Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Page 9

Skessuhorn - 09.03.2016, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 9 Skógræktarfélag Akraness hefur sótt um stækkun skógræktarsvæðisins í Slögu við Akrafjall síðan árið 2009, en hægt hefur miðað að fá svör við þeirri málaleitan. Jens B Baldursson formaður félagsins segir að svæðið heyri undir Hvalfjarðarsveit þó það sé í eigu Akraneskaupstaðar. „Því þarf að sækja um breytingu á skipu- lagi til fyrrnefnda sveitarfélagsins. Við höfum fundið fyrir velvilja hjá báðum sveitarfélögunum en nú hef- ur komið óvænt bakslag. Sauðfjár- bóndi sem á land að skógræktar- svæðunum hefur gert athugasemd- ir við landamörkin þarna en Akra- neskaupstaður keypti þetta land af Ósi árið 1929. Fyrir venjulegt fólk er óskiljanlegt að nú fyrst sé gerð- ur ágreiningur um þetta en úr þessu verður að greiða áður en við getum hafið skógrækt þarna,“ skrifar Jens í grein sem birtist í síðasta Skessu- horni. Jens segir jafnframt í grein sinni: „Sauðkindin tekur því ansi mikinn tíma og orku frá okkur skógrækt- arfólki. Þras um landamörk bæt- ist við eltingarleik við rollur sem herja á okkar skógræktarsvæði mest- allt sumarið. Við þurfum að eyða næstum því eins miklum tíma í ves- en sem tengist sauðkindinni eins og í skógræktina sjálfa. Því miður er ekkert bann við lausagöngu bú- fjár og því getur sauðkindin étið all- an nýgræðing okkar. Það er vanda- mál okkar skógræktarfólks (og bæj- arfélagsins) að girða skógræktina af, sauðfjárbóndinn þarf ekki að hafa fyrir neinu. Kannski ættum við að fá veglegan ríkisstuðning við okk- ar skógrækt eins og bændur við sinn sauðfjárbúskap? Við hefum ekkert á móti því að bæta aðstöðu almenn- ings í skógræktinni með lagningu stíga og umhirðu þeirra og stuðning við að koma upp annarri aðstöðu eins og bekkjum og íþróttaáhöldum. Slíkar framkvæmdir myndu fegra umhverfið, bæta útivistaraðstöðu fólks (göngu- og hjólreiðastígar) og kannski draga að ferðamenn,“ skrif- ar Jens B Baldursson. mm Verja svipuðum tíma í skógræktarstörf og rollurag Kindur í skógræktinni við Slögu. Útsjónarsöm kind fer yfir rimlahlið eins og ekkert sé. • • • • SK ES SU H O R N 2 01 6 Björk Jóhannsdóttir fékk rós vik- unnar í Vetrar-kærleik Blómaset- ursins – Kaffi kyrrðar í Borgarnesi. Rósina fékk hún fyrir, eins og seg- ir í tilnefningunni: „Góðmennsku, hjálpsemi og fyrir að vera fylgin sér í orði og verki og einblína á björtu hliðarnar.“ mm Björk er rósahafi vikunnar Stjórnarkjör 2016 Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára: varaformann, vararitara og 2. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2016, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Sæunnargötu 2a, Borgarnesi, beint til formanns kjörstjórnar, Guðrúnar Helgu Andrésdóttur, fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 22. mars. 2016. Hvert það framboð er gilt sem fram kemur innan þess tíma og hefur skriflegt samþykki þeirra sem framboðslistann skipa. Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að leggja fram eftirfarandi lista vegna stjórnarkjörs 2016 - komi ekki fram fleiri listar teljast þeir sem trúnaðarráð hefur gert tillögu um sjálfkjörnir: Varaform.: Sigrún Reynisdóttir, Kveldúlfsgötu 20, 310 Borgarnesi, til 2ja ára Vararitari: Kristján Jóhannsson, Gunnarsbraut 5, 370 Búðardal, til 2ja ára 2. meðstj.: Eiríkur Þór Theódórsson, Skúlagötu 9 a, 310 Borgarnesi, til 2ja ára Borgarnesi, 3. mars 2016 Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.