Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Síða 10

Skessuhorn - 09.03.2016, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 201610 Nýverð kom hingað til lands Gil- les Chen, franskur mastersnemi við Paris-Saclay háskólann. Hann mun á næstunni starfa á Rannsóknasetri HÍ í Stykkishólmi. Gilles fékk nú í febrúar styrk frá háskóla sínum til ferðarinnar hingað til lands og mun starfa með þeim Jóni Einari og Árna út ágúst. Að sögn Jóns Einars er Gil- les nemi í fagi sem kalla má á íslensku mannfræðilega vistfræði, þ.e. hann safnar þekkingu á náttúrufari með aðferðum mannfræði. Hann mun skrá og greina hefðbundna þekk- ingu æðarbænda á náttúru, umhverfi og staðháttum, svo nýta megi hana í vistfræðirannsóknir eða í nemenda- verkefni. „Á síðustu árum hefur orð- ið vakning innan félagsvísinda til að skrá staðbundna, vistfræðilega þekk- ingu til að búa til vistfræðileg gögn. Viðtöl við æðarbændur munu skrá þekkingu þeirra, upplifanir og að- ferðir,“ segir Jón Einar. mm Skráir þekkingu á náttúrufari með aðferðum mannfræði Gilles verður með bækistöð í Rannsóknasetri HÍ í Stykkishólmi en hann heimsækir æðarvörp víðar en við Breiðafjörð, svo sem á Norðurlandi og Vestfjörðum. Hann dvaldi hér landi sumarið 2013 og vann við ýmis störf og hefur mikinn áhuga á Íslandi. Hönnun á nýju Amtsbókasafni í Stykkishólmi er lokið. Byggingin kemur til með að hýsa Amtsbókasafn- ið, skólabókasafnið og Ljósmynda- safn Stykkishólms og verða söfnin rekin í tengslum við grunnskólann. Að sögn Sturlu Böðvarssonar bæjar- stjóra í Stykkishólmi er um að ræða 550 fermetra byggingu sem sam- byggð verður við grunnskólann að vestanverðu og verður framkvæmdin boðin út fljótlega. Áður hefur verið gert ráð fyrir stækkun grunnskólans að austanverðu en sá stækkunaráfangi var fullhannaður árið 2010 en fram- kvæmdinni þá frestað. Þar er fyrir- huguð stækkun grunnskólans, hús- næði fyrir tónlistarskólann og sam- komusalur. Sá áfangi hefur ekki ver- ið tímasettur. „Hann er í end- urskoðun að teknu tilliti til þess að skóla- safnið er sam- einað Amts- bókasafninu í fyrsta áfanga og því verður síðari áfanginn vænt- anlega ekki svo stór sem gert var ráð fyrir, sem var 1.546 fermetrar,“ segir Sturla. Hönnun beggja áfanganna var í höndum OG Arkitekta Reykjavík. Að sögn Sturlu liggur kostnaður við byggingu nýs Amtsbókasafns ekki fyrir að svo stöddu en söluverð hús- næðis Amtsbókasafnsins við Hafn- argötu 7 mun ganga upp í kostnað við byggingu þess nýja. „Það er ekki endanlega búið að kostnaðarmeta og verður ekki gefið upp því verk- ið er í útboðsferli. En fermetraverð slíkra bygginga er þekkt,“ segir Sturla Böðvarsson. grþ Hönnun lokið á nýju Amtsbókasafni Teikning sem sýnir hvernig skólahúsið mun líta út með viðbyggingum. Skólahúsið eins og það er í dag. „Það eru vægast sagt ævintýraleg afla- brögð síðustu daga hér,“ segir Þórð- ur Björnsson hafnarvörður í Ólafsvík í samtali við Skessuhorn undir lok síðustu viku. Hann segir þetta eiga við öll veiðarfæri. Dragnótarbátar hafi mokfiskað og tekið aðeins fá höl. Þórður nefnir sem dæmi að Svein- björn Jakobsson SH hafi aðeins tekið eitt hal og fengið sannkallað risahal sem gaf um 40 tonn og voru skips- verjar á reki í fimm tíma til þess að hífa allan þennan afla um borð og gera að honum. Steinunn SH var með 51 tonn í þremur hölum og aðr- ir dragnótarbátar hafa einnig mok- fiskað. Þórður segir að frá áramót- um hafi verið mun betra veður en á sama tíma í fyrra og því hafi menn róið meira og því aflabrögðin verið eftir því. Netabátar hafa einnig mokfisk- að og hefur Bárður SH síðustu daga tvílandað. Hafa skipverjar á Bárði komið með allt að 32 tonn að landi. Mest hefur Bárður landað 20 tonn- um í einni löndun sem fengust í að- eins tvær trossur. Línubátar hafa einnig verið með góðan afla, segir Þórður og bætir við að meðalþyngd á þorskinum sé þetta 10-12 kíló. Nú séu bátar farnir að hægja á sér vegna versnandi kvótastöðu og lægra fisk- verðs á mörkuðum. Óskar Meldal sölustjóri hjá Fisk- markaði Íslands segir í samtali við Skessuhorn að aflabrögð hafi verið mjög góð og blíðuveður hafi verið síðustu daga til sjósóknar. Þar af leið- andi hafi verð á þorski lækkað og seg- ir Óskar að verð á dragnótafiski hafi lækkað um 13% síðustu tvær vikurn- ar. Þá hafi verð á línufiski lækkað um 8% á sama tíma. „Það er vonandi að botninum hafi verið náð,“ seg- ir Óskar og bætir við að síðustu þrjá daga hafi verið landað 290 tonnum í Ólafsvík og Rifi hjá Fiskmarkaði Ís- lands. af Ævintýraleg aflabrögð báta í Snæfellsbæ Pétur Pétursson skipstjóri á Bárði SH hefur mokfiskað að undanförnu. Pétur Pétursson yngri er kampakátur þessa dagana. Matthías SH kemur með 20 tonn að landi eftir eitt kast á miðunum. Davíð Óli Axelsson vélstjóri a Esjari SH við löndum.Þráinn Egilsson stýrimaður á dragnótarbátnum Esjari SH frá Rifi.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.