Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2015, Page 29

Skessuhorn - 21.10.2015, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 2015 29 Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave fór fram í Grund- arfirði um liðna helgi. Hátíðin hófst með tveggja daga vinnusmiðju á vegum Wift Nordic á fimmtudeg- inum og er þetta í fyrsta sinn sem hátíðin hefst með slíkri vinnu- smiðju. Að sögn Daggar Móses- dóttur stjórnanda Northern Wave er stefnt á að vinnusmiðjur fyr- ir kvikmyndagerðarfólk verði fast- ur hluti af hátíðinni héðan í frá. Sem fyrr mætti margt fólk á svæð- ið til að njóta fjölda stuttmynda og tónlistarmyndbanda sem sýndar voru en alls voru tæplega 50 stutt- myndir valdar til sýningar. „Veðrið lék þó ekki við hátíðargesti í sunn- anáttinni en þrátt fyrir það var há- tíðin vel sótt af heimamönnum, að- komufólki og erlendum gestum. Aldrei hafa fleiri erlendir aðilar starfað við hátíðina, eða 15 manns frá tólf löndum,“ segir Dögg. Í tengslum við hátíðina fór fram hin árlega fiskiréttakeppni á laug- ardagskvöldinu. Hljómsveitin Just another Snake Cult spilaði þar fyr- ir gesti og listamaðurinn Frímann Kjerúlf lék á ljósleiðarahljóðfæri í takt við tónlistina. Úr varð magnað sjónarspil sem minnti helst á norð- urljósasýningu innanhúss. Lands- liðskokkurinn Hrefna Rósa Sætr- an og Jon Favio Munoz yfirkokkur Hótel Búða dæmdu besta fiskrétt- inn þar sem Aðalsteinn Þorvalds- son sóknarprestur á Grundarfirði bar sigur úr býtum en hann hef- ur áður unnið keppnina með fiski- súpu. Í lok hátíðarinnar á sunnudag- inn voru veitt verðlaun. Í flokki al- þjóðlegra stuttmynda fékk króat- íska stuttmyndin The Chicken eftir Unu Gunjak fyrstu verðlaun. Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur fékk fyrstu verðlaun í flokki íslenskra stuttmynda og Dim the lights með Creep ásamt Sia#EmbraceYourself eftir Kitty Von-Somtime var valið besta tónlistarmyndbandið. Verð- launagripir Northern Wave voru gerðir úr hrauni og leðri og hann- aðir af grundfirska listamanninum Lavaland. grþ / Ljósm. sk. Freisting vikunnar Fiskréttakeppnin mikla fór fram í Grundarfirði um síðastliðna helgi í tengslum við kvikmyndahátíð- ina Northern Wave og menning- arhátíðina Rökkurdaga sem haldn- ir voru í Grundarfirði í síðustu viku. Fjöldi fólks lagði leið sína í fiskiveisluna, þar sem Grundfirð- ingar kepptu um besta fiskrétt- inn úr grundfirsku hráefni. Lands- liðskokkurinn Hrefna Rósa Sætr- an og Jon Favio Munoz yfirkokk- ur á Hótel Búðum voru dómarar í keppninni og völdu þau fiskisúpu hjónanna Aðalsteins Þorvaldsson- ar og Línu Hrannar Þorkelsdóttur sem besta fiskréttinn í ár. Hjónin voru tilbúin að deila uppskriftinni góðu með lesendum Skessuhorns og við gefum þeim orðið. Fiskisúpa (fyrir 10-12 manns) 1 púrrulaukur 3 vorlaukar 1 laukur 350 gr. gulrætur 15 hvítlauksgeirar 2 rauðir chili-piprar 2 rauðar paprikur Sólblómaolía 3 dósir tómatar (400 ml) 4 msk. fersk basilíka 600 ml. vatn 1 st. grænmetisteningur 2 st. fiskiteningur 1 líter matreiðslurjómi 2 st. piparostur 2 st. rjómasmurostur (125 gr. askja) með kryddblöndu. 3-4 dl. hvítvín (sætt) 4 msk. púrtvín 1 dós kurlaður ananas (ásamt safa) 1 tsk. cayanne pipar 2 tsk. papriku duft salt eftir smekk 1 kg þorskur 1 kg rækjur Aðferð: Allur laukur, gulrætur, hvítlauk- ur, chili og paprika smátt skor- ið og mýkt í potti í sólblómaolíu. Piparostur skorinn smátt og látinn bráðna í hálfum líter af matreiðslu- rjóma í litlum potti. Vatni og ten- ingum, tómötum (maukaðir með töfrasprota), bráðnum piparosti og öllu matreiðslurjóma bætt við. Látið suðu koma upp. Bætið við rjómaosti, hvítvíni, púrtvíni, kurluðum ananas, smátt skorinni basilíku, ásamt öðru kryddi. Látið malla í 20-25 mínútur. Þorskur skorinn í munnbita og lát- inn malla í 4 mínútur, pottur tekinn af hellu, bætið við rækju, lokið yfir og látið bíða 5-8 mínútur. Súpugrunnurinn má gjarnan standa og kólna. Okkar súpa fékk að standa í um tvo tíma, kólna og var hituð upp aftur og fiskmeti bætt við áður en hún var framreidd á hátíðinni. Verði ykkur að góðu! Höfundar: Lína Hrönn Þorkelsdóttir, yfirkokkur. Aðalsteinn Þorvaldsson, yfirbrytjari. Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir, yfir- smakkari. Besti fiskréttur Grundarfjarðar Góð fiskisúpa yljar vel þegar veturinn nálgast. Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir yfirsmakkari súpunnar ásamt föður sínum, Aðal- steini Þorvaldssyni yfirbrytjara. Kvikmyndahátíðin Northern Wave vel sótt af heimamönnum og öðrum Háir jafnt sem lágir gæddu sér á gómsætum fiskréttum á laugardagskvöldið. Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri Grundarfjarðar færði Dögg Mósesdóttur blómvönd í tilefni opnunar Northern Wave. Dögg Mósesdóttir stjórnandi hátíðarinnar, Iris Brey dómnefndarmeðlimur frá Semaine de la critic í Cannes, Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri „Þú og ég“ og Ísold Uggadóttir meðlimur dómnefndar. Á myndina vantar Baldvin Z. sem einnig var í dómnefnd. Leikið fyrir gesti á fiskréttakeppninni miklu. Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson var sigurvegari fiskréttakeppninnar í ár ásamt fjölskyldu sinni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.