Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 201616 Glæða von og gleðja sinnið - gefa lit á náfölt skinnið Vísnahorn Um tíma var það siður hjá hinum pólitísku dag- blöðum að þar skrifuðu allbeittir pennar und- ir dulnefnum. Einn slíkur nefndi sig Duf- gus og skrifaði pistla sína í Tímann. Ekki veit ég fyrir víst hver stóð þar að baki. Ýms- ir grunuðu Jón Helgason fyrrverandi ritstjóra en hann mun hafa borið af sér sakir. Veit ég ekki hvort sannleikurinn kom nokkurntíma fram en gaman væri nú ef einhver vissi? Svo mikið er víst að Dufgus eltist sem aðrir menn og kenndi sér ýmissa líkamlegra meina. Fór hann þá sér til heilsubötunar á náttúruleys- ingjahælið í Hveragerði og kvað um veru sína brag sem birtist síðar í Morgunblaðinu: Hvítt veit ég hveiti, hverjum manni illt. Ei neinn þess neyti. Neggi fær það spillt. Vantar víst kraftinn, vambar skemmir stað, klessist í kjaftinn. Kannast ég við það. Sykur svanhvítur, svei þeim mat til grunns. Lífsharm sá hlýtur, sem hann sér ber til munns. Er einskis nýtur, eins og vænta má. þungt böl hans bítur barka lífsins á. Óholl er ýsan, út í gigt því slær. Vanda á sér vísan vömb, sem hana fær. Farðu ekki að fúska. Föl þá gjörist kinn. Æ, komdu nú, krúska, kviðinn fylltu minn. Mannkindum kvöl er kaffið beizkt og svart Bannsett það böl er, bráðdrepandi margt. Vont varð mér ketið. Váleg fýla gaus. Ég hef það étið. Ég er heilsulaus. Gott er í Gerði, gamla heilsan bætt. Mörgum málsverði milt að svöngum lætt. Því er, að þar sem þýtur blær við kinn, — hvenær og hvar sem hvitlauksilm ég finn. Heill sé þeim haga, hvar horuð kindin beit, margfyllti maga, miskunn grasa leit. Óeðli andans er eggjahvíturíkt. Fari til fjandans fiskur, kjöt og slíkt. Lengi áttum við Íslendinga í stöðugri bar- áttu við verðbólguna. Nú eða lærðum að lifa með henni eins og öðrum náttúrulögmálum. Verðhjöðnun hefur held ég aldrei verið vanda- mál hérlendis eða allavega er þá mjööööög langt síðan það var. Á dýrtíðartímum, líklega 1945 kvað Bragi Jónsson: Saman dragast bænda bú breytist fátt til þrifa. Það er dýrt að deyja nú, dýrara þó að lifa. Það var mjög algengt hér áður að menn fóru á vertíð úr sveitum landsins. Annað hvort til Vestmannaeyja eða á Suðurnesin eða Akranes. Þeir Kristinn Bjarnason sem síðar var kennd- ur við Ás í Vatnsdal og Ásgrímur sonur hans sem seinna bjó í Ásbrekku fóru gjarnan til Vestmannaeyja meðan þeir bjuggu í Borgar- holti í Biskupstungum. Eitt sinn biðu þeir þar saman á gatnamótum og tóku sér fyrir hendur að yrkja um alla sem fóru framhjá. Annar um austur-vestur fara en hinn um norður-suður stefnendur. Stundum munu þeir reyndar hafa þurft að hjálpast að ef umferð varð mikil. Ekki töldu þeir þó að allt hefði það verið djúpur skáldskapur og þessi vísa tekin sem dæmi: Þunnan vanga þessi ber, þykir krangalegur. Út á Tanga ætlar sér, er það langur vegur. Í vorblíðunni nú á dögunum orti Björn Ing- ólfsson: Sólin á himninum hækkaði um fet þá hitnaði af fögnuði jörðin en skaflinn í brekkunni bölvaði og grét og bráðnaði og hvarf oní svörðinn. Mikið er til af góðum vorvísum sem væri eflaust ástæða til að rifja upp. Þessi er eftir Kristin Bjarnason frá Ási: Lífið þor og fögnuð fær frið við horinn semur. Þrautasporum þokar fjær þegar vorið kemur. Nú er nýafstaðið jafndægri á vori og þann dag kvað Sigrún Haraldsdóttir: Skúrir væta, skarir molna, skaflar hjaðna, sitrar vatn um svörð og rætur, söm er lengdin dags og nætur. Sólin er á sinni vissu sigurgöngu, hærra mun á himni rísa, heimi öllum skærar lýsa. Vekja mun hún vallargrös og vorsins angan, kalla úr suðri kæra gesti, kríur, lóur, spóa og þresti. Folöldum hún fagna mun og frískum lömbum. Glæða von og gleðja sinnið, gefa lit á náfölt skinnið. Það mun hafa verið Páll Ásgeir Ásgeirsson sem orti þessa ágætu vorvísu sem ég hef víst áður birt höfundarlausa: Sólin eins og Luxorlampi ljómar yfir skít og slor. Nú fer ég að ná upp dampi. Nú er loks að koma vor. Tilvera Guðs hefur orðið mörgum íhug- unarefni og enda ýmsar niðurstöður fengist úr þeim vangaveltum. Þó breytum við engu þar um því sé hann (eða hún) ekki til verður svo ekkert frekar þó við trúum að svo sé en ef hann er til þá breytum við engu með því að trúa ekki. Trúlega er öruggast að reyna bara að vera sæmilegur maður sjálfur og vona það skásta. Ólafur Sigfússon í Forsæludal kvað við kunningja sinn: Engin mun þig öflug trú upp i hæðir bera, hattbörðin ef heldur þú himins takmörk vera. Ætli sé svo ekki rétt að enda þetta með vísu eftir Jochum M. Eggertsson: Bláa skeiðar himins hind hálofts breiða vegi til að greiða lá og lind ljós af heiðum degi. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S: 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Dagbjört Lína Kristjánsdóttir kenn- ir stærðfræði í 5. og 6. bekk í Grunn- skólanum í Grundarfirði. Hún hef- ur lengi beitt vendikennslu í sínu starfi og um allnokkurt skeið falið nemendum sínum að búa til vendi- kennslumyndbönd. „Þetta er þann- ig að í lok hvers kafla, til upprifjun- ar, þá læt ég börnin búa til vendi- kennslumyndbönd um efni kaflans, sem þau síðan varpa upp á skjáinn og kynna fyrir samnemendum sínum,“ segir Lína í samtali við Skessuhorn. Með því taka nemendur sæti kenn- arans. „Kennarinn er sá sem er alltaf að miðla þekkingu og útskýra hluti fyrir öðrum. Með því að láta nem- endur fara í hlutverk kennarans þá miðla þeir sinni vitneskju, þeir læra mikið af því að kenna það sem þeir eru sjálfir að nema. Mergur málsins er sá að maður lærir svo mikið af því að kenna öðrum,“ segir hún. Lína segist skipta nemendum upp í hópa og leyfa þeim að hafa svolítið frjálsar hendur varðandi það hvernig þau kjósa að búa til kennsluefni sitt. Þau geta stuðst við ýmis öpp sem finna má í spjaldtölv- um grunnskólans, til dæmis Expla- in Everything, Educreations, iMo- vie og Book Creator. Einnig segir Lína að nemendur hafi farið aðrar og enn óhefðbundnari leiðir. „Þar sem þau hafa nokkuð frjálsar hend- ur hefur margt skemmtilegt og gott komið út úr þessu í gegnum tíðina, eina skilyrðið er að þau fari svolítið afsíðis til að taka upp myndböndin til að fá frið í upptökum á tali. Einu sinni endaði hópur í geymslu skól- ans að taka upp. Þar nýttu krakk- arnir sér ýmsa hluti sem þau fundu til að útskýra almenn brot,“ nefnir hún sem dæmi. Ófeimin við að nýta sér tæknina Aðspurð segir Lína að börnin láti vel af vendikennslumyndböndunum og að þau hafi gefist mjög vel í bland við hefðbundnari kennslu. Einnig læri þau margt annað en stærðfræði þó að hún sé viðfangsefni myndband- anna. „Þegar myndböndin eru tilbú- in varpa þau þeim upp á skjáinn og kynna fyrir samnemendum sínum. Þannig læra þau að koma fram og tjá sig, eins og sagt er til um í aðal- námskránni,“ segir hún og bætir því við að börnin læri að miðla þekkingu sinni og læra af reynslu annarra. „Þau eru dugleg að deila reynslunni og ón- ísk að leyfa öðrum að nýta sínar hug- myndir, sem er svo hollt því það er gott að leyfa hugmyndum að vaxa,“ segir Lína. Þá sé einnig mikil hug- myndavinna falin í gerð myndband- anna og einnig oft og tíðum leikræn tjáning, sem ekki er alltaf tengd við stærðfræði. „Þannig að það er heil- mikil sköpun fólgin í þessari vinnu,“ segir hún og bætir því við að mik- il ánægja ríki meðal barnanna þegar sýna á afrakstur erfiðisins. Auk þessa verkefnis notar Lína einnig tölvuleikinn Minecraft í sam- félagsfræðikennslu. Þar skapa nem- endur hennar veröld Leifs heppna. Það er því morgunljóst að Lína er ófeimin við að nýta tæknina í sína þágu við kennsluna. „Að mínum dómi ber okkur kennurum skylda til að fylgja á eftir tækniframförum. Við verðum að vera óhrædd við að koma með eitthvað nýtt inn í kennslu- stofuna jafnvel þó við þurfum sjálf að læra á það,“ segir hún og bæt- ir því við að krakkarnir séu svo klár- ir að prófa sig áfram þegar kemur að tækninýjungum að kennarar geti ein- faldlega lært af þeim. „Aðalatriðið er að vita hvernig maður ætlar að leggja kennsluefnið inn, maður lærir bara á tæknina síðar,“ segir Lína og kveðst hvergi nærri hætt að svipast um eft- ir spennandi nýjungum. „Ég er bara rétt að byrja. Ég stefni á að verða enn á fullu að afla mér þekkingar þeg- ar ég hætti að kenna 67 ára gömul. Annars held ég að maður staðni bara og verði leiður á kennslunni.“ kgk „Maður lærir svo mikið af því að kenna öðrum“ Dagbjört Lína og nemendur hennar kynna vendikennsluverkefnið fyrir mennta- málaráðherra. Skjáskot úr myndbandi nemenda þar sem farið hefur verið út með snjalltæki mynd tekin í nærumhverfinu til notkunar í verkefninu. Hér má sjá hvar Kirkjufellið hefur verið notað til að útskýra hvað trapisa er. Formin eru skoðuðu og kynnt á fjölbreyttan hátt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.