Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 201620 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 Pennagrein Þegar kemur að umræðunni varð- andi eignir eiginkonu forsætisráð- herra langar mig að halda því fram að reiði fólks snúist að mestu leiti að þeirri ábyrgð sem forsætisráð- herra beri að axla gagnvart kjós- endum sínum og í raun lands- mönnum öllum, þar sem hann tók þá ákvörðun að halda þessum eign- um leyndum. Svo má vera að fólk vilji taka þá umræðu hvað varð- ar ákvörðun eiginkonu hans að geyma fjármuni í erlendum bönk- um frekar en Íslenskum, en hana ætlum við ekki að taka hér. Sigmundur Davíð tók þá ákvörð- un að fara í stjórnmál, bjóða sig fram til alþingiskosninga sem end- aði með að hann tekur stöðu for- sætisráðherra. Honum hefði átt að vera ljóst að ráðherrastöðunni fylgir rík ábyrgð gagnvart lands- mönnum öllum hvort sem lög kveða svo á um eður ei. En svo virðist vera að sá sem gegnir stöðu ráðherra þurfi ekki að bera, né axla ábyrgð gangvart einu né neinu. Samkvæmt lögum og reglum virð- ist ráðherra geta gert það sem hon- um sýnist og engin þörf á að spyrja kóng né prest. Í Fréttablaðinu þann 24. mars síðastliðin bendir Sigmundur Davíð á að honum hafi ekki bor- ið nein bein skylda, né sé til þess ætlast að menn skrái eignir maka í þessari hagsmunaskráningu. Þessi ágæti drengur segist byggja sitt „siðferði á lögum og reglum“. Þá segir hann jafnframt að „siðferðis- leg skylda hjá mér sem stjórnmála- manni snýst um skyldur mínar við samfélagið og að hámarka árangur minn fyrir það“. Þá er hér vert að spyrja hvort að háttvirtur forsætis- ráðherra telji sig ekki hafa brugð- ist sinni siðferðislegri skyldu sem stjórnmálamaður við samfélagið að halda þessum eignum leyndum? Bar honum ekki siðferðisleg skylda til að tilkynna kjósendum þessa hagsmuni áður en þeir gengu inn í kjörklefana? Ef svo er að hon- um hafi borið siðferðisleg skylda til þess er þá ekki lágmarkskrafa að hann axli ábyrgð á sínum skyldum og víki sem forsætisráðherra? Eru ekki líkur á því að eitthvað af at- kvæðum sem fóru til Framsóknar- flokksins í síðustu alþingiskosning- um hefðu farið annað, ef kjósend- ur hefðu vitað af því að eiginkona eins frambjóð- enda flokksins ætti fjármuni í erlendu skatta- skjóli? Líkt og við vitum öll þá ríkir ráðherra- ræði hér á Ís- landi, þeir virð- ast hafa heim- ild í lögum og reglum til að haga sér eins og þeim sýn- ist, þeir virð- ast ekki þurfa að svara fyr- ir eitt né neitt. Svo vilja margir halda því fram að þessir að- ilar sem sitja í stöðu ráðherra séu heilagir, enda fara þeir með framkvæmdarvaldið og löggjafar- valdið. Því er kannski ekki skrýtið að þeir komist upp með að hugsa ég geri það sem ég vil og spyr eng- an að því. Samkvæmt Lögfræðiorðabók með skýringum sem útgefin var af Bókaútgáfunni Codex og Laga- stofnun Háskóla Íslands undir rit- stjórn Dr. Páls Sigurðssonar pró- fessor, segir að með hagsmuna- tengslum sé átt við að fjárhags- legir eða persónulegir hagsmun- ir tveggja eða fleiri manna teng- ist t.d. af fjölskylduástæðum eða vegna sameignar eða annars kon- ar sameiginlegra fjármunaréttinda. [...].(bls. 180). Þó þarna sé vísað til náinna tengsla milli aðila stjórn- sýslumáls og manns sem fer með stjórnvald í því máli, sem og milli dómara og málsaðila, hljótum við að geta gengið að því vísu að gerðar séu álíka kröfur til þingmanna, en svo er því miður ekki. Ég verð að viðurkenna að ég er orðin afar þreyttur á að þurfa að sitja og horfa upp á þá staðreynd að ráðherrar geti hagað sér nánast eins og þeim sýnist, þeir þurfi nán- ast ekki að lúta neinum lögum eða reglum. Svona háttsemi er ekki að koma fram í fyrsta skipti og mun án efa ekki verða það síðasta, verði ekki farið í verulegar breytingar á stjórnskipun Íslands. Þessir flokk- ar hafa fengið mörg tækifæri til að sýna fyrir hverja þeir eru mættir á þing til að vinna og í flestum ef ekki öllum tilfellum hafa þeir ekki ver- ið að vinna fyrir fólkið, heldur nán- ast eingöngu fyrir atvinnurekendur og fjárfesta, hvort sem eru innlend- ir eða erlendir. Hvort sem til eru skráðar lög og reglur eða ekki þá er ekki flókið að sjá að ég ber skyldu til að haga mín- um málum á ákveðin hátt gegni ég stöðu ráðherra eða þingmanns. Háttvirtur forsætisráðherra Sig- mundur Davíð ákvað að halda leyndu frá kjósendum þeim fjár- hagslegum hagsmunum sem eig- inkona hans á í svokölluðu erlendu skattaskjóli, sem má ætla að séu einnig hans eigin hagsmunir t.d. út frá lögum um hjúskap. Því má ætla að staða Framsóknarflokksins eft- ir síðustu alþingiskosningar hefði ekki orðið eins sterk og raun bar vitni hefðu þessar upplýsingar legið fyrir. Hvað sem lög og reglur segja þá ætti háttvirtum forsætisráðherra að vera það ljóst að líklegt væri að hann færi ekki með stöðu for- sætisráðherra ef þessar upplýsing- ar hefðu legið fyrir við kjör hans. Þar sem hann virðist vísa frekar oft til siðferðis ætti það að vera honum fyllilega ljóst að hann hefur engan annan kost en að segja af sér. Hafsteinn Sverrisson, viðskiptalögfræðingur Ábyrgð ráðherra? Á páskum leggja margir Íslending- ar land undir fót venju samkvæmt og fara í frí, heimsækja ættingja eða sækja viðburði fjarri heimahög- unum. Fylgifiskur þess er jafnan mikil umferð dagana fyrir og eft- ir páskahátíðina. Nýliðnir páskar voru þar engin undantekning. Leiðinlegt veður gerði á laugar- dagskvöld á Norðvesturlandi. Skaf- renningur og blint var á Arnkötlu- dal (Þröskuldum) í Reykhólasveit og Fróðárheiði var ófær. Páskahret þetta virtist ekki hafa mikil áhrif á umferð um páskana, enda lands- menn helst á faraldsfæti dagana beggja vegna hátíðarinnar. Meðfylgjandi mynd tók Þor- leifur Geirsson og sýnir hún þétta bílaumferð yfir Borgarfjarðarbrú í norðurátt á skírdag. kgk Mikil umferð um páskana Föstudaginn 18. mars síðastliðinn var haldinn deildarfundur Auð- humlu í Dalakoti Búðardal. Við það tækifæri var ábúendum í Miklagarði í Saurbæ í Dölum, Margréti Guð- bjartsdóttur og Ásmundi Jóhann- essyni, veitt viðurkenning fyrir ára- tuga framleiðslu á úrvalsmjólk. Þau Margrét og Ásmundur í Miklagarði hættu mjólkurframleiðlsu um síð- ustu áramót. -tilkynning Úrvalsmjólk frá Miklagarði Ari Edwald forstjóri MS, Egill Sigurðsson stjórnarformaður, Margrét Guðbjarts- dóttir bóndi, Garðar Eiríksson framkvæmdarstjóri Auðhumlu, Lúðvík Hermanns- son mjólkurbússtjóri Búðardal, og Ásmundur Jóhannesson bóndi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.