Skessuhorn - 08.06.2016, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 2016 13
Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum í sumar.
Fyrir yngri krakka sem eru fæddir 2004 og síðar eru
æfingar kl. 17:00 – 17:50 fyrir eldri krakka sem eru fæddir
1998 – 2003 eru æfingar kl. 18:30 – 19:20. Engin æfingargjöld.
Kylfur á staðnum fyrir þau sem ekki eiga golfkylfur.
Kennari er Kristvin Bjarnason menntaður PGA golfkennari.
Ef einhverjar spurningar eru þá hringið eða hafið
samband við Ebbu s. 860-2667 eða finnuring@simnet.is
Golfæfingar eru hafnar hjá Golfklúbbi
Borgarnes fyrir börn og unglinga
Allir velkomnir að prófa,
strákar og stelpur. SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Skagakonan Anna Kristín Ólafs-
dóttir dúxaði nú á dögunum þeg-
ar hún útskrifaðist frá Tækniskól-
anum. Hún lærði grafíska miðl-
un við skólann og útskrifaðist
með einkunnina 9,85. Anna Krist-
ín er þrítug að aldri og útskrifaðist
með stúdentspróf frá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands 2006. Að því
búnu lærði hún þjóðfræði við Há-
skóla Íslands og tók síðan meistara-
gráðu í hagnýtri menningarmiðl-
un við sama skóla. Hún segir bæði
fögin hafa verið mjög áhugaverð.
„Í menningarmiðlun snerist nám-
ið mikið um hvernig hægt væri að
koma sínu efni á framfæri, svo sem
í formi sýninga, heimildamynda
eða á netinu. Þetta fannst mér mjög
skemmtilegt og í kjölfarið kvikn-
aði áhugi á að öðlast meiri færni í
að miðla efni á ýmsa vegu og lang-
aði mig þá sérstaklega að bæta við
þekkingu varðandi tæknilegu hlið-
ina,“ segir Anna Kristín í samtali
við Skessuhorn. Hún segir í fram-
haldinu hafa ákveðið að læra graf-
íska miðlun við Upplýsingatækni-
skólann, þar sem hún gæti öðlast þá
viðbótarkunnáttu sem hún var að
leita eftir.
Á góða að
Anna Kristín segir að henni hafi allt-
af gengið vel í námi og hún er vön
því að fá góðar einkunnir. „Þó aldrei
jafn góðar og núna, ætli þetta sé ekki
þroskinn?“ Hún viðurkennir þó að
það krefjist töluverðar skipulagn-
ingar að ná svona góðum árangri í
námi. „Ég þurfti að skipuleggja mig
sérstaklega vel þar sem ég bý á Akra-
nesi og því fór alltaf einhver tími í
keyrslu á milli. Svo á ég líka tveggja
ára dóttur og reyndi því að nýta tím-
ann í skólanum sem best til að vera
komin heim á sama tíma og hún
kláraði daginn hjá dagforeldrunum
sínum.“ Anna Kristín segir það þó
hafa komið fyrir að hún hafi verið
í skólanum fram á kvöld fyrir stór
verkefnaskil. „Ég nýtti hádegishléið
líka ansi oft í lærdóm þó ég mæli
nú ekki endilega með því. Þetta var
skemmtilegur en strembinn vetur
og mér hefði ekki gengið svona vel
ef ég ætti ekki svona góða að.“
Í sumar ætlar dúxinn að verja tím-
anum með fjölskyldunni. Hún stefn-
ir þó einnig á að ljúka ýmsum verk-
efnum og undirbúa næstu skref. „Í
haust vonast ég til þess að komast á
námssamning í grafískri miðlun eða
að fá vinnu sem tengist mínu námi,“
segir Anna Kristín Ólafsdóttir að
endingu. grþ
Móðir á Akranesi dúxaði í Tækniskólanum
Frá útskriftinni. F.v. Þór Pálsson aðstoðarskólameistari, Anna Kristín Ólafsdóttir og Jón B Stefánsson skólameistari.
Kristinn Bragi Garðarsson lauk
stúdentsprófi af náttúrfræðibraut
Fjölbrautaskóla Vesturlands í lok
síðasta mánaðar. Hann hlaut við-
urkenningu fyrir bestan árangur
á stúdentsprófi á vorönn 2016 og
fyrir ágætan árangur í stærðfræði.
Kristinn Bragi segir í samtali við
Skessuhorn að sér hafi alltaf geng-
ið sæmilega í námi og að hann hafi
í raun aldrei þurft að hafa fyrir því
að læra mikið. Það kom honum í
opna skjöldu að hafa náð þeim ár-
angri að verða dúx skólans. „Þetta
kom mér svolítið á óvart. Við at-
höfnina var ég bara að horfa nið-
ur, örugglega að hugsa eitthvað
um fæturna á mér. Svo heyrði ég
allt í einu nafnið mitt nefnt,“ segir
hann. Kristinn segir þó alveg eins
hafa átt von á því að fá viðurkenn-
ingu fyrir góðan árangur í stærð-
fræði enda hafi hann alltaf átt gott
með að læra hana. „Ég setti mér
það markmið að fá minnst 8 í öllu
og mér fannst það gott markmið.
Það er ekki of hátt og það skapar
ekki óþarfa stress að reyna að ná
þessari einkunn.“
Stefnir á tónlistarnám
Í vetur hafði Kristinn nóg að gera
samhliða náminu í FVA enda var
hann í þremur vinnum ásamt tón-
listarnámi. „Ég var að vinna í Bón-
us annan hvern sunnudag og á
Gamla Kaupfélaginu annað hvert
kvöld. Svo kenndi ég þremur ein-
staklingum á gítar.“ Sjálfur hefur
hann bæði verið í gítar- og söng-
námi við Tónlistarskóla Akraness
undanfarin ár og hefur lokið mið-
prófi í söng. „Ég byrjaði tólf ára að
læra á rythmískan gítar og fór að
syngja þegar ég var um fimmtán
Það kom á óvart að
dúxa frá FVA
Kristinn Bragi Garðarsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á
stúdentsprófi á vorönn 2016.
ára.“ Kristinn segir það hafa ver-
ið svolítið krefjandi á köflum að
vera bæði í fjölbraut og tónlistar-
skólanum samtímis. „Ég hef þurft
að læra svolítið mikið fyrir prófin.
Ég tók stúdentinn á þremur árum
og var líka að taka próf í tónlistar-
skólanum á hverju ári,“ segir hann.
Næsta haust mun Kristinn Bragi
hefja nám við FÍH og stefnir hann
á að vinna með skólanum. „Þetta
er alveg eins fyrirkomulag og í
Tónlistarskólanum á Akranesi.
Það er alveg hægt að vera í þessu
með vinnu því að bóklegu tímarnir
eru eftir klukkan fimm á daginn og
svo fær maður úthlutuðum tímum
hjá einkakennara.“ Kristinn stefnir
á að vinna í eitt ár áður en hann fer
í áframhaldandi nám. „Ég stefni á
að fara í tónlistarnám í Berkley há-
skóla í Boston. Það er dýrt nám og
ég þarf aðeins að safna fyrir þessu.
Það er líka gott að fá meiri reynslu
úr FÍH, þá á maður meiri séns á
styrkjum,“ segir hann að endingu.
grþ
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is