Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 201610 Nýverið var komið í Safnahúsið í Borgarnesi með verðmætar heim- ildir til handa Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Um var að ræða myndasafn Júlíusar Axelsson- ar sem búsettur var í Borgarnesi, en hann lést 4. febrúar sl., hátt á áttræðisaldri. Hafði hann ánafnað safninu myndum sínum eftir sinn dag. Júlíus, eða Júlli eins og hann var gjarnan kallaður, var góður ljósmyndari og hafði brennandi áhuga á að skrásetja sem mest af samfélagsviðburðum. Var nær- vera hans með myndavélina orð- in sjálfsögð þar sem eitthvað var um að vera í Borgarnesi í gegnum árin. Hann hélt einnig dagbækur og var góður frístundamálari þar sem hugað var vel að heimilda- skráningu í formi myndlistar. Við andlát sitt ráðstafaði Júlli eigum sínum til ýmissa góðra mál- efna, m.a. til rekstrar Brákarhlíð- ar. Í minningarorðum um hann í Skessuhorninu segir Björn Bjarki Þorsteinsson forstöðumaður: „Við Júlli vorum nágrannar þegar ég var barn og ég man vel þegar við sátum og fylgdumst með gatna- framkvæmdum við Böðvarsgöt- una, sennilega í kringum 1973, ég þá lítill pjakkur að horfa á þessar stóru vélar og þá kappa sem þeim stýrðu en Júlli við þá iðju sína sem mikill fjársjóður er nú í, að skrá niður minnispunkta og taka myndir. Júlli fylgdist manna best með öllum framkvæmdum í Borg- arnesi í áratugi, festi á filmu og skrifaði hjá sér minnispunkta um allar framkvæmdir, hvaða menn voru við störf, tegundir vinnuvéla og áfram mætti telja.“ Ljóst er að það er héraðsskjala- safninu mikill fengur að fá mynda- safn Júlíusar Axelssonar til sín. Það er mikið að vöxtum og verður nú mikið verkefni að búa um frumrit- in, skanna og skrá í gagnagrunn svo sem flestir geti notið þeirra í fram- tíðinni. Enn fremur eru nákvæm- ar dagbækur Júlla merkar heimild- ir. Nýtist þetta hvort tveggja strax við ritun á Sögu Borgarness sem nú er langt komin. Þess má í lokin geta að svo vildi til að komið var með myndasafn- ið í Safnahús þann 22. mars sl. en það er einmitt formlegur afmælis- dagur Borgarness þar sem staður- inn fékk verslunarleyfi þann dag árið 1867. Borgarnes á því 150 ára afmæli á næsta ári og verður þess minnst með ýmsum hætti. gj Heimaleikjahópur meistaraflokks kvenna hjá ÍA hefur hafið störf á þessu keppnistímabili þrátt fyrir að leikir Pepsi deildarinnar séu ekki hafnir. Hópurinn hefur látið út- búa fallegar könnur sem seldar eru til styrktar meistaraflokki kvenna. Kannan er myndskreytt með verki eftir Bjarna Þór Bjarnason lista- mann, sem gaf Heimaleikjahópnum myndina. Frumgerð myndarinn- ar var seld á uppboði á konukvöldi ÍA, ásamt fyrsta bollanum. Heima- leikjahópurinn er félagsskapur sem meðal annars sér um kaffiveitingar í hálfleik á Akranesvelli. „Þetta er það fyrsta sem við gerum til fjár- öflunar á þessu tímabili. Í sumar gefum svo vinninga til bestu leik- mannanna líkt og í fyrra. Við verð- um með happadrætti og frítt kaffi og með því á heimaleikjunum hjá meistaraflokki kvenna. Það verður frítt fyrir alla sem mæta á leikina,“ segir Dýrfinna Torfadóttir einn af forsvarsmönnum Heimaleikjahóps- ins. Könnurnar kosta 3.500 krónur stykkið en 4.000 krónur ef þær eru í gjafaöskju. Þær má nálgast hjá gull- smíðastofu Dýrfinnu við Stillholt 16 á Akranesi og allur ágóði renn- ur til meistaraflokks kvenna. Könn- urnar verða einnig seldar á leikj- um meistaraflokks kvenna í Pepsi deildinni í sumar. grþ Selja könnur til styrktar ÍA konum Hér má sjá myndina sem Bjarni Þór gaf Heimaleikjahópnum ásamt kaffibolla með áprentaðri mynd. Rammar og myndir römmuðu inn myndina. Ljósm. Marella Steinsdóttir. Edda Heiðrún Backman færði St. Franciskusspítalanum í Stykkis- hólmi fjögur málverk að gjöf nú á dögunum, en fyrr í vetur hafði spít- alinn einnig fengið sent sófasett á vegum Eddu. „Tilefnið er gest- ristni starfsfólksins á spítalanum,“ segir Edda, en hún hafði fengið gistingu á spítalanum síðastliðið sumar. Edda er bundin í hjólastól eins og kunnugt er og því er gott aðgengi henni nauðsynlegt. Hún dvaldi á spítalanum í viku og fór í skemmtiferðir út á Nes ásamt vin- konu sinni. Sófasettið og málverkin príða nú friðarherbergi St. Franciskusspít- ala, en það er gjarnan notað fyr- ir aðstandengur sjúklinga og þegar ræða þarf alvarleg mál. „Fólk þarf að hafa eitthvað fallegt að horfa á,“ segir Edda og á þá við þegar fólk fær slæmar eða erfiðar fréttir. Mál- verkin fjögur eru af kríum og heita Svif, Fæðuöflun, Lending og Klif en serían heitir Gengilbeinur há- loftanna. Þær höfðu áður verið til sýnis bæði hérlendis og erlendis. Áður hafði Edda komið til Stykk- ishólms fyrir 40 árum síðan og ætl- að með ferjunni Baldri út í Flat- ey þar sem bróðir hennar átti hús. Hún missti hins vegar af ferjunni og fékk þá gistingu á sama stað áður en hún komst í Flatey, þá hjá St.Franciskussystrum. Kríunni seg- ist Edda hafa kynnst í Flatey þegar hún stytti sér leið snemma morguns yfir kríuvarp. „Þær urðu brjálaðar,“ segir hún. Síðan þá hefur Edda ver- ið heilluð af kríunni en fuglar eru vinsælt viðfangsefni hjá henni. jse Vegleg gjöf til St. Franciskusspítala Edda Heiðrún Backman ásamt starfsfólki St. Franciskusspítala. Málverkin fjögur í sófanum frá Eddu. Ljósmyndasafn Júlíusar Axelssonar fært Safnahúsi að gjöf Myndin er tekin þegar Júlli kom í heimsókn í Safnahús árið 2013. Hann heldur á einu af málverkum sínum þar sem sjá má húsið að Borgarbraut 53 í Borgarnesi, húsi Jóns Júlíussonar og Áslaugar Sveinsdóttur. Leitað var í smiðju Heiðars Lind Hans- sonar sagnfræðings sem vinnur við ritun á sögu Borgarness. Segir hann húsið skráð sem Sveinshús í Örnefnaskrá Bjarna Bachmann, nefnt eftir Sveini Helgasyni verkamanni (þó ekki föður Áslaugar). Bíllinn á myndinni er olíubíll Jóns Júlíusonar. Esso bílarnir voru bláir á tímabili og Jón Júl ók olíubíl fyrir Olíufélagið í áratugi. Torfhúsið á myndinni er fjós sem var í eigu föður Áslaugar, Sveins Skarphéðinssonar. Segir Heiðar þetta vera gott dæmi um mynd sem Júlli málaði af húsum í Borgarnesi, og að myndir hans sýni glöggt hversu annt honum var um bæinn sinn. Myndasafn Júlla afhent Safnahúsi Borgarfjarðar 22. mars síðastliðinn. F.v. Heiðar Lind Hansson, Vignir Sigurþórsson húsvörður í Brákarhlíð, Björn Bjarki Þorsteins- son framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.