Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 201616 „Ég er innfæddur Borgnesingur, ólst upp á Gunnlaugsgötu 5 áður en fjölskyldan flutti alla leið í næsta hús,“ segir Vigdís Pálsdóttir og brosir þegar blaðamaður Skessu- horns ræddi við hana á heimili hennar í Borgarnesi í liðinni viku. Vigdís er dóttir Páls Stefánssonar og Jakobínu Hallsdóttur frá Hofs- ósi. „Borgnesingar þekktu hana sem Bínu í Kaupfélaginu.“ Við dveljum stutt við ættfræði og dembum okk- ur beint í ævintýri Vigdísar. Eft- ir útskrift úr Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1964 lá leið hennar út fyrir landsteinana. Hún gerðist au pair í Bretlandi og síðan hótel- þerna í Danmörku. „Ég kom og fór en vann alltaf hér í Kaupfélaginu í Borgarnesi milli þess sem ég var úti. Það þótti mér óskaplega góður vinnustaður, fólkið skemmtilegt og ég lærði mikið af öllum sem unnu þar,“ segir hún. Útlönd áttu engu að síður eftir að skipa stóran sess í hennar lífi og Vigdís átti eftir að koma víða við á meginlandi Evr- ópu. Hún starfaði í hartnær fjóra áratugi í utanríkisþjónustu Íslend- inga, var sendiráðsfulltrúi í Kaup- mannahöfn, London, Moskvu og víðar. Sendiráð Íslands veita ýmsa þjónustu við Íslendinga í viðkom- andi ríkjum. „Það snýr til dæm- is að útgáfu vegabréfa eða neyðar- vegabréfa. Það eru ótrúlega marg- ir ferðalangar árlega sem týna vegabréfinu sínu,“ segir hún. „En einnig að vitja um Íslendinga sem lenda í vandræðum erlendis, lenda á sjúkrahúsi til dæmis. Svo eru allt- af nokkrir sem er stungið í steininn í öðrum löndum á hverju ári. Þeim er gefinn kostur á að láta vita af sér heima fyrir og kynntur réttur sinn, svo réttindi þeirra séu ekki fótum troðin, svo dæmi séu tekin,“ bætir hún við. Myndi gera þetta aftur Vigdís segir utanríkisþjónustuna mjög undirmannaða um þessar mundir og sendiráðin undirmönn- uð. „Þetta er sá málaflokkur sem hvað mest var skorinn niður eftir hrunið, utanríkisþjónustan,“ segir hún og kennir því um að fæstir viti hvað í raun felist í henni. „Maður heyrði því fleygt að hægt væri að leysa öll samskipti landa á milli í gegnum Skype. Þeir sem halda að sú sé raunin hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala. Það er til dæmis ekki hægt að fara í heimsókn á sjúkrahús eða í fangelsi í gegnum Skype,“ bætir hún við. Starfsfólk sendiráða dvelur að jafnaði ekki lengur en fjögur ár á hverjum stað áður en það er fært til. „Yfirleitt vorum við höfð í fjög- ur ár í einu landi, jafn lengi í því næsta og svo fjögur ár hér heima áður en við fórum aftur út,“ seg- ir Vigdís og lætur vel af því fyr- irkomulagi. „Þetta var óskap- lega gaman og hentaði mér vel. Ég hefði hvergi geta setið á sama stað í 40 ár,“ bætir hún við og bros- ir. „Svona starf er auðvitað öðru- vísi fyrir fjölskyldufólk en mig sem alltaf hefur verið einhleyp. Fyrir mér var þetta dásamlegt tækifæri og ég myndi gera þetta allt aftur ef ég fengi tækifæri til þess,“ seg- ir hún ánægð. Landslagið er sérkenni bæjarins Vigdís kveðst vera mikill Borgnes- ingur og tekur virkan þátt í sam- félagsmálaumræðunni í bænum. Hún sækir fundi sveitarstjórnar og fylgist þar vel með gangi mála. „Ég hef mikinn metnað fyrir hönd Borgarness og hef alltaf litið á bæ- inn sem heimili mitt, jafnvel þó ég hafi lengi búið annars staðar,“ seg- ir hún. „Mér finnst Borgarnes svo einstakur bær. Ástæðan er fyrst og fremst landslagið sem mér finnst verið að eyðileggja með fljótfærn- islegum ákvörðunum þar sem lít- ið tillit er tekið til umhverfisins,“ segir Vigdís og á þá til dæmis við holtin sem einkenna bæinn. „Ég er algerlega andvíg því að þau séu kæfð í skógi. Þau eru hluti af lands- lagi bæjarins og eiga að fá að njóta sín,“ segir hún. „Landslagið er sér- kenni bæjarins. Það er engin önn- ur byggð á landinu eins og Borg- arnes.“ Hús mega ekki skaga upp úr landslaginu Blaðamaður má því til með að spyrja Vigdísi um skoðun henn- ar á fyrirhuguðum framkvæmd- um að Borgarbraut 55-59 í mið- bænum sjálfum. Þeim kveðst hún vera mótfallin og hefur ásamt hópi fólks staðið að undirskriftasöfnun þar sem skorað er á sveitarstjórn að fella tillögu að breyttu deiliskipu- lagi lóðanna. Greint hefur ver- ið frá þeirri söfnun í Skessuhorni. „Við erum ekki á móti því að þarna verði byggt, alls ekki. En sjö hæða turnar held ég að séu mistök,“ út- skýrir Vigdís og segir hugmynd- ir um háhýsi á þessum stað ekki ríma á nokkurn hátt við byggðina í Borgarnesi. „Þegar ekið er inn í bæinn taka á móti manni nokk- uð háar byggingar, Geirabakarí og bankahúsið. En þau hús sleppa al- veg vegna þess að þau flútta svo vel við klettana. Háhýsin sem eru í umræðunni núna myndu stinga mikið í stúf og engan veginn passa inn í umhverfi sitt,“ bætir hún við. Einnig vill hún hvetja fólk til að hafa í huga að teikningar lagð- ar fram með tillögum sem þessum geti blekkt augað. „Þegar svona til- lögur eru kynntar þá eru lagðar fram teikningar af byggingum sem gætu risið, ekki þeim sem munu rísa. Við fáum aldrei að sjá hvað verður byggt þegar deiliskipulag er í kynningarferli.“ Kallar eftir betra upplýsingaflæði Vigdís segir þessi áform hluta af stærra vandamáli í skipulagsmál- um. „Mér þykir ekki gæfulegt að unnið sé eftir svona bútaskipulagi. Af hverju er ekki litið á litla bæinn okkar sem eina heild? Borgarnes er langt og mjótt og við verðum að huga að því þegar svæðið er skipu- lagt. Það gengur ekki að vera stöð- ugt að flytja fólk frá einum enda í annan,“ segir Vigdís. Henni þyk- ir hafa skort upplýsingaflæði frá sveitarstjórn til íbúa í þessu máli og fleirum. „Sveitarstjórn þarf að vera opnari og upplýsa íbúa bet- ur. Þannig má vekja áhuga þeirra á umhverfis- og skipulagsmál- um,“ segir hún og kveðst hafa bent stjórnendum sveitarfélags- ins á þetta. „Ég held að öll vinna sveitarstjórnar verði auðveldari ef fulltrúarnir eru opnir og einlægir í sínu starfi. Ef sveitarstjórn hef- ur ekki bæjarbúa með sér þá gerir hún sér óþarflega erfitt fyrir, skap- ar tortryggni og tapar á endanum trausti íbúanna,“ segir hún og en vonast til að ný sveitarstjórn muni ráða bót á máli. „Ég óska nýrri sveitarstjórn alls góðs og vona að það séu breyttir tímar framund- an,“ segir hún. Borgarbyggð getur blómstrað Afskipti Vigdísar af samfélagsmál- unum felast ekki aðeins í því að benda á það sem betur mætti fara. Hún er öll af vilja gerð að hrósa því sem vel er gert. Sérstaklega er hún ánægð með Safnahús Borg- arfjarðar. „Söfnin okkar eru stór- merkileg og starfsemi þeirra ber að styðja eins og kostur er. Það er ótrúlegt hverju þessir fáu starfs- menn hafa komið í verk. Sýning- arnar eru mjög vel gerðar og fróð- legar og ég vildi óska þess að til væru ögn meiri fjármunir til að setja í þetta,“ segir hún og telur mikilvægt að bjóða gestum bæjar- ins upp á einhvers konar afþrey- ingu. „Í Bretlandi, til dæmis, kem- ur maður varla í eitt einasta smá- þorp án þess að þar sé eitthvað til að sýna gestum. Safn, áhugaverð- ur staður eða hús þar sem einhver þekktur ólst upp eða bjó um tíma. Safnið okkar er stórmerkilegt og við þurfum að sýna því sóma þann- ig að fólk læri að nota það,“ seg- ir hún og bætir því við að milli tíu og ellefu þúsund manns heimsæki Safnahúsið árlega. Vigdís segir mesta fjársjóð Borgnesinga þó fólginn í þeim sjálfum. „Fólkið er alveg frábært og ötult. Hér er mikið félagsstarf sem fólk hefur lagt ómælda vinnu í. Til dæmis er leikdeild ung- mennafélagsins að verða hundr- að ára gömul,“ segir hún. Leik- deild Skallagríms stendur einmitt að uppsetningu farsa um þessar mundir og segir Vigdís ánægjuleg að starfið sé jafn virkt og raun ber vitni. Hún horfir enn fremur björt- um augum til framtíðar. „Ef rétt verður haldið á spilunum, og nógu mikið samráð haft við íbúa, þá get- ur ekki bara Borgarnes, heldur öll Borgarbyggð, blómstrað í framtíð- inni,“ segir Vigdís að lokum. kgk Vigdís Pálsdóttir lætur sig varða málefni líðandi stundar: „Ef rétt verður haldið á spilunum getur Borgarbyggð blómstrað í framtíðinni“ Vigdís Pálsdóttir í Borgarnesi. Ljósm. kgk. Horft suður yfir gamla bæinn í Borgarnesi af einu af fjölmörgu holtum sem ein- kenna bæinn. Ljósm. hlh. „Safnið okkar er stórmerkilegt og við þurfum að sýna því sóma,“ segir Vigdís meðal annars um starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar. Ljósm. gj. „Ég er algerlega andvíg því að holtin séu kæfð í skógi. Þau eru hluti af landslagi bæjarins og eiga að fá að njóta sín. Landslagið er sérkenni bæjarins.“ Ljósm. hlh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.