Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 23 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Víkingur Ólafsvík heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir komandi keppn- istímabil í Pepsideild karla í knatt- spyrnu. Sömdu Víkingar á dög- unum við sænska varnarmanninn Pontus Nordenberg sem síðast lék með Åtvidabergs FF í sænsku úr- valsdeildinni. Pontus er 21 árs gamall bakvörð- ur og hefur leikið á fjórða tug leikja í sænsku úrvalsdeildinni auk fjölda leikja með yngri landsliðum Sví- þjóðar. Eins og Skessuhorn greindi frá fyrr á þessu ári samdi framherjinn Pape Mamadou Faye við Víking og mun hann leika með liðinu í sumar. Þá hefur Alfreð Már Hjaltalín end- urnýjað samning sinn, en hann átti mjög gott tímabil í fyrra þegar Vík- ingur tryggði sér á nýjan leik sæti í deild þeirra bestu. Reynslubolt- inn Einar Hjörleifsson hefur einn- ig samið við Ólafsvíkurliðið. Ætlar hann að taka hanskana af hillunni og vera til taks á komandi keppn- istímabili. kgk Víkingar semja við sænskan bakvörð Bakvörðurinn Pontus Nordenberg í leik með einu af yngri landsliðum Svíþjóðar. Pontus samdi á dögunum við Víking Ólafsvík. Á páskadag lauk keppni á Evrópu- móti ungmenna (U18) í keilu en mótið var haldið í Keiluhöllinni Egilshöll. Íslendingar áttu nokkra fulltrúa á mótinu og þar á meðal tvo Skagamenn, Jóhann Ársæl Atl- ason og Jóhönnu Guðjónsdóttur úr ÍA. Íslendingunum gekk sæmilega á mótinu. Í tvímenningi í piltaflokki sigruðu Svíar með stórleik og í stúlknaflokki sigruðu Þjóðverjar í leik gegn Englandi þar sem úrslit- in réðust á síðustu köstum. Jóhann Ársæll lék með Ágústi Inga Stef- ánssyni úr ÍR og enduðu þeir í 28. sæti. Hjá stelpunum enduðu þær Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór Akureyri og Jóhanna Guð- jónsdóttir úr ÍA í 22. sæti. Þá urðu Slóvenar og Svíar Evrópumeist- arar í liðakeppni. Íslensku strák- arnir enduðu forkeppnina í 17. og næst neðsta sæti með 4.301 pinna eftir sex leiki, eða 179,2 í meðaltal. Stelpurnar enduðu í 9. og neðsta sæti með 3.842 pinna eftir sex leiki, eða 160,1 í meðaltal. Hæsta leik átti Jóhanna Guðjónsdóttir úr ÍA sem náði 209 leik. Síðasta keppnisgrein- in á mótinu var svokölluð Masters keppni þar sem 24 efstu piltar og stúlkur úr einstaklingskeppninni kepptu sín á milli með útsláttarfyr- irkomulagi. Vinna þurfti tvo leiki til að halda áfram uns einn stóð eftir sem sigurvegari. Það voru Svíarn- ir William Svensson og Casja Weg- ner sem sigruðu þá keppni. Sigur- sælasta þjóðin á mótinu voru Sví- ar en þeir tóku alls 5 gullverðlaun af 10 mögulegum auk 5 bronsverð- launa. grþ Tveir Akurnesingar kepptu á Evrópumóti ungmenna í keilu Íslenska liðið ásamt Guðmundi Sigurðssyni þjálfara. Ljósm. Keilusamband Íslands. Laust eftir hádegi miðvikudaginn 23. mars síðastliðinn voru veitt umferð- arverðlaun Domino‘s deildar kvenna fyrir seinni umferð keppnistímabils- ins. Valið var úrvalslið seinni um- ferðarinnar, besti þjálfarinn, dugn- aðarforkurinn og bestu dómararnir. Snæfell hlaut þar flestar viður- kenningar, eða þrjár talsins. Gunn- hildur Gunnarsdóttir fyrirliði og Haiden Denise Palmer voru báðar valdar í úrvalsliðið. Haiden skoraði að meðaltali 22,6 stig í leik, tók 11,4 fráköst og gaf fimm stoðsending- ar. Meðalframlag hennar í leik nam hvorki meira né minna en 25,8 fram- lagsstigum á síðari hluta tímabilsins. Gunnhildur skoraði að meðal- tali 10,8 stig í leik, tók 11,8 fráköst og gaf 3,5 stoðsendingar. Gerir það framlag upp á 11,6 að meðaltali. Snæfell vann ellefu af tólf leikjum sínum á síðari hluta keppnistímabils- ins, en það er sigurhlutfall upp á 92 prósentustig. Þarf því ekki að koma stórlega á óvart að Ingi Þór Stein- þórsson hafi verið valinn besti þjálf- arinn. Vert er að geta þess að eftir fyrri hluta tímabilsins var Ingi Þór einn- ig valinn besti þjálfarinn og Haiden var sömuleiðis í úrvalsliði fyrri um- ferðarinnar, þá ásamt Bryndísi Guð- mundsdóttur. kgk Tvær frá Snæfelli í úrvalsliðinu og besti þjálfarinn Haiden Palmer var valin í úrvalslið síðari umferðar Íslandsmóts kvenna ásamt Gunnhildi Gunnarsdóttur fyrirliða. Ingi Þór Steinþórsson var valinn besti þjálfarinn. Mynd úr safni. Körfuboltaveturinn er senn á enda og úrslitakeppnir hafnar eða um það bil að hefjast í tveimur efstu deild- um karla og kvenna. Þar etja fjögur lið af Vesturlandi kappi; Snæfell í úr- slitakeppninni um Íslandsmeistara- titil kvenna, Skallagrímur í 1. deild kvenna og ÍA og Skallagrímur í 1. deild karla. Karlaliði Snæfells hafn- aði í 9. sæti Domino‘s deildarinnar og missti því naumlega af sæti í úr- slitakeppninni sem þegar er hafin. Snæfell getur varið titilinn Ríkjandi Íslandsmeistarar Snæfells í körfuknattleik kvenna mæta Val í undanúrslitum úrslitakeppninnar um titilinn. Sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaleikinn. Leikið er til skiptis heima og heiman en Snæ- fell á heimaleikjarétt í viðureigninni og fer fyrsti leikur liðanna því fram í Stykkishólmi. Hann verður leik- inn í kvöld, miðvikudaginn 30. mars klukkan 19:15. Næsti leikur fer fram laugardaginn 2. apríl og sá þriðji í Hólminum þriðjudaginn 5. apríl. Komi til fjórða leiks verður hann í Valsheimilinu föstudaginn 8. apríl og ef oddaleik þarf til að knýja fram úrslit mun hann fara fram í Stykkis- hólmi mánudaginn 11. apríl. Fari Snæfellskonur með sigur af hólmi í viðureigninni gegn Val mæta þær sigurvegurunum úr við- ureign Hauka og Grindavíkur í úr- slitarimmu um Íslandsmeistaratitil- inn. Undanúrslit 1. deildar karla hafin Í úrslitakeppni 1. deildar karla er leik- ið um laust sæti í Domino‘s deildinni á næsta keppnistímabili. Þar hófst keppni í gær þegar Skallagrímur heimsótti Val í undanúrslitum. Leik- urinn hófst eftir að Skessuhorn fór í prentun og því er ekki greint frá úr- slitum hér. Lesendum er hins veg- ar bent á vef Skessuhorns þar sem greint er frá úrslitum leiksins auk þess sem fjallað verður um gengi lið- anna í næsta tölublaði. Skallagrím- ur á ekki heimaleikjarétt í viðureign þessari og annar leikur liðanna fer því fram í Borgarnesi föstudaginn 1. apríl næstkomandi og sá þriðji verð- ur leikinn mánudaginn 4. apríl. Þurfi fleiri leiki til að knýja fram sigurveg- ara verða þeir leiknir 7. apríl annars vegar og 10. hins vegar. Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá renna leikmenn ÍA einn- ig hýru auga til úrvalsdeildarsætisins. Í undanúrslitum mæta þeir Fjölni og eiga, líkt og Skallagrímur, ekki heimaleikjarétt. Fyrsti leikur þeirra viðureignar fer því fram í Grafarvogi í kvöld áður en liðin mætast öðru sinni á Akranesi föstudaginn 5. apríl næstkomandi og þriðja sinni mánu- daginn 4. apríl. Komi til fleiri leikja fara þeir fram 7. og 10. apríl. Það sama gildir í 1. deild karla og úrvalsdeild kvenna, þ.e. að sigra þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslita- viðureignina. Þurfa að bíða úrslitakeppninnar Skallagrímskonur lyftu á dögun- um deildarmeistarabikar 1. deild- ar kvenna í körfuknattleik, en þá hafði verið ljóst um nokkurt skeið að fyrsta sætið væri þeirra. Tryggði það þeim heimaleikjarétt í úrslitakeppn- inni um laust sæti í Domino‘s deild kvenna að ári. Deildarkeppni 1. deildar er aft- ur á móti ekki lokið enn, sökum þess hve mörgum leikjum þurfti að fresta í vetur. Því er hvorki ljóst þegar þessi orð eru rituð hverjir andstæðingar Skallagríms í úrslitakeppninni verða né hvenær hún fer fram. kgk/ Myndir úr safni. Fjögur Vesturlandslið í úrslitakeppnum Guðrún Ámundadóttir mun fara fyrir liði Skallagríms þegar úrslitakeppni 1. deildar kvenna hefst. Gunnhildur Gunnarsdóttir og félagar hennar í Snæfelli mæta Val í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um Íslands- meistaratitilinn. Ljósm. sá. ÍA sækir Fjölni heim í kvöld. Ljósm. jho. Skallagrímur hóf leik í gær viðureign liðsins gegn Val. Leikurinn var ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun en greint er frá honum á vefnum. Ljósm. Skallagrímur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.