Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 09.03.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 Nú ganga páskarnir senn í garð með öllu „súkkulaði brjálæðinu“ sem heltekur Íslendinga ár hvert. Verslanir fyllast af vel innpökkuð- um eggjum sem standa upp á end- ann á fæti með fagurskreyttum, loðnum unga úr gerviefni ofan á. En það má vel líta framhjá þeim og búa til egg heima, úr uppáhalds súkkulaðinu - fyllt með eftirlætis sælgætinu. Fjölskyldan getur sam- einast um eggjagerðina en svo má koma á óvart með heimatilbún- um eggjum með frumlegum máls- háttum, góðu sælgæti eða jafn- vel litlum gjöfum. Sköpunargleð- in fær að njóta sín. Allt sem þarf er hugmyndagleðin, súkkulaði og þar til gerð páskaeggjaform sem fást víða, til að mynda í verslun- inni Allt í köku og víðar. Páskaeggjagerð 1. Bræddu súkkulaðið yfir vatns- baði. Kælið örlítið. 2. Helltu súkkulaðinu í formið og snúðu því þannig að súkkulað- ið leki vel yfir allt formið. Þegar ein umferð er komin skaltu kæla formið inni í ísskáp. Mikilvægt er að skafa súkkulaði af brúnunum með hníf eða spaða í hvert sinn sem formin fara í ísskáp. 3. Endurtaktu leikinn þrisvar til fimm sinnum. Athugið að betra er að hafa súkkulaðið vel þunnt svo það leki vel og myndi síður kekki. Gott er að setja súkkulaði bara á kantana í síðustu umferðinni þann- ig að eggið verði örugglega nógu þykkt á köntunum. 4. Látið súkkulaðieggið harðna vel í frysti. Losið um eggið með því að klappa á það og slá aðeins í mótið, þá ætti það að losna fljótt. Ef það gengur illa, þá er gott að frysta þau aðeins aftur og prófa aftur. Geym- ið eggið áfram í forminu. 5. Fyllið eggið af sælgæti eða gjöf- um. Sniðugt er til dæmis að lauma bíómiða í eggið eða litlum smá- hlutum sem vekja gleði. Ekki gleyma málshættinum! 6. Smyrjið aðra brúnina með súkkulaði rétt áður en þið eruð til- búin að líma eggið saman. Smell- ið báðum hliðum eggsins saman og kælið í nokkrar mínútur. Tak- ið út úr frysti og úr formunum. Þá er súkkulaði smurt varlega á kant- ana og eggin eru límd endanlega saman. 7. Pakkið egginu inn í sellófan, plast eða lítil box. Freisting vikunnar Heimagerð páskaegg Um liðna helgi var Nettómótið í körfuknattleik haldið í Reykja- nesbæ. Þar öttu kappi drengir og stúlkur 10 ára og yngri. Um 1200 krakkar tóku þátt í mótinu í ár í 248 liðum frá 26 körfuknattleiksfélög- um. Vesturlandsfélögin sendu að sjálfsögðu unga og efnilega körfu- knattleiksmenn til keppni. Alls voru 25 lið frá Vesturlandi því ÍA og Skallagrímur sendu níu lið til keppni hvort félag og Snæfell tefldi fram sjö liðum. „Öll liðin stóðu sig mjög vel, voru Vesturlandi til sóma og gaman að sjá hversu mik- ill fjöldi körfuboltakrakka fæddir á árunum frá 2005-2009 eru að æfa og spila körfubolta. Augljóst er að körfuboltinn á Íslandi er í mikilli sókn þessi misserin. Greinilegt er að félögin okkar á Vesturlandi eru að skila góðu starfi í yngri flokk- unum. Framtíðin er björt í körf- unni og verður spennandi að fylgj- ast með þessum leikmönnum fram- tíðarinnar á komandi árum,“ segir í tilkynningu frá Körfuknattleiks- félagi Akraness. kgk/ Ljósm. jho. Um helgina fór Íslandsmót ung- linga í keilu fram í keilusalnum í Egilshöll. Þar kepptu 44 spilarar úr öllum keilufélögum landsins í 1.-5. flokki pilta og stúlkna. Auk þess var keppt í opnum flokki. Keiluspilar- ar frá ÍA tóku þátt í mótinu og þrír þeirra hömpuðu Íslandsmeistara- titlinum. Jóhanna Guðjónsdótt- ir varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í 1. flokki stúlkna og opnum flokki stúlkna. Gunnar Ingi Guðjónsson sigraði í 1. flokki pilta og Róbert Leó Gíslason varð Íslandsmeistari í 5. flokki pilta. Bronsverðlaun hlutu Jóhann Ársæll Atlason í 2. flokki og opn- um flokki pilta, María Ragnhild- ur Ragnarsdóttir í 2. flokki stúlkna, Hlynur Atlason í 4. flokki pilta, Harpa Ósk Svansdóttir í 4. flokki stúlkna og Ísak Freyr Konráðsson í 5. flokki pilta. kgk Keiluspilarar ÍA gerðu það gott á Íslandsmóti unglinga Hluti keppenda sem fagnaði Íslandsmeistaratitlum unglinga í keilu um liðna helgi. Gunnar Ingi Guðjónsson er annar frá hægri í aftari röð og Jóhanna Guð- jónsdóttir er til hægri í fremri röð. Á myndina vantar Róbert Leó Gíslason. Ljósm. KLÍ. Efnilegir körfuknattleiksmenn tóku þátt í Nettómótinu Níu lið kepptu undir merkjum ÍA. Krakkarnir báru allir fána og voru áberandi á setningarathöfninni. Skallagrímur tefldi fram níu liðum á Nettómótinu. Ungir og efnilegir krakkar úr Snæfelli ganga inn á völlinn við setningu mótsins. Snæfell sendi sjö lið til þátt- töku. Mótið hafið. Ungur körfuknattleiks- maður úr ÍA rekur boltann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.