Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 20166 Eyða meiru í vín með aldrinum LANDIÐ: Íslendingar eyða hærri upphæð í áfengi á hverjum mánuði eft- ir því sem þeir eldast. Frá þessu var greint í frétt á vef Kjarnans. „Samkvæmt töl- um frá Meniga, sem byggja á neysluhegðun um 50 þús- und Íslendinga, eyðir eldra fólk, 66 og yfir, um 11.700 krónum í Vínbúðinni á mánuði að meðaltali. Eng- inn aldurshópur eyðir eins miklu og neysla eykst eftir því sem fólk verður eldra,“ segir í fréttinni. Þar segir að auki: „Gögn Meniga byggja á fjárhagslegum 16 milljón færslum 50 þúsund notenda sem veltu um 84 milljörð- um króna árið 2015. Me- niga greinir ekki eftir heim- ilum, heldur meðaltalsnokt- un einstaklinga.“ Yngsti aldurshópurinn, 16 til 25 ára, eyðir lægstu upphæð allra aldurshópa á mánuði hverjum í Vínbúðinni, eða fimm þúsund krónum. Þar telja vitanlega ekki þeir sem eru undir tvítugu og ekki hafa náð áfengiskaupaaldri. Næst lægstri mánaðarlegri upphæð eyða þeir í áfengi sem eru 26 til 35 ára, þá ald- urshópurinn 36 til 45 ára og svo koll af kolli. „Þetta er einn af fáum vöruflokkum þar sem útgjöld aukast jafnt og þétt með aldrinum,“ seg- ir í fréttinni. -kgk Breytingar á forystu LK LANDIÐ: Útlit er fyrir mikl- ar breytingar á forystu Lands- sambands kúabænda á kom- andi aðalfundi sambandsins sem haldinn verður um mánaðamót- in. Sigurður Loftsson í Steins- holti, sem setið hefur í stjórn sl. 14 ár, fyrstu sjö sem varaformað- ur og síðan formaður, hefur líst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Slíkt hið sama gerði Guðný Helga Björns- dóttir á Bessastöðum, sem setið hefur í stjórn sl. ellefu ár og síð- ustu sjö sem varaformaður. Þá hefur Baldur Helgi Benjamíns- son, framkvæmdastjóri LK til tíu ára, sagt starfi sínu lausu frá og með 1. apríl nk. Þegar hafa tveir boðið sig fram til formanns. Það eru þeir Jóhann Nikulásson á Stóru-Hildisey II í A-Landeyj- um, stjórnarmaður LK til 14 ára og Arnar Árnason á Hranastöð- um í Eyjafirði. Allir félagsmenn eru í framboði til stjórnar á kom- andi aðalfundi. Nýrri stjórn bíður síðan það verkefni að ráða nýjan framkvæmdastjóra. -kgk Snæfellsbær áfram í Útsvari SNÆFELLSB: Miðvikudag- inn 23. mars hófst á ný keppni í Útsvari, spurningakeppni sveit- arfélaganna á RÚV, en keppnin hefur sem kunnugt er verið í hléi vegna Gettu Betur. Þar mættust Snæfellsbær og Rangárþing ytra í síðustu viðureigninni í 16 liða úr- slitum. Jafnt var á með liðunum frá fyrstu mínútu og viðureignin jöfn og spennandi. Fór svo að lokum að lið Snæfellsbæjar hafði betur með 43 stigum gegn 39. Þeir Sigfús Almarsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson og Örvar Marteins- son eru því komnir áfram í átta liða úrslit þar sem Snæfellsbær mætir Fljótsdalshéraði. -kgk Endurnýja tölvu- búnað skólanna HVALFJ: Fræðslu- og skóla- nefnd Hvalfjarðarsveitar lagði til á fundi sínum 15. mars síðast- liðinn að fartölvukostur kenn- ara í leik- og grunnskólum sveit- arfélagsins yrði endurnýjað- ur. Áætlaði nefndin að kostnað- ur vegna endurnýjunar tölvu- búnaðarins gæti numið allt að tveimur milljónum krónum. Tillaga fræðslu- og skólanefnd- ar var tekin fyrir á fundi sveitar- stjórnar þriðjudaginn 22. mars síðstliðinn þar sem hún var sam- þykkt samhljóða. „Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framkomna tillögu fræðslu- og skólanefndar um endurnýjun á fartölvum í leik- og grunnskóla að fjárhæð allt að kr. 2.000.000-. Sveitarstjóra falið að leggja fram viðauka vegna samþykktarinn- ar á næsta fundi sveitarstjórnar“, segir í fundargerð. -kgk Í fjögurra ára framkvæmdaáætl- un Borgarbyggðar kemur fram að 180 milljónum verði varið í fram- kvæmdir og fjárfestingar á árinu 2016. Stærsta framkvæmdin í ár snýr að Grunnskólanum í Borg- arnesi en ráðgert er að verja 90 milljónum í hönnun, endurbætur og viðbyggingu skólans. Að sögn Björns Bjarka Þorsteinssonar for- seta sveitarstjórnar er ekki kom- in nákvæm tímasetning á fram- kvæmdirnar við skólann. „Það er búið að fara í þarfagreiningu og hönnuðir eru að vinna frumdrög núna út frá henni í samstarfi við byggingarnefnd og starfsfólk. Við bindum vonir við að hægt verði að fara í hluta af endurbótaþætt- inum á þessu ári. Það er kom- inn tími á endurbætur á húsnæð- inu og samhliða verður unnið að hönnun á viðbyggingu í fram- haldinu. Á þessu stigi er erfitt að segja eitthvað nánar um tímasetn- ingar en vonandi verður komin skýrari mynd á þetta um og upp úr miðjum næsta mánaðar,“ seg- ir Björn Bjarki. Samkvæmt fram- kvæmdaáætluninni er gert ráð fyr- ir því að settar verði 330 milljón- ir í verkefnið til ársins 2018. „Við erum með töluverða fjármuni í verkefnið og mikill vilji til að gera þetta vel. Það tekur tíma að hanna og láta þetta spila saman við eldra húsnæðið, að ná samhengi í hlut- ina. Við stefnum á að koma upp samkomusal sem gæti nýst fyrir mötuneyti þannig að börnin geti matast í skólanum. Svo erum við einnig að horfa til þess að Tónlist- arskóli Borgarfjarðar fái aðstöðu í húsnæðinu.“ 40 milljónir í Hnoðraból Þá er einnig ráðgert að tíu milljón- um verði varið í malbikun Kveld- úlfsgötu í Borgarnesi og að 20 milljónir verði settar í malbikun gangstétta beggja megin við þá götu. Þá verður 40 milljónum var- ið í framkvæmdir tengdar leikskól- anum Hnoðrabóli í Reykholts- dal, þó ekki hafi enn verið ákveðið hvernig sú framkvæmd verður út- færð. „Starfshópur vinnur núna að því að færa Hnoðraból að Klepp- járnsreykjum og horfa á þá mögu- leika að koma honum annaðhvort fyrir í grunnskólanum eða að nýta annað húsnæði á Kleppjárnsreykj- um. Núverandi húsnæði ber ekki þann fjölda sem í því er og aðstað- an kannski eins góð og við viljum bjóða uppá, bæði börnum og ekki síður starfsfólki, við viljum vinna bragarbót á aðstöðunni sem fyrst og koma í veg fyrir að biðlistar myndist. Við vonumst því til þess að fara af stað með þetta verkefni á árinu og vonandi að klára það líka innan ársins,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson. grþ 180 milljónir í framkvæmdir og fjárfestingar Björn Bjarki Þorsteinsson, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Í framkvæmdaáætlun Borgarbyggðar kemur fram að 180 milljónum verði varið í framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2016. Stærsta framkvæmdin í ár snýr að Grunnskólanum í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.