Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 7 Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í útboðsverkið SK ES SU H O R N 2 01 6 Grundaskóli - færanlegar kennslustofur 2016 Um er að ræða tvö 71 m2 sjálfstæð timburhús á einni hæð ásamt tengibyggingu samtals 60 m2. Byggingarnar afhendist fullfrá- gengnar og tilbúnar til notkunar á skilgreindum byggingarreit á lóð Grundaskóla Espigrund 1, Akranesi. Verklok eru áætluð 5. ágúst 2016. Útboðsgögn verða til afhendingar á tölvutæku formi frá og með 31. mars næstkomandi í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, 1. hæð, Stillholti 16-18. Tilboð verða opnuð í fundarherbergi skipulags- og umhverfissviðs föstudaginn 15. apríl næstkomandi kl. 10:00. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggis- og hlífðarfatnaður Dynjandi býður upp á hlífðar- og öryggis fatnað sem uppfyllir ströngustu kröfur. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Leikdeild Umf. Skallagríms kynnir gamanleikinn: Blessað barnalán Höfundur: Kjartan Ragnarsson- Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Bráðfyndinn gamanleikur sýndur í Lyngbrekku 10. sýning fimmtudaginn 31. mars kl. 20:30 11. sýning föstudaginn 1. apríl kl. 20:30 Lokasýning laugardaginn 2. apríl kl. 20:30 Síðustu sýningar! Miðaverð kr. 2.500 - Miðapantanir í síma 846 2293 og á midi.is Veitingasala á sýningum - enginn posi á staðnum Skagamaðurinn Bergur Garðarsson hefur verið ráðinn skipstjóri á Kletti MB. Um er að ræða 190 brúttótonna skip sem gert verður út til sæbjúgna- veiða. Það er fyrirtækið Aurora Sea- food í Borgarnesi sem gerir út bát- inn til veiðanna og verkar sæbjúg- un. Bergur hefur töluverða reynslu af slíkum veiðum og hefur stundað þær undanfarin ellefu ár með hléum. Síðast var hann skipstjóri á Hannesi Andréssyni SH þar sem hann veiddi hörpuskel. „Klettur er núna í Njarð- vík, þar sem verið er að útbúa veið- arfæri á hann. Við notum plóga til að veiða sæbjúgun og það er verið að græja það,“ segir Bergur í samtali við Skessuhorn. Sæbjúgun halda sig á afmörkuðum blettum og fara ekki langt frá þeim. Plógurinn sem not- aður er við veiðarnar er þróaður út frá skelfiskplógi og hefur reynst vel. Bergur á heiðurinn af þróun plógsins og var sá sem fann flest miðin. Hann segir þó enn mikið af svæðum vera ókönnuð enda hafi þeir sem stunda veiðarnar lítið verið að kanna svæð- in. Hálfgerðar geimverur Klettur var smíðaður á Seyðis- firði 1975 og er 26,15 metra lang- ur og 5,9 metra breiður. „Hann er yfirbyggður en Hannes var opinn. Það er því aðeins betri aðbúnað- ur í þessu skipi. Við höfum fimm klefa í þessum og stefnum á að vera þrír í áhöfn,“ segir Bergur. Hann á von á því að skipið verði klárt upp úr mánaðarmótum og siglir því þá á Skagann. Hann segir skipið áður hafa verið gert út frá Ólafsvík undir nafninu Guðmundur Jens- son. „Hann hét Markús núna síð- ast. En það er gaman að segja frá því að þegar ég byrjaði á sæbjúgun- um upphaflega hét báturinn sem ég var á þá líka Guðmundur Jensson. Þetta nafn virðist því fylgja mér,“ segir hann og hlær við. „Hann var áður á snurvoð en annars var hann búinn að liggja. Nú er verið að gera allt tilbúið og redda mannskap. Við byrjum að veiða í apríl og svo verð- ur farið austur. Það lokast hér í maí - júní þegar það kemur hrygning- arbann. Svo er sumarfrí í júní og eftir það höldum við áfram hérna heima.“ Bergur er vongóður um góða vertíð. „Þetta verður bara gaman, eins og alltaf þegar maður er að veiða einhverjar svona geim- verur. Þetta eru hálfgerðar geimver- ur, breyta um lögun og fara í gegn- um lítil göt. Við höfum ekki verið á sæbjúgnaveiðum síðan í fyrrahaust. Það er hægt að veiða þetta á haust- in líka en er alveg háð veðri og aðal- lega sjó. Ef það er mikil alda, þá er engin veiði.“ grþ Klettur MB gerður klár fyrir sæbjúgnaveiðar Klettur þegar hann hét Guðmundur Jensson og var í Ólafsvík. Ljósm. af. Bergur Garðarsson skipstjóri á Kletti. Grásleppuveiðitímabilið fer senn í hönd við strendur Vesturlands. Leyfi hvers báts eru gefin út til 20 samfelldra daga í upphafi, þar til ákvörðun um heildarfjölda daga hef- ur verið tekin. Leyfin eru bundin við ákveðin veiðisvæði og -tímabil. Heimilt er að hefja veiðar, að fengnu leyfi, við Faxaflóa frá línu réttvísandi vestur frá Garðskagavita að línu réttvísandi vestur frá Drit- víkurtanga. Grásleppuveiðar eru heimilar á Faxaflóa frá 1. apríl til og með 14. júní næstkomandi. Á Breiðafirði má stunda veiðar frá 1. apríl til og með 14. júní á svæði 1, frá línu réttvísandi frá Dritvíkurt- anga að línu réttvísandi frá Bjarg- töngum. Á svæði 2, innan línu sem dregin er úr Krossnesvita vestan Grundarfjarðar í Lambsnes vestan Vantsfjarðar, eru veiðar heimilar frá 20. maí til og með 2. ágúst. kgk Gráslepputímabilið að hefjast Vænum hrognkelsum landað í Stykkishólmshöfn síðastliðið sumar. Mynd úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.