Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 21.10.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2015 27 Haldið í samstarfi við Vinnueftirlitið og Búnaðarsamtök Vesturlands Námskeiðið er ætlað bændum og þeim sem vinna við búskap en er einnig opið öðrum áhugasömum. Tveggja daga bóklegt námskeið sem veitir réttindi til að taka verklegt vinnuvélapróf á dráttar- vélar, liðléttinga og ýmsar minni gerðir vinnuvéla í réttindaflokki „I“ og lyftaraflokki „J“, þar með talið skotbómulyftara. Námskeiðið er hefðbundið vinnuvélanámskeið en er aðlagað að bændum. Einnig verður fjallað um gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði (áhættumat starfa) á vinnustað. Námskeiðin verða á Hvanneyri 10. og 11. nóvember og í Búðardal 12. og 13. nóvember. Áhugasamir skrái sig á netfangið bv@bondi.is eða í síma 437-1215. Frekari upplýsingar er að finna á buvest.is Búnaðarsamtök Vesturlands Vinnuverndar- og réttinda- námskeið fyrir bændur SK ES SU H O R N 2 01 5 Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is DÚNMJÚKT LÍN FYRIR HÓTEL OG FERÐA- ÞJÓNUSTUR Haukur Valtýsson frá Akureyri var kjörinn formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem fram fór í Vík í Mýrdal um helgina. Tveir gáfu kost á sér til formennsku en auk Hauks bauð Kristinn Óskar Grétu- son sig fram. 107 þingfulltrúar tóku þátt í kjörinu og fékk Haukur 99 at- kvæði. Haukur tekur við af Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur sem gegnt hefur formennsku í UMFÍ síðastlið- in átta ár. „Á þessar stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir það traust sem mér var sýnt að stýra þessum stóru sam- tökum næstu tvö árin. Mér er falið ábyrðarfullt verkefni og mikilvægt að því sé sinnt vel. Ég reikna með að fá góða stjórn sem mun standa vel að baki formanni sem og allri hreyfingunni. Ég hlakka til starfsins og vinna með því góða fólki sem er í hreyfingunni,“ sagði Haukur Val- týsson eftir kjörið en hann hefur verið varaformaður UMFÍ síðastlið- in fjögur ár. mm Haukur Valtýsson kjörinn formaður UMFÍ Haukur og Helga Guðrún eftir að úrslitin lágu fyrir í formannskjörinu. „Fyrir tíu árum síðan, haustið 2005, var haldin lítil og saklaus hrútasýn- ing en síðan þá hefur heldur bet- ur undið upp á sig. Árið 2008 var í fyrsta skipti haldin sviðaveisla, fyrst sprengdi hún Árblik utan af sér og því næst Dalabúð. Nú er hún komin inn að Laugum. Þar eru 380 miðar í boði og þetta verður ekki stærra,“ sagði Eyjólfur Ingvi Bjarnason, for- maður Félags sauðfjárbænda í Dala- sýslu, þegar blaðamaður þáði hjá honum kaffi og með því að heim- ili hans í Ásgarði í Dölum og frædd- ist nánar um hátíðina sem framund- an er. Nálægt fyrsta vetrardegi ár hvert blæs FSD til haustfagnaðar, helg- arlangrar skemmtunar með fjöl- breyttum viðburðum sem tengj- ast sauðfjárbúskap. „Haustfagnað- urinn í ár hefst með hrútasýningu norðan girðingar, á Kjarlaksvöllum í Saurbæ. Morguninn eftir verður hrútasýning á Svalbarða í Miðdöl- um, sunnan girðingar,“ segir Eyj- ólfur og fræðir blaðamann um að Dalabyggð skiptist í tvö varnarhólf. Það vissi blaðamaður að sjálfsögðu, það hafði aðeins horfið úr minni hans eitt augnablik. Banna sílikon og fitusog Bryddað verður upp á einni nýj- ung á haustfagnaði í ár að sögn Eyj- ólfs, en það eru gimbrakeppnir sem haldnar verða samhliða hrútasýn- ingunum. „Þetta verða bara feg- urðarsamkeppnir gimbra. Áhorf- endur velja fallegustu gimbrina eft- ir sjónrænu mati. Keppendur mega skreyta gripina, skrúbba og þvo. Það eina sem er bannað er fitu- sog og sílikon,“ segir hann léttur í bragði. Að öðrum kosti verður dagskrá- in með hefðbundnu sniði. Íslands- meistaramótið í rúningi verður á sínum stað þar sem færustu rúnings- menn landsins mætast og hin árlega sviðaveisla verður haldin á Laugum í Sælingsdal að kvöldi föstudagsins. „Sviðaveislan og hagyrðingakvöldið er líklega hápunktur haustfagnað- arins í hugum þeirra sem eldri eru. Hjá þeim yngri er það frekar ball- ið á laugardeginum,“ segir Eyjólf- ur. Sjálfur kveðst hann ekki ætla að láta sig vanta á það fyrrnefnda og hann hefur í gegnum árin far- ið með gripi á hrútasýningar. „Ég veit ekki hvort ég geri það núna, það verður bara að koma í ljós. Það verður nóg annað að gera hjá mér í kringum haustfagnaðinn,“ segir hann og brosir. Skilja áhyggjurnar eftir heima Frá því hrútasýningin saklausa var haldin fyrir tíu árum hefur haust- fagnaðurinn vaxið jafnt og þétt og hróður hátíðarinnar borist út fyrir sveitina, ekki síst fyrir sakir sviða- veislunnar. „Fyrstu árin voru auð- vitað flestir úr Dölunum en nú eru það ekki síður utansveitarmenn sem sækja sviðaveisluna. Bændur eru farnir að líta á þetta sem nokk- urs konar uppskeruhátíð heima í héraði,“ segir Eyjólfur og bætir því við að undanfarið hafi verið nokk- uð þungt hljóðið í sauðfjárbænd- um. „Ég hef fundið það af störfum mínum sem sauðfjárræktarráðu- nautur að mörgum bændum þykir þetta mikið basl um þessar mund- ir. Þeim þykir lítið upp úr þessu að hafa og margir hverjir eru að bíða eftir nýjum búvörusamningum. Ég á alveg eins von á því að margir íhugi stöðu sína alvarlega ef afurð- arverð hækkar ekki í takt við ann- að,“ segir Eyjólfur. Eins bætir hann því við að bændur viti ekki hvort búast megi við breyttu neyslumynstri innan- lands í kjölfar nýrra tollasamn- inga og upplifi því nokkra óvissu- tíma. „Svo spilar auðvitað inn í að síðastliðið vor var mjög erfitt fyrir sauðfjárbændur sökum tíðarfars og margir voru bæði andlega og lík- amlega þreyttir eftir vorið ,“ seg- ir hann. „En það verður allt skilið eftir heima á meðan haustfagnaði stendur. Þangað koma menn til að gleðjast, skemmta sér og hafa gam- an,“ bætir Eyjólfur við að lokum. kgk Hrútasýning varð að helgardagskrá Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dölum um næstu helgi Eyjólfur Ingvi Bjarnason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.