Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Síða 8

Skessuhorn - 21.10.2015, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 20158 Reglur um umgengni og lausamuni AKRANES: Á fundi bæj- arstjórnar Akraness í síð- ustu viku voru samþykkt- ar reglur um umgengni og þrifnað utanhúss í bæjar- félaginu. Með nýju reglun- um er eigendum eða um- ráðamönnum húsa og lóða gert skylt að halda eign- um vel við, hreinum og snyrtilegum þ.á m. hús- um, lóðum og girðingum. Þá er bannað að skilja eft- ir, flytja eða geyma lausa- muni á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Það gild- ir um smærri hluti og t.d. kerrur, bílhluta, bílflök, og fleira. Einnig er óheim- ilt að geyma báta, kerrur, skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja, tæki, vinnuvélar, bílflök eða aðra hluti á bifreiðastæðum sveitarfélagsins, við götur og/eða á almannafæri. Þá segir í reglunum að Heil- brigðisnefnd Vesturlands sé heimilt að láta fjarlægja slíka hluti á kostnað og ábyrgð eiganda að undan- genginni viðvörun. –mm Ríkið borgar meira í heyrn- artækjum LANDIÐ: Heilbrigðis- ráðherra hefur undirrit- að reglugerðir sem fela í sér hækkun á greiðsluþátt- töku ríkisins í heyrnar- tækjum úr 30.800 krónum í 50.000 krónur. Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna þessa aukist um tæpar 58 milljónir króna á ári miðað við óbreyttan fjölda tækja. Þeir sem eru sjúkratryggð- ir hér á landi eiga rétt á að ríkið taki þátt í kostn- aði við kaup á hjálpartækj- um sem Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands útveg- ar. Þegar reglugerð var sett kostuðu ódýrustu fáanleg heyrnartæki tæpar 30.000 krónur. Nú kosta ódýrustu heyrnartæki sem völ er á um 55.000 krónur þannig að kostnaður fólks vegna heyrnartækjakaupa hefur aukist verulega. Hækkun- in sem heilbrigðisráðherra hefur nú ákveðið tekur að fullu mið af vísitölubreyt- ingum frá því að fyrri reglu- gerð var sett árið 2006. Auk þessa hefur ráðherra undir- ritað reglugerð um styrki vegna kaupa á heyrnartækj- um hjá öðrum en Heyrnar- og talmeinastöðinni. Þar er kveðið á um sömu hækk- un, þ.e. úr 30.800 krónum í 50.000 krónur. –mm Auglýsa eftir bygginga- fulltrúa AKRANES: Hildur Bjarna- dóttir skipulags- og bygg- ingafulltrúi Akraneskaup- staðar hefur sagt starfi sínu lausu hjá bænum eftir rúmt ár í starfi. Hildur réði sig til Hafnarfjarðarbæjar og hóf störf sem byggingafulltrúi þar í bæ nú í október. Akra- neskaupstaður hefur nú ósk- að eftir nýjum byggingafull- trúa til starfa, líkt og sjá má í auglýsingu í Skessuhorni. Helstu verkefni bygginga- fulltrúa á Akranesi felast meðal annars í byggingaeft- irliti og umsjón með bygg- ingamálum bæjarins, ráð- gjöf er varðar byggingamál ásamt móttöku og afgreiðslu á byggingaleyfisumsóknum og framkvæmd úttekta og útgáfu leyfa ásamt staðfest- ingu eignaskiptayfirlýsinga. –grþ Aflatölur fyrir Vesturland 10. - 16. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 26.066 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 11.722 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 1 bátur. Heildarlöndun: 4.905 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 4.905 kg í einni löndun. Grundarfjörður 6 bátar. Heildarlöndun: 204.895 kg. Mestur afli: Hringur SH: 76.811 kg í einni löndun. Ólafsvík 10 bátar. Heildarlöndun: 86.645 kg. Mestur afli: Brynja SH: 18.341 kg í fjórum löndun- um. Rif 9 bátar. Heildarlöndun: 110.128 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 30.741 kg í þremur lönd- unum. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 52.780 kg. Mestur afli: Hannes Andrés- son SH: 31.730 kg í sex lönd- unum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 76.811 kg. 14. október 2. Steinunn SF – GRU: 61.913 kg. 13. október 3. Helgi SH – GRU: 49.400 kg. 11. október 4. Matthías SH – ÓLV: 21.954 kg. 13. október 5. Esjar SH – RIF: 17.762 kg. 13. október mþh Sjúkraliðar, lögreglumenn og félagsmenn SFR á Akranesi gengu fylktu liði í samstöðugöngu á Akra- nesi eftir hádegið í gær. Gengið var frá Akratorgi upp að Ráðhúsinu við Stillholt. Lögreglubifreið með blikkandi ljósum fór fyrir hópnum og vakti athygli fólks á göngunni. Í gærmorgun lögðu um 200 manns í samstöðugöngu frá Hlemmi í Reykjavík niður að stjórnarráðshús- inu við Lækjargötu þar sem hópur- inn krafðist sömu kjarabóta og aðr- ir ríkisstarfsmenn. grþ Samstöðuganga á Akranesi „Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi leggja áherslu á að öryggi sjómanna sé tryggt eins vel og nokkur kostur er. Til að svo megi verða hafa fyr- irtæki í sjávarútvegi unnið að því með sjómönnum að auka öryggis- búnað um borð í skipum, stuðlað að menntun og fræðslu sem og að þróa vinnureglur og ferla. Sjómenn mega ekki búa við falskt öryggi, segir í tilkynningu frá formanni og framkvæmdastjóra SFS. Yfirlýs- ingin er vegna þess að 7. júlí þegar fiskibáturinn Jón Hákon frá Bíldu- dal sökk út af Aðalvík og einn maður drukknaði, virkaði björgunarbúnað- ur skipsins ekki og þurfi að kom- ast að því hvers vegna. „Við hvetj- um til þess að kapp verði lagt á að ná upp flakinu af Jóni Hákoni svo hægt verði að rannsaka hvers vegna svona fór. Tilgangurinn er ekki að leita að sökudólgi heldur að reyna að koma í veg fyrir að hryllileg slys sem þessi endurtaki sig. Íslendingar hafa lyft grettistaki í að auka öryggi á sjó á undanförnum árum. Við hjá Sam- tökum fyrirtækja í sjávarútvegi vit- um samt að vinnuvernd og öryggis- mál eru verkefni sem sífellt þarf að huga að. Þetta er verkefni sem aldrei tekur enda og alltaf þarf að reyna að komast til botns í því hvað gerist þegar slys verða.“ mm Rannsaka þarf skipsflak til að komast að hinu sanna Vinnumálastofnun verður ábyrg fyr- ir vinnumarkaðsúrræðum fyrir fatlað fólk samkvæmt viljayfirlýsingu sem velferðarráðuneytið og Vinnumála- stofnun standa að annars vegar og Samband íslenskra sveitarfélaga hins vegar. Yfirlýsingin var kynnt á fundi ríkisstjórnar fyrir helgi. Við yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks til sveitar- félaganna í ársbyrjun 2011 var meðal annars samþykkt á Alþingi að Vinnu- málastofnun yrði falið að annast fram- kvæmd atvinnumála fyrir fatlað fólk í samræmi við lög og skyldi kostnaður vegna þess greiðast úr ríkissjóði. Skip- uð var nefnd um framtíðarskipan at- vinnumála fatlaðs fólks til að útfæra þessa ákvörðun en ekki náðist sam- staða um lyktir. Málinu var þá vísað til verkefnisstjórnar sem unnið hefur að endurmati á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaganna. Viljayfirlýs- ingin sem nú hefur verið undirrituð um framtíðarskipan atvinnumála fatl- aðs fólks byggist á niðurstöðu verk- efnisstjórnarinnar. Áhersla er lögð á að litið verði á atvinnu- og hæfingartengda þjón- ustuþætti sem eina heild og að fram- kvæmd þeirra verði skilgreind sem vinnumarkaðsúrræði. Aðgengi að öll- um atvinnutengdum aðgerðum verði þannig á sama stað, óháð því af hvaða ástæðum einstaklingar þurfa á þeim að halda. Þar sem vinnumarkaðsaðgerð- ir eru á verksviði Vinnumálastofnun- ar samkvæmt lögum, mun það falla í hlut Vinnumálastofnunar að taka við öllum umsóknum, meta færni einstak- linga og beina þeim á þær brautir sem best henta hverjum og einum eftir því sem kostur er. Samkvæmt viljayfirlýs- ingunni mun Vinnumálastofnun sjá um almennar vinnumarkaðsaðgerðir, verndaða vinnustaði, starfsþjálfun, at- vinnu með stuðningi og aðra atvinnu- tengda endurhæfingu en sveitarfé- lögin annast framkvæmd vinnumark- aðsaðgerða sem tengjast iðju og hæf- ingu og starfrækslu blandaðra vinnu- staða iðju, hæfingar og verndaðrar vinnu. mm Vinnumálastofnun gerð ábyrg fyrir vinnumarkaði fatlaðra Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar. Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar. Nýverið fóru nemendur í 1. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar í vett- vangsferð með kennurum sín- um og fengu börnin einnig góðan gest með í för, Hilmar Má Arason skólastjóra. Þau fóru í Sjómanna- garðinn á Hellissandi, þar sem fræðst var um minnismerkið Jökl- ara eftir Ragnar Kjartansson, en sú fræðsla er hluti af átthagafræði sem kennd er við skólann. Fóru þau að því loknu í leiki í garðinum áður en þau héldu aftur í skólann. þa Fyrstu bekkingar í námsferð í átthagafræði

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.