Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 20168 Úr dagbók Lögreglunnar VESTURLAND: Mikil um- ferð var innan, sem og í gegnum umdæmi Lögreglunnar á Vest- urlandi um páskana. Umferðin gekk vel fyrir sig og flestir öku- menn óku skikkanlega og innan hraðamarka Nokkrir voru þó að flýta sér um of og voru 46 öku- menn teknir af lögreglunni fyrir of hraðan akstur og einn þeirra var gjörsamlega „út úr kortinu“ og mældist á 160 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Hann verður sviptur ökuleyfi um tíma, fær 140 þúsund króna sekt og nokkra punkta í sína ökukfer- ilskrá. Þá voru hraðamyndavél- arnar duglegar með sínar stöð- ugu mælingar, dag og nótt og skiluðu þær myndum af um eitt hundrað ökuhraðabrotum um páskana. Fjögur umferðaró- höpp urðu í umdæmi LVL um páskana. Fólksbíll fór út af veg- inum og valt á Holtavörðuheiði á skírdag. Fimm voru í bílnum og var einn farþeginn fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl en aðrir sluppu með minniháttar eymsli eftir öryggisbeltin. Mikil hálka var á heiðinni þegar óhappið varð. Jeppabifreið valt á hliðina á Snæfellsnesvegi vestan við Borg- arnes aðfaranótt laugardags- ins. Ökumaðurinn var fluttur til skoðunar á heilsugæslustöð- ina í Borgarnesi með minnihátt- ar meiðsl en aðrir sem í bílnum voru sluppu án teljandi meiðsla. Bíllinn var fluttur á brott með kranabíl. Þrír ökumenn voru tekn- ir, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og lyfja um páskana. Ferðamenn í vanda Verkefnum lögreglunnar vegna erlendra ferðamanna fjölg- ar stöðugt. Erlendir ferðamenn voru núna ýmist fastir í snjó eða aurbleytu. Tilvikin voru flest á Snæfellsnesi eða sex talsins, aðr- ir voru fastir í Botnsdal í Hval- firði, á Langavatnsvegi í Borgar- firði á Uxahryggjum og á Fells- strönd í Dölum vestur. Þeim var flestum komið í samband við þjónustuaðila sem fóru þeim til aðstoðar gegn greiðslu en í einu tilvikinu var björgunarsveit köll- uð til, þar sem fólk var talið vera í hættu statt. Lögreglunni var á föstudaginn langa tilkynnt um erlenda ferðamenn sem væru komnir út á hálan ís við Langá og það í bókstaflegri merkingu. Fólkið hafði gengið út á ísinn við sjávarfossinn og voru tveir aðilar með börn í fanginu. Var fólkinu skipað að koma sér á þurrt og halda sig á göngustígum sem eru með ánni. Brást fólkið vel við til- mælum lögreglunnar og kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því að þessi framganga gæti verið hættuleg. Tilkynningar bárust til lögreglunnar um að töluverðu af flugeldum hefði verið skotið upp í sumarbústaðalandi í Skorradal um páskana. Bannað er að skjóta upp flugeldum á þessum tíma og mikil eldhætta getur hlotist af ef flugeldar lenda í þurrum gróðri. -lvl Tvö sýni inni- héldu of mikið nítrít og nítrat Matvælastofnun lét nýver- ið mæla nítrít og nítrat í unn- um kjötvörum sem framleidd- ar eru hérlendis. Nítrít og nítr- at eru aukefni sem leyfilegt er að nota í ýmsar kjötvörur. Bæði eru þau skilgreind serm rotvarnar- efni en einnig geta þau varðveitt lit og veitt ákveðna bragðeigin- leika. Leyfilegt hámarksmagn er skilgreint í reglugerð og miðast við að heimila nægilegt magn efnanna til að hefta örveruvöxt í matvælum án þess að þau geti valdið skaðlegum áhrifum. „Eft- irlitsmenn Matvælastofnunar tóku 21 sýni úr kjötvörum hjá framleiðendum sem eru und- ir eftirliti stofnunarinnar. Ein- blínt var á vörur þar sem notk- un efnanna var tilgreind eða lík- leg. Sýnatökur stóðu yfir frá 24. nóvember til 4. desember 2015,“ segir í tilkynningu. Niðurstöður sýndu að af 21 kjötvöru sem tekið var sýni úr reyndust tvær innihalda of mik- ið af öðru eða báðum efnun- um. Þau sýni voru úr saltkjöti og ítölsku salami. „Í kjölfar mæl- inganna var farið í eftirlit á við- komandi starfsstöðvar og far- ið yfir uppskriftir og verkferla. Brugðist hefur verið við kröfum stofnunarinnar og úrbætur gerð- ar. Þrátt fyrir að gildi hafi mælst marktækt yfir leyfilegum há- marksgildum í tveimur varanna þá er magnið ekki það mikið að hætta hafi stafað af vegna neyslu þeirra. Áfram verður fylgst með notkun efnanna í eftirliti stofn- unarinnar.“ -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 19. - 25. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes 10 bátar. Heildarlöndun: 30.789 kg. Mestur afli: Knolli BA: 9.976 kg í einni löndun. Arnarstapi 3 bátar. Heildarlöndun: 12.778 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 7.023 kg í einni löndun. Grundarfjörður 2 bátar. Heildarlöndun: 49.631 kg. Mestur afli: Helgi SH: 45.614 kg í einni löndun. Ólafsvík 7 bátar. Heildarlöndun: 211.138 kg. Mestur afli:Bárður SH: 90.513 kg í níu löndunum. Rif 7 bátar. Heildarlöndun: 180.150 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 46.705 kg í einni löndun. Stykkishólmur 3 bátar. Heildarlöndun: 19.333 kg. Mestur afli: Gullhólmi SH: 10.012 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Rifsnes SH - RIF: 46.705 kg. 21. mars. 2. Helgi SH - GRU: 45.614 kg. 19. mars. 3. Örvar SH - RIF: 44.500 kg. 20. mars. 4. Hamar SH - RIF: 39.947 kg. 21. mars. 5. Sveinbjörn Jakobsson - ÓLA: 25.345 kg. 21. mars. -grþ Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykk- ishólmi fagnaði á laugardaginn var 107 ára afmæli sínu. Hann er elsti núlifandi Íslendingurinn, varð það í mars í fyrra og enn fremur elst- ur karlmanna sem fæðst hafa hér á landi. Af því tilefni var hann þá sæmdur heiðursborgaranafnbót Stykkishólmsbæjar. Georg er Breiðfirðingur í báðar ættir. Foreldrar hans voru Ólafur Sturlaugsson, bóndi og ullarmats- maður og Ágústa Sigurðardótt- ir húsfreyja. Þau bjuggu í Akur- eyjum á Breiðafirði, nokkuð utan við mynni Gilsfjarðar. Þar fæddist Georg árið 1909 og bjó til 18 ára aldurs þegar fjölskyldan settist að á Ögri við Stykkishólm. Hann gift- ist síðar Þorbjörgu Júlíusdóttur frá Bjarnareyjum á Breiðafirði. Hún lést árið 1984. Eignuðust þau fjóra stráka. Einn var andvana fæddur en þrír komust upp. Hafa þeir fært Georg barnabörn og langafabörn. Lengst af starfaði Georg sem smiður og kom að byggingu óf- árra húsa í Hólminum. Hann býr í dag á Dvalarheimilinu í Stykk- ishólmi og er að sögn aðstand- enda við góða heilsu, minnugur og ern andlega. „Ég er hér eldgam- all,“ sagði Georg kíminn og brosti til blaðamanns Skessuhorns sem heimsótti hann skömmu fyrir síð- ustu jól. Hann er viðræðugóður og lífsglaður en er farinn að tapa sjóninni. „Ég sé illa og það er eitt- hvað máttleysi í löppunum á mér. En ég heyri sæmilega og sef ágæt- lega. Mér líður vel,“ sagði hann við sama tilefni og kvaðst una hag sínum vel í Hólminum, hann vildi „hvergi annars staðar vera en hér í Stykkishólmi,“ eins og hann orð- aði það. kgk/ Ljósm. eb. Georg Breiðfjörð fagnaði 107 ára afmæli Georg Breiðfjörð Ólafsson varð elstur núlifandi Íslendinga í mars 2015. Var hann af því tilefni sæmdur heiðursborgaranafnbót Stykkishólmsbæjar. Georg ásamt sonum sínum. Á vormánuðum verður ráðist í end- urbætur á ferðamannaaðstöðu við Deildartunguhver í Borgarfirði. Markmið endurbótanna er að auka öryggi gesta við hverinn. Þetta kem- ur fram í tilkynningu frá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Aðgengi að hvernum verður minna en venjulega meðan á framkvæmd- unum stendur. „Áætlað er sá hluti framkvæmdanna sem mest áhrif hef- ur á aðstöðu ferðafólks standi frá síð- ari hluta apríl fram yfir miðjan júní,“ segir í tilkynningunni. Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu og sér hann Borgfirð- ingum og Akurnesingum fyrir heitu vatni. „Hverinn er líka vinsæll við- komustaður ferðamanna og nauð- synlegt er að bæta aðstæður við hann, ekki síst til að draga úr hættu á slys- um þar. Meðal annars þarf að hækka öryggisgrindverk við hverinn, sem er 100 gráðu heitur.“ Samhliða endurbótum á aðstöðu ferðamanna verða safnlagnir fyrir heita vatnið úr hvernum endurnýjað- ar og byggt við dæluhúsið til að koma þar fyrir þrýstijöfnunarbúnaði fyrir hitaveituna. Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir hafi áhrif á afhending- aröryggi á heitu vatni og gestir munu geta skoðað hverinn meðan unnið er að endurbótum við hann. „Með- an á framkvæmdunum stendur verð- ur komið fyrir bráðabirgðapalli fyr- ir gesti. Veitur hvetja ferðamenn og starfsfólk í ferðaþjónustu til að sýna sérstaka varúð við Deildartunguhver meðan á framkvæmdunum stendur.“ kgk Aðstaða ferðamanna bætt við Deildartunguhver Ferðafólk við Deildartunguhver. Mynd úr safni. Yfir páskana var haldin sýning á skírnarkjólum í Grundarfjarðar- kirkju og þar kenndi ýmissa grasa. Það voru þær María Guðmundsdótt- ir og Dagbjört Lína Kristjánsdóttir sem höfðu yfirumsjón með sýning- unni og söfnuðu saman kjólunum. „Við settum inn auglýsingu þar sem við auglýstum eftir skírnarkjólum sem tengdust kirkjunni og viðbrögð- in voru framar vonum,“ sagði María í stuttu spjalli við fréttaritara. „Það var líka yndislegt að hverjum kjól fylgir falleg saga um fjölda barna sem hafa verið skírð í kjólunum og þess hátt- ar,“ bætti María við. Sýningunni hef- ur verið vel tekið og er mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá þessa fallegu kjóla og söguna á bakvið þá. Sýning- in verður opin út vikuna og hvetjum við fólk til að koma við í Grundar- fjarðarkirkju og kíkja á þessa fallegu kjóla. tfk Skírnarkjólasýning í Grundafirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.