Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 201618 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. Alls bárust 62 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnarorðið var: „Dægradvöl.“ Vinn- ingshafi er: Hrafnkell Alexandersson, Skólastíg 14a, 340 Stykkishólmi. Fengur Köggull Ár- dagur Leiði Hærast Neyttu Fjöldi Afar Öskrar Þátt- taka Orka Skal Hug- rakkur Korn Laut Urgar Skip- herra Ónæði Gestur 4 Egg- vopn Ræða 6 Ótti Skíma Ofsi Ófrýni- legur Einatt Planta Skjáta Gráta Eins um U Brodd- ar Muldra 10 Pár Rösk Ótti Fruma 2 Slökkv- ari Umsvif Leyfist Fé Ögn Hóf Könnun Öslaði Elfur Bumba Samhlj. Harður Op Romsa Málm- ur Sósa 3 Korn Geð Iða 8 Reiði- hljóð Læti Þófar Reifi 51 Mjóa Þungi Rolla Ógilt Neyta Söngl Kyn Frá Gripur Reim Áhald Dvelur Ofnar Stía Gáta Mynni Laðaði Brún Pers- fornafn Skessu Vökvi Ólmir Kvað Hófdýr Jötunn Flýtir 5 7 Hætta Sverta Æstar Sérhlj. Spil Flan Málm- þráður Duft Planta Hæðir Fingur 1 Ikt Sjá eftir Hníf- inn 9 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Gylfi Sigurðsson fékk verðlaun fyr- ir bestu hugmynd að heiti á málmiðn- greinaátak í Fjöl- brautaskóla Vest- urlands. Sérstök nefnd, skipuð helstu h a g s m u n a a ð i l - um, valdi hugmynd Gylfa ,,Málmur er málið“ úr hópi fjöl- margra hugmynda. Gylfi hefur verið í námi í einstökum áföngum í FVA frá því 2011 en frá þeim tíma voru um 30 ár síðan hann var síðast í FVA. Hann stundaði nám í vélvirkjun með vinnu og útskrifaðist sem vélvirki frá FVA á vorönn 2014. Gylfi er enn að því núna er hann í meistaranámi í sinni grein í FVA. Aðspurður segir Gylfi að nám í málmiðngreinum sé mjög fjölbreytt og gefi mikla mögu- leika til frekara náms. Sóknarfæri séu í þessum iðnaði fyrir skólann og nær- samfélagið en brýnt sé að endurnýja tækjabúnað og aðstöðu málmiðn- greinadeildar FVA. Gylfa er óskað til hamingju með verðlaunin. -tilkynning Málmur er málið Pennagrein Hún hentar bara ekki okkur! Við þurfum sveigjanleika í fjárfesting- um og búsetu. Það hentar okkur ekki að sæta takmörkunum sem þessi „besti gjaldmiðill“ í heimi leiðir afsér. Við þurfum sveigj- anleika, svigrúm til athafna, lága vext, lága skatta og áhættuleysi fyrir gengisfellingu krónunnar, verðbólgu og lélegri stjórn efn- hagsmála. Þetta er viðhorf allra helstu sjáv- arútvegsfyrirtækja landsins sem og forsætisráðherra, hans spúsu sem og helstu fylgi- ssveina hans. Er ekki eitthvað við þetta að at- huga? Borgarnesi, 28. mars 2016, Guðsteinn Einarsson Krónan er góð, besta mynt í heimi! Fermingarbarns á pálmasunnudegi Dag ur í lífi... Nafn: Brynhildur Björk Magn- úsdóttir. Fjölskylduhagir/búseta: Bý með foreldrum mínum og hundinum Perlu á Akranesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Nemandi í Grundaskóla. Áhugamál: Söngur og píanó. Fermingardagurinn: Pálma- sunnudagur 20. mars 2016. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 7 og fékk mér að borða. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Kornflex með mjólk. Fyrstu verk eftir morgun- mat: Ég fór í hárgreiðslu klukk- an 8:30 og var þar í klukkutíma. Svo fór ég heim og fór í ferm- ingarkjólinn og gerði mig klára fyrir fermingarathöfnina. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá fór ég í Akraneskirkju og fór í kirtilinn í Hvíta húsinu, sem er við Safnaðarheimilið Vinaminni. Athöfnin í kirkjunni byrjaði svo klukkan 10:30. Hvað gerðirðu í hádeginu? Þá var ég í myndatöku hjá Guð- mundi Bjarka Halldórssyni í húsnæði Vitans við Suðurgötu. Ég fór þangað með fjölskyld- unni; mömmu, pabba, systkin- um mínum og mágkonu. Hvað varstu að gera klukkan 14: Þá var ég í veislunni með ættingjum og vinum. Veislan var haldin á Galito á Akranesi og byrjaði klukkan 13. Hún var svo búin um klukkan 16. Hvað gerðirðu eftir veisluna? Þá fór ég heim og opnaði ferm- ingargjafirnar sem ég fékk. Það tók dálítið langan tíma að opna öll umslögin! Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Það var kjúklingasúpa í kvöldmat, afgangur frá því í veislunni. Galito sá um veiting- arnar í veislunni þannig að þeir elduðu súpuna. Hvernig var kvöldið? Það var gaman. Kvöldið var rólegt, ég var að tala við ömmu og afa frá Svalbarðseyri því þau gistu hjá okkur. Hvenær fórstu að sofa? Ég fór að sofa um klukkan 12, ég var mjög þreytt eftir daginn. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Bauð góða nótt. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Allt fólkið sem kom og hvað allt gekk vel. Dagurinn var fljótur að líða og þetta var mjög skemmtilegt. Eitthvað að lokum? Mig lang- ar bara að þakka fyrir mig. Þetta var góður dagur. U-17 ára landsliðið í knattspyrnu karla er nú farið til Frakklands þar sem liðið mun keppa í milliriðli á Evrópumótinu. Ísland mætir Aust- urríki á þriðjudag, Frakklandi á fimmtudag og Grikklandi á sunnu- dag. Með liðinu leika Vestlending- arnir Helgi Guðjónsson úr Fram og Arnór Sigurðsson úr ÍA. Keppa í Frakklandi U-17 ára landslið Íslands. Vestlendingarnir eru í fremri röð, Arnór lengst til vinstri og Helgi lengst til hægri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.