjarráðs Grundar- fjarðar 27. ágúst síðastliðinn kem- ur fram að samkvæmt áreiðanleg- um heimildum bæjarfulltrúa liggi það nú fyrir að gengið hefur verið frá sölu á öllum hlutabréfum í út- gerðarfyrirtækinu til Loðnuvinnsl- unnar ehf. á Fáskrúðsfirði. „Þar með er Haukaberg SH-20 og all- ar aflahlutdeildir sem skipinu fylgja horfnar úr Grundarfirði. Ekki hef- ur borist fyrirspurn um það hvort sveitarfélagið hyggist nýta sér for- kaupsrétt á skipinu sbr. 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða,“ segir í bókun bæjarráðs. Þorsteini Steinssyni bæjarstjóra var á fundinum falið að kanna hvort seljanda sé ekki skylt að spyrjast fyrir um forkaupsrétt sveitarfélags- ins til samræmis við ofangreinda lagagrein. Jafnframt áréttaði bæjar- ráð mikilvægi þess að Alþingi sjái til þess að skýra forkaupsréttarákvæði í 12. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða er snúa að sölu fiskiskipa og aflaheimilda. mm Útgerðarfélagið Hjálmar selt ásamt Haukaberginu Borgarbyggð lýsir yfir vilja til móttöku flóttafólks Fóðurbíll með tengivagni valt á Mýrunum hreppi á Mýrum að fóðurbíll frá Líflandi með áföstum tengivagni fór á hliðina og enduðu þversum á veginum. Bílstjórann sakaði ekki en bæði bíllinn og eftirvagninn eru illa farnir ef ekki ónýtir. Óhappið varð á stað þar sem slæm laut eða skvompa hefur ver- ið í veginum um langt skeið. Að sögn Unnsteins Smára Jóhanns- sonar bónda í Laxárholti hefur vegurinn frá Hundastapa að Lax- árholti verið að hans mati van- ræktur af Vegagerðinni. „Það eru stór kúabú rekin hér á þessu svæði sem kalla á mikla þungaflutninga m.a. á fóðri og mjólk. Viðhald vegarins er engan veginn í sam- ræmi við álagið og því algjörlega óviðunandi. Ég hef ótal sinnum kvartað yfir þessu við Vegagerð- ina, en án árangurs, og líklega mun ég nú kæra Vegagerðina fyr- ir vanrækslu. Um síðustu helgi var síðan sett möl í nágrenni við þessa skvompu en ekki fyllt ofan í hana sjálfa og alls enginn frágangur átt sér stað. Sú aðgerð bætti ekki ástand vegarins og á líklega sinn þátt í að fóðurbílstjórinn lendir í því að velta bílnum,“ segir Unn- steinn. mm Unnsteinn í Laxárholti telur veginn milli Hundastapa og Laxárholts vera vanræktan. Bíllinn þveraði veginn. Nær má sjá skvompuna sem ekið var ofan í en við það missir ökumaðurinn vald á bílnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.