Skessuhorn


Skessuhorn - 08.06.2016, Qupperneq 18

Skessuhorn - 08.06.2016, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 201618 Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns starfað samkvæmt eigin samvisku, en ekki sam- kvæmt hagsmunum flokksins sem þeir tilheyra. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu leiðir svo vonandi til þess að þingið hefur fólkið meira með í ráðum áður en þeir samþykkja lögin. 5. Ertu trúuð/aður? Já. Ég trúi á eitthvað æðra okkur sem við getum beðið um hjálp og leitað styrks hjá. Ég trúi að það sé tilgangur með lífinu og að sá tilgangur sé að þroskast og verða betri manneskja. 6. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. 7. Hversu sýnilegur á forsetinn að vera á al- þjóðavettvangi? Mér finnst að forseti eigi að vera virkur tals- maður friðar í heiminum. Forseti hefur tækifæri til að vekja athygli á alls kyns málsstað um allan heim eins og friði, náttúruvernd og dýravernd. Hann hefur aðgang að öðrum þjóðarleiðtogum og erlendum fjölmiðlum og getur nýtt það til góðs. 8. Ef þú kemst til valda, munt þú beita þér í embættinu til að tala fyrir einhverjum ákveðn- um málum. (T.d. utanríkismálum, mannrétt- indamálum, velferðarmálum eða öðru?) Ég mun tala fyrir lýðræðisumbótum, mannrétt- indum, sjálfbærni, lífrænni ræktun, velferð dýra, meira valdi til fólksins, nýju stjórnarskránni í gegn og að við finnum leiðir til að þingmenn geti unnið saman, friðsamlega, að heill lands og þjóðar. Ég mun tala fyrir betra samfélagi þar sem ríkir jöfnuður og að allir fái tækifæri til að blómstra sama hverjar aðstæður þeirra eru. 9. Er eitthvað sem Ísland hefur sem önnur lönd hafa ekki? Þurfa Íslendingar að breyta markaðssetningu landsins á einhvern hátt? Ef já, hvar eigum við að leggja áherslurnar? Styrkurinn okkar felst í smæðinni og hugrakkri þjóð. Það hefur verið svolítið hlegið að okkur. Hugum frekar að innviðum samfélagsins og lít- um í eigin barm. Hreinsum vel til í samfélaginu til að byggja það upp á nýjum gildum. 10. Hverjir eru þínir helstu kostir? Ég er sterk, sjálfstæð, eldklár og menntuð og hef víðtæka lífsreynslu sem mér þykir vænt um. 11. Hverjir eru þínir helstu veikleikar? Ég á erfitt með að þola hroka og yfirlæti. 12. Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands? Vegna þess að mér þykir svo vænt um þjóðina og landið að mig langar að leggja mitt af mörkum til að stuðla að betra samfélagi. Ég hef ákveðna framtíðarsýn þar sem fólk skiptir meira máli en peningar og velferð samfélags skiptir meira máli en hagræðing og hagvöxtur og ég vona að þjóð- in sé tilbúin í þá vegferð. 13. Hvenær tókst þú ákvörðun um að bjóða þig fram? Ég er búin að vera að hugsa þetta lengi og hef- ur fundist að núverandi forseti hafi setið allt of lengi. Það er ekki gott ef fólk situr of lengi í lýð- ræðisríki. 14. Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú yrðir kos- in/n forseti? Að setja eða láta setja siðareglur fyrir embætti forseta Íslands. 15. Munt þú breyta áherslum í orðuveiting- um forseta? Ég mun hlýta ákvörðunum orðunefndar og mér finnst nefndin vera farin að líta fanga víðar en áður sem er gott. En það er hægt að viðurkenna störf fólks á fleiri máta en með orðuveitingum. 16. Hvaða forseti á lýðveldistímanum finnst þér hafa skarað fram úr? Ég vil frekar líta til erlendra forseta sem fyrir- mynd og lít ég helst til Mary Robinson, fyrrum Írlandsforseta, sem var fyrst til að rétta út sátta- hönd á Norður-Írlandi og vann í þágu friðar og mannúðar allan sinn embættistíma. Einnig langar mig að líta til Vaclav Havel, sem var leik- skáld eins og ég og góður samfélagsrýnir. 17. Hvað er það sem þú ert stoltust/stoltastur af að hafa gert á ævinni? Gefið út fyrstu bókina mína. Í kjölfarið gerði ég margt sem krafðist hugrekkis eins og að gefa út fleiri bækur og síðan bjóða mig fram til forseta. Forsetaframboðið er gífurlega lær- dómsríkt og gefandi. Mér fannst sérstaklega gaman að ferðast um landið til að safna undir- skriftum og heimsækja alls konar fyrirtæki og rabba við fólk um allt mögulegt. 18. Hver eru þín helstu áhugamál? Fólk, hundar, náttúran, hönnun, tónlist, andleg mál og lestur alls kyns bóka. Mér finnst gott að vera til staðar til fólk geti öðlast styrk og trú á sjálft sig. 19. Hefur þú einhverja tengingu við Vestur- land? Þegar ég var að alast upp fórum við fjölskyld- an oft í bústað við Grjótá á Mýrum og veidd- um í Hítará, Grjótá eða Hítarvatni. Uppáhalds- stundirnar mínar voru þegar við heimsóttum afa og ömmu í veiðihúsið Lund við Hítará. Afi minn Agnar Kofoed-Hansen er einmitt fyrir- myndin mín þegar kemur að mannlegri nálgun. Lundur var ævintýralegur staður og einhvern tímann langar mig að gista þar aftur. Annars finnst mér alltaf jafn dásamlegt að keyra vestur á Snæfellsnes. 20. Hvaða staður á Vesturlandi finnst þér fal- legastur? Snæfellsnesið, Stykkishólmur, Skarðsströndin og Fellsströndin. Þetta er allt svo fallegt að það er erfitt að gera upp á milli. 21. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? Allir eru dýrmætir og mikilvægir í samfélaginu, sama hverjar aðstæður þeirra eru eða hvar á landinu þeir búa. Þess vegna er mikilvægt að forseti sé í góðum tengslum við fólkið, ferðist oft um landið og hitti alla þjóðina. Ég vil vera mikið úti á meðal fólksins, heimsækja alls kon- ar fyrirtæki og stofnanir, vekja athygli á öllu því góða sem er að gerast út um allt land og hvetja þjóðina áfram til dáða. Ég vil vera forseti fólks- ins. Guðni Th. Jóhannesson 1. Hverjir eru fjölskylduhagir þínir? Ég er kvæntur Elizu Reid. Hún er fædd í Kan- ada, við kynntumst í námi í Bretlandi og flutt- um hingað 2003. Við eigum þrjá drengi og eina dóttur: Duncan Tind átta ára, Donald Gunnar (kallaður Donni) sex ára, Sæþór Peter fjögurra ára og Eddu Margréti sem er tveggja ára og á í fullu tré við bræður sína. Frá fyrra hjónabandi með Elínu Haraldsdóttur á ég háskólanemann Rut, mikinn femínista og hugsjónamanneskju. 2. Hvernig skilgreinir þú hlutverk Forseta Ís- lands? Forseti gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnskip- un landsins, meðal annars við mögulega synjun laga og myndun ríkisstjórna. Forseti er fulltrúi allra Íslendinga, eini embættismaður þjóðar- innar sem hún kýs beint til verka. Forseti á að sameina frekar en sundra, hlusta á fólkið í land- inu og ólík sjónarmið þess, vera málsvari upp- lýstrar umræðu. Þá er forseti andlit Íslands í augum heimsins, fulltrúi landsins á alþjóðavett- vangi. Forseti á að vera bjartsýnn en raunsær, stoltur af landi og þjóð en hógvær um leið. 3. Hvernig á forsetinn að haga synjunarvald- inu? Ef hann á að taka mark á áskorunum, hversu hátt hlutfall kosningabærra Íslendinga þarf þá að skora á hann? Forseti á að beita synjunarvaldinu, finni hann að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar, svo vitnað sé til ágætrar lýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar. Forseti má samt ekki láta stilla sér upp við vegg. Hvert mál verður að skoðast sér- staklega. Sjá einnig næsta svar. 4. Finnst þér þurfa að breyta Stjórnarskrá Ís- lands. Ef já, hverju vildir þú helst breyta? Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er ekki breytt á Bessastöðum. Henni verður að jafnaði breytt með því að tvö þing samþykki breytingarnar, með kosningum á milli. Fólkið í landinu þarf því að kjósa sér fulltrúa sem styðja þær breyting- ar. Helst vildi ég að í stjórnarskrá komi ákvæði um þann rétt tilskilins fjölda kjósenda að krefj- ast þjóðaratkvæðis. Þannig þyrfti ekki atbeina forseta til að virkja rétt fólksins til að eiga síð- asta orðið í umdeildum málum. Sömuleiðis ætti forseti að hvetja til þess að ákvæði í stjórnar- skrá um völd og verksvið hans verði gerð skýr- ari en þau eru nú. Nýjar greinar í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum og náttúruvernd styð ég sömuleiðis. 5. Ertu trúuð/aður? Já. Ég var skírður til kaþólskrar trúar, fermdur í kaþólskum sið en missti barnatrúna við andlát föður míns þegar ég var á unglingsárum. Smám saman öðlaðist ég á ný trú á almættið og hið góða í heiminum. Slæleg viðbrögð kaþólsku kirkjunnar við skýrum ásökunum um glæpi innan hennar urðu til þess að ég sagði mig í kyrrþey úr henni. Nú stend ég utan trúfélaga í góðri sátt við guð og menn. Börn mín eru skírð til kristinnar trúar. 6. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já. 8. Ef þú kemst til valda, munt þú beita þér í embættinu til að tala fyrir einhverjum ákveðn- um málum. (T.d. utanríkismálum, mannrétt- indamálum, velferðarmálum eða öðru?) Ég myndi tala fyrir öllum góðum málum. For- seti á að hlusta, fylgjast með og finna hvað brennur helst á landsmönnum. Forseti Íslands hefur mikið áhrifavald og getur komið miklu til leiðar þótt með óbeinum hætti sé. Nái ég kjöri myndi ég að vísu vilja einbeita mér sérstaklega að því að tala máli þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Hinir þurfa ekkert endilega á slíkri aðstoð að halda. Við eigum í öllum okk- ar verkum að sýna mannúð og í því felst samúð með þeim sem minna mega sín, umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum, áhersla á jafnrétti. 9. Er eitthvað sem Ísland hefur sem önnur lönd hafa ekki? Þurfa Íslendingar að breyta markaðssetningu landsins á einhvern hátt? Ef já, hvar eigum við að leggja áherslurnar? Smæð þjóðarinnar er kostur og galli í senn. Oftast er gott að búa í kunningjasamfélaginu sem við þekkjum hér en stundum kemur það okkur í koll. Við eigum að sýna umheiminum að við höfum skapað á þessu harðbýla landi öfl- ugt velferðarsamfélag þar sem þeir sem geta skarað fram úr fái til þess svigrúm en við hjálp- um líka þeim sem eru hjálpar þurfi. Ytra eig- um við líka að leggja áherslu á sjálfbærni lands- ins, náttúru og menningu. Við eigum að vera stolt af landi og þjóð án þess að monta okk- ur. Í ferðamennsku gætum við hugað að því að dreifa straumnum betur þannig að álag á vin- sælustu staðina minnki. Einnig gætum við lagt meiri rækt við menningartengda ferðaþjónustu og þá leyfi ég mér að benda á frumkvæði og fyrirtæki Elizu, konu minnar, Iceland Writers Retreat, www.icelandwritersretreat.com. 10. Hverjir eru þínir helstu kostir? Aðrir verða að dæma um þá. Samt vil ég segja að ég tel mig jarðbundinn og ákveðinn í að gera vel það sem mér er trúað fyrir. 11. Hverjir eru þínir helstu veikleikar? Ég á til að segja ekki frá því sem er að angra mig ef svo ber undir. Á líka stundum of erfitt með að segja nei og tek of mikið að mér. Örugglega má benda á ýmislegt fleira. 12. Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands? Ég vil láta gott af mér leiða. Stærri áskorun er vandfundin og nái ég kjöri vil ég sýna í verki að ég hafi reynst traustsins verður. En það er fólk- ið sem velur forsetann. 13. Hvenær tókst þú ákvörðun um að bjóða þig fram? Stuttu eftir að ég lenti í sviðsljósi fjölmiðla í vor og fékk fjölda áskorana, auk vísbendinga um að ég nyti fylgis. 14. Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú yrðir kos- in/n forseti? Hvernig sem fer á kjördag er ég búinn að lofa krökkunum að fara í gott frí með þeim í nokkra daga. Fyrsta verk forseta er að flytja ræðu þegar hann er settur í embætti í ágúst. Ég myndi fara að huga að því eftir fríið góða. 15. Munt þú breyta áherslum í orðuveiting- um forseta? Ekki í neinum meginatriðum. 16. Hvaða forseti á lýðveldistímanum finnst þér hafa skarað fram úr? Vil ekki gera upp á milli þeirra en Kristján Eld- járn og Vigdís Finnbogadóttir standa hjarta mínu næst. Ég hef skrifað svo mikið um Krist- ján og amma mín Sigurveig kenndi Vigdísi í barnaskóla. Pabbi heitinn og Vigdís þekktust líka vel. 17. Hvað er það sem þú ert stoltust/stoltastur af að hafa gert á ævinni? Að hafa eignast yndisleg börn, framar öllu, en líka að hafa menntað mig í því sem ég vildi og reyndar einnig að hafa sigrast á frámunalegri feimni sem þjakaði mig á unglingsárum. 18. Hver eru þín helstu áhugamál? Íþróttir að horfa á og stunda, og lestur góðra bóka. 19. Hefur þú einhverja tengingu við Vestur- land? Já, móðuramma mín, Margrét Thorlacius, ólst upp á Hjörsey á Mýrum. Þar lék hún sér við álfa, sagði hún mér þegar ég var á barnsaldri og því trúði ég auðvitað. Á unglingsárum reyndi ég að slá hana út af laginu og spurði hvernig það færi saman að vera kaþólsk eins og hún var og segjast trúa á álfa. „Þetta voru kaþólskir álf- ar,“ svaraði amma að bragði og þá var það út- rætt. 20. Hvaða staður á Vesturlandi finnst þér fal- legastur? Glanni, Hraunfossar og Barnafoss eru fínir staðir að stoppa við með fjölskyldunni. Nýlega dvaldist ég við bókarskrif að Reykholti. Þar var frábært að vera, friður og ró. Svo hef ég nokkr- um sinnum verið í sumarbústað við Skjaldar- vatn í Helgafellssveit. Get ekki gert upp á milli þessara staða. Davíð Oddsson 1. Hverjir eru fjölskylduhagir þínir? Kvæntur Ástríði Thorarensen. 2. Hvernig skilgreinir þú hlutverk Forseta Íslands? Hlutverk forsetans er skilgreint í stjórnar- skrá. Sá sem gegnir embætti forseta hverju Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns Forsetakosningarnar fara fram laugardaginn 25. júní næstkomandi. Af því tilefni sendi Skessuhorn spurningalista á alla níu forsetafram- bjóðendurna þar sem þeir voru allir spurðir sömu spurninga. Eru þeim færðar þakkir fyrir svörin. Það skal tekið fram að allir frambjóðendur svöruðu samviskusamlega, utan Ástþór Magnússon, þrátt fyrir ítrek- anir blaðamanns.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.