Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 15 Erfitt aðgengi að fjármagni Þær stöllur nýttu einnig tímann til að heimsækja konur sem sótt höfðu fyrra námskeiðið sem fram fór árinu áður til að sjá hvernig þeim hefði reitt af. Ein kvennanna hafði t.a.m. opnað smáverslun eða duka með ýmsum nauðsynjavörum og þrjár höfðu komið á fót sauma- stofu. Þá hefur hópur kvenna, sem lauk viðskiptaáætlun á fyrra nám- skeiðinu, farið á námskeið í sápu- gerð og framleiða þær nú sápu og selja til heimamanna. Að sögn Geirlaugar reynist helsta hindrun- in vera erfitt aðgengi að fjármagni til að standa undir stofnkostn- aði. „Bankaviðskipti eru með öðr- um hætti en við þekkjum á Íslandi en fólk þarf til að mynda að greiða þóknun fyrir að leggja peninga inn á bankareikning.“ Fjölmargt ann- að var framandi fyrir Íslendingana eins og við mátti búast. Átakan- legast þótti Geirlaugu að kynn- ast heimilisaðstæðum fólks á þessu svæði. „Húsakosturinn er afar bág- borinn, margir búa ennþá í strákof- um eða hálfbyggðum múrsteins- húsum og rafmagn er almennt ekki komið inn á heimilin. Konurnar elda á hlóðum á gólfinu og bogra við öll heimilisstörf. Fólkið er mjög þrifalegt og alls staðar hangir þvottur á snúrum. Myrkrið í Afríku er svartara en við þekkjum því úti- ljós þekkjast varla. Þrátt fyrir erf- iðar aðstæður er fólkið einstaklega brosmilt og lífsglatt. Lífið hjá flest- um gengur út á að eiga í sig og á og mest um vert er að koma upp ma- ísplöntunum því maísinn er und- irstaðan í fæðu fólksins, svokallað Ugale sem líkist kartöflustöppu. Fólk er sérstaklega vingjarnlegt og algengasta orðið sem við heyrðum var Karibu og Asante sem þýða vel- komin og takk“ segir Geirlaug. Gríðarlega þakklátar Styrktaraðilar að námskeiðinu, auk Háskólans á Bifröst og Tanzanice Farm, voru 85 aðilar sem gáfu fé í hópsöfnun á Karolina fund. Þann- ig safnaðist um ein milljón króna til fararinnar sem nægði til að dekka allan kostnað en konunum stóð námskeiðið til boða þeim að kostn- aðarlausu. Öðruvísi myndu þær ekki geta tekið þátt. Mikilvægt er að finna framtíðarlausn á fjármögnun- um verkefnisins svo það geti hald- ið áfram í framtíðinni. Í lok nám- skeiðsins var útskriftarhátíð þar sem konurnar fengu afhent viður- kenningarskjöl. „Konurnar voru gríðarlega þakklátar fyrir tækifærið sem þeim gafst að taka þátt í þessu námi og margar höfðu orð á því að þær hefðu fundið kjarkinn til að stíga skrefið og hefja eigin rekst- ur. Við vorum leystar út með gjöf- um sem konurnar höfðu bæði safn- að fyrir og gert sjálfar, lofsöngvum og blessunarorðum. Það eru mikil forréttindi að fá að taka þátt í svona gefandi verkefni“ segir Geirlaug að lokum. grþ/ Ljósm. Geirlaug Jóhannsdóttir. Túlkurinn Restituda var ómetanlegur hlekkur í kennslunni. Frídagurinn var nýttur í að fara í safaríferð í Ngorongoro þar sem villt dýr eru í þúsunda tali. Dýrin í Ngorongoro létu ekki safaríbílana setja sig úr jafnvægi. Horft ofan í Ngorongoro þar sem villt dýr lifa í sátt og samlyndi í þúsundatali. Aðalfundur Aðalfundur Símenntunar- miðstöðvarinnar á Vesturlandi verður haldinn, miðvikudaginn 6. apríl, kl. 10:15 á Hótel Hamri í Borgarnesi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Allir velkomnir! Aðalfundarboð SK ES SU H O R N 2 01 6 TÆKNIMESSA 2016 KYNNING Á IÐN� OG TÆKNISTÖRFUM Á VESTURLANDI OG IÐNNÁMI Í FVA Haldin í FVA þann 14. apríl fyrir alla nemendur í 8., 9. og 10. bekk á Vesturlandi Sjá nánar í fylgiblaði Skessuhorns í næstu viku SK ES SU H O R N 2 01 6 SÓKNARÁÆTLUN VESTURLANDS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.