Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 201622 „Hvernig páskaegg fékkstu?“ Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Þyrí Stefánsdóttir: „Ég fékk eins kílós páskaegg frá Bónus.“ Bergmann Þorleifsson: „Við fengum okkur ekkert páskaegg, keyptum bara handa barnabörnunum.“ Hrafnhildur Ólafsdóttir: „Ég fékk Nóa konfekt egg.“ Freydís Rós Bjarnadóttir: „Bónus páskaegg.“ Sverrir Þórðarson: „Ég fékk bara ekkert páskaegg.“ Arnar Ásbjörnsson á sæti í fram- kvæmdanefnd Vesturlandsdeild- arinnar í hestaíþróttum. Hann er kveðst ánægður með hvernig til tókst á fyrsta vetri keppninnar, þar sem bestu knapar svæðisins áttust við á fjórum mótum. „Þetta gekk framar vonum, ekki spurning,“ seg- ir Arnar í samtali við Skessuhorn „og ég held það hafi bara sannast í þessari keppni að Vestlendingar eru hestaðir í þetta. Standardinn á hestamennskunni hér á svæðinu er slíkur að það er vel hægt að halda svona keppnir,“ bætir hann við. Keppt er í sambærilegum deild- um annars staðar á landinu en keppni þeirra bestu hefur ekki ver- ið reynd hér á Vesturlandi áður. „Þetta var ákveðinn prófsteinn á það hvort við stæðum nógu fram- arlega til að geta staðið í þessu og ég held að við höfum sýnt að við gerum það,“ segir hann og tel- ur Vesturlandsdeildina hafa verið mikla lyftistöng fyrir hestaíþrótt- ina á svæðinu. „Í mjög breiðum skilningi þess orðs. Deildin skapar vettvang fyrir bestu knapana okk- ar til að keppa sín á milli á mjög háu plani en einnig er þetta mik- il lyftistöng fyrir félagslega þátt hestamennskunnar. Þarna kemur fjöldi áhugamanna saman á hverju keppniskvöldi og miklar umræður skapast um allt sem tengist hesta- mennsku. Við megum ekki van- meta félagslegt gildi keppninnar,“ segir Arnar en um 180 hestaáhuga- menn mættu á fyrsta keppniskvöld- ið og alls seldust að sögn hans um 620 miðar á keppnirnar fjórar. Áhugi fyrir næsta ári Hestamenn hafa því verið áhuga- samir um Vesturlandsdeildina frá upphafi og segir Arnar að menn séu þegar farnir að bíða næsta árs með eftirvæntingu. „Það er strax mikill áhugi fyrir næsta ári, bæði meðal hestaáhugamanna og gesta en ekki síður meðal knapa sem gátu ekki verið með núna. Þeir hafa mikinn áhuga á að fá að taka þátt á næsta ári,“ segir hann. Vert er að geta þess að sigurveg- arar hverrar greinar í Vesturlands- deildinni munu um miðjan apríl- mánuð etja kappi við sigurveg- ara úr öðrum landshlutadeildum í keppninni Meistarar meistaranna. „Það verður gaman að sjá hvar okkar bestu knapar standa saman- borið við þá og ég held satt best að segja að við þurfum ekki að kvíða útkomunni,“ segir Arnar. Í næsta mánuði verður boðað til opins fundar þar sem farið verður yfir keppni vetrarins, hvað gekk vel og hvað hefði mátt betur fara og lögð drög að næstu keppni. „Þetta er stórefnilegt verkefni hjá okkur og verður klárlega áfram,“ segir Arnar Ásbjörnsson að lokum. kgk Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum gekk framar vonum Lokakvöld Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum fór fram síðastliðinn fimmtudag þegar keppt var í Gæð- ingafimi og flugskeiði. Óhætt er að segja að Jakob Svavar Sigurðsson hafi farið heim hlaðinn verðlaunum. Auk sigurs í gæðingafimi, annarri keppn- isgrein kvöldsins, fór hann með sigur af hólmi í einstaklingskeppni deild- arinnar og lið hans Snókur/Cintam- ani sigraði liðakeppnina. Meðfylgjandi eru allar niðurstöð- ur kvöldsins auk endanlegrar stöðu í einstaklings- og liðakeppninni. kgk/ Ljósm. iss. Gæðingafimi - Úrslit 1. Jakob Svavar Sigurðsson – Gloría frá Skúfslæk – Snókur/Cintamani – 7.67 2. Berglind Ragnarsdóttir – Frakkur frá Laugavöllum – Leiknir – 7.00 3. Randi Holaker – Þytur frá Skáney – Leiknir – 6.69 4. Pernille Lyager Möller – Álfsteinn frá Hvollsvelli – Eques - 6.65 5. Hanne Smidesang – Roði frá Syðri-Hofdölum – Snókur/Cintam- ani – 6.57 Flugskeið 1. Konráð Valur Sveinsson – Kjark- ur frá Árbæjarhjáleigu – Leiknir – 4.99 sek. 2. Þorgeir Ólafsson – Ögrunn frá Leirulæk – Hjálmhestar – 5.24 sek. 3. Styrmir Sæmundsson – Skjóni frá Stapa – Trefjar – 5.37 sek. 4. Jón Bjarni Þorvarðarson – Haki frá Bergi – Berg/Hrísdalur – 5.38 sek. 5. Guðmundur M. Skúlason – Fann- ar frá Hallkelsstaðahlíð – Eques – 5.66 sek. Einstaklingskeppni Vesturlands- deildar 2016: 1. Jakob Svavar Sigurðsson – 28.5 stig 2. Berglind Ragnarsdóttir – 22 stig 3. Siguroddur Pétursson – 19 stig 4. Pernille Lyager Möller – 16.5 stig 5.-6. Randi Holaker – 14 stig 5.-6. Benedikt Þór Kristjánsson – 14 stig Liðakeppni Vesturlandsdeildar 2016: 1. Snókur/Cintamani – 187 stig 2. Leiknir – 167 stig 3. Eques – 141 stig 4. Hjálmhestar – 130 stig 5. Trefjar – 117 stig 6. Berg/Hrísdalur – 115 stig Úrslit frá lokakvöldi Vesturlandsdeildarinnar Konráð Valur Sveinsson sigraði í flugskeiði á lokakvöldinu á tímanum 4,99 sek. Liðið Snókur/Cintamani, sigurvegarar í liðakeppni Vesturlandsdeildar. Þrír efstu í einstaklingskeppni Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum 2016. F.v. Siguroddur Pétursson, Berglind Ragnarsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson. Fimm efstu í gæðingafimi á lokakvöldinu. F.v. Hanne Smidesang, Pernille Lyager Möller, Randi Holaker, Berglind Ragnarsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.