Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Page 10

Skessuhorn - 21.10.2015, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 201510 „Það þýðir ekki að einblína bara á viðgerðir. Við erum bilanaverk- stæði, landbúnaðarverkstæði, smurstöð, dráttarbílaþjónusta, móttökustöð fyrir Endurvinnsluna og Vörumiðlun er með vöruaf- greiðsluna hjá okkur. Á haustin og vorin koma tarnir í dekkjunum og við leigjum Frumherja pláss til bif- reiðaskoðunar tvo daga í mánuði,“ segir Karl Ingi Karlsson í KM þjónustunni í Búðardal um held- ur betur fjölþætta starfsemi fyrir- tækisins. Undanfarin ár hafa umsvif í þjónustu við ferðamanninn stór- aukist í KM þjónustunni. „Það hefur verið töluvert mikið um það síðustu ár að við sinnum ferða- mönnum, að því leyti sem rúmast innan starfseminnar. Hingað koma stöðugt fleiri ferðalangar, t.d. ef bílaleigubíllinn bilar eða ef það springur dekk. Eins er talsvert að gera í dráttarbílaþjónustu ef menn hafa lent í útafakstri eða öðrum óhöppum úti á vegum. Það var fullt að gera í því í sumar, nánast allar helgar. Ég myndi samt ekki segja að við séum í ferðaþjónustu,“ segir hann léttur í bragði og bætir því við að honum þyki fjölbreyti- leikinn góður. „Ég er aksjónmað- ur,“ segir hann og brosir. „Starfs- mönnunum þykir líka gott að hafa tilbreytingu þannig að dagarnir séu ekki allir eins. Þeir eru boðnir og búnir að taka ýmis verkefni að sér, eins og til dæmis að hjálpa ferða- mönnum. Ég er ákaflega heppinn að vera með jákvætt starfsfólk sem vill þjónusta.“ Velta fyrir sér stækkun verslunarinnar Karl er einn þeirra sem kom KM þjónustunni á fót árið 2000 og hef- ur starfað að rekstri hennar síðan. Fyrirtækið er nú í eigu Karls og Steinunnar Matthíasdóttur, eig- inkonu hans. „Ég var svo hepp- inn að hún ákvað að koma í versl- unina þegar við keyptum hina eig- endurna út. Nú erum við hér sam- an hjónin,“ segir hann. Við fyrirtækið starfa átta manns og segir hann starfsmannafjölda hafa haldist undanfarin ár. Stór- tækar breytingar eru að sögn Karls ekki á áætlun. „Við ætlum bara að halda okkar striki. Það er ekki grundvöllur fyrir því að stækka við reksturinn, húsnæðið er fullnýtt í dag. Hins vegar stefnum við á að breyta versluninni lítillega, auka vöruúrvalið og jafnvel stækka hana aðeins.“ Þrátt fyrir að fjölþætt starfsemi KM þjónustunnar teygi sig frá Suður-Dölum, út á Skógarströnd og á sunnaverða Vestfirði segir Karl að fyrirtækið þjónusti fyrst og fremst bændur í Dölum og Reyk- hólasveit, það séu þeirra helstu við- skiptavinir. „Við eigum hér góðan kúnnahóp,“ segir hann. kgk Um síðustu áramót varð Lögreglan á Vesturlandi til þegar lögreglulið- in á Akranesi, Borgarfirði, í Dölum og á Snæfellsnesi sameinuðust í eitt lögreglulið. Nú eru liðnir rúmir tíu mánuðir frá sameiningunni og sett- ist blaðamaður Skessuhorns niður með Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglu- stjóra á Vesturlandi, sem fór yfir stöðuna. „Góð breyting varð á löggæslu- málum í umdæminu um síð- ustu áramót þegar lögregluvakt- ir á Akranesi og í Borgarnesi voru sameinaðar og teknar upp sólar- hringsvaktir. Í Borgarnesi hafði fram til síðustu áramóta verið bak- vaktarkerfi. Með nýju fyrirkomu- lagi varð lögregla bæði sýnilegri og öflugri,“ segir Úlfar. Hann segir ákvörðunina um að fækka og sam- eina embætti og skilja að starfsemi lögreglu og sýslumanna hafa ver- ið pólitíska en hafi heppnast vel hjá lögreglu. „Við vildum sýna já- kvæða breytingu strax eftir þessa sameiningu. Slagkraftur liðsins er mun meiri eftir sameiningu og þetta er klárlega betra fyrirkomu- lag á löggæslu en var fyrir breyt- ingu. Það gefur betra viðbragð að vera með lögreglumenn á vakt allan sólarhringinn en á bakvakt sofandi heima. Þeir verða sýnilegri og eft- irlit eykst til muna. Margir vilja vita af lögreglu í sínu nærumhverfi, þó svo að við viljum kannski ekki sjá hana statt og stöðugt.“ Efla þarf löggæslu á Snæfellsnesi og Dalabyggð Alls starfar 31 lögreglumaður í lög- regluliði Vesturlands, þar af eru þrír í rannsóknadeildinni sem staðsett er á Akranesi. „Við erum með fjóra á vakt í almennri deild í Borgarnesi og á Akranesi, tvo á hvorum stað og því áhafnir tveggja bíla sem sinna útköllum allan sólarhringinn. Ég myndi samt vilja sjá fleiri í liðinu,“ segir Úlfar. Liðið er vel mannað að sögn Úlfars og er mannskapur- inn góður og vel menntaður. „Það hafa litlar mannabreytingar verið á þessu tæpa ári og við höfum því ekki lent í vandræðum með mönn- un starfa. Reyndar hættir lögreglu- maður í Búðardal um næstu ára- mót en við höfum auglýst eftir nýj- um manni. Ég vildi helst sjá þar tvo lögreglumenn.“ Hann segir þrjá lögreglumenn vera á vakt á Snæ- fellsnesi alla daga. Einn af þeim er staðsettur í Stykkishólmi og tveir á lögreglustöð í Ólafsvík. „Lög- reglumenn í Ólafsvík sinna stóru svæði og það má því segja að álag þar sé meira en í Stykkishólmi. Við þurfum að efla löggæslu á Snæ- fellsnesi en við höfum ekki fjár- magn til að halda úti mannaðri lögreglustöð í Grundarfirði. Af því hef ég áhyggjur enda skiptir öllu að geta tryggt öryggi íbúa. Lög- regla fer reglulega til Grundar- fjarðar en fyrirkomulag löggæslu þar er ekki eins og best verður á kosið. Það er nauðsynlegt að efla löggæslu í Grundarfirði eins og áður segir, eins og í Stykkishólmi þar sem einn lögreglumaður er á vakt á hverjum tíma,“ segir hann. Hundinum Nökkva sagt upp En þrátt fyrir vel heppnaðar breyt- ingar í löggæslumálum hefur emb- ættið þurft að hagræða í rekstri. Nýverið var hundateymi lögregl- unnar lagt niður og fíkniefnahund- inum Nökkva sagt upp störfum, ef svo má að orði komast. „Ástæð- an fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst sú að fá þjálfara og um- sjónarmann hundsins óskiptan inn á lögregluvakt. Ég þarf á kröftum lögreglumannsins að halda við al- menn löggæslustörf. Hundurinn er í eigu embættisins en ekki leng- ur notaður af liðinu við fíkniefna- leit,“ útskýrir Úlfar. Hann segir að það hafi verið kostur að hafa fíkni- efnaleitarhund en það skipti þó ekki sköpum. „Við getum alltaf leitað til annarra embætta ef til þess kem- ur að okkur vanti hund í verkefni.“ Úlfar segir Nökkva hafa staðið sig vel í starfi þrátt fyrir að hann hafi þurft að fara í áðurnefndar breyt- ingar. Þá hafi nýting hundsins ekki verið sem skyldi að mati Úlfars. Rekstrarhalli sem þarf að vinna niður Að sögn Úlfars mun að öllu óbreyttu fækka enn frekar í lið- inu á næsta ári. „Tveir menn í lið- inu komast á aldur á næsta ári og að öllu óbreyttu kem ég ekki til með að ráða í þessar stöður. Þetta eru dagmenn sem vinna fimm daga vik- unnar, annar þeirra starfar á Akra- nesi og hinn í Borgarnesi,“ segir Úlfar. „Við tókum við 16,2 milljóna halla þegar við hófum störf hérna um áramótin. Það blasir við að við eigum í erfiðleikum með að saxa niður þann halla. Rekstur embætt- isins er í járnum en ég vil sjá öfl- ugri löggæslu, helst vildi ég sjá lög- reglumönnum fjölga um átta,“ út- skýrir Úlfar. Hann segir einungis tvær leiðir færar í sparnaði. „Það er annað hvort að fækka mönnum eða að draga úr akstri lögreglubíla. En þetta eru mínar skyldur, það set- ur manni rammann. Ég hef ekki heimild til að fara fram úr fjárheim- ildum en það þarf nauðsynlegt fjár- magn til að reka lögreglulið sóma- samlega.“ grþ Fyrrverandi fíkniefnaleitarhundurinn Nökkvi ásamt Laufeyju Gísladóttur þjálfara og umsjónarmanni. Ljósm. Lögreglan á Vesturlandi. Niðurskurður framundan hjá Lögreglunni á Vesturlandi Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri segir einungis tvær leiðir færar í sparnaði hjá lög- reglunni; að fækka mönnum eða draga úr akstri lögreglubíla. Hjá KM þjónustunni starfa átta manns og Karl og Steinunn höfðu orð á því hve heppin þau eru með starfsfólk. F.v. í aftari röð: Kristinn, Vilhjálmur, Þuríður, Ágúst. Fremri röð: Steinunn, Karl, Hjörtur ásamt dóttur, Brynjólfur. Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir. KM þjónustan sinnir sífellt fleiri ferðamönnum Karl Ingi Karlsson á verkstæðinu í Búðardal.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.