Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Qupperneq 20

Skessuhorn - 21.10.2015, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 201520 er að byggja upp gistirými hérna í framtíðinni,“ útskýrir Kári. Heima grillar hann svo íslenskt lamba- læri, eða íslenskan silung fyrir þá sem vilja það frekar. „Við borðum svo hér eins og í heimboði. Svo er setið og spjallað fram eftir kvöldi. Bandarísk hjón komu hingað um daginn og þau sátu alveg til klukk- an ellefu. Á leiðinni til baka voru norðurljósin á fullu og þá gátu þau notið þeirra á leiðinni. Þau ætl- uðu í norðurljósaferð daginn eft- ir en slepptu henni. Ég hef þetta heimilislegt og þetta hefur tekist mjög vel til þessa.“ Kári hefur gef- ið út nokkra mismunandi bæklinga til að koma sér á framfæri. Hann kynnir matarboð á Akranes, ferð- ir um Gullna hringinn og ferð um Hvalfjörð. „Svo bætast Norður- ljósaferðirnar við núna. Mig lang- ar samt mest að keyra á þessi mat- arheimboð og sjá hvað það gerir.“ Allir reknir á einn stað Kári segir að fyrirtækið hafi farið ágætlega af stað en erfitt sé að koma sér á framfæri í þessum bransa. „Ég hef farið með bæklinga á hót- el og komið mér aðeins á framfæri á vefnum. Ég er enn að taka fyrstu skrefin og að kynna mér hvernig þetta virkar.“ Hann segir að mað- ur sjái strax hvernig markaðsað- ferðirnar eru hjá stóru aðilunum í ferðaþjónustu á Íslandi. „Þetta er eins og stórfljót sem streymir bara í eina átt - að Suðurlandinu. Það er erfitt að ná smá sprænu úr þessum stóra straumi og þetta er það sem er erfitt fyrir aðila á Vesturlandi og víðar. Þetta er eins og í sauð- fjárrækt þar sem allir eru rekn- ir á einn stað, í eina rétt,“ heldur Kári áfram. Hann segir megnið af túrismanum á Íslandi fara í gegn- um rútukerfið og þá aðallega til að skoða Gullna hringinn. „Það er ódýrast fyrir ferðamennina að ferðast með rútum og vinsælast. En það hefur heilmikið verið tal- að um að finna eitthvað nýtt fyrir ferðamenn, til dæmis fyrir þá sem eru tilbúnir til að eyða meiri pen- ingum á landinu. Þessar rútuferð- ir henta nefnilega ekkert endilega fyrir þá tegund túrista.“ Vantar skilti við göngin Kári segir aðra ferðaþjónustuaðila á Akranesi hafa tekið sér vel, þeir séu ánægðir með að fá eitthvað nýtt inn. Hann segir þó að Akranes hafi ekki verið markaðssett nægi- lega vel að hans mati. „Á meðan það er nánast ekkert sem bendir fólki sem kemur upp úr Hvalfjarð- argöngum á Akranes, á meðan það er ekki skilti þarna við göngin, þá hefur Skaginn ekki verið mark- aðssettur.“ Hann bætir því við að það þurfi ekki mikið til að ferða- mönnunum finnist mikið til koma. „Það þarf nefnilega ekki Disney land til að ná hingað ferðamönn- um. Það sem við höfum getur al- veg dugað. Ferðamönnum sem jafnvel hafa aldrei komið út fyr- ir stórborgir finnst Akranes stór- merkilegur staður. Hér er alls- konar byggingarstíll, ekkert fólk á götunum og stórbrotið útsýni yfir sjóinn.“ Hann segir jafnframt að þrátt fyrir að nú sé ekkert hótel á Akranesi séu margir litlir aðilar í ferðaþjónustu og fjöldi gististaða. „Með samstöðu margra lítilla að- ila væri hægt að skapa sér eitthvað stærra.“ Fjöldinn mætti fimmfaldast Þrátt fyrir að fjöldi ferðamanna hafi margfaldast á undanförnum árum og að mörgum finnist nóg um telur Kári að þeim mætti fjölga töluvert til viðbótar. „Að mínu mati mætti ferðamannafjöldinn á Íslandi þess vegna fimmfaldast. Við höfum upp á svo ótal margt tilbúið að bjóða, sem ekki er ver- ið að nýta í dag. Við þurfum nefni- lega að passa okkur á því að það spyrjist ekki út að við séum ein- hver þreytt túristagildra sem smöl- um öllum á sama stað. Það er svo margt annað hér hægt að sjá og gera.“ Hann nefnir í því samhengi að fleiri gætu til að mynda boðið heim í kvöldverð, líkt og hann ger- ir sjálfur, slíkt væri hægt að gera um allt land. „Svona er hægt að búa til út um allt. Íslendingum er þetta í blóð borið. Hver hefur ekki tekið á móti ættingjum frá útlönd- um í heimsókn?“ Hann segir Ak- urnesinga ekki þurfa stóran hluta af þeim ferðamönnum sem koma til landsins til að vel takist til. „Það þarf ekki nema eitt prósent af þess- um milljón eða 1300 þúsund ferða- mönnum sem koma til landsins til að vel heppnist. Þetta er ekki nema smá brot af markaðnum en það þarf bara að nálgast hann, ná að yf- irgnæfa þessa rödd sem smalar öll- um á Gullfoss og Geysir. Skilti við göngin væri fyrsta skrefið í þá átt- ina,“ segir Kári hjá MinkTravel að endingu. grþ Kári Haraldsson bættist nýverið í hóp ferðaþjónustuaðila á Akranesi. Hann stofnaði ferðaþjónustufyr- irtækið MinkTravel fyrir tveimur mánuðum og býður ferðamönnum upp á ferðir sem enda á grillaðri máltíð í heimahúsi. „Ég hef alltaf verið í vinnu þar sem ég hef setið við skrifborðið og nú langaði mig að breyta til,“ segir Kári í samtali við Skessuhorn. Hann tekur það fram að hann sé þó ekki að bjóða upp á minkaskoðunarferðir, þó að nafn fyrirtækisins gæti gefið það til kynna. „Ég hef verið minkaveiði- maður fyrir Hvalfjarðarsveit í tíu til fimmtán ár,“ útskýrir hann. „Ég þekki því hverja þúfu í Hvalfirði og þetta tengist því sem ég hef verið að gera. Það lá beinast við að fara í ferðaþjónustu tengda náttúrunni,“ bætir hann við. Persónulegar ferðir Kári býður upp á tveggja til fjög- urra manna ferðir á bíl sínum og hefur aflað sér allra tilskilinna leyfa. Ferðirnar byggjast upp á því að hann sækir fólk til Reykjavíkur og keyrir með það m.a. um Hval- fjörðinn. „Ég sýni þeim sveitina og heimsæki bændur. Svo enda ég á því að koma með hópinn heim á Akranes og grilla heima hjá mér. Að því loknu keyri ég þeim heim aftur. Þetta eru persónulegar ferð- ir og ég blanda hópum ekki sam- an,“ segir hann. Kári býður jafn- framt upp á ferðir um Gullna hringinn og í vetur bætir hann við norðurljósaferðum. „En annars hef ég verið að keyra inn í Brynjudal, botn Hvalfjarðar, sýna fossana og laxveiðiárnar. Ég spila þetta eftir eyranu, sumum finnst eitthvað eitt merkilegra en annað. Ég stoppa til dæmis við Hvalstöðina og fer niður að Þyrilsnesi. Braggarn- ir við Olíustöðina eru t.d. merki- leg heimild frá hernáminu. Svo lít ég við hjá bændum og sérstaklega vil ég nefna hvað Bjarteyjarsandur er frábær áningarstaður. Það eru oft selir í fjörunni og ferðamenn- irnir hafa gaman af því að sjá þá.“ Kári segist jafnframt rúnta inn í Melasveitina og á þessum árstíma myndi hann fara inn í Svínadal, enda fallegir haustlitir þar. „Svo þegar veðrið er gott, þá stoppa ég á leiðinni, tek út borð og stóla og býð upp á íslenskt pikknikk.“ Gistirými er draumurinn Meginþemað í ferðaþjónustunni hjá Kára er heimboðið, þar sem hann grillar ofan í gestina. Hann býr við Vesturgötuna á Akranesi, alveg við sjóinn. „Hér er fallegt sjávarútsýni, hægt að sjá Snæfells- jökulinn og stundum er brim og stórsjór. Þetta finnst útlendingun- um æðislegt að sjá. Draumurinn Fer með ferðamenn í sveitarúnt og grill Stofnaði nýtt fyrirtæki og býður ferðafólki upp á öðruvísi og persónulega upplifun Kári við grillið góða, þar sem hann grillar fyrir gesti sína. Norskir læknar njóta veðurblíðunnar í ferð með MinkTravel. Setið að snæðingi heima hjá Kára og fjölskyldu hans. Hér eru ferðamenn að borða grillað lambalæri að hætti Kára. Síðastliðinn miðvikudag frum- sýndi Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð leikritið Míkró. Höf- undur þess er menntskælingur á fjórða ári, Hanna Ágústa Olgeirs- dóttir úr Borgarnesi. Verkið er frumraun hennar sem leikritshöf- undur. „Þetta er svona fyrsta leik- ritið eftir mig eina sem er sett upp, en ég skrifaði leikrit með öðrum þegar ég var í grunnskóla,“ segir Hanna. Auk þess að vera höfundur verksins þreytir Hanna frumraun sína sem leikstjóri og hefur sér til halds og trausts Önnulísu Her- mannsdóttur aðstoðarleikstjóra. Að sögn Hönnu er sögusvið leikritsins dystópískur framtíðar- heimur. „Sagan gerist í heimi þar sem öll fegurð, tilfinningar og allt sem í raun og veru gerir okkur mennsk er horfið úr mannlegri til- veru. Fólk er hrátt og einfalt og allt í þessum heimi er mjög rökrétt,“ segir Hanna. „En svo er einn strák- ur sem heitir Míkró og er öðruvísi en allir aðrir. Hann upplifir ævin- týraþrá, langar að uppgötva nýja hluti og finnur hjá sér að lífið er meira en þessi svarti kassi sem all- ir aðrir eru lokaðir inni í. Það leið- ir hann inn á bannsvæði þar sem hann finnur bók, en þegar sagan gerist eru engar bækur til lengur, það er allt rafrænt. En þetta hefur síðan töluverðar afleiðingar sem ég ætla ekki að upplýsa hverjar eru,“ bætir hún við. Til að kalla fram drungalegan framtíðarheiminn verður öll leik- myndin svört sem og allir bún- ingar. „Það skapar mjög undarlega stemningu. Sviðið verður bara eins og svartur kassi, það verða engir litir. Sem er ótrúlega skrýtið því ég geng sjálf alltaf í litríkum fötum,“ segir Hanna. Aðspurð um innblástur verksins kveðst Hanna ekki geta nefnt eitt sérstakt dæmi. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ævintýrum og alls konar öðruvísi pælingum en maður veltir fyrir sér dag frá degi,“ segir hún en bætir því við að hún hyggist halda áfram að reyna fyrir sér sem leikritshöfundur. „Ég hef mikinn áhuga á leiklist og það hefur ver- ið ótrúlega skemmtileg reynsla að skrifa þetta leikrit og ég sé fram á að skrifa fleiri í framtíðinni.“ Ágóðinn af sölu aðgöngumiða, sem kostuðu 300 krónur, rann óskiptur til styrktarsjóðs bleiku slaufunnar. kgk Frumraun Hönnu Ágústu leikritaskálds sett á svið í MH Hanna Ágústa ástamt leikhópnum að lokinn frumsýningu. Ljósm. ohr.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.