Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 201612 Borgnesingar hafa í sögu bæjar síns lagt nokkra rækt við menningar- starf. Snemma fór tónlist og leik- list að skipta þá máli, en sá áhugi fann sér einkum farveg innan Ung- mennafélagsins Skallagríms. Félagið var stofnað árið 1916 og fagnar því aldarafmæli í ár. Skóla- og kirkju- starf hefur að auki verið farvegur tónlistariðkunar Borgnesinga í ár- anna rás. Húsnæði Barnaskóla Borgar- ness, sem reist var árið 1913, var helsti vettvangur tónlistar- og leik- starfs fyrstu árin í sögu bæjarins, eða þangað til félagar í Skallagrími reistu sér samkomuhús árið 1932 við hlið skólans. Samkomuhúsið varð eftir það aðalsamkomustaður Borgnes- inga fram eftir 20. öld. Um miðja öldina var menningar- lífið í Borgarnesi í miklum blóma. Hér verður gripið niður í nokkra þætti sem greina frá því. Frásögn þessi er hluti af Sögu Borgarness sem kemur út á næsta ári. Barnakór Borgarness slær í gegn Börn í Borgarnesi fengu snemma að kynnast tónlist og söng og það hefur að líkindum hvatt þau áfram á söngsviðinu. Frá 1923 varð söng- ur t.d. hluti af kennslu Barnaskóla Borgarness. Meðal þeirra sem sáu um söngkennslu fyrstu árin voru Jónas Kristjánsson bílstjóri og Guð- rún Jónsdóttir frá Valbjarnarvöllum. Bæði voru virk í félagsstarfi þar sem söngur var í hávegum hafður, Jón- as í Umf. Skallagrími og Guðrún í kirkjustarfi.1 Þegar Björgvin Jörgensson var ráðinn kennari við barnaskólann árið 1938 var honum m.a. ætlað það verkefni að kenna börnum söng. Björgvin beitti sér fyrir því að stofn- aður yrði barnakór, en hann var ein- staklega laginn kórstjóri og braut- ryðjandi sem stjórnandi barnakóra hér á landi. Í kórnum voru um 30 börn, bæði drengir og stúlkur, og kom hann fram opinberlega í Borg- arnesi, á Akranesi og í Reykjavík. Í maí 1945 fór hann í söngferðalag til Reykjavíkur og kom fram á tón- leikum í Gamla bíói. Þann 8. maí átti kórinn að syngja í Ríkisútvarp- inu, en sama dag bárust fréttir af því að styrjöldinni í Evrópu væri lokið. Raskaðist því dagskrá útvarpsins af þeim sökum. Kórinn söng þó á end- anum í útvarpinu eins og ráðgert hafði verið. Mikil læti voru í Reykja- vík þetta kvöld og ekki auðvelt að koma börnunum heim að tónleik- um loknum.2 Árið eftir fór kórinn aftur til Reykjavíkur og söng þá bæði á tón- leikum í Gamla bíói og í Ríkis- útvarpinu. Í blaðagrein um tón- leikana sagði að „sérstakan fögnuð [hefði vakið] einsöngur 15 ára gam- allar telpu, Kristínar Jónasdóttur.“ 3 Kristín, síðar kaupmaður í Borgar- nesi, var dóttir Jónasar Kristjánsson- ar. Jón Ben Ásmundsson söng líka einsöng með kórnum og vakti söng- ur hans ekki síður athygli. Hann og systkini hans áttu síðar eftir að setja mark sitt á sönglífið í Borgarnesi, m.a. í leikritum Umf. Skallagríms. Kristín átti að auki eftir að syngja við ýmis tækifæri í bænum á næstu árum og starfa með Kirkjukór Borg- arness. Öflugir söngmenn í ungmennafélaginu Einn af forystumönnum Umf. Skallagríms á fyrri hluta 20. aldar var Friðrik Þorvaldsson hafnarstjóri Borgarneshafnar, en hann hafði mikinn áhuga á tónlist. Væntan- lega hefur það verið vegna áhrifa frá honum og bræðrunum Guðmundi og Jónasi Kristjánssonum að fyrstu áratugina hófust allir fundir í Skalla- grími á söng. Guðmundur og Jón- as voru góðir söngmenn og höfðu mikinn áhuga á tónlist. Um miðj- an þriðja áratuginn fór Guðmund- ur, ásamt Þórði Kristleifssyni frá Stóra-Kroppi, til Þýskalands í söng- nám. Að því loknu fór Guðmund- ur til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði sem söngvari, m.a. í Chi- cago og New York. Í seinni heims- styrjöldinni tók hann þátt í starfi deildar innan Bandaríkjahers sem sá um að skemmta hermönnum. Það má því segja að tónlistarlífið sem ungmennafélagið stóð fyrir hafi hvatt félagsmenn til dáða. Kirkjukór Borgarness naut líka góðs af starfi félagsins, en sumir af bestu söngvur- um kórsins kynntust söng á fundum og skemmtunum á vegum þess. Tónlistaráhuginn í ungmenna- félaginu leiddi til þess að félagið keypti píanó. Söngur kom einnig til umræðu á félagsfundum. Í ársbyrj- un 1917 gerði Jónas Kristjánsson t.d. að umtalsefni lélega kirkjusókn, en hann taldi að ein af ástæðum fyr- ir henni væri hvað söngur kirkju- kórsins á Borg væri slæmur. Bar Jónas fram tillögu um að reynt yrði að bæta söng kórsins og var kosin þriggja manna nefnd til að athuga málið.4 Engum sögum fer af störf- um nefndarinnar eða hvort henni tókst að bæta sönginn. Vandi hans á þessum tíma var vafalaust sá að þar skorti þekkingu á tónlist. Líklegt er að úr hafi ræst þegar Hallgrímur Þorsteinsson, söngkennari og tón- skáld, tók að sér kórstjórn árið 1920, en þetta sama ár flutti hann í Borg- arnes til að starfrækja þar bakarí. Það er óhætt að segja að söng- líf í Borgarnesi hafi verið í mikl- um blóma um miðja öldina því auk barnakórsins voru starfandi kirkju- kór og karlakór. Karlakór Borgar- ness er fyrst nefndur í dagblöðum árið 1938, en af þeim fáu heimild- um sem til eru virðist hann hafa ver- ið starfræktur fram eftir fimmta ára- tugnum. Stjórnandi hans var Hall- dór Sigurðsson, síðar sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Mýrasýslu. Karla- kórinn kom fram á ýmsum manna- mótum, t.d. héraðsmótum UMSB. Kirkjukór Borgarness var aftur á móti stofnaður í mars 1942 og starf- ar enn. Hann er sá kór sem lengst hefur starfað í bænum.5 Einnig var stofnaður kvartett í Borgarnesi um svipað leyti og karla- kórinn starfaði. Hann kallaði sig Hörpukvartettinn og var skipaður fjórum Borgnesingum sem höfðu vakið talsverða athygli fyrir söng sinn. Þetta voru bræðurnir Hall- dór og Jón Sigurbjörnssynir, Eðvarð Friðriksson og Ragnar Jónsson. Eð- varð og Halldór sungu tenór, en Jón og Ragnar bassa. Stjórnandi kvar- tettsins var Friðrik Þorvaldsson, en undirleikari var Unnur Gísladóttir. Hörpukvartettinn kom m.a. fram á 75 ára afmælishátíð Borgarness, 21. mars 1942 sem fram fór í samkomu- húsinu. Kvartettinn var undir áhrif- um frá MA-kvartettinum á Akureyri sem var afar vinsæll á þessum tíma á Íslandi.6 Danshljómsveit Borgarness Haustið 1945 fóru þrír ungir menn í Borgarnesi, þeir Þorsteinn Helga- son, Sigurður M. Pétursson og Reynir Karlsson, að æfa saman á hljóðfæri með það að markmiði að stofna danshljómsveit. Þorsteinn lék á harmonikku, Sigurður á píanó og Reynir á trommur. Þeir fengu afnot af gömlu píanói og trommusetti sem Saga Borgarness: Menningarlífið í Borgarnesi um miðja 20. öld Barnakór Borgarness í Bíóhöllinni á Akranesi, sennilega árið 1945. Aftari röð f.v. María Ásbjörnsdóttir, Þórey Sveinsdóttir, Hulda Þórarinsdóttir, Elva Björk Hjartardóttir, Sigríður Jónsdóttir, Þóranna Sigurðardóttir, Reiðar Jóhannsson, Jón Þór Karlsson, Björgvin Jörgensson stjórnandi, Sigfús Sumarliðason, Ólafur Sigurðsson, Dóra Ásbjörnsdóttir, Mary Marinósdóttir, Jón Ben. Ásmundsson, Kristín Jónasdóttir og Gunnar Sigurðsson. Fremri röð f.v. Sigríður Bachmann, Ólöf Sigurðardóttir, Bára Daníelsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Kristín Sólveig Jónsdóttir, Hreinn Halldórsson, Örn Símonarson, Grétar Ingimundarson, Roy Ólafsson, Erna E. Marinósdóttir, Málfríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Bjarni G. Sigurðsson og Valdimar Ásmundsson. Ljósm. Árni Böðvarsson/Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Auglýsing tónleika Hörpukvartettsins í Borgarnesi 13. maí 1940. Danshljómsveit Borgarness. F.v. Þórleifur Grönfeldt píanó, Hreinn Halldórsson gítar, Þorsteinn Helgason saxófónn, Bjarni G. Sigurðsson trommur, Sigurður Már Pétursson harmonikka. Ljósm. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.