Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 13 Umf. Skallagrímur hafði fest kaup á. Félagið hafði áhuga á að stofn- uð yrði danshljómsveit í þorpinu og hvöttu þremenningana til dáða. „Enginn okkar hafði fengið tilsögn í hljóðfæraleik, og þarf engum get- um að því að leiða, að músikin var ekki á heimsmælikvarða,“ sagði Þor- steinn síðar um spilamennsku þeirra. Áhugann vantaði hins vegar ekki og 3. nóvember 1945 var hljómsveitin búin að æfa 16 lög það vel að hún treysti sér til spila á balli. Hún tók upp nafnið Danshljómsveit Borgar- ness. Eftir áramótin barst sveitinni liðsauki þegar Þórleifur Grönfeldt gekk til liðs við hana. Hann spilaði á píanó, en þá tók Sigurður við harm- onikkunni og Þorsteinn keypti sér saxófón. Árið 1946 voru miklar fram- kvæmdir í Borgarfirði, en verið var að leggja síma frá Reykjavík til Ak- ureyrar og unnið var að byggingu Andakílsárvirkjunar. Fjöldi manna störfuðu að þessum framkvæmdum og böllin sem hljómsveitin spilaði á í Borgarfirði þetta sumar voru því geysilega vel sótt. Sveitin lék stund- um á eftir Marinó Sigurðssyni bak- arameistara hjá Kaupfélagi Borg- firðinga á böllum sem lék gömlu dansana á harmonikku. Næstu árin hélt sveitin áfram að koma fram. Nóg var að gera hjá henni árið 1948, en þá lék hún á 63 dansleikjum, þar af 26 í Borgarnesi í samkomuhúsinu. Um sumarið söng Jón Sigurbjörns- son með hljómsveitinni við miklar vinsældir. Jón var síðar einn þekkt- asti leikari og söngvari þjóðarinnar. Fleiri komu við sögu sveitarinn- ar og léku með henni í lengri eða skemmri tíma. Nefna mætti Bjarna Guðmann Sigurðsson (Manna), Ólaf Andrésson, Hrein Halldórsson og Oddnýju Kristínu Þorkelsdóttur (Öbbu). Danshljómsveitin starfaði alls í sjö ár, en eitt af síðustu verk- efnum hennar var að annast tón- listarflutning í leikritinu „Ævintýri á gönguför“ sem Umf. Skallagrím- ur setti á svið við mikla hylli í sam- komuhúsinu árið 1952.7 Tvö leikfélög starfandi Í Borgarnesi hefur lengi verið ótrú- lega kröftugt leiklistarstarf sem hald- ið hefur verið uppi áratugum saman af Umf. Skallagrími. Um tíma var áhuginn á leiklist það mikill að tvö leikfélög voru starfandi í bænum. Haustið 1942 sendu nokkrir ein- staklingar, flestir félagsmenn í ung- mennafélaginu, bréf til félagsins þar sem þeir tilkynntu að fyrirhugað væri að stofna nýtt leikfélag í Borg- arnesi. „Tilgangur þess fjelags væri sá fyrst og fremst að sameina alla leikkrafta þá er fyrir væru í hinum ýmsum fjelögum og er sérstaklega óskað eftir góðu samstarfi við UMF Skallagrím.“ 8 Þetta félag fékk nafnið Leikfélag Borgarness. Fyrsti formaður þess var Halldór Hallgrímsson klæð- skeri, en aðrir helstu forystumenn voru Eggert Einarsson læknir og Jón Magnússon, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Gríms. Stofn- félagar voru 38, en þeim átti eftir að fjölga. Fyrsta leikverkið sem félagið setti á svið var „Miklabæjar-Solveig“ eftir Böðvar Guðjónsson frá Hnífs- dal og fóru sýningar fram veturinn 1942-1943 í samkomuhúsinu. Leik- stjóri verksins var Eggert læknir. Leikfélagið var starfandi fram til 1951 en þá lognaðst starf þess út af. Uppfærslur félagsins urðu hins veg- ar sex talsins, en sú síðasta sem sett var á svið var „Á útleið“ í leikstjórn Jóns Sigurbjörnssonar. Vinsæl- asta sýning félagsins var hins vegar verkið „Fjalla-Eyvindur“ sem sýnt var veturinn 1944-1945 í leikstjórn Eggerts læknis. Það var sýnt níu sinnum, þar af tvisvar á Akranesi, en með aðalhlutverkin fóru Magn- ea Jónsdóttir, eiginkona Eggerts, og Jón Magnússon.9 Eftir að annað leikfélag var far- ið að starfa í Borgarnesi dró aðeins úr kraftinum í leikstarfsemi inn- an Skallagríms. Ungmennafélagið hætti þó ekki að setja upp sýning- ar. Árið 1948 sló uppfærsla félags- ins á „Skugga-Sveini“ í gegn, en um 1.200 manns sóttu sýningar þess. Þetta vakti landsathygli og sagði í forsíðufrétt Tímans 12. maí að fólk hafi komið akandi alla leið frá Hafn- arfirði, Keflavík og Stykkishólmi til að sjá leikritið. Við þetta bætti blað- ið: Mörg undanfarin ár hefur leik- starfsemi verið með miklum blóma í Borgarnesi og hefur á vetri hverj- um verið fært á svið eitt stórt leik- rit og stundum annað minna á sama vetri. Sannleikurinn er líka sá, að í Borgarnesi er óvenjulega mikið til af góðum leikkröftum, í svo litlum bæ að vera, en Borgarnes hefur eins og kunnugt er ekki nema um sjö hundr- uð íbúa. Er það eftirtektarvert, að í Borgarnesi stendur leiklistin nú að heita má á jafn háu stigi og hún stóð hér í höfuðstaðnum nokkru árabili áður en leikfélögunum hér óx veru- lega fiskur um hrygg.10 Árið 1952 setti ungmennafélag- ið annað verk á svið sem vakti einn- ig mikla athygli. Þetta var verkið „Ævintýri á gönguför“ í leikstjórn Gunnars Eyjólfssonar. Í uppsetn- ingunni fékk félagið nokkra af bestu söngvurum Borgnesinga til liðs við sig, eins og Halldór Sigurbjörnsson og systkinin Þórdísi, Eyvind og Jón Ben Ásmundarbörn. Skemmst er frá því að segja að „Ævintýri á göngu- för“ sló algjörlega í gegn. Sýningar í Borgarnesi urðu tíu og farið var með leikritið í leikferðalag. Það var sýnt á Akranesi, í Hafnarfirði og í Iðnó í Reykjavík. Tekjur urðu næstum 57 þúsund krónur og leikritið skilaði ágætum hagnaði. Danshljómsveit Borgarness sá um undirleik í sýn- ingunni, eins og áður var getið.11 Lögin úr „Ævintýri á gönguför“ í flutningi Borgnesinganna voru spiluð í Ríkisútvarpinu sem reynd- ist mikil viðurkenning fyrir menn- ingarlífið í Borgarnesi. Hlustend- ur voru líka ánægðir. Í lesendabréfi sem birtist í Morgunblaðinu sagði að það væri „stórmerkilegt, að jafn fámenn kauptún og Borgarnes skuli hafa slíkum söngkröftum á að skipa. Systkinin þrjú sungu öll dásamlega vel, og er langt síðan jafn góður söngur hefur heyrzt í útvarpinu.“ 12 -hlh heidar@borgarbyggd.is 1 Snorri Þorsteinsson, Barna- og ung- lingafræðsla í Mýrasýslu 1880-2007, bls. 203-205. 2 Morgunblaðið 18. mars 2007, bls. 24-25. Þjóðviljinn 23. maí 1946, bls. 8. 3 HB. EF 30, 27-3, fundargerðir Umf. Skallagríms 1916-1917, fund- argerð dags. 6. janúar 1917. 4 Þjóðviljinn 4. júlí 1944, bls. 4; Tím- inn 25. ágúst 1944, bls. 321; Þórólf- ur Sveinsson, „Kirkjukór Borgarness sjötíu ára“, Borgfirðingabók 2013, bls. 210. 5 Jón Hjartarson, Sú dimma raust, bls. 30. 6 HB. EF 161, 161-1. Danshljóm- sveit Borgarness, ýmislegt um sögu og starfsemi hennar á árunum 1945-1952 eftir Þorstein Helgason; „Danshljómsveit Borgarness“, 7. Jazz- blaðið 1. nóv. 1950, bls. 14. HB. EF 30, 27-3, fundagerðarbók Umf. Skallagríms 1941-1951, fund- argerð dags. 15. nóv. 1942. 8 HB. Leikfélag Borgarness 2006, 1. A, B/1, fundargerðabók stjórnar. 9. Byggt er á upplýsingum sem bókað- ar eru í fundargerðir stjórnarinnar á tímabilinu 1942-1951. 10 Tíminn 12. maí 1948, bls. 1. 11 HB. EF 30, 27-1, bréfasafn Umf. Skallagríms, uppgjör vegna Ævintýr- is á gönguför. 12 Morgunblaðið 9. des. 1951, bls. 8. Jón Magnússon og Magnea Jónsdóttir í hlutverkum sínum í Fjalla-Eyvindi sem Leikfélag Borgarness setti á svið árið 1945. Ljósm. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Þátttakendur í verkinu Skugga-Sveini sem Umf. Skallagrímur setti á svið árið 1948. Aftari röð f.v. Ragnar Olgeirsson, Freyja Bjarnadóttir, Erna Þorkelsdóttir, Marinó Sigurðsson, Ragney Eggertsdóttir, Ragnar Ásmundsson, Þórleifur Grönfeldt, Hermann Búason, Halldór Sigurðsson, Einar Eggertsson, Lúðvík Þórarinsson, Jón Pétursson og Sigurður B. Guðbrandsson. Neðri röð f.v. Karl Jónsson, Oddný Kristín Þorkelsdóttir, Þorsteinn Helgason, Þórdís Ásmundsdóttir og Eyvindur Ásmundsson. Púkar fremst eru Haukur Arinbjarnarson til vinstri og Hreinn Halldórsson til hægri. Ljósm. Hérðasskjalasafn Borgarfjarðar. Barnaskóli Borgarness og samkomuhús Umf. Skallagríms á fjórða áratugnum, helstu samkomustaðir Borgnesinga á 20. öld. Fjær sést stórhýsið Svarfhóll og hægra megin við það er Majuhús, áður félagsheimili góðtemplara í Borgarnesi. Byggingin vinstra megin er Svarfhólsfjósið. Gatan sem sést á miðri mynd nefndist Skólagata. Ljósm. Friðrik Þorvaldsson/Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.