Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 21 Konunglegt og glæsilegt antik sófasett Þetta fallega sófasett er til sölu. Það er danskt með mjög fallegu vínrauðu pluss áklæði sem sér ekki á. Settið saman stendur af sófa og 2 stólum með örmum og 2 minni stólum án arma. Verð 220 þús. Uppl. í S: 696-2334 eða ispostur@ yahoo.com. Ert þú að leita að fólki eins og okkur? Við mæðgur (37 og 4 ára) viljum flýja borgina og leitum því að hús- næði í Stykkishólmi. Erum með eindæmum þrifalegar, hófstilltar, reglusamar, heimakærar, gáfaðar, uppátækjasamar og glaðlegar. Eigum helling af dóti sem myndi varla fylla meira en þrjú herbergi, ekki væri verra ef herbergi væru fjögur svo amma geti heimsótt. drifapalin@gmail.com. Óska eftir leiguíbúð á Akranesi 24 ára einstaklingur úti á landi óskar eftir íbúð til leigu á Akranesi í a.m.k 1 ár, hugsanlega lengur, til í að skoða allt. Reyklaus, engin dýr. johann91@gmail.com. Íbúð í Borgarnesi til leigu 107 fermetrar íbúð á jarðhæð á Kveldúlfsgötu 18 er til leigu frá 1. maí eða 1. sept. Þrjú svefnherbergi, geymsla í kjallara, nýtt eldhús. Leiga 140 þúsund. gkarlbjarnason@ gmail.com Ungt par leitar að leiguhúsnæði á Akranesi Leitum að litlu leiguhúsnæði á Akranesi fyrir næsta vetur (ágúst - maí), erum reyklaus. S: 661-5849/659-0278. Húsnæði óskast til leigu Fjölskylda óskar eftir 4ja til 5 her- bergja húsnæði til leigu í Borgar- nesi eða nágrenni. Erum skilvís, reglusöm og bráðskemmtileg. Meðmæli geta fylgt sé þess óskað. irisbaldvins@gmail.com Húsnæði óskast í Stykkishólmi 5 manna fjölskylda óskar eftir hús- næði til leigu í Stykkishólmi ekki seinna en frá 1.júlí n.k.. Þarf helst að vera 4+ svefnherbergi , skoða einnig húsnæði sem inniheldur 3 svefnherbergjum. Guðrún Svana, s: 861-8066. Par óskar eftir húsnæði í Stykkishólmi Við erum par á aldrinum 24-25 ára að leita að húsnæði til lang- tímaleigu í Stykkishólmi. Við erum reyklaus, reglusöm og erum ekki með nein gæludýr. Okkur vantar húsnæði sem fyrst. Aron og Karen, s. 849-4210 og 845-8529. Stykkishólmur - miðvikudagur 30. mars Snæfell og Valur leika kl. 19:15 í úrslitakeppni kvenna í körfu- knattleik í Stykkishólmi. Grundarfjörður - miðvikudagur 30. mars Sólstöðukaffi í Suður - Bár frá kl. 19 - 21. Stefnumót við ferðaþjónustubónda og gesti hans. Sólin sest milli kl. 19:30 og 20:30. Svæðisgarðurinn kynnir samvinnuverkefni. Gef- um samveru. Kaffi, vöfflur og andlegt fóður. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Stykkishólmur - fimmtudagur 31. mars Bæjarstjórnarfundur í Ráðhús- loftinu kl. 17. Borgarbyggð - fimmtudagur 31. mars Blessað barnalán kl. 20:30. Ungmennafélagið Skallagrím- ur sýnir gamanleikinn Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnars- son. Sýnt er í félagsheimilinu Lyngbrekku. Miðapantanir í síma 846-2293. Borgarbyggð - fimmtudagur 31. mars Félagsvist í safnaðarheimilinu Félagsbæ, Borgarnesi kl. 20. Fyrsta kvöldið í þriggja kvölda keppni, sem dreifist á fjögur kvöld. Góð verðlaun, veitingar í hléi. Allir velkomnir. Borgarbyggð - fimmtudagur 31. mars Prjóna-bóka-kaffi í Bókhlöðu Snorrastofu kl. 20. Nú er komið að sjötta kvöldinu á þessu ári. Kvöldstund við hann- yrðir, spjall og kaffisopa í bók- hlöðunni. Allir velkomnir og munið að bókasafnið er opið til útlána þessi kvöld! Fullt af nýjum bókum! Hlökkum til að sjá ykkur. Borgarbyggð - 1. apríl Skallagrímur og Valur mætast í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfuknattleik í Borgarnesi. Leikurinn hefst kl. 19:15. Akranes - 1. apríl ÍA mætir Fjölni í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfuknattleik. Leikið verður í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi kl. 19:15. Borgarbyggð - föstudagur 1. apríl Óþarfa offarsi, AUKASÝNING í Logalandi kl. 20. Umf. Reyk- dæla sýnir átta hurða farsa eftir Paul Slade Smith. Leik- stjóri Ármann Guðmundsson. Illskiljanlegur leigumorðingi, góðgjarn borgarstjóri, frekar tregar en ákaflega viljugar löggur, kynsveltur endurskoð- andi, dauðhræddur yfirmaður öryggismála, gæðaleg borgar- stjórafrú. Hvernig fer þetta saman? Það er ekkert víst að neitt klikki! Miðapantanir í síma 435-1182/691-1182. Allra síðasta sýning! Borgarbyggð - sunnudagur 3. apríl Egils sögur á Landnámssetrinu kl. 16. Hinn ástsæli söngvari og lagasmiður Egill Ólafsson hefur tekið saman úrval sagna frá eftirminnilegum atvikum úr sínu viðburðaríka lífi og sett saman í tveggja tíma sýningu. Með frásögninni fléttar Egill lög við eigin undirleik. Sjálfur segist Egill ætla að segja okkur sögur af samtíð, fortíð og framtíð og ferðast í tímahulstri eigin tónlistar. Nánari upplýs- ingar og miðapantanir í síma 437-1600. Dalabyggð - laugardagur 2. apríl „Gróðurfar á Vestfjörðum og í Dölum“ á Laugum í Sælingsdal kl. 15. Hafdís Sturlaugsdóttir mun flytja erindi um gróður- far á Vestfjörðum og í Dölum á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal. Hafdís er bóndi í Húsavík á Ströndum og landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Sögu- stundin hefst kl. 15, en safnið er opið kl. 14-18. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna og kaffi á könnunni. Frítt er fyrir börn yngri en 18 ára. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni Markaðstorg Vesturlands HÚSBÚNAÐIR / HEIMILISTÆKI LEIGUMARKAÐUR Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna á www.SkeSSuhorn.iS fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM PISTILL Eftir að hafa verið hjúp- aður lambakjöti og súkk- ulaði eins og gulur páska- ungi er ég upprisinn líkt og Kristur, nema ég hræddi engar konur í leiðinni og venjulegt líf tekið við aftur. Dymbilvikan, helgasta vika ársins, virtist fara ágætlega fram að mínu mati þó ef- laust séu einhverjir ósam- mála þessari staðhæfingu. Skemmtilegast fannst mér að formaður Vantrúar héf páskavikuna með því að skrifa Indriðalegasta bréf til þjóðkirkjunnar og krafðist ógildingar fermingar sinn- ar, um þetta varð gerð frétt á eyjunni og athugasemda- kerfið tók skemmtilegan snúning þar sem bréfritar- inn lagði gildru fyrir hálf- lesara með því að rífast við sjálfan sig. Hvað er hálfles- ari eiginlega? Hálflesari er einstaklingur sem les bara fyrirsagnir og fer svo að rífast í athugasemdakerf- inu, skýtur fyrst og spyr svo. Nú hvað annað gerð- ist, fullt af bronsgylltum hálfguðum kepptu í vöðva- keppni og hlutu mikið lof fyrir, Lóan mætti og Sigmundur vin- ur Kára DeCode birti eins konar spurt og svarað færslu á bloggsíð- unni sinni að morgni Páskadags. En hvað um það, mig lang- ar að tala um skegg því Mottum- ars er liðinn undir lok. Síðastliðnar tvær vikur hef ég leyft gjöf minni að vaxa óheft og hlíft kinnbein- inu við Wilkinson´s Sword rakvél- arblaðinu við ómælda gleði betri helmingsins. Mögulega er ég illa haldinn skeggþoku því skynja ekk- ert annað en gleði yfir þessu fram- taki mínu, ég ákvað að sýna húð- inni þolinmæði og er í miðri upp- skeru. Óður minn til gleðinnar er skegglína sem ég vissi ekki að ég ætti til og hugsa ég um það líkt og sjáaldur augna minna. Ég fjárfesti meira segja í einhverjum ítölskum skeggaáburði sem á að draga úr vaxtaverkjum og útbrotum. Skegg er nefnilega eiginlega það eina sem karlmenn geta beitt á sjálfa sig til að tóna andlitið, til eru ógrynni af vörum fyrir konur til að tóna grímuna en karl- menn hafa eiginlega bara tvo hluti, skegg og tattú. Ef þú ert ekki stríðsherra eða Mike Tyson þá held ég að óheft andlitshár séu ágætis leið til að skreyta sig í stað andlitstattús. Upp hefur risið hálfgerð hreyfing í kringum skegg- vöxt karla í hinum vestræna heimi. Hvar sem ég leita á netinu koma pistlar skrifað- ir af karlmönnum um aðra karlmenn og dásamað yfir því hversu fallegir menn með skegg séu. Skeggþokan liggur yfir öllu og umlyk- ur kjálkabein karlmann, ég er ekki undanskilin henni og hef eytt mörgum mínút- unum fyrir framan spegil- inn í að dást að sjálfum mér. Það hefur nefnilega orðið sú breyting að samfélagið er hætt að líta á menn með skegg sem óhirta húskarla, í staðinn er litið á þá sem einskonar nútímútgáfu af Narc- issus, grísku goðsagnarinnar sem drukknaði í vatnsbrunninum þeg- ar hann gleymdi sér í spegilmynd sinni, því hún var svo falleg. Ég hugsa að næsta skref í skeggvegferð minni sé að endurvirkja Instagram reikninginn minn, safna í hársnúð, drekka sjaldgæft kaffi úr verklegum leirbollum í vaff hálsmálsbolnum mínum og safna hjörtum. Axel Freyr Eiríksson Gjöf sem gleður 18. mars. Stúlka. Þyngd 3.605 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Hildur Gunnarsdóttir og Samúel Ágúst Samúelsson, Akranesi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 21. mars. Stúlka. Þyngd 3.360 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Kolbrún Ósk Pálsdóttir og Guðjón Hrannar Björnsson, Hellissandi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir / Ólafía S. Einarsdóttir 23. mars. Drengur. Þyngd 3.235 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Vordís Svala Jónsdóttir og Sigurður Jakob Guðjónsson, Egilsstöðum. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. 18. mars. Stúlka. Þyngd 3.024 gr. Lengd 47 sm. Foreldrar: Erla Dís Torfadóttir og Theódór Dagur Ólafsson, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir / Ólafía S. Einarsdóttir. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.