Skessuhorn - 08.06.2016, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 201616
Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns
Andri Snær
Magnason
1. Hverjir eru fjölskylduhagir þínir?
Konan mín heitir Margrét Sjöfn Torp og hún er
hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Við búum í
Karfavogi og höfum verið saman í 25 ár. Við
eigum fjögur börn á aldrinum 8 - 19 ára.
2. Hvernig skilgreinir þú hlutverk Forseta Ís-
lands?
Forseti Íslands er eini þjóðkjörni einstakling-
urinn og honum ber að beita sér í þágu þjóð-
arinnar og þjóðarhagsmuna. Forseti Íslands
hefur framtíðarsýn og getur skapað vettvang
fyrir ólíka hópa. Hann á að að halda ákveðn-
um gildum á lofti sem lýsa hvernig sem viðr-
ar og hvernig sem vindar geisa í pólitík. Hann
á ekki að beita sér gegn ákveðnum hópum eða
flokkum en hann á að gera sitt besta til að finna
sameiginlega sýn fyrir landsmenn. Hann á að
standa vörð um tungumálið, lýðræði og hann á
að beita sér fyrir náttúruvernd.
3. Hvernig á forsetinn að haga synjunarvald-
inu? Ef hann á að taka mark á áskorunum,
hversu hátt hlutfall kosningabærra Íslendinga
þarf þá að skora á hann?
(Ef hann á að taka mark á áskorunum, hversu
hátt hlutfall kosningabærra Íslendinga þarf þá
að skora á hann?:) Í drögum að nýrri stjórnar-
skrá hefur verið rætt um 10 - 15% landsmanna
og ég hallast að þeirri tölu sjálfur. Þetta er skýr
krafa fólksins.
4. Finnst þér þurfa að breyta Stjórnarskrá Ís-
lands. Ef já, hverju vildir þú helst breyta?
Hlutverk forseta Íslands er óskýrt og vald hans
er of eftir túlkanlegt. Ýmsum greinum í stjórn-
arskrá hefur aldrei verið beitt. Valdsækinn eða
stjórnlyndur forseti getur veikt þingræðið með
núverandi stjórnarskrá að vopni. Í drögum að
nýrri stjórnarskrá er lýðræðið styrkt með því að
veita almenningi rétt til að kjósa um mikilvæg
mál.
5. Ertu trúuð/aður?
Ég er í Þjóðkirkjunni og hef áhuga á trúmál-
um. Leita til æðri máttarvalda þegar mikið ligg-
ur við.
6. Trúir þú á líf eftir dauðann?
Ég hef grun en ég er ekki viss.
7. Hversu sýnilegur á forsetinn að vera á al-
þjóðavettvangi?
Forseti Ísland er fulltrúi þjóðarinnar og rödd
Íslands á alþjóðavettvangi. Hann á að rækta
vinabönd við aðrar þjóðir, hann á að efla tengsl-
anet Íslendinga, kynna Ísland og málstað Ís-
lendinga.
8. Ef þú kemst til valda, munt þú beita þér í
embættinu til að tala fyrir einhverjum ákveðn-
um málum. (T.d. utanríkismálum, mannrétt-
indamálum, velferðarmálum eða öðru?)
Forseti á ekki að skipta sér af daglegri pólitík
en forsetinn á að hafa skýra sýn í stærri málum.
Ég sé fyrir mér áherslur hvað varðar tungumál-
ið, náttúruvernd og eflingu lýðræðis og mann-
réttinda. Við þurfum vitundarvakningu hvað
varðar framtíð íslenskrar tungu. Of stór hluti
drengja getur ekki lesið sér til gagns að loknu
grunnskólaprófi. Það er ávísun á minnkandi
menntastig. Tungumálið, bókmenntahefð-
in og bókmenntaarfurinn eru þættir sem for-
seti þarf að rækta. Umhverfismál eru og verða
stærsta mál 21. aldar hvort sem litið er innan-
lands eða utan. Lýðræðið þarf að efla og rækta
og ég myndi taka þátt í umræðu um framtíð
lýðræðis og upplýsingar.
9. Er eitthvað sem Ísland hefur sem önnur
lönd hafa ekki? Þurfa Íslendingar að breyta
markaðssetningu landsins á einhvern hátt?
Ef já, hvar eigum við að leggja áherslurnar?
Við eigum handritin, Konungsbók Eddu-
kvæða, Möðruvallabók, frábær og yndis-
leg handrit. Konungsbók Eddukvæða er einn
merkast gripur norður Evrópu. Handritin eru
og hafa verið ósýnileg í allt of mörg ár. Fólk
velkist um Reynisfjöru í febrúar þegar það gæti
eytt deginum í að fræðast um handritin í Árna-
stofnun og fara þaðan í Reykholt til að fá dýpri
innsýn.
10. Hverjir eru þínir helstu kostir?
Ég fæ margar hugmyndir og fylgi þeim eftir.
11. Hverjir eru þínir helstu veikleikar?
Ég fær stundum of margar hugmyndir.
12. Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands?
Mig langar til að bjóða fram ákveðna framtíð-
arsýn. Fyrri kynslóðir tókust á við stór verk-
efni, þau stofnuðu lýðveldi, færðu út landhelg-
ina og kusu konu sem forseta. Ég velti fyrir mér
hvað við viljum gera? Við þurfum stórátak til
að efla læsi og tungumálið okkar. Það þarf ekki
nema eina sofandi kynslóð til að slíta þráðinn.
Við getum staðið vörð um víðernin okkar uppi
á hálendi og við getum tekið þátt í að efla lýð-
ræðið með því að ljúka stjórnarskrárferlinu.
13. Hvenær tókst þú ákvörðun um að bjóða
þig fram?
Ég tók endanlega ákvörðun í mars en undir-
búningur hófst í janúar á þessu ári.
14. Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú yrðir kos-
in/n forseti?
Ég myndi fara hringinn kringum landið og
hitta fólk um leið og ég ræði um læsisátak á
landsvísu.
15. Munt þú breyta áherslum í orðuveiting-
um forseta?
Það má ræða breytingar en þeir sem hafa feng-
ið orður eru flestir stoltir og ég hef samglaðst
þeim.
16. Hvaða forseti á lýðveldistímanum finnst
þér hafa skarað fram úr?
Vigdís Finnbogadóttir.
17. Hvað er það sem þú ert stoltust/stoltastur
af að hafa gert á ævinni?
Börnin fjögur.
18. Hver eru þín helstu áhugamál?
Skíðamennska, gönguferðir, samfélagsmál og
bókmenntir.
19. Hefur þú einhverja tengingu við Vestur-
land?
Ég er ættaður frá Stykkishólmi. Blái hnött-
urinn var teiknaður og hannaður í Melasveit-
inni af Áslaugu Jónsdóttur og bændur á Brún
í Borgarfirði settu upp leikritið fyrir nokkrum
árum. Ég er afkomandi Egils Skallagrímsson-
ar.
20. Hvaða staður á Vesturlandi finnst þér fal-
legastur?
Þar er af nógu að taka. Ég er alltaf skotinn í
Snæfellsnesinu og Snæfellsjökli. Ég gekk endi-
legan fjallgarðinn síðasta sumar og upp á Hel-
grindur í mögnuðu veðri með góðum vinum.
Sturla Jónsson
1. Hverjir eru fjölskylduhagir þínir?
Ég giftur Aldísi Ernu Helgadóttur og við eigum
þrjá syni saman.
2. Hvernig skilgreinir þú hlutverk Forseta Ís-
lands?
Forsetinn á að gæta hagsmuna almennings
gagnvart löggjafarvaldinu.
3. Hvernig á forsetinn að haga synjunarvald-
inu? Ef hann á að taka mark á áskorunum,
hversu hátt hlutfall kosningabærra Íslendinga
þarf þá að skora á hann?
Berist forseta 25.000 undirskriftir frá kjörbær-
um Íslendingum þá fer málið í þjóðaratkvæða-
greiðslu óumdeilt.
4. Finnst þér þurfa að breyta Stjórnarskrá Ís-
lands. Ef já, hverju vildir þú helst breyta?
Já. Ég vil breyta tveimur ákvæðum í stjórnar-
skránni. Annars vegar 26. greininni þannig að ef
12-15% kosningabærra manna krefjist þjóðar-
atkvæðagreiðslu þá verði að setja lögin í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Hins vegar 51. greininni. Hún
fjallar um að þingmenn geti verið ráðherrar. Ég
vil breyta henni þannig að þingmenn megi ekki
gegna ráðherrastöðu.
5. Ertu trúuð/aður?
Ég trúi því að Guð hjálpi þeim sem hjálpa sér
sjálfir. Annað veit ég ekki þar sem ég er ekki lát-
inn ennþá.
6. Trúir þú á líf eftir dauðann?
Ég trúi á það að því sem þú sáir muni lifa eft-
ir þinn dag.
7. Hversu sýnilegur á forsetinn að vera á al-
þjóðavettvangi?
Forsetinn á að sinna sínu lögbundna hlutverki,
bæði innanlands sem og á alþjóðavísu. Hann á
að vera forseti allra Íslendinga og beita sér af
fullum krafti við að bæta og vernda almanna-
hag, fyrst og fremst innanlands og tala síðan því
máli, ef svo ber undir, á erlendum vettvangi.
8. Ef þú kemst til valda, munt þú beita þér í
embættinu til að tala fyrir einhverjum ákveðn-
um málum. (T.d. utanríkismálum, mannrétt-
indamálum, velferðarmálum eða öðru?)
Já ég mun beita mér fyrir því að mannréttindi
verði virt á Íslandi í einu og öllu, í velferðar-
málum, utanríkismálum og þar fram eftir göt-
unum.
9. Er eitthvað sem Ísland hefur sem önnur
lönd hafa ekki? Þurfa Íslendingar að breyta
markaðssetningu landsins á einhvern hátt? Ef
já, hvar eigum við að leggja áherslurnar?
Já t.d. eigum við hlutfallslega meiri auðæfi á
hvern einstakling. Áherslur: Ég vil skera niður
um minnst 50% í útlögðum kostnaði til rekstrar
sendiráða um allan heim sem skipta milljörðum
og nota afganginn til að greiða ákveðnum kon-
súlum fyrir sína vinnu, eins til að auglýsa Ísland
í alþjóðamiðlum og á alþjóðlegum vettvangi.
Ég vil stuðla aukinni innanlandsframleiðslu til
útflutnings, hækka orkuverð til útflutnings og
lækka orkuverð innanlands til framleiðslu, t.d.
til innlendrar matvælaframleiðslu.
10. Hverjir eru þínir helstu kostir?
Ég er staðfastur, tryggur, vinnusamur og heið-
arlegur.
11. Hverjir eru þínir helstu veikleikar?
Veikleikar mínir eru eflaust nokkrir en það er
annara að dæma held ég. Ég er mannlegur fyrst
og fremst. Ef mér er bent á veikleika í mínu fari
þá reyni ég að snúa honum upp í styrkleika af
fremsta megni.
12. Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands?
Fyrst og fremst til að gæta almannahagsmuna.
13. Hvenær tókst þú ákvörðun um að bjóða þig
fram?
Í febrúar 2016.
14. Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú yrðir kos-
in/n forseti?
Að óska eftir fundi með forseta Rússlands.
15. Munt þú breyta áherslum í orðuveiting-
um forseta?
Það er ekki í valdi forseta að breyta áherslum en
hins vegar getur hann talað fyrir breytingum.
16. Hvaða forseti á lýðveldistímanum finnst
þér hafa skarað fram úr?
Ásgeir Ásgeirsson. Hann notaði 26. greinina
óspart þegar hann ræddi umdeild frumvörp í
heitu pottunum í ríkisráði sínu (sjá Stjórnarskrá
16. grein).
17. Hvað er það sem þú ert stoltust/stoltastur
af að hafa gert á ævinni?
Ég er stoltur af því að hafa verið svo lánsamur
að eignast góða fjölskyldu, yndislega eiginkonu,
gott heimili og þrjú heilbrigð börn. Ég er stolt-
ur af því að hafa tekið þátt í baráttunni frá árinu
2007 fyrir betra og réttlátara samfélagi, að hafa
fengið að kynnast sönnu baráttufólki, fólki sem
hefur trú á mér og þeim hugsjónum sem ég hef
barist fyrir.
18. Hver eru þín helstu áhugamál?
Mótorsport, mannréttindi og lagasafn Íslands.
19. Hefur þú einhverja tengingu við Vestur-
land?
Eiríkur Kristófersson skipherra var bróðir lang-
afa míns, Sturlu Kristóferssonar, að Brekku-
velli í Vestur-Barðastrandarsýslu, þeir voru syn-
ir hjónanna Kristófers Sturlusonar, bónda þar,
og konu hans, Margrétar Hákonardóttur. Móð-
ir mín er úr Deildartunguættinni í Borgarfirði.
20. Hvaða staður á Vesturlandi finnst þér fal-
legastur?
Hraunfossar.
21. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að
lokum?
Að lokum vil ég hvetja kjósendur til að skoða fa-
cebooksíðuna mína sem er opin öllum: „Sturla
Jónsson“ eins eru allir velkomnir að gerast með-
limir í stuðningsmannahópi mínum „Sturla
Jónsson – Forsetaframboð“.
Guðrún Margrét
Pálsdóttir
1. Hverjir eru fjölskylduhagir þínir?
Ég hef verið gift í 29 ár og á fjögur börn á aldr-
inum 14 til 28 ára.
2. Hvernig skilgreinir þú hlutverk Forseta Ís-
lands?
Fyrir utan hefðbundin störf forseta sem snúa að
því að undirrita lög frá Alþingi og sjá til þess að
það sé starfhæf stjórn í landinu er hann fyrst og
fremst þjónn þjóðarinnar og á að láta sér annt
um velferð hennar og taka þátt í viðburðum sem
skipta máli. Ég sé forseta sem leiðtoga sem kall-
ar þjóðina hærra, sem heldur á lofti og stend-
ur vörð um grunngildi og stoðir samfélagsins.
Hann er öryggisventill, hluti af ímynd Íslands
og rödd hans skipir máli á alþjóðavettvangi.
3. Hvernig á forsetinn að haga synjunar-
valdinu? Ef hann á að taka mark á áskor-
unum, hversu hátt hlutfall kosningabærra
Íslendinga þarf þá að skora á hann?
Ég tel forseta ekki eiga að beita synjunarvald-
inu nema í undantekningartilfellum s.s. þegar
lög um mjög umdeild mál hafa verið samþykkt
Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns
Forsetakosningarnar fara fram laugardaginn 25. júní næstkomandi.
Af því tilefni sendi Skessuhorn spurningalista á alla níu forsetafram-
bjóðendurna þar sem þeir voru allir spurðir sömu spurninga. Eru þeim
færðar þakkir fyrir svörin. Það skal tekið fram að allir frambjóðendur
svöruðu samviskusamlega, utan Ástþór Magnússon, þrátt fyrir ítrek-
anir blaðamanns.