Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 19 ingaáætlun fyrir fólkið og er í sam- skiptum við það á samfélagsmiðl- unum og í gegnum tölvupóst.“ Músík og myndir Rúnar er einnig söngvari í rokk- hljómsveitinni Endless Dark og er mikið að gerast hjá þeirri sveit um þessar mundir. „Já, það er plata á leiðinni hjá okkur sem kemur út á þessu ári og svo verður einhver spila- mennska fylgjandi því,“ segir hann en strákarnir í Endless Dark verða til dæmis á rokkhátíðinni Eistna- flugi sem verður haldin í Neskaup- stað í byrjun júlí. „Við erum bún- ir að vera mikið að æfa og taka upp síðustu misserin og það hefur verið mikið í gangi hjá okkur,“ segir Rún- ar og greinilega spennandi tímar framundan hjá sveitinni. Rúnar er einnig smitaður af ljós- myndabakteríunni og keypti sína fyrstu myndavél í ágúst í fyrra. „Já, ég er nýkominn með þessa ljós- myndadellu og hef afskaplega gam- an af því að taka myndir. Ég er mest að taka landslags- og andlitsmynd- ir en oft fæ ég unnustu mína til að sitja fyrir,“ segir Rúnar og glottir en hann á margar gullfallegar mynd- ir sem hann hefur tekið síðan hann keypti myndavélina og við eigum eflaust eftir að sjá meira af þessum snaggaralega orkubolta í framtíð- inni. Það er ljóst að Rúnar er með mörg járn í eldinum og af nægu er að taka þegar rætt er við þennan mikla kappa. tfk/ Ljósm. úr einkasafni Rúnars Geirmundssonar. Rúnar Geirmundsson er ung- ur kraftlyftingarmaður ættaður frá Grundarfirði en hefur síðustu ár verið búsettur í Reykjavík. Þar starfar hann sem framkvæmda- stjóri Bleksmiðjunnar ásamt því að bjóða upp á einka og fjarþjálfun í kraftlyftingum. Þegar fréttaritari tekur Rúnar tali er það fyrsta sem vekur athygli órafjöldi af húðflúrum sem hann skartar. „Ég fékk fyrsta húðflúr- ið þegar ég var nákvæmlega 18 ára og eins dags gamall en það mátti víst ekki fyrr,“ segir hann. Rún- ar fékk sér þá germanskar rúnir á þríhöfðann sem tákna Geirmunds- son. „Það er líklega eina flúr- ið sem ég sé eftir en ég veit alveg sjálfur að ég er Geirmundsson og þarf ekkert að merkja það sérstak- lega,“ segir Rúnar hlæjandi. Þeg- ar Rúnar er inntur eftir fjölda húð- flúra segist hann ekki hafa hug- mynd um það. „Ég er í rauninni að safna í eitt stórt húðflúr og ef ég á að giska þá held ég að í kringum 70% af líkamanum sé þakinn húð- flúri. Ég stefni á 100% innan fimm ára,“ segir Rúnar og er ekkert að grínast með þetta. „Ég ætla að vera með eitt risastórt húðflúr um allan líkamann fyrir utan andlitið“ seg- ir hann alvarlegur í bragði. „Það er ekki langt að fara enda er ég fram- kvæmdastjóri í Bleksmiðjunni sem er flottasta húðflúrstofa landsins og þótt víðar væri leitað,“ segir Rúnar og hlær en öll húðflúrin eru frá Bleksmiðjunni. Sigursæll kraftlyftingamaður Rúnar er margverðlaunaður kraft- lyftingamaður en hann er Íslands-, Evrópu- og heimsmeistari í grein- inni og einnig Íslands-, Evrópu- og heimsmethafi í þeim þyngdarflokk- um sem hann hefur keppt í. „Ég hef verið að keppa í 67 kg flokki, 75 kg flokki og 82 kg flokki en ég er 79 kg í dag,“ Segir Rúnar. „Ég á heims- met í 67 kg og 82 kg flokkum og er einn af fjórum Íslendingum sem hafa átt gildandi Íslandsmet í þrem- ur þyngdarflokkum samtímis,“ bætir Rúnar við. „Ég var til dæm- is 87 kg í nóvember og var búinn að skera mig niður í 78 kg þegar ég keppti í Manchester í byrjun mars,“ segir Rúnar en þar lenti hann í öðru sæti. „Já það var í rauninni í fyrsta skiptið sem ég vann ekki mót sem ég tek þátt í og ég stefni á að bæta úr því á næsta móti,“ segir Rúnar léttur í bragði en stefnan er sett á heimsmeistaramót í Serbíu í sept- ember næstkomandi. „Ég er að byrja á æfingaáætlun fyrir það mót en það kemur í ljós hvort ég keppi í 82,5 kg flokki eða 75 kg flokki. Ég get keppt í báðum þessum flokk- um.“ Rúnar er með einkaþjálfun ásamt því að bjóða upp á fjarþjálfun. „Ég er með ellefu manns í einkaþjálf- un og er þá með hvern einstakling þrisvar í viku í eina klukkustund í senn,“ segir Rúnar en fimm af þess- um ellefu eru að keppa í kraftlyft- ingum á móti um næstu helgi. „Svo er ég með fjóra til fimm einstak- linga í fjarþjálfun en þeir geta verið hvar sem er í heiminum. Ég var til dæmis með par í Svíþjóð í fjarþjálf- un,“ segir Rúnar. „Þá bý ég til æf- FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2016 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 7. apríl Föstudaginn 8. apríl Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 01 6 Húðflúraður rokksöngvari með kraftlyftinga- og ljósmyndadellu „Ég er nýkominn með þessa ljósmyndadellu og hef afskaplega gaman af því að taka myndir,“ segir Rúnar sem tók þessa fallegu norðurljósamynd að kvöldi páskadags. Tekið á því í hnébeygjunni. Rúnar hefur sett Íslands-, Evrópu- og heimsmet í kraftlyftingum í þeim flokkum sem hann hefur keppt í. Rúnar Geirmundsson frá Grundarfirði. Á sviði með hinni goðsagnakenndu harðkjarnasveit Endless Dark frá Snæfellsnesi. Von er á plötu frá sveitinni á næstunni auk þess sem hún mun troða upp á Eistnaflugi í sumar. Ljósm. Aðalsteinn Valur Grétarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.