Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 30.03.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ný áskorun; langsótt og klén samlíking Ég hefur alla tíð verið áhugamaður um íþróttir og fylgdist lengi vel mjög náið með gangi mála í knattspyrnuheiminum. Í seinni tíð hef ég þó orð- ið stöðugt meira afhuga þeirri ágætu íþrótt. Ég horfi enn á fótbolta en sú íþrótt sem ég helst fylgist með er hinn fagri körfuknattleikur. Ver ég drjúg- um tíma í hverri viku í að fylgjast með körfunni. Ég er B maður, líður best á kvöldin og vil vaka frameftir. Kemur það sér mjög vel því ég get fylgst örlítið með NBA deildinni bandarísku fyrir vikið, bestu körfuknattleiks- deild í heimi. En ég fylgist líka með körfunni hér heima. Þar eigum við Vestlendingar fólk í fremstu röðum. Besta körfuknattleikslið svæðisins er vafalítið kvenna- lið Snæfells, sem lyfti í vetur bikarmeistaratitlinum. Liðið er Íslandsmeist- ari síðustu tveggja ára og getur í ár hampað titlinum þriðja árið í röð, ef allt gengur að óskum í úrslitakeppninni sem hefst í kvöld. Ég læt ekki aðeins nægja að fylgjast með körfuknattleik, hef meira að segja gengið svo langt að spila körfuknattleik af og til á Akranesi. Et ég þá kappi við menn sem eru mér mun færari og verð mér reglulega til skamm- ar þegar stökkskot mín snerta ekki einu sinni hringinn. Það er ekki tilviljun að ég geti fengið boltann óáreittur við þriggja stiga línuna. En eftir því sem ég læt sjá mig oftar þá mun mér fara fram, það er eitt af því sem gerist þegar menn hitta fyrir sér hæfari einstaklinga. Menn læra af þeim, séu þeir tilbúnir til þess. Öðru hvoru fæ ég leiðbeiningar inni á vell- inum og legg mig fram við að fara eftir þeim. Þannig mun mér fara fram. Aldrei verð ég góður körfuknattleiksmaður en ég get vel orðið betri en ég er í dag ef ég legg mig fram við að læra af öðrum og er tilbúinn að takast á við áskoranir. Fyrir viku bauðst mér ný áskorun; að ritstýra. Já, lesandi góður, Skessu- horni vikunnar er ritstýrt af einhverju strákpjakki sem veit ekkert í sinn haus og hefur ekki einu sinni unnið á síðutogara. Að ritstýra einu tölublaði Skessuhorns var áskorun sem ég var tilbúinn að takast á við, enda hef ég lært ótalmargt af samstarfsmönnum mínum sem alltaf hafa verið tilbúnir að leiðbeina mér. Það hefur allavega gert mig að betri blaðamanni en ég var í fyrstu. Mitt síðasta verk við ritstjórn þessa tölublaðs er að skrifa leiðara og þar erum við, ég og þú lesandi góður, skyndilega farnir að tala í nútíð. Þar sem ég sit við þau skrif rennur upp fyrir mér að ég hef þegar lært nokkuð á þess- ari áskorun. Tel mig hafa gert það að minnsta kosti. Fljótlega munu munu renna upp fyrir mér að einhvers staðar varð mér á í messunni í frumraun minni. Ég reikna með að fyrsti lærdómurinn verði að byrja fyrr að skrifa leiðara, að því gefnu að ég hafi ekki klúðrað málunum algjörlega og fái að gera þetta aftur í framtíðinni. Sko, strax farinn að læra af reynslunni. Næsti lærdómur er sá að muna að leiðari á að fjalla um eitthvað, til dæmis skoð- anir ritstjóra, þjóðmálin en ekki vera hálfvæmið og innihaldslaust kjaft- æði. Hann skal hafa upphaf, miðju og endi og efnistökin skulu mynda sam- fellu. Það á ekki að vaða úr einu í annað og bjóða lesendum upp á samlík- ingar sem eru bæði langsóttar og í sannleika sagt heldur klénar. Ég nóta það hjá mér. Kristján Gauti Karlsson Heilbrigðisráðherra undirritaði formlega í síðustu viku samninga við fjórar heilbrigðisstofnanir um þátt- töku þeirra í skipulögðu átaki til að stytta bið sjúklinga eftir tilteknum brýnum aðgerðum. Samningarn- ir eru við Heilbrigðisstofnun Vest- urlands, Landspítala, Sjúkrahúsið á Akureyri og fyrirtækið Sjónlag hf. Í þeim felst að sérstaklega hefur ver- ið samið um fjármuni til að fram- kvæma tilteknar aðgerðir umfram það sem stofnanirnar höfðu ráð- gert miðað við rekstrarfé af fjár- lögum. Um er að ræða hjartaþræð- ingar, augasteinsaðgerðir og lið- skiptaaðgerðir á hnjám og mjöðm- um sem voru áætlaðar 1.010 á þessu ári. Með átakinu bætast við 530 að- gerðir sem er ríflega 50% aukning. Nú bíða 1.336 sjúklingar eftir lið- skiptaaðgerð. Áformað er að verja 1663 milljónum króna til verkefn- isins á árunum 2016 - 2018, þar af um helming fjárins á þessu ári. Að sögn Guðjóns Brjánssonar forstjóra HVE var áður ráðgert að gera 110 liðskiptaaðgerðir á stofnuninni en nú fjölgar þeim töluvert eða um 65% sem er talsvert meira en aukn- ingin nemur á landsvísu. Með þess- um samningi stefnum við á að gera 70 til 75 liðskiptaaðgerðir til viðbót- ar. Það eru nokkurn veginn til helm- inga hné- og mjaðmaaðgerðir, segir Guðjón í samtali við Skessuhorn. Fjölga fagfólki Í fréttatilkynningu frá HVE seg- ir að þær heilbrigðisstofnanir sem taka þátt í átakinu skuldbindi sig jafnframt til að ná sem bestum ár- angri við að stytta biðtíma eftir öllum aðgerðum sem þær fram- kvæma. Áskilið er að framkvæmd aðgerða sem heyra undir átakið leiði ekki til þess að bið eftir öðr- um valkvæðum aðgerðum lengist. Þeir aðilar sem taka þátt í átakinu þurfa að skila mánaðarlegri grein- argerð um framvindu átaksins. Guðjón segir verkefnið þegar vera hafið og að það feli í sér einhverj- ar breytingar á stofnuninni. Skipu- lagið á skurðstofunni mun breyt- ast örlítið. Þessar aðgerðir krefjast fjögurra til sex daga innlagnar og það var sett sem skilyrði að þetta myndi ekki hafa áhrif á aðra starf- semi. Við höfum því fengið bækl- unarlækni í aukið starf og fjölgum fagfólki samtals um 3,2 stöðugildi og getum þannig bætt við legu- rýmum. Við höfum einnig bætt búnað á skurðstofum til að af- kasta meiru, svo sem með kaupum á nýrri áhaldaþvottavél og skurð- borði, útskýrir Guðjón. Velferðar- ráðuneytið mun greiða reglubund- ið fyrir þær aðgerðir sem samning- arnir taka til í samræmi við tíma- setta áætlun um framkvæmd þeirra. Náist ekki að framkvæma áætlaðan fjölda aðgerða lækka greiðslurnar sem því nemur. Ef fyrirséð er að samningsaðilar nái ekki að fram- kvæma umsaminn fjölda aðgerða á árinu getur ráðuneytið endurút- hlutað fjármunum svo unnt sé að ná markmiðum átaksins. Að mati landlæknis og ráðherra voru þetta þær aðgerðir sem brýnast var að taka á í byrjun. Við höfum aftur á móti lagt ríka áherslu á að það sé mjög brýnt að takast á við kvenað- gerðir líka, enda eru yfir 500 kon- ur á biðlista. Þá höfum við lagt áherslu á að koma á formlegu sam- starfi við Landspítalann og þá sér í lagi við kvennadeildina. Við teljum að með því mætti veita betri þjón- ustu og að vel væri hægt að samnýta þessar deildir. grþ Skipulagt átak styttir bið sjúklinga Með átakinu mun liðskiptaaðgerðum fjölga úr 110 í 185 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Guðjón Brjánsson forstjóri HVE. Íbúum landshlutans fjölgaði í fimm sveitarfélögum af ellefu á síðasta ári samanborið við árið 2014. Þeim fækkaði aftur á móti í sex sveitarfélögum en þrátt fyrir það var fjölgun um 200 íbúa þeg- ar litið er á landshlutann í heild. Mesta fjölgun í einu sveitarfélagi á Vesturlandi var á Akranesi. Þar fjölgaði íbúum um 141 manns, eða um rétt rúm tvö prósent frá árinu áður. Í Borgarbyggð fjölgaði um 98 íbúa, eða 2,8%. Þegar hlut- fallsleg fjölgun er skoðuð þá hafði Helgafellssveit vinninginn í lands- hlutanum. Þar fjölgaði íbúum þó ekki nema um tvo en sökum þess hve fáir búa í Helgafellssveit þá var það fjölgun um 3,8%. Þá fjölg- aði um sex íbúa í Stykkishólmi, eða hálft prósent. Íbúum fækkaði í Skorradalshreppi, Hvalfjarðar- sveit, Grundarfjarðarbæ, Eyja- og Miklaholtshreppi, Snæfellsbæ og í Reykhólahreppi. Mesta fólks- fækkunin var í Skorradalshreppi þar sem íbúum fækkaði úr 62 í 53, eða um 14,5% sem gerir Skorra- dalshrepp fámennasta sveitarfélag landsins. Í heildina fjölgaði íbú- um á Vesturlandi um 200 á síðasta ári sem gerir 1,3% aukningu frá árinu áður. Þann 1. janúar 2016 voru landsmenn 332.529 og hafði fjölgað um 3.429 frá sama tíma árið 2015. Þetta jafngildir fjölg- un landsmanna um 1%. Konum og körlum fjölgaði sambærilega á árinu og voru karlar 2.011 fleiri en konur 1. janúar 2015. Meðfylgjandi tafla sýnir mann- fjölda í sveitarfélögum á Vestur- landi samkvæmt tölum Hagstof- unnar 1. janúar 2015 og 1. janúar 2016. grþ Hlutfallslega mesta fjölgun íbúa í einu sveitarfélagi á Vesturlandi á síðasta ári var í Helgafellssveit. Þar fjölgaði íbúum um tvo eða 3,8%. Það er hlutfallslega séð langt yfir landsmeðaltali. Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 200 á síðasta ári ! Sveitarfélag: Fjöldi 1. janúar 2015 Fjöldi 1. janúar 2016 Breyting í ölda Akranes 6.767 6.908 + 141 Borgarbyggð 3.539 3.637 + 98 Hvalarðarsveit 635 622 - 13 Skorradalshreppur 62 53 - 9 Eyja- og Miklah.hr. 144 138 - 6 Helgafellssveit 53 55 + 2 Grundarörður 900 899 - 1 Stykkishólmur 1.107 1.113 + 6 Snæfellsbær 1.679 1.663 - 16 Dalabyggð 680 678 - 2 Reykhólahreppur 268 267 - 1

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.