Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 11 eins skemmtilegri en dansinn. Ég er orðinn svo vanur honum,“ bætti hann við. Rósa Kristín er einnig að æfa fimleika samhliða dansinum en handleggsbrotnaði nýverið. „Mér finnst samt mikið skemmtilegra í dansi.“ Þau eru öll sammála um að dansinn sé skemmtileg íþrótt. „Það er skemmtilegast að geta dansað við einhvern og að kynnast nýju fólki, að hitta nýja krakka,“ segja þau. „Mér finnst líka gaman að keppa en uppáhalds parturinn minn er að sýna öðru fólki eins og við gerðum á sýn- ingunni í Tónbergi,“ sagði Demi og brosti. Sýningin heppnaðist vel, vel var mætt og söfnuðust yfir hundrað þúsund krónur í ferðasjóðinn. „Það var samt rosalega skrítið hvað það var klappað mikið fyrir okkur þeg- ar við komum á sviðið,“ sögðu Rósa Kristín og Almar Kári. Brúnkukrem og gervineglur Dansmót í Blackpool hefur ver- ið haldið árlega allt frá árinu 1947. Á mótinu keppa ungir dansarar alls staðar að úr heiminum. Keppt er í tveimur aldursflokkum; „juveniles“ frá sex til tólf ára, og „juniors“ sem eru á aldrinum tólf til sextán ára. Krakkarnir frá Akranesi keppa því í yngri aldursflokkinum, þar sem þau eru á aldrinum tíu til ellefu ára. „Við keppum í níu dönsum - Ballroom og Latin. Það eru alveg svakalega mörg pör sem taka þátt og úti í Blackpool er keppt í höll,“ sögðu þau spennt. Þau eru þó ekki alls kostar óvön að keppa í dansi og náðu til að mynda góðum árangri á almennu grunn- sporamóti nýverið sem haldið var samhliða Íslandsmeistaramótinu. Þar sigruðu Rósa Kristín og Trist- an Sölvi bæði í standard- og lat- indönsum en Demi og Almar Kári hrepptu annað sætið í sömu döns- um. Þau eru því pollróleg yfir ferð- inni. „Við erum ekkert stressuð núna en kannski verðum við það þegar við erum komin út,“ segja þau. „Þetta er líka dálítið skrítið fyrir okkur. Úti megum við nota brúnkukrem, gervi- neglur og vera málaðar. Það má ekki hérna á Íslandi, hér eru mikið stíf- ari reglur,“ sagði Rósa Kristín. Þau ræddu aðeins um hefðirnar í dans- inum og muninn á reglunum milli landa. Þau sögðu meðal annars frá því að kjólarnir mættu ekki vera of stuttir og að buxur herranna þyrftu að vera í réttri sídd. „Við erum líka með varakjól til að taka með, ef það má ekki nota aðalkjólinn.“ Krakk- arnir eiga allir sína uppáhalds dansa en eiga erfitt með að gera upp á milli. Flest nefna þau þó að tangó og vals séu skemmtilegustu ball- roomdansarnir og samba er vinsæl- astur af latindönsunum. Umrædd ferð til Blackpool tekur átta daga og fara fimm dagar í keppni. „Við fáum svo frí í tvo daga. Þá ætlum við í tív- olí og sund,“ sögðu þau spennt fyrir ferðalaginu. grþ SK ES SU H O R N 2 01 6 ÖLL ALMENN GARÐVINNA • Fjarlægjum tré og kurlum • Útvegum sand, mold og möl • Leggjum dren- og frárennslislagnir Sumarstarf á Bókasafni Akraness SK ES SU H O R N 2 01 6 Laust er til umsóknar 50% starf bókavarðar frá 1. júní til 20. ágúst. Nánari upplýsingar um fyrrgreint starf er að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is en þar skal jafnframt sækja um starfið rafrænt á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Tvenn ung danspör frá Akranesi lögðu land undir fót síðastliðinn laugardag þegar þau ferðuðust til Blackpool í Englandi til að keppa í dansi. Um er að ræða danspör- in Rósu Kristínu Hafsteinsdóttur og Tristan Sölva Jóhannsson ann- ars vegar og Demi van den Berg og Almar Kára Ásgeirsson hins veg- ar. Áður en út var haldið héldu þau glæsilega danssýningu í Tónbergi til að safna fyrir ferðinni. Krakkarnir eru allir að keppa á erlendri grundu í fyrsta sinn og voru öll sammála um að þau væru mjög spennt fyrir ferðinni. Þau æfa öll dans hjá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar og und- anfarið hafa þau æft stíft fyrir mótið í Blackpool. „Jú, við þurfum að æfa rosalega mikið. Við erum eiginlega á hverjum degi í einkatíma,“ sögðu þau í samtali við blaðamann. Að- spurð um hvort það væri ekki erfitt að sækja æfingar í Hafnarfjörð þeg- ar maður býr á Akranesi sögðust þau vera orðin vön vegalengdinni og tímanum sem fer í að koma sér til og frá æfingum. „Mér fannst þetta taka alveg heila eilífð fyrst en núna finnst mér þetta ekkert mál,“ sagði Demi. „Foreldrar okkar skiptast á að skutla okkur á æfingarnar,“ bæta hin við. Sýningin vel heppnuð Krakkarnir hafa allir æft dans frá því á unga aldri. Rósa Kristín og Trist- an Sölvi hafa dansað saman frá fimm ára aldri en Demi og Almar Kári síðastliðin þrjú ár. Demi æfir fim- leika samhliða dansinum og getur ekki gert upp á milli íþróttanna. Al- mar Kári er að læra á gítar og hef- ur einnig gaman að hvoru tveggja. „Ég er í fótbolta, dansi, badminton og motocross,“ sagði Tristan Sölvi. „Mér finnst hinar íþróttirnar að- Ung danspör frá Akranesi keppa í Blackpool Rósa Kristín Hafsteinsdóttir Tristan Sölvi Jóhannsson, Demi van den Berg, Almar Kári Ásgeirsson, héldu nýverið til Blackpool til að keppa í samkvæmisdönsum. Dansararnir á góðri stundu. Hárgreiðsla er fastur liður í lokaundirbúningi fyrir danskeppnir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.