Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 5 Pípulagningaþjónustan Hilmir B ehf hefur verið starfrækt frá árinu 2011. Nýlega var verkstæði og lag- er þjónustunnar opnaður í Brák- arey í Borgarnesi. Hilmir B. Auð- unsson pípulagningameistari er eigandi fyrirtækisins. Þegar hann hóf rekstur þess árið 2011 var hann með verkstæði í bílskúrn- um við heimili sitt á Akranesi en kvest alla tíð hafa fengist mest við pípulagnir í Borgarnesi og Borgar- firði. „Frá því ég stofnaði fyrirtæk- ið hefur mesta umfangið alltaf ver- ið hér í Borgarnesi og nágrenni, gróflega áætlað um 90% allra okk- ar verkefna. Það var því eina vitið að opna verkstæðið hér og gera út héðan,“ segir Hilmir. Síðastliðið haust fékk fyrirtækið svo húsnæði í Brákarey, í gamla stórgripaslát- urhúsinu. „Þess vegna er mynd af kusu á hlið hússins,“ útskýrir Hilmir léttur í bragði. Undir eins var ráðist í að koma verkstæðinu í gagnið en samhliða því var kom- ið upp lager. „Við munum keyra á lagerhaldi þannig að við eigum allt það helsta á staðnum. Þannig sparast tími sem annars færi í búð- arferðir og leit að vörum. Verkin ættu að ganga hraðar fyrir vikið,“ segir hann. Auk Hilmis starfa tveir fastir starfsmenn hjá fyrirtækinu, Finn- ur Guðmundsson pípulagninga- meistari og Ingi Sigurður Ólafsson nemi. Annast þeir allar almenn- ar pípulagningar, frá viðhaldi og viðgerðum til pípulagna í nýbygg- ingum. Þar að auki hefur Hilm- ir sótt sér réttindi til plastsuðu og uppsetningar vatnsúðakerfa. Seg- ir hann ekki síst plastsuðuréttindin hafa komið sér vel. „Ég hef nokk- uð verið að sjóða fyrir Borgarverk og Orkuveituna í gegnum tíðina, það hefur verið ágætt að gera í plastsuðunni,“ segir hann. Raunar segir hann að verkefnastaðan hafi almennt verið góð í gegnum tíð- ina. „Það gekk vel eftir að ég byrj- aði og verkefnunum fór að fjölga. Það hefur bara verið fínt að gera alla tíð og stöðugt, sem er ekki endilega viðbúið í þessum geira,“ segir Hilmir og Finnur tekur und- ir með honum. „Einhvern veginn hefur aldrei fallið mikið út þrátt fyrir að stundum hafi litið út fyr- ir að það væri öðruvísi. Það hefur gengið mjög vel og viðskiptavinir okkar hafa almennt verið ánægð- ir,“ segir Finnur. Vantar fleiri pípara Sökum þess að á verkstæðinu í Borgarnesi eru samankomnar þrjár kynslóðir pípara, það er meistara og nema, ef svo má að orði kom- ast, stenst blaðamaður ekki mátið að spyrja þá hvers vegna þeir lögðu iðngreinina fyrir sig. „Ég man nú bara ekki af hverju ég gerðist píp- ari, ég er búinn að vera svo lengi,“ segir Finnur og hlær við. „Ég lærði til pípara ´68. Byrjaði að vinna hjá pabba og festist og ég er enn í þessu,“ segir hann en bætir því við að honum hafi alltaf líkað vel og aldrei íhugað af neinni alvöru að breyta til. Hilmir kveðst hafa lagt pípu- lagningar fyrir sig eftir að hann hætti á sjónum. „Ég var togarasjó- maður frá 17 ára aldri en hætti 24 ára gamall og fór fljótlega í píp- arann eftir það. Ég fann fljótt að þetta væri það sem ég ætlaði að fást við um ókomna tíð. Mér fannst pípulagnir skemmtilegasta vinna sem ég hafði unnið við á ævinni og mér finnst það enn,“ segir Hilmir. Ingi kveðst hins vegar ekki ákveðinn í að leggja pípulagning- ar fyrir sig til frambúðar. Hann sé á leið í verkfræðinám. Engu að síður hafi hann langað að öðlast reynslu af pípulagningum og ber hann starfinu vel söguna. „Þetta er starf sem krefst einhvers af manni, ólíkt sumum störfum þar sem maður lærir allt sem í starf- inu felst á fyrstu tveimur vikun- um. Ég er enn að læra nýja hluti hérna nánast á hverjum degi,“ seg- ir hann. „Þetta er fjölbreytt starf og það vantar fleiri pípara,“ bætir Hilmir við og Finnur vekur máls á því að starfsöryggi pípara sé gott. „Þó ekki sé alltaf á vísan að róa í þessum geira þá man ég ekki eft- ir pípara sem hefur orðið atvinnu- laus. Hvorki hef ég sjálfur misst vinnuna né þeir sem ég hef starfað með og þekki til, þrátt fyrir að ým- islegt hafi gengið á í gegnum tíð- ina,“ segir Finnur. „Það er einmitt málið, það er alls staðar hægt að fá vinnu sem pípari. Alls staðar eru launin prýðileg, píparar eru eftir- sóttir í vinnu og ég myndi glaður taka á móti fleiri mönnum,“ segir Hilmir. kgk Pípulagningaverkstæði og lager Hilmis B ehf. opnaður í Borgarnesi Hilmir fyrir utan nýopnað verkstæðið og lagerinn í Brákarey í Borgarnesi. Þrír fastir starfsmenn vinna hjá pípulagningaþjónustunni Hilmir B ehf. F.v. Finnur Guðmundsson pípulagningameistari, Hilmir B Auðunsson pípulagningameistari og Ingi Sigurður Ólafsson nemi. Um þessar mundir verða breyting- ar á starfsmannahaldi Landbún- aðarsafns Íslands á Hvanneyri. Jó- hannes Ellertsson lætur af störfum sökum aldurs, en hann hefur unnið á safninu um þrettán ára skeið. Jó- hannes mun þó áfram leggja safn- inu lið og grípa í verk, einkum varð- andi lagfæringar og forvörslu mik- ilvægra gripa. „Hefur safnið notið hagleiks hans, vandvirkni og verk- þekkingar,“ segir í frétt á vef safns- ins. „Landbúnaðarsafnið þakkar Jó- hannesi trausta liðveislu um árabil. Þá mun Ragnhildur Helga Jóns- dóttir, land- og umhverfisfræðing- ur, kennari við LbhÍ og bóndi í Ausu, koma í starfshluta við safnið. „Ragnhildur Helga er gjörkunnug safninu, hefur um árabil komið þar að kynningu og móttöku gesta, en það verður aðalviðfangsefni henn- ar nú fyrst í stað. Ragnhildur Helga hefur einnig unnið rannsóknaverk- efni á vegum safnsins, bæði um engjanýtingu í Borgarfirði og rækt- unarminjar í Ólafsdal.“ Hlutur Bjarna Guðmundsson- ar verkefnisstjóra mun minnka, en hann mun þó áfram sinna nokkrum störfum varðandi daglegan rekstur safnsins. kgk Breytingar á starfsliði Landbúnaðarsafns Jóhannes Ellertsson (t.v.) lætur af störfum eftir þrettán ár á Landbúnaðarsafninu. Hér er hann ásamt Bjarna Guðmundssyni verkefnisstjóra safnsins. Mynd úr safni Skessuhorns. Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá munu tökur á stórmyndinni Fast 8 fara fram á Akranesi nú á vormán- uðum. Myndin verður sú áttunda í röð Fast and the Furious myndanna sem margir kannast við og hafa gam- an af. Senn líður að tökum myndarinnar og ýmiss konar farartæki hafa skot- ið upp kollinum á Akranesi. Í gær óku vörubílar á vegum framleiðslu- fyrirtækisins inn í bæinn með bíla á vagni sem að öllum líkindum munu sjást í myndinni. Skagamenn ráku þar augun í Rússajeppa, Lödur og snjótroðara, ýmist í felulitum eður ei, við höfnina á Akranesi áður en farartækjunum var snarlega ekið inn í skemmu þar sem þau munu bíða tökudags. kgk Fararskjótar úr Fast 8 fluttir á Akranes Ef vel er að gáð má sjá snjótroðara í felulitum á myndinni. Ljósm. grþ. Rússajeppi sem breytt hefur verið í snjótroðara. Ljósm. ki. Meðal annars mátti sjá Lödu Sport og Rússajeppa. Ljósm. Hilmar Sigvaldason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.