Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Síða 2

Skessuhorn - 08.06.2016, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 20162 Margir Íslendingar hafa beðið spenntir eftir Evrópumótinu í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi í sumar. Mótið hefst föstudaginn 10. júní þegar gestgjafar Frakklands mæta liði Rúmeníu í A-riðli mótsins. Íslending- ar keppa síðan fyrsta leik sinn í mótinu við Portúgali þriðjudaginn 14. júní. Á morgun og föstudag er spáð austlægri átt og dálítilli rigningu öðru hverju. Hiti 12 til 19 stig. Á laugardag er spáð norðaustlægri átt og skýjað verður með köflum. Kólnar í veðri. Á sunnudag á að verða austanátt, skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti á bilinu 12 – 19 stig. Á mánudag er útlit fyrir austlæga eða breytilega átt, skýjað að mestu og líkur á skúrum. Hiti 8 – 16 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvaða forsetaframbjóðanda líst þér best á?“ Guðni Th. Jóhannesson fékk 48% at- kvæða, Davíð Oddson 25%, Halla Tómas- dóttir 10%, Andri Snær Magnason 8%, Sturla Jónsson 5%, en þau Ástþór Magnús- son, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir og Hildur Þórðardóttir fengu öll 1% hvert þeirra. Í næstu viku er spurt: Hversu langt kemst Ísland á EM karla? Þeir fjölmörgu námsmenn sem hafa verið að gera það gott að undanförnu eru Vest- lendingar vikunnar. Í blaðinu þessa vik- una er rætt við nokkra þeirra sem stóðu sig mjög vel á liðnum árum. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Banaslys í umferðinni HVALFJ.GÖNG: Fullorð- in kona lést og fjórir slösuðust í hörðum árekstri fólksbíls og jeppa í Hvalfjarðargöngum skömmu fyrir klukkan 14 á sunnudaginn. Konan sem lést hét Ingrún Ing- ólfsdóttir, 67 ára hjúkrunarfræð- ingur búsett í Hafnarfirði. Ingr- ún lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn. Mikill við- búnaður var vegna slyssins, fjöldi sjúkrabifreiða frá Reykjavík og Akranesi var sendur á vettvang, tækjabílar slökkviliðs, lögregla og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hval- fjarðargöngum var lokað í kjöl- farið næstu þrjá tíma og umferð beint um þjóðveginn fyrir Hval- fjörð. Þetta er alvarlegasta slysið og fyrsta banaslysið í Hvalfjarð- argöngum frá því þau voru opn- uð 11. júlí 1998. Samkvæmt upp- lýsingum sjónarvotta skullu fólks- bifreiðin og jeppinn saman þegar þeim síðarnefnda var ekið yfir á rangan vegarhelming. Tveir voru í jeppanum en þrír í fólksbílnum, allt fullorðið fólk. Þeir sem slös- uðust hafa allir verið útskrifaðir af gjörgæsludeild. -mm Skógræktin er sameinuð ný stofnun LANDIÐ: Frumvarp um nýja skógræktarstofnun var afgreitt á Alþingi á fimmtudaginn með öll- um greiddum atkvæðum þing- manna. Með samþykkt laganna renna saman í eina stofnun Skóg- rækt ríkisins og landshlutaverk- efni í skógrækt. Verkefnin eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskóg- ar, Héraðs- og Austurlandsskóg- ar og Suðurlandsskógar ásamt því að umsjón með Hekluskóg- um flyst með inn í nýja stofnun einnig. Kveðið er á um það í lög- unum að hin nýja stofnun skuli heita Skógræktin. Á næstu vikum verður unnið að því að hanna út- lit nýrrar stofnunar með vefsíðu, nýju merki og þess háttar. Fljót- lega verður skipurit stofnunarinn- ar kynnt ráðherra ásamt stefnu- skjölum og markmiðum. Einn- ig verða lausar stjórnunarstöður auglýstar til umsóknar. -mm Föstudagur: B.O.S.S., Biggi og Orri úr hljómsveitinni Bland sjá um stuðið frá klukkan 23-3. Frítt inn. Laugardagur: Stuðboltinn Hlynur Ben skemmtir af sinni alkunnu snilld frá klukkan 23-3. Frítt inn. EM í beinni á Vitakaffi. Evrópukeppnin verður í beinni á Vitakaffi. Stillholti 16-18 | Akranesi | Sími 431-1401 SK ES SU H O R N 2 01 6 Opnum klukkan 11 Frítt Risahelgi á Vitakaffi Tilboð í mat og drykk á meðan keppnin stendur yfir. Fylgist með okkur á Facebook. Tilboð helgarinnar er tveir fyrir einn af Carlsberg (léttöl) á meðan leikir standa yfir. Við bendum gestum Norðurálsmótsins að hægt er að fá hamborgara, samlokur og smárétti hjá okkur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað síðastliðinn fimmtudag upp dóm í máli Kræsinga ehf. í Borgarnesi gegn Matvæla- stofnun. Með dómnum er við- urkennd skaðabótaskylda Mat- vælastofnunar vegna tilkynn- ingar sem birt var á heima- síðu stofnunarinnar 27. febrú- ar 2013 varðandi framleiðslu Gæðakokka, fyrirtækis sem var undanfari Kræsinga ehf. Í fréttinni á vef MAST var þess getið að rannsókn hefði sýnt fram á að ekkert kjöt hefði fundist í nauta- böku frá fyrirtækinu Gæðakokkum í Borgarnesi, en nautabakan átti sam- kvæmt innihaldslýsingu að innihalda 30% nautahakk í fyllingu. Þrátt fyrir að dómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hefði borið ábyrgð á því að þær nautabökur sem voru rannsakaðar hefðu ekki inni- haldið nautakjöt í samræmi við inni- haldslýsingu, var að mati dómstólsins enginn vafi talinn á því að tilkynning- in hefði með beinum hætti haft al- varlegar afleiðingar fyrir fyrirtækið og að það hefði lögvarða hagsmuni að fá bótaskyldu Matvælastofnunar viðurkennda. Vegna fréttar (MAST) og umfjöllunar fjölmiðla í kjölfar- ið hrundu viðskipti Gæðakokka sem verið höfðu vaxandi samkvæmt reifun dómsins um 34% á ári og numið 132 milljónum króna árið 2012. Fyrirtæk- inu var í kjölfarið gefið nýtt nafn en rekið áfram á sömu kennitölu. Vænta má þess að skaðabótakrafa Kræsinga ehf. geti numið verulegri upphæð nú þegar skaðabótaskyldan hefur verið staðfest fyrir dómi. Á síðasta ári komst Héraðsdómur Vesturlands að þeirri niðurstöðu að rannsókn Matvælastofnunar á meintu kjötleysi í nautaböku hefði verið ábótavant. Aðeins eitt sýni hafi ver- ið tekið og því ekki sýnt fram á hvort um óviljaverk eða ásetning hafi ver- ið að ræða. Þetta eina sýni var rann- sakað upp til agna og því ekki hægt að sannreyna hvort niðurstöður úr þeirri rannsókn hafi verið ábótavant. Áfellisdómur yfir eftirlitskerfinu Í forsendum héraðsdóms Reykja- víkur í síðustu viku er vikið að því að Matvælastofnun hafi brostið vald til að taka ákvörðun í málinu og að hún hafi gengið inn á verksvið Heil- brigðisnefndar Vesturlands. Ætlast hefði mátt til að frekari rannsókn- ir yrðu framkvæmdar áður en far- ið hafi verið í birtingu fréttarinnar á heimasíðu MAST, þar sem fyrir- sjáanlegt hefði verið að birt- ingin myndi hafa alvarleg- ar afleiðingar fyrir Gæða- kokka. Sömuleiðis er fund- ið að því að fréttin hafi ekki verið efnislega rétt, þar sem fullyrðing um að innköllun hefði verið framkvæmd hafi ekki staðist. Þá taldi dóm- stóllinn að Matvælastofnun hefði borið að kynna nið- urstöður rannsóknanna fyr- ir fyrirtækinu áður en þær voru birtar opinberlega og gefa því tækifæri til að koma á framfæri at- hugasemdum sínum. Í dómsorðum Héraðsdóms Reykja- víkur kemur fram að viðurkennd er skaðabótaskylda Matvælastofnun- ar vegna tjóns sem Kræsingar ehf varð fyrir vegna tilkynningar sem birt var á heimasíðu (MAST) 27. febrúar 2013. Þá var Matvælastofnun gert að greiða Kræsingum 900 þúsund krón- ur í málskostnað. Í tilkynningu frá Matvælastofnun eftir uppkvaðningu dómsins kemur fram að ekki hafi ver- ið ákveðið hvort dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Bíður nú átekta Magnús Níelsson eigandi Kræsinga ehf. segist í samtali við Skessuhorn sem minnst vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Hann fagni þó vissulega áfangasigri í sínu máli, en bíði nú eft- ir hver ákvörðun Matvælastofnunar verður áður en áfrýjunarréttur stofn- unarinnar rennur út. mm Dómur viðurkennir skaðabótaskyldu Matvælastofnunar gegn Kræsingum Hin árlega eldsmíðahátíð var hald- in á Safnasvæðinu að Görðum um helgina. Hátíðin stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags og nóg var um að vera. Haldin voru ör- og framhaldsnámskeið fyrir almenn- ing ásamt því sem erlendir eldsmið- ir, frá bæði Svíþjóð og Eistlandi, héldu sýnikennslu. „Hátíðin lukkað- ist vel og það var mikið líf og fjör. Hún var vel sótt og það hafa líklega yfir 30 eldsmiðir verið á hátíðinni. Við vorum með fjóra erlenda gesti. Ivar Feldmann frá Eistlandi var einn þeirra. Hann smíðaði skúlptúr sem hann hefur ákveðið að gefa okkur í þakklætisskyni fyrir það að Ísland var fyrsta þjóðin til þess að viður- kenna endurreist sjálfstæði Eistlands árið 1991. Við erum ánægð með gjöfina og skúlptúrinn verður reist- ur hér á safnasvæðinu,“ segir Guð- mundur Sigurðsson einn af eldsmið- unum í samtali við Skessuhorn. Það var þó ekki bara smíðað á hátíðinni því einnig voru haldnir tónleikar fyr- ir gesti og gangandi á föstudeginum. Það var blúshljómsveitin Kveinstafir sem spilaði á þeim tónleikum. Beate Stormo Íslandsmeistari Rúsínan í pylsuendanum var, eins og fyrri ár, Íslandsmeistaramótið í eld- smíði sem fram fór á sunnudaginn. Þar tóku 13 keppendur þátt í eld- smíði. Það var Beate Stormo, bóndi á Kristnesi í Eyjafirði, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í ár. Beate hef- ur náð góðum árangri í eldsmíði og vann m.a. Norðurlandameist- aramótið í eldsmíði sem haldið var í Finnlandi í ágúst í fyrra. Úrslitin komu því ekki mjög á óvart. Í öðru sæti lenti Ingvar Matthíasson og í því þriðja Þórarinn Svavarsson. bþb Eldsmíðahátíð var haldin á Akranesi um helgina Frá eldsmíðahátíðinni um helgina. Ljósm. Brynja Valdimarsdóttir. Beate Stormo kom sá og sigraði í eitt skiptið enn. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.