Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 20162 og áður sagði er það samdráttur í síldar- og loðnuafla sem skiptir sköp- um í þessu samhengi. Aftur á móti eykst heildarafli botn- fisks annars vegar og hryggleysingja og krabbadýra hins vegar. „Á fyrstu 6 mánuðum yfirstandandi fiskveiði- árs veiddu íslensk skip um 17 þúsund tonnum meira af þorski (13,4%) og um 3,5 þúsund tonnum meira af ýsu (17,8%) en á sama tímabili á fyrra ári. Þá dróst ufsaaflinn saman á milli ára um 4 þúsund tonn eða um 18,5%. Heildaraflinn í botnfiski er um 18,5 þúsund tonnum meiri (8,5%) en á fyrra ári,“ segir á vef Fiskistofu. „Helstu tíðindi af afla í hryggleys- ingjum og krabbadýrum borið sam- an við sama tímabil fyrra árs er að aflinn eykst um rúmt eitt þúsund tonn, þ.e. frá rúmum 3 þúsund tonn- um í fyrra upp í rúm 4 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Er þessi aukning mest vegna aukinnar veiði í rækju (10%), hörpudiski (138%) og sjæbúgum (138%).“ kgk Vor er í lofti og af því tilefni hafa margir dregið fram reiðhjólin. Víðast hvar má sjá fólk á hjóli, ekki síst börn. Við minnum alla á að fara varlega í umferðinni og taka tillit til þeirra sem eru hjólandi og að sjálfsögðu minnum við hjólreiðafólk á að yfirfara reið- hjól sín og að nota hjálm. Á morgun spáir vaxandi austanátt. Stöku él sunnanlands en bjartviðri verður um land- ið norðan- og vestanvert. Austan 10 - 20 um kvöldið, hvassast með suðurströndinni og snjókoma eða slydda á Suðausturlandi. Hiti um og yfir frostmarki, en frost 1 til 6 stig norðaustanlands. Á föstudag verður áfram- haldandi austanátt, víða bilinu 13 til 18 m/s. Rigning eða slydda sunnan- og austanlands en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 2 til 7 stig og fer að draga úr vindi seinnipartinn. Um helgina spáir austan- og suðaustan 5 til 13 með skúrum eða jafnvel slydduéljum en þurrt að kalla á Norðurlandi. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn. Á mánudag snýst líklega í norðlæga átt með kólnandi veðri. Slydda eða snjókoma með köflum norðan til en bjart syðra. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað hefur þú í matinn á páskadag?“ Langflestir sögðust hafa lambakjöt í mat- inn, eða 33,62%. „Svínakjöt“ svöruðu 17,94% en 10,45% svöruðu „Borða bara súkkulaði á páskadag“. 9,76% borðuðu fisk á páskadag en 9,06% nautakjöt. 8,01% svarenda borð- uðu grænmetisrétt á páskunum en 7,84% villibráð. Fæstir ætluðu að hafa alifuglakjöt í matinn, eða 3,31% svarenda. Í næstu viku er spurt: Hvað er eftirlætis sjónvarpsefnið þitt? Georg Breiðfjörð í Stykkishólmi er elsti nú- lifandi Íslendingurinn. Hann fagnaði 107 ára afmæli síðastliðinn laugardag. Georg er Vestlendingur vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Jafnrétti í sveitarfélögum LANDIÐ: Samband íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir mál- þingi og námskeiði um jafn- rétti í sveitarfélögum dagana 31. mars og 1. apríl nk. „Þessir viðburðir eru skipulagðir með vísun til stefnumörkunar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018 þar sem segir að sambandið skuli hvetja og styðja sveitarfélögin í því að ná fram jafnrétti kynjanna í reynd,“ segir í tilkynningu frá sambandinu. „Sérfræðingar frá sænska sveitarfélagasamband- inu, SALAR, munu vera með kynningu á málþinginu 31. mars og leiðbeinendur á nám- skeiðinu 1. apríl. SALAR hef- ur um nokkra ára skeið, með fjárstuðningi frá sænska rík- inu, stutt sænsk sveitarfélög í að gera jafnréttismál sjálfbær inn- an sveitarfélaga. Áherslan hefur verið á að kynjasjónarmið séu samþætt inn í starfsemi sveit- arfélaga og aðferðir kynjasam- þættingar nýttar til að veita íbú- um betri og skilvirkari þjón- ustu.“ Bæði málþingið og nám- skeiðið verður haldið á Grand hótel í Reykjavík. Skráning fer fram á vef sambandsins. -kgk Leiðrétting vegna Útlendra Skagamanna AKRANES: Í umfjöllun Skessuhorns 9. mars síðast- liðinn um fundinn „Útlend- ir Skagamenn“ sem boðað var til á Rótarýdeginum á Akranesi var vegna misskilnings ranglega greint frá því að Uchechukwu Michael Eze hefði sagt að mik- il fátækt væri í Nígeríu. Hvort sú fullyrðing er sannleikanum samkvæm er aukaatriði í þessu samhengi því það voru sannar- lega ekki orð Uche. Hann sagði orðrétt á fundinum: „Við höf- um ekki félagslegt kerfi eins og hérna. Þar skiptir mestu máli að eiga góða fjölskyldu sem hjálp- ar manni þegar eitthvað kemur fyrir. En öll erum við eins inn við beinið og viljum bara eiga nóg fyrir okkur og að heilsan sé í lagi.“ Enn fremur vakti hann í lok er- indis síns máls á því að Íslend- ingar hefðu hefðu tekið sér vel en blaðamanni láðist að taka fram að sérstaklega ætti hann þar við íslensku fjölskyldu sína. „Íslendingar og þá aðallega ís- lenska fjölskyldan mín hefur tekið vel á móti mér og ég er stoltur af því að vera Íslend- ingur,“ sagði Uche. Leiðréttist hvort tveggja hér með og biðst blaðamaður velvirðingar á að hafa mistúlkað orð Uche. -kgk STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Heildarafli íslenska flotans á fyrstu sex mánuðum fiskveiðiársins 2015 til 2016, frá 1. september 2015 til loka febrúar 2016, nam tæpum 472 þús- und tonnum upp úr sjó. Til saman- burðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 648 þúsund tonn. Þetta er samdráttur í heildarafla sem nemur um 27,2 prósentum eða rúmlega 176 þúsund tonnum. Skýrist samdráttur- inn að mestu leyti af minni síldar- og loðnuafla í ár en á sama tíma í fyrra. Mikill samdráttur er á heildar- afla uppsjávarfisks. „Borið saman við sama tímabil á síðasta fiskveiðiári er nú mikill samdráttur í uppsjávarfiski. Heildaraflinn fer milli ára úr rúm- um 423 þúsund tonnum í rúm 227 þúsund tonn og dregst saman um 46,3%,“ segir á vef Fiskistofu. Eins Rúmlega fjórðungs samdráttur á heildarafla flotans Loðnu dælt úr Venusi á Akranesi. Nú um páskana var ruddur sá hluti á Fróðárheiði þar sem notaður hef- ur verið vetrarvegur síðan í des- ember. Voru skaflarnir stórir og miklir og ruðningarnir sem mynd- uðust eru líklega vel yfir þrjá metra á hæð. Ekki þarf þó mikið til að hún lokist aftur á þessum stað en hann er mjög snjóþungur. En stutt er í vorið að vonandi snjóar ekki meira á næstunni svo þurfi ekki að loka Fróðárheiði meira þennan vetur- inn. þa Fróðárheiði rudd Michelle Bird fékk rós vikunn- ar í Vetrar-Kærleik Blómaseturs- ins – Kaffi kyrrðar í Borgarnesi. Um Michelle Bird segir í tilnefn- ingunni: „Þú ert jákvæð og bros- mild. Þú geislar og gefur af þér mikla gleði. Það er fallegt hvað þér er annt um Borgarfjörð og hvað þér finnst æðislegt að búa í Borgarnesi. Þú styrkir samfélagið á listrænan og uppbyggilegan hátt.“ Michelle er vel að rósinni komin. kgk Michelle Bird er rósarhafi vikunnar Um fimmleytið að morgni föstu- dagsins langa barst Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar útkall. Logaði þá eldur í útikofa í bakgarði húss við Vitateig á Akra- nesi. Slökkvistarf gekk hratt og örugglega og eldurinn hafði að fullu verið slökktur hálfri klukku- stund síðar. Engin slys urðu á fólki en kofinn er gerónýtur. Eldsupptök eru ekki kunn. Talið er að jafnvel hafi verið um íkveikju hafi verið að ræða en málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vesturlandi. kgk Útikofi brann á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.