Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Qupperneq 25

Skessuhorn - 21.10.2015, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2015 25 Dagskrá: 17.30 Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri. Rakel Óskarsdóttir formaður starfshóps um Sementsreit. Kynning Kanon arkitekta. Kynning Ask arkitekta. Kynning Landmótunar. 18.45 Léttur kvöldverður. 19.15 Vinnuhópar. Finndu viðburðinn á facebook – Opinn kynningarfundur um skipulagsmál á Sementsreitnum SEMENTSREITURINN OG SKIPULAG Opinn kynningarfundur um skipulagsmál á Sementsreitnum Fimmtudaginn 22. okt. kl. 17.30 -20.30 í Tónbergi Fundarstjóri er Sigríður Indriðadóttir SK ES SU H O R N 2 01 5 Landsnet óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna tengivirkis í Grundarfirði. Verkið felur í sér gerð aðkomuvegar að fyrirhuguðu tengivirki auk jarðvinnu undir steyptar undirstöður og bílaplan. Tengivirkið verður staðsett á Lambakróarholti við Grundarfjörð. Helstu verkliðir eru: Gröftur fyrir aðkomuvegi, húsgrunni og bílaplani Losun á föstum jarðlögum í húsgrunni, bílaplani og aðkomuvegi Vegfylling auk fyllingar undir sökkla og bílaplan Yfirborðsfrágangur aðkomuvegar Verkinu skal að fullu lokið 29. mars 2016. Útboðsgögn verða afhent á geisladiski í móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, frá og með mánudeginum 19. október 2015. Tilboðum skal skila til móttöku Landsnets, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, fyrir kl. 10:30 föstudaginn 30. október 2015, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Landsnet • Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík • S. 563-9300 • www.landsnet.is Tengivirki Grundarfirði, jarðvinna ÚTBOÐ GRU-02 SK ES SU H O R N 2 01 5 Okkar ástkæri sambýlismaður, bróðir, mágur, frændi og vinur, Karl Birgir Þórðarson, lést þann 7. október sl. á Landspítalanum í Fossvogi. Kveðjuathöfn verður frá Grensáskirkju í Reykjavík föstudaginn 23. október kl. 13. Útför verður síðar frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Eygló Anna Sigurðardóttir Una, Sigurður og Ásmundur Ásmundsbörn Angantýr Sigurðsson Snæbjörn, Helga Kristín, Haukur, Örn og Hrafn Þórðarbörn og fjölskyldur. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort SÁÁ til uppbyggingar Víkur í síma 530-7660. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Það eru gamlar fréttir að uppgang- ur sé í knattspyrnunni í Ólafsvík þetta árið en það á ekki aðeins við um meistaraflokka karla og kvenna. Yngri flokka starf knattspyrnufélags- ins elur þessa dagana af sér fjölda efnilegra leikmanna. Á það ekki síst við um kvennaknattspyrnuna. Fehima Líf Purisevic, Kristín Ol- sen, Diljá Sigurjónsdóttir og Regína Sigurjónsdóttir léku allar með meist- araflokki Víkings í sumar þrátt fyr- ir ungan aldur. Þá hafa knattspyrnu- hæfileikar Birtu Guðlaugsdótt- ur, Birgittu Sólar Vilbergsdóttur og Anítu Ólafsdóttur vakið verðskuld- aða athygli. Þær léku undir merkj- um Snæfellsness með yngri flokkun- um í sumar og hafa flestar á undan- förnum misserum tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum KSÍ fyrir unga og efnilega leikmenn. Athygli vekur að tveir ofangreindra leikmanna eru markverðir, en það verður að teljast óvænt að aðeins 900 manna bæjarfélag hafi á að skipa tveimur svo efnilegum markvörðum. Aníta Ólafsdóttir er tólf ára og lék með 4. flokki í sumar. Hún var í byrj- un mánaðarins valin í markmanna- skóla KSÍ í fyrsta sinn. „Þarna æfðum við fótavinnu, staðsetningar og rétta lendingu. Í rauninni bara alla tækni sem fylgir því að spila í marki og það var mjög gaman,“ sagði Aníta í sam- tali við Skessuhorn. Aðspurð segir hún að kunni vel við sig sem markvörður. „Ég byrjaði átta til níu ára að æfa markið en spil- aði áður í vörninni. Mér líkar vel að vera í markinu og finnst skemmtileg- ast að kasta boltanum. Ég kasta alveg yfir handboltavöllinn þegar við erum inni.“ Hún kveðst ætla sér að halda áfram að spila í markinu og setur stefnuna á að spila fyrir Víking í framtíðinni. „Svo ætla ég að reyna við landsliðið,“ segir hún. Markið er besta staðan Birta Guðlaugsdóttir æfir með 3. flokki auk þess að vera varamark- vörður hjá meistaraflokki Víkings sem lék í 1. deild Íslandsmótsins í sumar. Um síðustu helgi var hún valin til æfinga með U17 ára lands- liði Íslands, þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára gömul. Æfingarnar fara fram í kjölfar árlegs úrtökumóts KSÍ fyr- ir tvo árganga og er þeim eldri gef- inn kostur á að halda áfram og æfa með U17 ára landsliðinu. „Útileik- mennirnir æfðu mest færslur og að nýta svæði. Við markmennirn- ir æfðum fyrirgjafir, skot úr teign- um og að hjálpa útileikmönnum að færa boltann,“ sagði Birta í samtali við Skessuhorn. Stefna að því að standa í marki fyrir landsliðið Efnilegir ungir markmenn í Ólafsvík teknir tali Hún byrjaði að æfa fótbolta kringum sex ára aldurinn og þá sem markvörður. Hún breytti til og fór að spila úti þegar hún var átta og níu ára en tók sér fljótlega aftur stöðu á milli stanganna. „Mér finnst markið besta staðan, maður þarf allavega að hlaupa minnst,“ segir hún og hlær við. „Eins finnst mér skemmtilegt að fá að horfa á leikinn fyrir fram- an mig og fá hálfpartinn að stjórna liðinu fyrst ég sé yfir allan völlinn. Mér var kennt að láta í mér heyra þegar ég var yngri og stjórna leik- mönnunum fyrir framan mig,“ seg- ir hún. Fótbolti er fyrir stráka og stelpur Aðspurð hvað hún telji valda því að margar ungar og efnilega knatt- spyrnukonur hafi undanfarið kom- ið upp í gegnum yngri flokka starf- ið telur hún að ástæðurnar nokkrar. „Fyrst þegar ég byrjaði að æfa vor- um við bara þrjár en núna náum við í heilt lið með fimm varamönnum. Ég myndi halda að stelpurnar séu að verða áhugasamari um að hreyfa sig og spila fótbolta. Margir segja að fótbolti og aðrar íþróttir séu kar- laíþróttir en við viljum sýna að við höfum áhuga. Stelpur eiga alveg jafn mikið skilið að spila fótbolta og strákarnir,“ segir Birta. „Fót- boltinn er líka betur auglýstur bæði fyrir stráka og stelpur núna en var fyrir nokkrum árum og þá fá stelp- ur meiri áhuga.“ Einnig nefnir hún í þessu sam- hengi þá ákvörðun knattspyrnu- deildar Víkings að senda meistara- flokk kvenna til þátttöku í Íslands- mótinu fyrir þremur árum. Það sé mjög hvetjandi. „Núna hugsa stelpur sem byrja að æfa að einn daginn geti þær komist í meistaraflokk. Þær hafa að einhverju að stefna og hafa ákveð- ið markmið frá upphafi,“ segir Birta Guðlaugsdóttir. Stefnir á landsliðið Birta er þegar farin að banka á dyr meistaraflokks og vonast til að verða áfram varamarkvörður þar næsta sumar. „Ég spila örugglega sem aðalmarkvörður í vetur ef eng- inn annar kemur, eins og ég gerði á seinasta ári. Það gekk ekkert rosa- lega vel þá en mér finnst sjálfri að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan,“ segir Birta um sína nánustu framtíð sem knattspyrnumaður. Til lengri tíma litið horfir hún, rétt eins og Aníta, á að leika fyrir íslenska landsliðsins. „Ég stefni alltaf lengra en staða mín er hverju sinni. Ef ég kemst í meistaraflokk þá stefni ég á landsliðið. Ef ég kemst þang- að þá vil ég fara lengra og vonandi til útlanda í atvinnumennskuna. Ég reyni að hugsa þannig að ég geti æft nógu mikið til að komast út og spila með bestu liðum í heimi.“ Draumur Birtu um að komast í meistaraflokk og landsliðið gæti ver- ið í startholunum. Samkvæmt heim- ildum Skessuhorns vakti hún mikla athygli á æfingunum með U17 ára landsliðinu um liðna helgi og nú þeg- ar hafa nokkur lið sýnt því mikinn áhuga að fá Birtu til liðs við sig. kgk/ Ljósm. þa. Aníta Ólafsdóttir á milli stanganna í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Birta Guðlaugsdóttir sendir boltann í leik með Snæfellsnesi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.