Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 201614 Tansanía í austurhluta Afríku er friðsælt land með 52 milljón íbúa í órafjarlægð frá Íslandi. Ferðalag til Tansaníu tekur ríflega sólar- hring og lengsti leggurinn er flug- leiðin frá London til Nairobi í Ke- nýa sem tekur um 9 tíma. Þaðan er stutt yfir til norðurhluta Tansaníu, aðeins klukkustundar langt flug til Kilimanjaro flugvallarins sem stendur við rætur hæsta fjalls Afr- íku. Þangað flugu tveir kennarar frá Háskólanum á Bifröst í síðasta mánuði, þær Geirlaug Jóhanns- dóttir og Hulda Ingibjörg Rafn- arsdóttir, til móts við Önnu Elísa- betu Ólafsdóttur aðstoðarrektor skólans. Tilgangur ferðarinnar var að efna í annað sinn til námskeiðs- ins Máttur kvenna í Tansaníu (Wo- men power) sem hefur verið í boði á Bifröst í rúman áratug við miklar vinsældir. Anna Elísabet þekkir vel til í Tansaníu eftir að hafa unnið að rannsóknum á sviði þróunarhjálp- ar og lýðheilsufræðum í Afríku um árabil. Hún ásamt fjölskyldu sinni byggði upp bændagistingu sem kallast Tanzanice farm í næsta ná- grenni við einn eftirsóttasta ferða- mannastað Afríku, verndarsvæðið Ngorongoro. Svæðið er á heims- minjaskrá UNESCO vegna fjöl- skrúðugs dýralífs sem lifir í sátt og samlyndi ofan í einum stærsta gíg veraldar. Samfélagsleg ábyrgð í heimsbyggð Þrátt fyrir að þær Geirlaug og Hulda hafi báðar verið verk- efnastjórar námskeiðsins Mátt- ur kvenna á Bifröst höfðu þær ekki látið sig dreyma um að eiga eftir að ferðast til Afríku. Annað kom á daginn þegar þeim bauðst að taka þátt í að efla mátt kvenna í Tansaníu með því að taka að sér kennslu á námskeiðinu. Þær sjá ekki eftir því að hafa þegið boð- ið og eru stoltar af því að Bifröst skuli nú teygja anga sína til Afr- íku og sinna þar mikilvægum sam- félagsverkefnum. Rannsóknir sýna ótvírætt að besta leiðin til að draga úr vannæringu barna er að mennta mæður þeirra. Fjölskyldan öll nýt- ur góðs af atvinnusköpun kvenna, bætir hag heimilisins, veitir að- gang að heilbrigðisþjónustu og umfram allt stuðlar að menntun barna sem er lykillinn að árangri til framtíðar. Háskólinn á Bifröst telur sig ekki aðeins bera sam- félagslega ábyrgð í heimabyggð heldur einnig í heimsbyggð og er því styrktaraðili að verkefninu auk auk Tanzanice Farm og fleiri fyr- irtækja. Verkefnið Máttur kvenna í Tansaníu hefur það að markmiði að mennta efnalitlar konur í þorp- inu Bashay í norðurhluta Tansaníu. Gengur það út á að hjálpa konun- um að finna viðskiptatækifæri í nærumhverfi sínu, vinna einfalda viðskiptaáætlun og fara af stað í at- vinnurekstur. Á námskeiðinu, sem stóð í tvær vikur, var mikil áhersla lögð á sjálfseflingu og handavinna skipaði stóran sess í kennslunni að þessu sinni. Konurnar hlutu einn- ig þjálfun í tölvuvinnslu en eng- in þeirra hafði snert tölvu áður en námskeiðið byrjaði. Gengu langa leið með börnin Geirlaug sá meðal annars um tölvu- kennsluna og segir hún að konurnar hafi haft mjög mikinn áhuga á að læra á tölvur. „Við fórum út með far- tölvur sem verkefnið fékk að gjöf frá fyrirtækjunum Environice, Íslenska gámafélaginu og Hagvangi. Ým- iskonar handavinnugarn var einn- ig að finna í töskunum okkar en Handverkskúnst í Kópavogi og fjöl- margar handverkskonur gáfu verk- efninu mikið magn af garni, prjón- um og heklunálum sem runnu út eins og heitar lummur fyrstu daga námskeiðsins. Huldu tókst ótrúlega vel að kenna konunum að hekla og þær voru svo ákafar að þær unnu handavinnu á meðan þær skipt- ust á að vinna á tölvurnar. Við höf- um oft kennt áhugasömum nem- endum en þessar konur hreinlega þyrsti í nýja þekkingu og færni,“ seg- ir Geirlaug. „Mér fannst áhugaverð- ast hvað konurnar lögðu mikið á sig til sækja námskeiðin en þær gengu allt að klukkutíma leið með börn á bakinu eða handleggnum í 30 stiga hita og mættu á réttum tíma á hverj- um einasta degi. Þetta sýnir vel hvað þær eru staðfastar í að mennta sig og stíga þetta skref í átt að farsælla lífi sem menntun er lykillinn að,“ seg- ir Hulda. Kennt í útikennslustofu Námskeiðið fór fram í útikennslu- stofu í næsta nágrenni við grunn- skólann í þorpinu þar sem 850 börn gengu í skóla. Kennslan fór fram á ensku sem var þýdd yfir á Swahili af Restituta Joseph Surumbu sem starfar á Tanzanice farm og hefur lært ensku og ýmsar viðskiptagreinar á Íslandi. Hún er alin upp í þorpinu og var ómetanlegur hlekkur í kennsl- unni og undirbúningi námskeiðsins sem tengiliður við konur á svæðinu. Hún fylgir þeim einnig eftir að nám- skeiðinu loknu. Fyrsti kennsludag- urinn var nýttur í að ræða hvaða við- skiptahugmyndir konurnar hefðu og hvar þær sæju tækifæri í nærumhverfi sínu. Margar nefndu ræktun ávaxta og grænmetis, búfénað, smáverslanir með fatnað og matvæli, saumastofu, hárgreiðslustofu, veitingastað, verk- stæði og ritfangabúð. Eftir áeggjan kennaranna um að hugsa um nýj- ungar þá komu fram hugmyndir um sölu á vatni, lífrænt eldsneyti, smjör- framleiðslu og heimili fyrir munað- arlaus börn. Að sögn Geirlaugar var sú hugmynd sérstaklega ánægjuleg og fór Anna með konunum á fund bæjarstjórnar. „Sá fundur gekk vel og er verkefnið komið í farveg og verður vonandi að veruleika á næstu misserum ef allt gengur eftir,“ segir hún. „Þetta eru duglegar, hugrekkar og flottar konur sem sóttu námskeið- ið en sú yngsta var 22 ára og elsta 76 ára. Á námskeiðinu lögðum við mik- ið upp úr uppbyggingu á sjálfstrausti og að ögra þeim þannig að þær sjái tækifærin sem eru allt í kringum þær. Við hvöttum þær til að hugsa sjálf- stætt og gáfum þeim með námskeið- inu tól og tæki til að þær geti kom- ið hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er erfitt að gleyma þessum kon- um og ég hugsa um það á hverjum degi hvernig við getum tekið næstu skref,“ segir Hulda. Kenndu á námskeiðinu Máttur kvenna í Tansaníu Mynd tekin í kennslustund. Mikil litadýrð einkennir klæðnað kvennanna. Geirlaug í litríkum fatnaði frá Tansaníu. Ljósm. Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir. Mynd tekin í grunnskóla þar sem stefnt er að opnun heimilis fyrir munaðarlaus börn. Fremst á myndinni má sjá Önnu Elísabetu Ólafsdóttur aðstoðarrektor.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.