Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2016 19
Breyting á deiliskipulagi
Melahverfi 2. áfangi, Hvalfjarðarsveit
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 9. febrúar
2016 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi
Melahverfis 2. áfanga frá 2010 samkvæmt 1. mgr. 43. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér breytingu á
fjölda íbúða í fjölbýlishúsum sem hafa heitið F1, F2, F3 og F4.
Forsenda breytingar er að auka sveigjanleika hvað varðar
íbúðafjölda fjölbýlishúsa. Skilmálabreytingin felst í því að
texta og hluta töflu 1 í greinargerð er breytt.
Tillaga liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að
Innrimel 3. Tillöguna má einni sjá á heimasíðu sveitarfélagsins,
www.hvalfjardarsveit.is frá 7. mars til og með 29. apríl 2016.
Athugasemdir við tillögu breytingar deiliskipulags skulu
vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi
29. apríl 2016 á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3,
301 Akranes eða á netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Hvalfjarðarsveitar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Páskaúthlutun
Mæðrastyrksnefndar Akraness
Páskaúthlutun félagsins fer fram mánudaginn 21. mars
frá klukkan 13-17 í húsi Rauða krossins við Skólabraut 25a,
en mæðrastyrksnefnd er með aðstöðu þar núna. Tekið er á móti
umsóknum í símum 859-3000 (María) og 859-3200 (Svanborg)
alla virka daga til og með 16. mars á milli klukkan 11 og 13.
Þeir sem skiluðu inn gögnum fyrir jól þurfa ekki að skila inn
aftur núna. Það þurfa allir umsækjendur að koma og fylla út
skriflega umsókn fimmtudaginn 17. mars á milli klukkan 16 og 18.
Vinsamlegast sækið um á auglýstum tíma.
Mæðrastyrksnefnd
Akraness
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16
Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
MEÐ ALLT Á HREINU
NÝ LÍNA FRÁ ELECTROLUX
Þriðjudaginn 22. mars flytur Kór
Akraneskirkju St John Passion (Jó-
hannesarpassíu) eftir enska kór-
tónskáldið Bob Chilcott. Tón-
verkið hefur ekki verið flutt áður
á Íslandi og er því um stóran við-
burð að ræða. Bob Chilcott byrj-
aði sinn feril sem atvinnusöngv-
ari og um tólf ára skeið söng hann
með hinum heimsfræga söng-
hópi, King’s Singers. Undanfar-
in ár hefur hann unnið með kór-
um og sönghópum og samið fjölda
kórverka. St John Passion samdi
hann árið 2013 og er textinn tekin
beint upp úr Jóhannesarguðspjalli
og fjallar um handtöku og kross-
festingu Jesú Krists. Sagan er sögð
af guðspjallamanni sem sunginn er
af tenór og hlutverk Jesú og Píl-
atusar eru sungin af barítónum.
Inn í verkið fléttar hann glæsileg-
um kórköflum þar sem sungnir eru
sálmar og ljóð sem tengjast þess-
um dramatísku atburðum.
Tónleikarnir verða haldnir á
Kalmansvöllum á Akranesi en þar
hefur Kór Akraneskirkju hald-
ið marga tónleika á undanförnum
árum. Íslenskum texta og myndum
verður varpað á tjald svo tónleika-
gestir geta fylgst vel með. Sjónræn
upplifun verður samhliða tónlist-
inni.
Þetta er gríðarlega áhrifamik-
ið mikið verk og er farið að njóta
mikilla vinsælda um allan heim.
Vel samið fyrir kór og einsöngv-
ara. Gissur Páll Gissurarson tenór
syngur hlutverk guðspjallamanns-
ins, Hafsteinn Þórólfsson túlkar
Jesú og Örn Arnarson syngur hlut-
verk Pílatusar. Auk þeirra syngur
Elfa Margrét Ingvadóttir tvær fal-
legar sópran aríur ásamt kórnum.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir leik-
ur á orgel og aðrir hljóðfæraleik-
arar eru þau Örnólfur Kristjánsson
sellóleikari, Elín Björk Jónasdóttir
lágfiðluleikari og trompetleikarar
verða þeir Vilhjálmur Ingi Sigurð-
arson og Steinar Matthías Krist-
jánsson. Stjórnandi er Sveinn Arn-
ar Sæmundsson.
Forsala aðgöngumiða hefst í
versluninni Bjargi við Stillholt,
föstudaginn 11. mars.
-fréttatilkynning
Stórtónleikar í Dymbilviku á Akranesi
Háskóladagurinn var með kynningu í
Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga í gær, þriðju-
dag. Allir háskólar landsins kynntu
þar námsleiðir sínar, sem eru yfir 500
talsins, og náms- og starfsráðgjafar
mættu til að ræða við væntanlega há-
skólanema. Kynningin var prýðlega
sótt í báðum skólunum. mm
Háskólalestin brunaði um Vesturland
Svipmynd frá kynningunni í FVA. Ljósm. arg. Rætt var við gesti í FSN síðdegis. Ljósm. tfk.
Blessað
barnalán
Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson
Allar sýningar hefjast kl. 20:30
Fimmtudagur .................... 10. mars, frumsýning
Föstudagur ....................... 11. mars, 2. sýning
Laugardagur ..................... 12. mars, 3. sýning
Miðvikudagur .................... 16. mars, 4. sýning
Föstudagur ....................... 18. mars, 5. sýning
Laugardagur ..................... 19. mars, 6. sýning
Miðaverð er 2.500 kr.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6